Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 /^X y^TíHU Barbie Fjölbreytt úrval af hinum heimsþekktu sígildu leikföngum. Barbie - bestu vinir barnanna Pást í næsxu leikfangay^rslun_ I. GUÐMUNDSSON & Co. hf. UMBODS OQ HEILDVERSIUN SÍMI 91-24020 FAX 91-623145 Blomberg WU EínarFarestveít&Cohf Borgartúni 28 S622901 og 622900 Blomberg eldunartækin hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverölaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Enginn býður nú meira úrval af innbyggingartækjum I sam- ræmdu útliti en Blomberg Komdu til okkar og kynnstu Blomberg af eigin raun, hringdu eða skrifaðu og fáðu sendan 60 síðna litprentaðan bækling á ís- lensku. ÖRYGGISSKÓR Stáltá og stálþynna í sóla. Sérstaklega hagstætt verð Skeifan 3h - Sími 81 26 70 - FAX 68 04 70 Vinnuvemd í verki lltogttriKaftifr Metsölublað á hverjum degi! &li Endurnýjun Samkvæmt flokkslög- um Alþýðubandalagsins hefst nú-síðasta kjörtíma- bil flokksformannsins, Ólafs Ragnars, en tíma- mörk eru á setu for- mannsins vegna svo- nefndrar endurnýjunar- reglu, sem Alþýðubanda- lagsmenn hafa gert mikið úr og talið siinnun þess að þeir séu „lýðræð- islegri" en aðrir. Nú eru hins vegar blik- ur á lofti og í bígerð að fella endurnýjunarregl- una niður svo að Ólafur Ragnar megi sit.ja áfram. Um þetta er fjallað í póli- tísku horni Tímans, sem nefnist „Á ras". Þar segir (millifyrirsagnir eru Mbl.): Skrautplöntur „Þegar pólitíska gras- rótin var í tísku var hún gróskumest hjá allaböll- um, sem einatt eru öðrum fundvísari á nýja leiki í sandkassa stjórnmálanna. Grasrótarstefnunni fylgir valddreifing þar sem nýgræðingurinn á að fá sín tækifæri og margar plöntur fá að blómstra. Aðalsmerki allaballanna var að flokksformenn og aðrar skrautplöntur skyldu aldrei sitja nema tvö kjörtímabil milli landsfunda. Þetta gekk um hrið og véku formenn og varaformenn með semingi úr embættum og aðrir tóku við. Grasrótin slegin Landsfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn í þessari viku. Innan- flokksátökin munu ekki að þessu sinni beinast að kosningu formanns og vara- formanns, því endurkjöri þeirra verður einungis lýst til að fullnægja formsatrið- um. í september átti í fyrsta sinn að fara fram kjör þeirra í kosningum meðal flokksmanna um land allt samkvæmt nýjum reglum. Ekkert varð úr mótfram- boði. Nú er enn eitt for- mannsskeiðið senn á enda runnið og finnst nú hvergi í grasrótínni svo lífvænleg jurt eins og sú sem mest og best prýðir flokkinn. Er úr vöndu að ráða. Flokkslög njörva tíð formannsskiptí niður, en sómi allaballa og virðing er í veði að sá fremstí meðal jafningja leiði hjörðina. Strá og fausk- ar Kallað er að á lands- fundi allaballa, sem brátt á að halda, verði gerð (il- raun tíl lagabreytingar til að Ólafur Ragnar fái að gefa kost á sér til endur- kjörs enn einu sinni, eða jafnvel oftar, en túni hans er að renna út, sam- kvæmt flokkslögum. Ekki mun örgrannt um að mörg stráin, sem spretta í garði aUaball- anna, þyki sinn tími kom- inn að fá að vaxa upp í sólarljósið og jafnvel er rætt um að gamlir f ausk- ar verði gerðir grænir aftur og leiddir til fornra virðinga. Mun allt það lið að sjálfsögðu leggjast gegn því að grasrótarlög- unum verði breytt og að formannsskipti verði óhjákvæmilega. Heimilisböl Er nú valddreifingin að verða slikt heimilisböl að ekki mun sýnna en að það verði eitt höfuðverk- efni landsfundarins hvort breyta eigi lögum og framlengja formannstíð Ólafs Ragnars eða veh"a einhvern aukvisa í hans stað. Tilforustu fæddur En Ólafur Ragnar er til forustu fæddur og rekst ekki í flokki nema ráða þar Iögum og lofum. Ef illa fer og hann verður gerður að óbreytt- um flokksmanni, mun hann eiga litíð erindi í svoleiðis pólitík. En hann er volkinu vanur og veit af góðri reynslu að alltaf má fá annan flokk og annað föruneytí." wCtVQUMft Ókeypis féiags- og lögfræðileg ráðgjöf v "' l ' ^ fyrir konur. Opið þriðjudagskvöld k\. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16. Símar2l500og9962l5 Coral Polge. Teiknimið- ill til Islands VÆNTANLEG er til landsins teiknimiðillinn, Coral Polge, frá Bretlandi en hún er einhver þekktasti slíkur miðill í heimin- um í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sálar- rannsóknarfélagi íslands. Coral kemur til Islands 25. nóv- ember nk. og mun hún starfa hjá Sálarrannsóknarfélagi íslands og Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar, á meðan á dvöl hennar stendur. Jafnframt því mun hún fylgja úr hlaði útgáfu bókar sinnar, Lifandi eftirmyndir, sem er að koma út í íslenskri þýðingu hjá bókaútgáfunni Skjaldborg. Coral Polge hefur óvenjulega náðargáfu. Þar sem flestir hefð- bundnir skyggnilýsingamiðlar lýsa gestum sínum að handan með orð- um, stígur hún í raun einu skrefi framar og teiknar á pappír eftir- myndir af þeim sem hún er í þann- ig sambandi við, ættingjum hinna brottfluttu til mikillar undrunar. Föstudaginn 3. desember verður skyggnilýsingafundur í Gerðubergi með Coral Polge og Bill Landis. Fundurinn hefst kl. 20.30. The Sacred Triangle off Pagan lceland Ný bók eftir Einar Pálsson er komin út. Þetta er fyrsta bökin sem út kemur eftir Einar á ensku. Bókin fjallar um tengsl l'slendinga að fornu_við hugarheim hinnar klassísku fornaldar, einkum við hina margbrotnu speki Pýþagórasar. í bókinni er nær eingöngu nýtt efni sem aldrei hefur birst fyrr. Þar eru raktir hinir ótrúlegustu þræðir milli íslenskra landnáms- manna, Breta á steinöld, hliðstæðu alþingis á Pelopsskaga og mæl- inga Forn-Egypta. Þetta er bók hins fróðleiksfúsa. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 25149. Eru jólafötin ekki tilbúin ? 3 Ódýrastir tryggðu þér samt jólamyndatökuna, með því að panta túna strax , við myndum til og með 21. des. og skilum öllum myndum og stækkunum fyrir jól. VerO á jólakorlum og stækkunum er um og yfir 50 % lægra hjá okkur. f okkar myndatökum er innifalið að allar myndir eru stækkaðar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm að auki 2 slækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Verð frá kr. 12.000,oo Ljosmvndasiofan Mynd simi: 65 42 07 Barna og fjölskylduljósmyndir sími: 677 644 Ljósm vndast ofa Kópavogs sími: 4 30 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.