Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 4* KOSIÐ UM SAMEININGU SVEITARFELAGA Vilja ekki samein- ingu í einu áhlaupi BRAGI Guðbrandsson, formaður samráðsnefndar um sameiningu sveitarfélaga, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna um sameiningu sveitarfélaga. Þær væru þó um margt jákvæðar. Mikill meirihluti um allt land hefði verið samþykkur sam- einingu en samþykki meirihluta í hverju einstöku sveitarfélgi hefði þurfttil að ná fram sameiningu á því svæði sem tillögurnar náðu til. „Ég veit að fólk vill frá að ákveða tímasetningar sjálft og láta þessa hluti gerast hægar en ekki svona í einu áhlaupi," sagði Bragi. „Það er ljóst að árangur í þessari anlega fæðast tillaga sem á lífsvon." fyrstu umferð er nokkur. Við fáum eitt myndarlegt sveitarfélag út úr þessu á utanverðu Snæfellsnesi. Þar verður hátt í tvö þúsund manna sam- félag sem mun verða sterkt og er ástæða til að óska íbúum til ham- ingju með það," sagði Bragi. „Síðan er heimilt að sameina á nokkrum svæðum á grundvelli reglunnar um 2/3 hluta. Það mun trúlega verða sameining á einhverjum þeirra svæða en um það taka sveitarstjórnar- mennn ákvörðun. Þetta er Dalasýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla þar sem fjögur af fímm sveitarfélögum sam- þykkja sameiningu, í Þistilfirði þar sem tvö af þremur seitarfélögum eru samþykk og sömuleiðis á Norð- fjarðarsvæðinu. Þannig að í kjölfarið má búast við að sveitarfélögum fækki nokkuð eftir þessa fyrstu umferð." Kosið strax á ný Sagði Bragi að auk þess gefí úr- slitin til kynna að ástæða sé til að kjósa strax á ný. Sé tekið mið af niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar núna mætti búastvið tillögu um sam- einingu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnar á Suðurnesjum. Þar hafi mikill meirihluti verið með samein- ingu. „Það er reyndar athyglisvert með Suðurnesin í heild að það eru tæplega 2/3 sem samþykkja samein- ingu," sagði Bragi. „Það eru glæsileg úrslit finnst mér og þarna mun vænt- í Mýrarsýslu samþykktu fimm sveitarfélög af átta sameiningu og taldi Bragi mjög líklegt að þar yrði spáð í spilin. „Það kæmi ekki á óvart að ný tillaga sæi þar dagsins ljós sem gæti fært okkur sameiningu á þessu svæði," sagði hann. „Þá vil ég nefna norðanverða Vestfirði þar sem sam- einingin er samþykkt á Flateyri, Suðureyri, Mosfelsshreppi og á ísafírði. Það yrði mjög skemmtileg sameining ef tillaga yrði gerð um hana fyrir næstu umferð og allar lík- ur benda til að slík tillaga muni hljóta brautargengi miðað við úrslit at- kvæðagreiðslunnar." Bragi nefndi einnig Skagafjörð og að þar væri full ástæða til að kanna enn frekar sameiningu og loks sunn- anvert Austurland við Höfn þar sem þrír hreppar samþykkja sameiningu. Þá kynnu að leynast á Norðurlandi frekari hugmyndir sem umdæma- nefndir munu skoða. Af þessu væri óhætt að fullyrða að kosið yrði á ný og að niðurstaðan yrði frekari sam- einingar. „Mér finnst ekki ólíklegt að þegar upp er staðið hafi sveitarfé- lögum fækkað um 20 til 25 og það er tilraunarinnar virði," sagði Bragi. Tilraun sem skilar sér „Aðalatriðið er að þessi tilraun sem þarna er gerð mun skila sér þegar til lengri tíma er litið. í tengsl- um við þessa atkvæðagreiðslu hefur farið fram víðtæk umræða um sveit- arstjórnarstigið, verkefnatilflutning, valddreifingu og annað sem að mínu viti er þýðingarmikil. Þessi umræða mun halda áfram og skila sér í fleiri sameiningum á næstu misserum og næstu árum. Tíminn var skammur og menn vilja gjarnan hafa betra svigrúm til að taka ákvarðarnir," sagði hann. „Það er tilfinningalega mjög erfitt að taka ákvörðun um að leggja niður sitt gamla sveitarfélag og skiljanlegt að menn vilji ekki gera það nema að vandlega ígrunduðu máli. Það er eðlilegt að fólk til sveita vilji fara sér hægt og taka eitt skref í einu. Ég ber fulla virðingu fyrir þeirri afstöðu." Morgunblaðið/Sverrir Lögreglan safnar kjörgögnum um það leyti sem talning var að hefj- ast á laugardagskvöld. Fámennir hreppar komu í veg fyrir sameiningu JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að miðað við þær leikreglur