Morgunblaðið - 23.11.1993, Page 14

Morgunblaðið - 23.11.1993, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 NÓVEMBERTILBOÐ A HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 25-50% AFSLÁTTUR VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, sitnar 68 64 55 - 68 59 66 íslensk vara - innlend atvinna Framleiðslufyrírtækí á Hvammstanga: Bardúsa hf., gallerf, s. 95-12405: Húnvetnsk handiðn. Verðum í Kringlunni 26.-27. nóv. B. Ástvaldur steypustöð, s. 95-12392: Steypustöð, hellur, rör og kálfabitar. Eðalmálmsteypan, Einar Esrason, s. 95-12811: Framleiðum muni úr gulli og silfri. Leirstofa Kollu, s. 95-12508: Allskonar handunnir munir. Meleyri hf., S. 95-12390: Úrvals rækja á góðu verði. Orðtak hf., fjarvinnslustofa s. 95-12705: Umbrot og skráningarþjónusta. Rebekka, saumastofa, s. 95-12508: Vandaður og fallegur rúmfatnaður, sérmerkingar o.fl. Skarp hf., s. 95-12818, 12418: Jófó snyrtipinnar og bómullarskífur. Nýjar bækur BROTABROT Síðustu sögur Steinars Sigurjónssonar ÚT ER komin Brotabrot eftir Steinar Sig-urjónsson, en þetta er önnur bók hans sem ber þetta nafn og jafnframt síðasta bókin sem Steinar bjó til prentunar fyrir andlát sitt. í kynningu útgefanda segir: „Brotabrot hefur að geyma 39 sögur og sögubrot, margar sagn- anna tengjast sagnabálkum og persónum sem lesendur Steinars þekkja af fyrri verkum hans og víða má sjá hvernig hann hverfur aftur til sömu viðfangsefna í sí- felldri viðleitni að fága efnistök, stíl og form sagnanna. í þessari viðleitni birtist snilld Steinars sem ekki var aðeins formbyltingarmað- ur, heldur jafnframt einn af yfirve- guðustu og vönduðustu rithöfund- um sinnar kynslóðar." Útgefandi er Forlagið. Brota- brot er 152. bls. Valgarður Gunnarsson listmálari gerði Steinar Sigurjónsson. mynd á kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 1.980 krónur. Missa Cellensis _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Kór Langholtskirkju, Iíamm- ersveit Langholtskirkju, ein- söngvararnir Olöf Kolbrún Harð- ardóttir, Elsa Waage, Garðar Cortes og Eiríkur Hreinn Helga- son, undir stjórn Jóns Stefánsson- ar, flutti Sesselíu-messuna eftir Joseph Haydn, sl. laugardag í Langholtskirkju. Sesselíu-messan er eitt helsta kórverk Haydns í kaþólsku messuformi en um messur hans hafa tónfræðingar deilt og margir þeirra haldið því fram, að stíll messuverkanna sé nokkuð á reiki, sérstaklega ■ er varðar kontrapunktísk vinnu- brögð og ennfremur, að Haydn hafi bókstaflega ekki fundið sinn rétta stíl og verið um of háður eldri venjum í gerð slíkra verka. Þrátt fyrir að Haydn hafi ekki náð sér vel upp í gerð messu- verka, sem voru að mestu skyldu- verkefni, bregst honum ekki kunnáttan og er margt í þessu viðamikla verki mjög vel gert, t.d. eins og Cum Sancto Spirítu, sem kórinn söng mjög vel og falleg- asti kafli verksins Et Resurexit, sem Garðar Cortes söng mjög vel, ásamt kórnum og Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur. Et incarnat- us est, fyrir tenór, bassa, alt og kór er fallegur kafli og var hann mjög vel sunginn bæði af ein- söngvurum og kór. Einn viðamesti einsöngskafli verksins er Credo-þátturinn, sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir flutti af reisn ásamt kórnum. Qui toiiis peccata mundi, var fallega sungin af Elsu Waage og sömuleiðis Agnus Dei, sem Eiríkur Hreinn Helgason söng í heild vel en þar er á ferðinni efnilegur söngvari. Hlutverk hljómsveitarinnar er að mestu undirleikur, ekki ávallt auðveldur fyrir fiðlurnar en smá hljómsveitarþáttur á milli Sanctus og Benedictus þáttanna brýtur upp