Morgunblaðið - 23.11.1993, Page 16

Morgunblaðið - 23.11.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 Um Kjaradóm og kjaranefnd eftir Guðrúnu Zoega $ í fjölmiðlum undanfama daga hefur nokkuð verið Qallað um Kjaradóm og kjaranefnd og stöðu kjaranefndar gagnvart Kjaradómi. Tilefni þessarar umræðu er væntanlegur úrskurður kjara: nefndar um launakjör presta. í þessari grein mun ég leitast við að skýra nokkuð stöðu þessara mála séð frá bæjardyrum for- manns kjaranefndar. Meginreglur um úrskurði kjaranefndar Í lögum um Kjaradóm og kjara- nefnd, sem samþykkt voru á Al- þingi í árslok 1992, er m.a. ákvæði um að Kjaradómur skuli setja kjaranefnd meginreglur um úr- skurði , nefndarinnar. Á fundi Kjaradóms 4. nóvember síðastlið- inn setti hann kjaranefnd megin- reglur um úrskurði, en undirrituð (sem jafnframt situr í Kjaradómi) sat hjá við afgreiðslu þeirra. Sá hluti reglnanna, sem ég taldi ekki í samræmi við anda laganna, er svohljóðandi: „Áður en úrskurðir kjaranefndar eru kveðnir upp með formlegum hætti skal niðurstaðan kynnt Kjaradómi. Líti Kjaradómur svo á að ákvörðun (einstök úr- lausn) raski því samræmi sem krafist er í niðurlagi 11. gr. laga nr. 120 31. desember 1992 um Kjaradóm og kjaranefnd, skal Kjaradómur innan 15 daga frá því að slík úrlausn berst honum frá kjaranefnd, beina rökstuddum til- mælum til kjaranefndar um að nefndin taki ákvörðun sína (úr- lausn) til umfjöllunar og ákvörðun- ar á nýjan leik. Ber kjaranefnd að verða við þeim tilmælum." Oháður úrskurðaraðili? Þetta ákvæði hefur meirihluti Kjaradóms rökstutt með vísan til nefndarálits meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um Kjaradóm og kjara- nefnd. Nefndin lagði til breytingu á skipan nefndarinnar, þannig að Kjaradómur tilnefni tvo fulltrúa í nefndina en fjármálaráðherra einn. í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir að ráðherra tilnefndi tvo fulltrúa í nefndina en forseti Al- þingis einn. í nefndarálitinu rökstyður nefndin þessa breyting- artillögu á eftirfarandi hátt: „Er með þessu leitast við að gera kjara- nefnd að eins konar undirdómi Kjaradóms og þannig sniðnir af þeir annmarkar, sem þóttu vera á skipan kjaranefndar samkvæmt frumvarpinu.“ (Leturbr. GZ.) Fyrr í sama nefndaráliti segir hins veg- ar: „Hefur skipan kjaranefndar verið nokkuð umdeild og er því lagt til að henni verði breytt. Mið- ar sú breyting að því að færa nefndina fjær framkvæmdavaldinu og nær því að vera óháður úr- skurðaraðili en núverandi ákvæði „Með núverandi skipan mála getur Kjaradómur ekki aðeins seinkað ákvörðunum kjara- nefndar, heldur er hætt við því að mál komist í sjálfheldu, ef Kjara- dómur sendir mál ítrek- að aftur til nefndarinn- ar eins og nú hefur gerst.“ frumvarpsins kveða á um.