Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 Af messisjerum og forvírum Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Hafborg. Skáldsaga, 165 bls. Ið- unn 1993. Ýmsir haf a haft orð á því í umræð- um manna á milli um bókmenntir hversu fáar íslenskar skáldsögur fjalli um sjómannslíf enda þótt þjóð- in byggi afkomu sína meira og minna á sjósókn. Hafborg, ný skáld- saga Njarðar P. Njarðvík, bætir nokkuð úr þessum skorti. Söguþráður skáldsögunnar er ekki fyrirferðamestur þáttur hennar. Sögusviðið er ísafjörður og síðutog- arinn Hafborg. Sagan gerist um miðjan sjötta áratuginn. Okkur er gefin innsýn inn í líf sjómanna í tveimur fískveiðitúrum um borð í Hafborgu og einni landlegu á ísafirði. Skáldsagan fjallar ekki um nein stórtíðindi. Stórvægilegustu at- burðirnir eru brotsjór á Vestfjarða- miðum og slagsmál skipverja á land- legu. Athygli höfundar beinist frem- ur að lýsingu á lífskjörum sjómanna. Stíll höfundar er raunsæislegur. Hann leggur sig fram um að lýsa störfum sjómannsins af mikill ná- kvæmni með þeirra málasniði: „Messisjeranum var kastað yfir forv- írinn, Símon Færeyingur brá endan- um á honum utan um koppinn og dró báða vírana í blökkina." (47) Raunsæisverk hafa gjarnan sterka söguhneigð. Svo er ekki um þetta verk, a.m.k. á yfirborðinu. Þjóðmál eru yfirleit ekki rædd nema í hálf- kæringi. Höfundur stingur heldur ekki á neinum kýlum. Hér er fremur á ferðinni hversdagsraunsæi sem að sönnu afhjúpar þó fábreytta tilveru sjómannsins, hugsjónalaust strit hans og brotakennt líf sem hann reynir að líma saman í landlegum. Markviss og úthugsaður raun- sæistextiverksins er einn helsti kost- ur þess. Ýmislegt veldur því að end- urminningarblær verður á frásögn- inni. Sögumaður segir söguna að mestu leyti. Hann er menntaskóla- piltur í sumarvinnu og deilir því ekki að fullu kjörum og lífssýn áhafnarinnar. Þar að auki er hann fremur sjáandi en gerandi í atburða- Njörður P. Njarðvík. rásinni. Af sögu má einnig ráða að nokkurt tímabil líði frá frásagnar- tíma til skrásetningartíma. Enn- fremur notar Njörður mikið óbeina ræðu sem undirstrikar í senn fjar- lægð í tíma og hlutlægni sögumanns. Annars færist sjónarhornið til. í nokkrum köflum grípur Njörður til 3. persónu frásagnar með sýn inn í huga persónanna einsog hann treysti sögumanni sínum ekki til að koma frásögninni að fullu á framfæri. í sjálfu sér þarf það ekki að vera galli á frásagnarhætti sögunnar þótt heildin sé rofin með þessum hætti. Þó hygg ég að þetta varpi ljósi á meginveikleika verksins. Sem sé þann að persónur þess hafí ekki nægilega dýpt í lýsingum sögu- manns. Ég get mér til að þetta hafi Njörður fundið og því gripið til þessa ráðs og tekist allvel enda þótt vissu- lega skekki það formræna heild verksins. Hafborg er þó ágætlega fram- bærileg skáldsaga. Höfundurinn fer hér inn á brautir í efnisvali sem ótrú- lega fáir hafa troðið áður og gefur okkur innsýn í heim sem hverjum íslendingi er gott að þekkja. Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. Ráðhildur Ingadóttir. Sólveig Aðalsteinsdóttir. NAUMT SKAMMTAÐ Myndlist Bragi Ásgeirsson Þrjár ungar myndlistarkonur, sem allar virðast gagnteknar af kenningum naumhyggjunnar, þær Guðrún Hrönn Ragnarsdótt- ir, Ráðhildur Ingadóttir og Sól- veig Aðalsteinsdóttir, sýna um þessar mundir í listhúsinu Úmbru í Torfunni. Stendur sýningin til fimmtudagsins 25. nóvember. Þær hafa skipt á milli sín hinu litla rými, sem eiginlega er á mörkunum að hýsa nema hinar minnstu einstaklingssýningar, svo með sanni má segja, að hér sé naumhyggja á fullu.' Annars mun þetta öðru fremur vera hugsað sem uppsetning (in- stallation) og gengur alveg þann- ig séð. En þó er alveg klárt, að sýn- ingin mun einungis höfða til fá- menns hóps innvígðra, og ef gest- ur vissi ekki betur myndi hann varla