form verksins, þó þar sé um að ræða fallega tónlist. Söngur kórsins var í alla staði glæsilegur og samspil kórs og hljómsveitar víða mjög gott undir öruggri stjórn Jóns Stefánssonar. Angan horfinna tíma Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Steingrímur Baldvinsson: Grím- ur gætti sauða. Ljóð. Tröð 1993 Það er ekki ýkja langt síðan nútíminn barði dyra hjá okkur ís- lendingum. Við sjáum þesa nánd við fyrri tíma ekki hvað síst í því að tengslin við gömlu stórfjöl- skylduna hafa ekki rofnað með öllu. Um þetta vitnar áhuginn á áttvísi, ættarmótin, ættræknin og átthagarækt ýmiss konar. Einn vottur slíkrar ræktarsemi er út- gáfa á kvæðabókinni Grímurgætti sauða eftir Steingrím Baldvinsson bónda og skáld frá Nesi í Aðaldal en hún er gefin út að tilhiutan barna hans í tilefni þess að á árinu hefði hann orðið 100 ára. Helgi Hálfdanarson ritar inngang að kvæðinu og Þorri Hringsson myndskreytir. Hér er á ferðinni sagnakvæði sem sprottið er af sönnum atburð- um á liðinni öld og segir frá hrakn- ingum Þorgríms Péturssonar, afa Steingríms er lenti í snjóflóði og var nærri drukknaður í Laxá en bjargaðist fyrir harðfylgi og karl- mennsku. Kvæðið orti Steingrímur snemma á fimmta áratug aldar- innar. Andblær þess og kveð- skaparháttur dregur dám af sínum tíma og það er hefðbundið að formi og efni. Steingrímur er skáld all- gott og vandar til forms og bygg- ingar og er það til marks um hag- leik höfundar og smekkvísi hversu vel hann gætir að því að laga bragarhætti að eðli frásagnarinn- ar hveiju sinni. Síðrómantískt myndmál kvæðisins setur mark sitt á andblæ þess. Steingrímur er hagur mynd- smiður og notar gjarnan mynd- hvörf og persónugervingar. Nátt- úran er sem lifandi vera í náttúru- lýsingum: Hlíðin hleypti brúnum, er hörðnuðu vetrartök: Grúfðu yfir Gnúpahlíð geigvæn fannaþök. Döpur kvæði kvíðnum lýð kvað hin opna vök. Spyija mætti sig hvort sagna- kvæði og hetjuljóð í síðrómantísk- um anda eigi erindi til okkar nú? Að sönnu eru þeir þjóðfélagshætt- ir sem þarna er lýst úr sögunni og víst hafa betri ljóð í síðróman- tískum anda verið gefin út. En kvæðið hefur óneitanlega listgildi og á meðan fólk hefur ánægju af ljóðum sem þessum eiga þau er- Steingrímur Baldvinsson indi til okkar. Ýmislegt úr fortíð- inni er líka vert að varðveita og þetta kvæði er eins og angan hor- finna tíma sem einhvern veginn þijóskast við að hverfa. Milan Kundera Nýjar bækur ■ Út er komin skáldsagan Bókin um hlátur og gleymsku eftir Milan Kundera. Þessi bók vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst út í Frakklandi 1979. Sagan skiptist í sjö nokkuð sjálfstæða hluta. Milan Kundera er einn þekkt- asti skáldsagnahöfundur sam- tímans. Hann fæddist í Prag og bjó þar framan af ævinni, en hefur ver- ið búsettur í París undanfarna tvo áratugi. Þetta er fjórða saga Kund- era sem kemur út á íslensku, en hinar eru Kveðjuvalsinn, Óbæri- legur léttleiki tilverunnar og Ódauðleikinn. Útgefandi er Mál og menning. Friðrik Rafnsson þýddi. Bókin er 219 bls., unnin í prentsmiðjunni Odda. Robert Guillemette gerði kápuna. Hún kostar 2.680 krónur. Hentugt fyjir föndur, saumadót, prjónadót, hekludót, blómaföndur, myndlistaerfni, brúðuefni, keramikdót, liti o.fl. FACETTE400 Verð 61.598 ,- kr. stgr. : (h) Husqvarna Verð frá 37.810,- kr. stgr. wmmimfmmmssm Husky Lock Overlock saumavélar Fyrir hina kröfuhörðu Verð frá 49.296,mkr. stgr. brother Ötrúlegt úrval af föndurvörum ®VÖLUSTEINNhf Faxafen T4, Sími 679505 VX-1060 Verð frá 21.585 ,- kr. stgr. ÖRKIN 2096-25-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.