sem farið var eftir sé niðurstaða kosning- anna sú sem búast mátti við. Ljóst sé að meirihluti þeirra sem sýndu áhuga á sáhieiningu sveitarfélaga hafi viljað sameiningu. Niðurstaðan sýni einnig að á annað hundrað hreppar með færri en 300 íbúa sem telja 15.000 manns hafi haft neitunarvald um sameiningu. Jóhanna sagðist ekki hafa búist við að tillögur um sameiningu yrðu samþykktar í heild sinni nema ef til vill í undantekningartilvikum vegna þeirra leikreglna sem farið var eftir. Ef beitt hefði verið þeirri reglu sem rætt var um á einu stigi undirbúningsins og margir töluðu TUfínningatengd sgön- armið réðu úrslitum VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segist líta á úrslit kosninganna um sameiningu sveitarfélaga sem upphaf en ekki endi á löngu ferli og að þrátt fyrir að sýnileg- ur árangur liti ekki út fyrir að vera mikill þá hafi margt skýrst. „Þetta voru ekki venjulegar kosningar, þar sem menn tapa eða sigra," sagði hann. „Við erum að þreifa okkur áfram og þetta er mjög við- kvæmur og vandmeðfarinn ferill og ég er sannfærður um að víða hafa tilfinningatengd sjónarmið ráðið úrslitum." Vilhjálmur sagðist hafa beitt sér fyrir að leitað yrði álits íbúanna. Jafnframt að talið yrði í hverju sveit- arfélagi fyrir sig og að fyrirfram yrði lýst yfir að einfaldur meirihluti réði úrslitum, Niðurstaðan sýni að mikill stuðningur sé við þá hugsun sem liggi að baki aukinni sameiningu sveitarfélaga. Hins vegar komi að- ferðin sem beitt var í veg fyrir að í kjölfar kosninganna sé hægt að sam- eina sveitarfélög nema á þeim eina stað á Snæfellsnesi, þar sem tillagan var samþykkt og svo hugsanlega á þeim fjórum stöðum þar sem % hlut- ar íbúa samþykktu sameiningu. „Ég geri mér'fulla grein fyrir að þessi lýðræðislega aðferð sem ekki getur verið lýðræðislegri er seinfarin og með því að vinna með þessum hætti þá mun sameiningin taka. lengri tíma," sagði hann. „Ég er ekki hlynntur þessari svokölluðu lög- þvingunaraðferð, þar sem sveitarfé- lög eru þvinguð tii að sameinast. Þannig næst ekki fram það mikil- væga í málinu sem er umfjöllun íbú- anna sjálfra um sína framtíð og það að menn velti fyrir sér með hvaða hætti væri best að tryggja framtíð sveitarstjórnarstigsins. Þar með að treysta að mínu viti byggð í landinu og koma í veg fyrir aukinn fólks- flótta úr hinum dreifðu byggðum til höfuðborgarsvæðisins." Vilhjálmur sagði það ljóst að víða væri vilji til aukinnar sameiningar. 64 sveitarfélög hafi samþykkt sam- einingu og víða annars staðar var mjótt á munum. „Mér sýnist að umdæmanefndir muni setjast niður og brjóta þessi úrslit til mergjar," sagði hann. „Ég spái því að í næstu umferð sem getur orðið eftir áramót- in samkvæmt lögum að þá muni umdæmanefndir leggja fram nýjar tillögur sem taka mið af úrslitunum sem fyrir liggja. Ég sé fyrir mér að á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Austfjörðum séu möguleikar á auk- inni sameiningu." Vilhjálmur sagði að áberandi hafi verið í allri umfjöllun að litlu dreifbýl- issveitarfélögin hafi mörg hver óttast sameiningu við stærri þéttbýlisstaði. Margir hafi því lýst sig andsnúna þeim tillögum sem greitt var at- kvasði um en jafnframt lýst yfir stuðningi við sameiningu ef tillagan væri með öðrum hætti. Hugsanlega mætti því leggja fram tillögu um sameiningu dreifbýlishreppa sem lægju næst þéttbýlisstöðum. „Það vekur athygli að nánast allir þéttbýl- isstaðir samþykkja sameiningu," sagði hann. „Það sýnir að þau óttast ekki að taka á sig þær auknu skuld- bindingar sem fylgja sameiningu og eru tilbúnir til að gangast inn á það. Sjá jafnvel að þá muni hagsmunum viðkomandi byggðarlags vera betur borgið." Benti Vilhjálmur á að ef lítið gerð- ist fram að aldamótum í sameiningu sveitarfélaga væri hætta á að hér , mynduðust tvennskonar sveitarfélög. Sveitarfélög sem taki að sér aukin verkefni og ábyrgð og ónnur h'til sveitarfélög sem vegna vanmáttar og fámennis gætu ekki tekið við verkefnunum en yrðu þess í stað við- skiptavinir stærri sveitarfélaga. fyrir en hún var sú að talið yrði sameiginlega á stöðum sem átti að sameina að stærstu stöðunum