“ (Let- urbr. GZ.) Með hinni breyttu skip- an sem samþykkt var hefur kjara- nefnd færst fjær framkvæmda- valdinu, en sé skilningur Kjara- dóms réttur, hefur nefndin jafn- framt færst fjær því að vera óháð- ur úrskurðaraðili, en ákvæði frum- varpsins kváðu á um. Einnig vakn- ar spurningin um það hvort þörf sé á tveimur nefndum, ef Kjara- dómur er yfir kjaranefnd settur, eins og meginreglur Kjaradóms bera með sér. Hafi það verið ætlan og vilji löggjafans hefði átt að kveða skýrt á um það í lögunum sjálfum. Kjaranefnd er ljóst að Guðrún Zoega samkvæmt orðanna hljóðan ber henni ekki skylda til að breyta til- lögum sínum í samræmi við til- mæli Kjardóms, heldur einvörð- ungu að „taka þær til umljöllunar og ákvörðunar á nýjan leik“. Þó svo að Kjaradómur eigi að setja kjaranefnd meginreglur um úr- skurði hennar, þá er einnig ljóst að dómurinn getur ekki gengið lengra í þeim efnum en lögin gera ráð fyrir, og þau gera ekki ráð fyrir að hann hafi stöðvunarvald gagnvart ákvörðunum nefndarinn- ar, hvorki tímabundið né endan- legt. í ljós hefur komið, að Kjara- dómur ætlast til að ákvarðanir nefndarinnar komi aftur fyrir hann eftir að kjaranefnd hefur tekið þær til „umfjöllunar og ákvörðunar á nýjan leik“, enda þótt það komi ekki fram í reglunum. Jafnvel þótt Kjaradómur geri ekki athugasemd- ir við niðurstöður nefndarinnar verða reglurnar óhjákvæmilega til þess að tefja störf hennar og úr- lausnir, þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu að Kjaradómur ætlar sér ákveðinn tíma (15 daga) til að fara yfir ákvarðanir (einstakar úrlausnir) nefndarinnar. Með núverandi skipan mála get- ur Kjaradómur ekki aðeins seinkað ákvörðunum kjaranefndar, heldur er hætt við því að mál komist í sjálfheldu, ef Kjaradómur sendir mál ítrekað aftur til nefndarinnar eins og nú hefur gerst. Ég hef því ritað fjármálaráðherra bréf, þar sem óskað er eftir því að staða kjaranefndar gagnvart Kjaradómi verði skýrð, og að skorið verði úr um það hvort kjaranefnd skuli vera óháður úrskurðaraðili eða ekki. Höfundur er formaður hjaranefndar. Kjaradómur og kjaranefnd KUNERT sokkabuxur hnésokkar Hf v/Nesveg, Seltj. eftir Þorstein Júlíusson Vegna umfjöllunar fjölmiðla undanfaran daga um störf Kjara- dóms og kjaranefndar vill undirrit- aður kom eftirfarandi á framfæri. í frumvarpi því til laga um Kjaradóm og kjaranefnd, sem lagt var fyrir Alþingi 1992 og varð að lögum nr. 120/1992, var gert ráð fyrir því í 7. grein frumvarpsins, að fjármálaráðherra skipaði tvo menn í kjaranefnd án tilnefningar og skyldi annar þeirra vera for- maður nefndarinnar, en einn nefndarmann skyldi fjármálaráð- herra skipa samkvæmt tilnefningu forseta Alþingis. Tannverndarráð róðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl sælgætis 3-JD Svona er myndin Æm 'f’iwii ■'lf 3-D ahrifin í meðferð Alþingis var þessu ákvæði breytt í þá veru, að Kjara- dómur skyldi tilnefna tvo menn í kjaranefnd en ráðherra einn, sem jafnframt væri formaður nefndar- innar. í nefndaráliti meirihluta efna- hags- og viðskiptanefndar, sem lagði til nefndar breytingar á frum- varginu segir: „I frumvarpi þessu er mælt fyr- ir um skipan og starfssvið Kjara- dóms, svo og kjaranefndar. Hefur skipan kjaranefndar verið nokkuð umdeild og er því lagt til að henni verði breytt. Miðar sú breyting að því að færa nefndina fjær fram- kvæmdavaldinu og nær því að vera óháður úrskurðaraðlili, en núver- andi ákvæði frumvarpsins kveða á um.