Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 Dýrðlegt ævintýri Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Frú Emilía ÆVINTÝRI TRÍTILS Leikstjórn og handrit: Ása Hlín Svavarsdóttir. Byggt á sögu Dicks Laan. Leikmynd og búningar: Guðrún S. Haraldsdóttir og Guðrún Auðunsdóttir. Grímur: Ólafur J. Engilberts- son. Leikarar: Kjartan Bjargmunds- son, Helga Braga Jónsdóttir og Barði Guðmundsson. Dvergálfurinn Trítill á sér einskis ills von, dag einn þegar hann prílar upp í tré til að líta yfir heiminn. Þetta er mikil bylt- ing hjá Trítli, sem er orðinn 263 ára eða svo, gráskeggjaður lítill hnokki, ekki nema svosum þuml- ungur á hæð - lítið krútt eins og frú Storkur segir þegar hún held- ur að Trítill sé kominn til að vera; hún óskaplega glöð því hún er orðin svo leið á að framleiða unga sem fljúga svo bara burt úr hreiðr- inu. En Trítli verður ekki um sel og það rennur á hann skelfingar- svipur þegar á að fóðra hann á ánamaðki. Úps! En þetta gerist allt saman eftir að hann hefur fokið burtu frá sín- um stað í tilverunni á laufblaði - í svoleiðis ofboðslegu háfaðaroki sem áhorfendur framleiða ásamt leikurunum. Og lítið veit hann Trítill að dvölin hjá herra og frú Storki er aðeins upphafið að mikilli ævin- týraför, þar sem hann hittir fjölda dýra og manna - lendir aftur og aftur í lífshættu - í leit sinni að heimili. Langaij svo ógnar mikið að eignast sitt eigið hús. Það sem hjálpar Trítli er að afi hans Bítill hefur arfleitt hann að forláta pípu; pípu sem er blásið í og þá koma upp úr henni sögur - og þær ekki af verri endanum. Ævintýri Trítils er mjög vel samsett og skrifað leikrit fyrir yngstu áhorfendurna - og sýning- in hreint út sagt dýrðleg. Það er mikil spenna í tjáningu leikar- anna, sem klossfestir litla áhorf- endur opinmynta af eftirvæntingu - og ekki bara litla, því maður verður einhvern veginn barnslega ærslafullur innan um sig eftir að hafa séð þessa sýningu. Og það er ekki bara sagan sem er áhuga- verð, heldur eru búningar, grímur og annað gervi mjög vel unnið - og það er ákaflega auðvelt að gangast inn á blekkingu leiksins. Það var auðvelt að trúa því að Trítill væri aðeins þumlungur, jafnvel þótt stærsti leikarinn (Kjartan Bjargmundsson) léki hann. Kjartan bregður upp ótal andlitum í hlutverki Trítils og leik- ur á jafnmarga tilfinningastrengi í hjörtum áhorfenda; hrífur þá með sér milli vonar og ótta, undr- unar, gleði, kátínu, þreytu, von- brigða og riddaramennsku þegar eitthvað aumt á sér stað í sjón- deildarhring Trítils. Helga Braga Jónsdóttir leikur ýmis hlutverk; m.a. frú Stork, kanínu, héra, mús og litla stúlku og fer á kostum, eins og Kjartan - einkum í hlut- verki stúlkunnar litlu sem viðhef- ur sérkennilegar uppeldisaðferðir við brúðuna Bergljótu, sem Barði Guðmundsson leikur mjög skemmtilega, auk annarra hlut- verka; er köttur, er geitungur, er Storkur og margt fleira - ekki alveg eins spennandi hlutverk og Kjartan og Helga Braga hafa til að moða úr, en vel unnin. Þetta er mjög vel samstillt þrenning, með gott verk og ein- faldan en vandaðan umbúnað. Höfundur handrits, Ása Hlín Svavarsdóttir, er leikstjóri og er vinna hennar þar unnin af sömu vandvirkninni og við handritið. Það er ljóst að hún hefur mjög næma tilfinningu fyrir því hvernig leikhús hentar börnum vel. Nú þegar eru hér hópar og ein- staklingar meðal leikhússfólks sem sérhæfa sig í leiklist fyrir börn - og ég segi fyrir mitt leyti, að ég vildi óska þess að þeir sem ráða peningum og húsum, gætu skilið hvers virði það er að ala upp áhorfendur - áhorfendanna vegna, ekki leikhússins. Því það er aðeins í leikhúsi, sem hægt er að fá nýtt sjónarhorn á tilveruna á örskömmum tíma, átta sig á þáttum í mannssálinni og samfé- íaginu sem þartil hafa verið lokað- ir og skilja þá sem lifa öruvísi en við sjálf. Ég óska leikhúsinu Frú Emilíu til hamingju með að sýna í verki skilning á þessu uppeldis- hlutverki og hlakka til að sjá hvert framhaldið verður hjá þeim. En burtséð frá þeim, held ég að Í Reykjavík sé kominn grundvöllur fyrir rekstri barnaleikhúss - list- rænar forsendur eru örugglega fyrir hendi? Eða hvað á að gera við Iðnó? Sameining og sundrung Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Gunnar Hersveinn: í regnborg hljóðra húsa. Ljóð. 52 bls. Útgef- andi: Höfundur sjálfur. 