taka eftir henni á leið í innri herbergin. Og satt að segja hélt ég að það væri engin sýning í listhúsinu, er mig bar að garði og datt mér fyrst helst í hug, að ég hefði villst á auglýsta samsýn- ingu, en er ég svo rýndi betur á suðurvegginn andspænis inn- göngudyrunum komu óljósir hringir í fölrauðu í ljós, er þekja allan vegginn, og reyndust þeir við nánari eftirgrennslan vera eftir Ráðhildi Ingadóttur. Það hefur færst mjög í vöxt undanfarið að listamenn máli beint á veggi listhúsa og hefur siíkt sést endurtekið i sölum Ný- listasafnsins undanfarið og er mjög í ætt við hópefli í núlistum. Gjörningur á einum stað er kannski endurtekinn af öðrum annars staðar, og svo enn öðrum á allt öðrum stað, jafnvel þótt fáir eða engir rati á framkvæmd- irnar og þannig er þetta líkast helgiathöfn. Beint á móti gengur kappur með kögur út úr norðurveggnum, þótt enginn sé glugginn og er tilgangurinn nokkuð óljós, þótt þessu fylgi nokkur sjónræn feg- urð og er höfundurinn Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. Á austur- vegg eru svo tveir innvafðir litlir bögglar, sem komið er snyrtilega fyrir í sniðhallri rökfræði, og er höfundurinn Sólveig Aðalsteind- sóttir. Auðvitað hefur þetta tilgang og það fortek ég sístur manna, en ansi væri nú gaman að kynn- ast hugmyndafræðinni að baki, en hún er ekki endilega sam- hljóma allstaðar, því þá væru athafnirnar ekki lengur list held- ur andvana endurtekningar. Upplýsingar eru engar á staðnum, einungis nöfn sýnend- anna og sagt frá hvenær þeir hófu listferil sinn, og svo nokkrir eldri katalógar. En það er ba- rasta ekki nóg og smitaður af naumhyggjunni set ég örlítinn hringlaga punkt fyrir skrifin og að sjálfsögðu í táknrænan þrí- gang. .. ¦ SÝNING ÁTILLÖGUM SEM BÁRUST í OPNA SAMKEPPNI UM HÖNNUN Á MERKI FYRIR ÞJÓÐHÁTÍÐARARIÐ 1994 ÍTILEFNI50ÁRA LÝÐVELDISÁÍSLANDI. Að undangenginni samkeppninni hefur sérstök dómnefnd valið þrjú merki til verðlauna. Verðlaunamerkin ásamt öðrum tiliögum, sem bárust verða til sýnis í Gallerí Borg Pósthússtrœti 9 Reykjavík 23.-25. nóvember kl. 12.00 -18.00. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 50ÁRA LÝÐVELDIS Á l'SLANDI. Að gleyma ekki hlýj- um anda vorsins Bókmenntir Jenna Jensdóttir Anna S. Snorradóttir: Bak við auga. Ljóð. Útgefandi Pjörður, Reykjavík 1993. Því er oft fleygt fram að lífið leiki við suma, en fátítt að það heyrist að einhver leiki við lífið. En það gerir Anna S. Snorradóttir, sem nú gefur út aðra ljóðabók sína. Fyrri ljóðabókin „Vorið er ungt" kom út 1990. Ljóðin í Bak við auga skiptast með þrem fyrirsögnum er skáldið nefnir: Blik, Myndir og Bak viðauga. Bakgrunnur ljóðanna er að mestu horfnir dagar, bernska, æska, ást og ferðalög. Við skulum koma til Kirjálalands að syngja Kalevala horfa til himins og halla okkur að ljósum björkum. (Bls. 28.) Skáldið tengir minningar við eld daganna, útkoman verður hrein og heilladrjúg um Ieið og í baksviði ljóð- anna birtist heilsteyptur persónuleiki sem virðist altíð hafa vaíd á lífí sínu í blíðu og stríðu. Ung kona orðin grá fyrir hærum: Þá skulum við njóta kvöldsólar, bergmáls kátra daga og bjartra nátta njóta hjartsláttar í gljáandi augum. Ekkert kemur af sjálfu sér... Það er mjög vandaður heildarblær yfir ljóðunum sem eru raunvirk í kiarna sínum. bó ofin vissri lífs- Anna S. Snorradóttir gleði, sem laðar lesanda að þeim. Manstu strákana í stórum hópum horfa á kjólana okkar og öll kjóran renndi sér fótskriðu yfír dansgólfið? (Bls. 22.) Sem áður er skáldið varfærið í orðum, þó er einlægni ávallt ríkjandi. Þakklát kveð ég daginn held leiðar minnar dagurinn verður eftir hér. (Bls. 27.) Á efri árum hefur skáldið náð fram ágætri ljóðmynd í ljóðum sínum og má því vel við una. Útgáfan er falles: og- frásang-ur góður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.