Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 13 Nýjar bækur Skáldsaga eftir Sig- urð Guðmundsson SKÁLDSAGAN Tabúlarasa eftir Sigurð Guðmundsson er komin út. Tabúlarasa er íslensk ástar- saga sem gerist í Lissabon. I kyriningu útgefanda segir: „Per- sónur eru tvær: Annars vegar höf- undurinn sjálfur, sem búsettur hefur verið erlendis í aldarfjórðung, hins vegar íslensk tunga sem hér stígur á sögusviðið í gervi konu. Bókin geymir samræðúr hjónaleysanna um lífið og listina, daginn og veginn. Samræður sem stundum eru spak- legar, stundum orðaleikir og stund- um myndir. Um leið fjallar verkið um samband bókmennta og mynd- Skálholtsútgáfan Hljómplata með „Gosp- el"tónlist Á NÆSTU dögum kemur út hjá Skálholtsútgáfunni hh'ómplata með Gospel tónlist. Tónlist af þessu tagi á rætur sínar að rekja til trúartónlistar blökkumanna, þó hún sé smám saman að fá á sig alþjóðlegri blæ, í flutningi listamanna um allan heim. Undanfarin ár hefur Gospeltón- list átt vaxandi fylgi að fagna með- al íslendinga og hafa tónleikar með þessari tegund tónlistar verið vel sóttir í kirkjum landsins og notið mikilla vinsælda. Skálholtsútgáfan hefur fengið til liðs við sig listamenn á þessi sviði þá Magnús Kjartansson sem stjórn- ar hljómsveit og gospelkór auk þeirra syngja Ruth Reginalds, James Olsen og Ingyeldur Ólafs- dóttir. Útsetningar á plötunni eru eftir Magnús Kjartansson. ÖU lögin á hljomplötunni eru flutt á íslensku og eru þar mörg lög sem notið hafa vinæsælda hér á landi. í tilefni af útkomu hljómplötunn- ar verða haldnir tónleikar í nokkr- um kirkjum landsins og verða fyrstu tónleikarnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þann 30. nóvember kl. 20 og í Bústaðakirkju að kvöldi 1. desember og munu safnaðarkórarn- ir ásamt organistum ofangreindra kirkna taka þátt í tónleikunum. (Fréttatilkynning) ? ? ? Nýjar bækur ¦ Tvær nýjar bækur um Valla eru komnar út. í Vallabókunum þurfa lesendur að leita að Valla á meðal aragrúa fólks. I Hinni afar furðulegu tóm- stundabók þarf að leita að Valla meðal sjóræningja, Asteka, steinald^ armanna og á fljúgandi teppum. I bókinni eru þrautir til að leysa og heilabrot til að glíma við. í Hinni einstæðu tómstundabók þarf að leita að Valla meðal trölla, víkinga og hafdjúpskafara. Reyna þarf að finna hann í dýflissum, geim- safni eða hjá steinaldarmönnum. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Bækurnar er um 30 bls. og kosta 890 krónur. ¦ Nýlega kom út bókin Him- inninn er alls staðar eftir Sólveigu Traustadóttur. í kynningu útgef- anda segir: „Sagan segir frá sjö ára stúlku sem elst upp hjá ömmu sinni í Ljúfuvík um miðja öld. Magga er tilfinninganæm, en dugleg að bjarga sér og finna upp á ýmsu til dægra- styttingar. Enda þarf hún á því að halda vegna þess að hún er hölt og krakkarnir í þorpinu stríða henni." Útgefandi er Mál og menning. Freydís Krisrjánsdóttir teiknaði myndir í bókina sem er 112 blað- síður, prentuð hjá G. Ben prent- stofu hf. Hún kostar 1.398 krónur. listar, íslenskrar menningar og.er- lendrar - ekki sem fræðirit, heldur sem skáldsaga og skemmtilestur." Sigurður Guðmundsson er mynd- listarmaður, fæddur í Reykjavík árið 1942, en búsettur í Amsterdam og á Skáni. Þetta er fyrsta skáldsaga hans, en áður hafa birst eftir hann textar og ljóð í bók um myndlist hans sem gefm hefur verið út á fimm þjóðtungum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 191 bls., unnin í prent- smiðjunni Odda hf. Guðmundur Oddur hannaði kápuna. Verð 2880 krónur. Nýjar bækur Heildarverk Rabelais komið út á íslensku Sigurður Guðmundsson. EITT af höfuðverkum bókmennt- anna, skáldverkið Gargantúi og Pantagrúll eftir Francois Rabela- is (1484-1553), er komið út, í þýð- ingu Erlings E. Halldórssonar. I kynningu útgefanda segir: „Þetta er flokkur fímm skemmti- sagna sem löngum hafa verið settar á stall með verkum helstu höfunda mannkynsins, s.s. Shakespeare, Dante og Cervantes. Höfundurinn, Francois Rabelais, var munkur, læknir, húmoristi og mannvinur. Hann var einn þeirra sem lögðu grunninn að Endurreisninni á sínum tíma og margir eru þeirrar skoðunar að hann hafí í þessu verki lagt grunninn að evrópsku skáldsögunni. Lesandinn er í þessum verkum leiddur inn í töfraheim þar sem allt getur gerst: barn fæðist út um eyrað á móður sinni, risi drekkir sex hundr- uð þúsund og fjórtán Parísarbúum í hlandflóði, maður leggur í langferð til að leita sér að konu en þorir ekki að láta til skarar skríða af ótta við áð yerða kokkálaður, o.s.frv". Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 907 bls., unnin í prent- smiðjunni Odda. Robert Guille- mette gerði kápuna. Bókin kostar 3.990 krónur. Ársæiknin sýnir Margrét Ingþórsdóttir, Leikfélagi Selfoss „Það er mjög gott að sjá á ársreikningnum hvernig greiðslur félagsgjalda skila sér og hvernig útgjöld félagsins skiptast." Innheimta félagsgjalda Greiðsluþjónusta Yfirlit yfir félagsgjóldin Rekstrarreikningur árlega Bókhaldsmappa í kaupbæti L Landsbanki (slands Banki allra landsmarma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.