1993. Sameining og sundrung eru helstu andstæður sem teflt er frarn í nýrri bók Gunnars Hersveins, I regnborg hljóðra húsa. Annars veg- ar sameining í ást og guði en hins vegar sundrung; aðskilnaður, sökn- uður, einsemd og dauði. Bókin er hugsuð sem heild. Hún er í fjórum hlutum og eru þrír þeirra rammaðir inn með kvæðum sem Ijóðmælandi grípur í upphafi pensil af forviða málara í skógi, fer um og málar tilfinningar með orðum eigin myndljóð en skilar málaranum penslinum aftur í lok þriðja hlut- ans. í þessum málverkum orða er ákveðin jarðkennd ríkjandi, skógur- inn, smáverur og laufin en þó er blái liturinn nokkuð áberandi. Bókin hefst á fremur björtum tónum í umfjöllun um ást, samein- ingu sálna og samúð með öllu lífi en annar hlutinn er fullur af váboð- um; óafmáanlegur blettur á hönd sem vísar til leikrits sem hjátrúin bannar að nefna, ljóðmælandi sekk- ur í djúp eða fellur í hyldjúpt blóð og dauðinn liggur á gægjum. I þriðja hluta eru ljóð sem byggja á biblíutilvísunum. En í síðasta hluta eru svo saknaðarljóð. Ljóðmál Gunnars Hersveins er víðast persónulegt, hugmyndaríkt og fágað. Hann lætur oftast ljóð- myndirnar tala og merking kvæðis- ins verður til úr samspili orða, mynda, þverstæðna og ýmiss konar grunnkveikja sem skáldið notar óspart. Oft gengur þetta ágætlega upp en því er ekki að leyna að stund- um þarf lesandi að hafa býsna mik- ið fyrir túlkun ljóðanna. Mörg kvæða Gunnars Hersveins eru naum að orðum og sum þeirra verða fyrir bragðið ekki bragðmik- ill skáldskapur, t.d. kvæðið Hér: „Þú hlýtur/að hafa verið hér//ég sakna þín" eða kvæðið Blá: „Þú ert blárri en fjöllin/og ég einmana." í fáeinum öðrum ljóðum finnst mér svo um- hverfislýsingarnar- og útleitni kæfa innihaldið, t.d. í garðinum. Best þykir mér Gunnari takast í látlaus- um Ijóðum þar sem hlutlæg mynd- smíðin kveikir kenndir með lesanda. Bláu augun þín er eitt slíkt kvæði: Blár á blárri grundu húsin trén dýrin blá einsog hafið sólin skýin fuglarnir allt er blátt einsog himinninn og kyrrðin hún er líka blá og allt er í kyrrstöðu allt nema kóngulóin sem vefur okkur saman með bláum þræði. Ljóðheimur Gunnars Hersveins er fremur kyrrstæður og sjálfhverf- ur líkt og skáldskapur margra af hans kynslóð. Einhver umbrot eiga sér þó stað innra með skáldinu, ein- hvers konar viðleitni til að rjúfa einangrun. I kvæðinu Ljóðadyrnar segir svo: „Viltu þá taka öxina á ganginum/og höggva Ijóðadyrnar í spað?" Ármann Helgason og Davíð Knowles Játvarðsson. Norræna húsið Frönsk tónlist á Haskólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun miðyiku- daginn 24. nóvember flytja Ármann Helgason klarinettuleikari og Davíð Knowles Játvarðsson píanóleikari franska tónlist fyrir klarinettu og píanó. Á efnisskránni eru verk eftir Debussy, Gaubert, Honegger og Francaix. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftími að lengd. Ármann Helgason lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988 og voru kenn- Gunnar Hersveinn. Þetta gerir vitaskuld enginn ann- ar en skáldið sjálft og nú er bara að bíða og sjá. arar hans Einar Jóhannesson og Sigurður I. Snorrason. Hann stundaði framhaldsnám í Royal Northern College of Music í Manc- hester og hjá prófessor John McCaw í London. Hann sótti einn- ig tíma hjá Philippe Cuper í París og dvaldi þá í Kjarvalsstofu. Ar- mann hefur leikið með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum hér heima og í Englandi, þar á meðal Salomon Ensemble og Ca- merarctia. Einnig tók hann þátt í úrslitaáfanga Tónvakans 1992. Davíð Knowles Játvarðsson lauk prófi frá Royal Northern College of Music með undirleik sem sérgrein og er nú undirleikari við Söngskólann í Reykjavík og Tónskóla Garðabæjar. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika bæði hérlendis og erlendis. Ármann og Davíð hafa unnið saman um nokkurt skeið og meðal annars komið fram á tónleikum hjá Listahátíð Hafnarfjarðar og í tónleikaröð Sigurjónssafns. Hand- höfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en aðgangur fyrir aðra er 300 krónur. Nýjar bækur ¦ Markús Árelíus flytur suð- ur heitir þriðja og síðasta bók Helga Guðmundssonar um kött- inn seinheppna. I kynningu útgef- anda segir: „Markú's Árelíus hefur lifað viðburðaríka ævi og er nú fluttur í lítið þorp á Suðurlandi. Þar eignast hann nýja félaga, meðal annars grimma, glæsilega læðu og kött sem búið er að venja á græn- metisát. Hann lendir í kasti við lög- regluna í plássi þar sem kattahald er bannað, hann tapar eyra og rófu- brotnar." Útgefandi er Mál og menning. Ólafur Pétursson myndskreytti bókina sem er 113 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Hún kostar 980 krónur. I A háskaslóð heitir nýútkom- in unglingasaga eftir Eyvind P. Eiríksson. Þar segir frá tveimur bræðrum sem sigla með pabba sín- um á skútu um sænska skerjagarð- inn. í kynningu útgefanda stendur: „Á rannsóknarskipi á sama róli er Tína, sæt stelpa sem verður vinkona unglingsins í hópnum og um tíma leikur allt í lyndi. En feðganna bíð- ur ekki bara áhyggjulaust sumarfrí heldur horfa þeir upp á harðvítug átök um mengunarmái, þeir lenda í sjávarháska og þurfa að bera vitni í réttarhöldum." Útgefandi er Mál og menning. Eyvindur P. Eiríksson hefur skrifað skáldsögur, Ijóðabækur og efni fyrir útvarp. Bókin er 127 blaðsíður, skreytt myndum eftir Önnu Cynthiu Leplar. Oddi hf. prentaði. Hún kostar 1.480 krónur. Kvartett um endalok tímans Tónlist Jón Ásgeirsson Kammersveit Reykjavíkur hóf vetrarstarf sitt með flutningi á einu af meistaraverkum Messia- ens, Kvartett um endalok tímans. Kvartettinn er saminn er tónskáld- ið var fangi Þjóðverja í seinni heim- styrjöldinni og er efni verksins mótað eftir 10. kaflanum í Opin- berunarbók Jóhannesar og má allt eins túlka sem sýn Messiaens á, að sem hann heyrði stríðsþrúmurn- ar bergmála um heiminn, væri komið að endalokunum. Því hefur verið haldið fram að í síðustu kvartettum sínum hafí Beethoven verið við mörk þess að gera tónmál þeirra skiljanlegt og víst er, að margir hafa reynt að komast yfír þessi skil, bæði með því að herma eftir og túlka tilfinn- ingar. Messiaen er einn þeirra snill- inga, sem leitað hafa á vit náttúr- unnar og reynt að ráða dulrúnir trúarbragðanna. Óræði Guðdóms- ins er skylt óræði tónleiksins og því nær Messiaen að predika með tónmáli sínu og e.t.v. að nálgast Guð, af því lítillæti, sem Messiaen sjálfur segir vart meira en „fálm og stam í samanburði við mikilleik þeirrar opinberunar, sem er sæði þessa verks". Kvartettinn um endalok tímans er í 8 þáttum og hefst á söng morgunfuglanna. Annar þátturinn nefnist „Söngur fyrir engilinn, sem tilkynnir endalok tímans". Þriðji þátturinn er klarinettueinleikur, sem nefnist „Hyldýpi fuglanna". Einar Jóhannesson lék þennan dapurlega þátt, afburða vel. Á eft- ir kemur gamansamur en þó ekki galsafenginn milliþáttur og þar eftir „Lofsöngur til eilífðar Jesú", sem er saminn fyrir selló og píanó. Leikur Bryndísar Höllu Gylfadótt- ur var hreint frábær og naut hún aðstoðar Gintautas Kevishas píanóleikara, sem lék glithljóma Messiaens af undursamlegum fín- leik. Sérkennilegasti kafli verksins nefnist „Ofsafenginn dans fyrir lúðrana sjö", sem er að mestu ein- raddaður og mjög erfiður, hvað snertir tónstöðu, sérstaklega á hásviði hljóðfæranna. Þessi kafli hefði mátt vera ofsafengnari, til að skerpa andstæður verksins. Sjö- undi þátturinn er glæsileg kam- mertónlist og nefnist „Regnbogag- litúði fyrir engilinn sem boðar endalok tímans". Þar fékk píanó- leikarinn nokkrar góðar tónhend- ingar en verkinu lýkur á samleik fiðlu og píanós í þættinum „Lof- söngur til ódauðleika Jesú". Rut Ingólfsdóttir lék þennan erfiða en kyrrláta þátt á hrífandi máta, en táknmál hans er upprisa mannsins til Guðs. Píanóleikarinn Kevishas átti mikinn þátt í að gullbrydda tónmál þessa fallega þáttar, með sérlega mjúkum og björtum litum. Kvartettinn um endalok tímans, eftir Messiaen, er ægifögur prédik- un, mælt fram á yfirskilvitlegu máli um óskilgreinanlegan og ódauðlegan helgidóm, trúarinnar á Guð og því má segja, að Messiaen hafí eins og Beethoven, mælt það fram í tónum, sem ekki verður sagt með orðum. é +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.