undanskildum þá hefði niðurstað- an orðið sú að 32 tillögur hefðu verið samþykktar en 13 felldar. „Það er ljóst að úr þessari niður- stöðu sem nú hefur verið fengin er hægt að vinna vel og að væntan- lega verða einhverjar sameiningar á grundvelli 2A reglunnar," sagði Jóhanna. „Það eru fjögur sveitar- félög sem geta beitt henni ef þau vilja. Síðan sé ég möguleika á nýjum tillögum á að minnsta kosti fjórum til fimm stöðum." Fulltsamráð Ráðherra sagði að fullt samráð hafi verið milli ríkis og sveitarfélga um allan undirbúning og að allir stjórnmálaflokkar á alþingi hafí komið að málinu á öllum stigum og verið sammála um þá málsmeð- ferð og þær tillögur sem lagðar voru fram. „Ég man ekki betur en að allir flokkar á alþingi hafí samþykkt lögin sem unnið hefur verið eftir þar sem mér var falið að gera þetta átak," sagði Jó- hanna. „Eri undirbúningur hefur fyrst og fremst verið í höndum sveitarstjórnarmanna og það eru Niðurstaða kosning- anna kom ekki á óvart MARKUS Orn Antonsson borgarsfjóri sagði að niðurstaða kosning; anna á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki komið verulega á óvart. í framhaldi mætti athuga hvort ekki ætti að kjósa um sameiningu minni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, það er Kjalarness, Kjósar og Mosfellsbæjar, eftir að ljóst er að þau hafna sameiningu við Reykjavík. „Ýmsir töldu að Kjósverjar og Kjalnesingar myndu jafnvel sam- þykkja þessa tillögu en þetta er ekki mál sem snýr í grundvallaratriðum að Reykvíkingum," sagði Markús. „Við höfum ekki þurft að stækka okkar sveitarfélag af hagkvæmnisá- stæðum heldur er það fyrst og fremst niðurstaðan að Reykvíkingar hafa tekið þá afstöðu að bjóða aðra vel- komna kysu þeir að sameinast Reykjavík. Eg reikna fastlega með að það verði athugað með framhald- ið hvort aðrir möguleikar séu á sam- einingu hjá minni 'sveitarfélögunum á svæðinu. Onnur sameining en þessi mikla sameining sem þarna var lögð til. Er ég þá með í huga þessi minni sveitarfélög, svo sem Kjalarnes, Kjós og Mosfellsbæ, sem væru næstu til- raunar virði." þeir sem lögðu fram þessa tillögur sem kosið var eftir. Þannig að það hefur í alla staði verið mjög lýð- ræðislega að þessu staðið." Færri en 50 íbúar Á undanförnum árum hefur verið unnið að sameiningu sveitar- félaga sem eru með færri en 50 íbúa auk stærri sameiningar og hefur sveitarfélögum fækkað um 27 frá árinu 1986. „Þau eru tíu ennþá sem eru með færri en 50 íbúa og við höfum verið að vinna að sameiningu hjá þeim. Eru sum- ar þeirra komnar langt aðrar hafa beðið vegna þess að sveitarfélögin hafa ekki náð því að vera í þrjú ár samfellt með færri en 50 íbúa. I sumum tilvikum eru það svo landfræðilegar aðstæður sem hamla sameiningu. En við munum vinna að því máli áfram," sagði Jóhanna. Kalla eftir verkefnum Sagði ráðherra að stærri þétt- býlisstaðir hafi verið að kalla eftir fleiri verkefnum. „Þeir eru vel í stakk búnir til þess og þá er spurn- ingin hvort þeir eigi að gjalda fyr- ir þessa niðurstöðu," sagði Jó- hanna. „Það eru hrepparnir sem hafa haft þarna neitunarvald og ráðið þessari niðurstöðu. Við sjáum að þetta eru á annað hundr- að hreppa með færri en 300 íbúa sem telja 15 þúsund manns. Það eru þarna verkefni sem við höfum viljað færa til sveitarfélaganna og sem eiga að vera hjá þeim vegna þess að þau geta unnið betur úr þeim og fengið meira út úr því fjármagni sem við höfum. Þetta eru verkefni sem sveitarfélög all- staðar á Norðulöndunum sjá um eins og til dæmis málefni fatlaðra, öldrunarmál, heilsugæsla og grunnskóli og það er mjög erfitt að standa gegn- því hjá stærri sveitarfélögum sem geta tekið við þessu. Ríkisvaldið er með fjórum sinnum meiri verkefni hér heldur en á ððrum Norðurlöndum." Fjörtíu sveitarfélög hafa sótt um að verða reynslusveitarfélög en heimild er fyrir fimm. „Þetta sýnir að áhugi er mikill fyrir að sveitarfélög fái til sín fleiri verk- efni," sagði Jóhanna. „Við munum einbeita okkur að þessum reynslu- sveitarfélögum og þau munu ör- ugglega fá til sín þessi verkefni og ef til vill fleiri."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.