“ í nefndarálitinu er að fínna svo- felldar skýringar með breyting- artillögunni: „Lögð er til sú breyting á 7. gr. að skipan kjaranefndar verði þann- ig að Kjaradómur tilnefni tvo í nefndina og ráðherra einn sem jafnframt skal vera formaður. Er með þessu leitast við að gera kjara- nefnd að eins konar undirdómi Kjaradóms og þannig sniðnir af þeir annmarkar sem þóttu vera á skipan kjaranefndar samkvæmt frumvarpinu. Til að undirstrika þessa nýju skipan enn frekar er lagt til að ný grein komi á eftir 6. grein þar sem kveðið er á um að Kjaradómur skuli setja kjara- nefnd meginreglur um úrskurði nefndarinnar." í framsöguræðu formanns nefndarinnar, er hann mælti fyrir breytingartillögunum, kemur fram að eftir þessar breytingar verði kjaranefnd „mun tengdari Kjara- dómi en áður þar sem gert er ráð fyrir því að Kjaradómur skipi tvo af nefndarmönnum auk þess sem Kjaradómur leggi kjaranefnd til meginlínur við úrskurði nefndar- innar.“ Þessar breytingartillögur voru samþykktar og er ákvæði þeirra að fínna í 3. málslið 6. greinar og 7. grein núgildandi laga um Kjara- dóm og kjaranefnd nr. 120/1992. í samræmi við ákvæði laganna og framangreindar skýringar, sem fram komu á Alþingi, setti Kjara- dómur meginreglur um úrskurði kjaranefndar. Tillögur að þessum reglum lágu fyrir í júnímánuði síð- astliðnum, en voni formlega sam- þykktar efnislega óbreyttar hinn 4. nóvember sl. Þriðja grein þeirra reglna er svo orðuð: „í úrlausnum sínum skal kjara- nefnd gæta ákvæða 11. og 12. gr. laga nr. 120 31. desember 1992 um Kjaradóm og kjaranefnd. Sérstaklega skal gæta þess að úrskurðir kjaranefndar raski ekki þeim grunni sem Kjaradómur legg- ur. Áður en úrskurður kjaranefndar eru kveðnir upp með formlegum hætti skal niðurstaðan kynnt Kjaradómi. Líti Kjaradómur svo á að ákvörðun (einstök úrlausn) raski því samræmi sem krafist er í niðurlagi 11. gr. laga nr. 120 31. desember 1992 um Kjaradóm og kjaranefnd, skal Kjaradómur innan 15 daga frá því að slík úrlausn berst honum frá kjaranefnd beina rökstuddum tilmælum til kjara- nefndar um að nefndin taki ákvörðun sína (úrlausn) til umfjöll- unar og ákvörðunar á nýjan leik. Ber kjaranefnd að verða við þeim tilmælum." Með vísan til þessara reglna mæltist Kjaradómur til þess við kjaranefnd að nefndin tæki til umfjöllunar á nýjan leik þá niður- Hvernig sjó ó 3-D myndirnar: 1. Settu 3-D myndina i glerramma. 2. Horfðu 6 spegilmynd þína í glerinu eins og í spegli. 3. Slappaöu af og 3-D óhrifin munu birtast. Affttifc lco LlL'l. LDfc Þorsteinn Júlíusson „Með vísan til þessara reglna mæltist Kjara- dómur til þess við kjaranefnd að nefndin tæki til umfjöllunar á nýjan leik þá niður- stöðu í máli presta sem kynnt var Kjaradómi. Kjaranefnd tekur að sjálfsögðu ákvörðun um það með hverjum hætti hún fjallar um til- mæli Kjaradóms, en úrskurðarvaldið er al- farið kjaranefndar.“ stöðu í máli presta sem kynnt var Kjaradómi. Kjaranefnd tekur að sjálfsögðu ákvörðun um það með hverjum hætti hún fjallar um tilmæli Kjara- dóms, en úrskurðarvaldið er alfarið kjaranefndar. Höfundur er formaður Kjaradóms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.