Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 19 Gull og silfur til íslendinga í alþjóðlegu kraftakeppninni sem haldin var í Reykjavík um helgina Magnús Ver Magnús- • son varo sigurvegari ÍSLENSKU keppendurnir í alþjóðlega kraftamótinu létu ekki að sér hæða og náðu fyrsta og öðru sæti í þrigga daga langri keppninni um helgina. Magnús Ver Magnússon og Andrés Guð- mundsson bitust um sigurinn á lokadeginum í Víkingakeppninni svonefndu. Magnús hafði betur á endanum eftir keppni í átta mismunandi greinum yfir dagana þrjá, sem reyndu á kraft og úthald keppenda. Austurríkismaðurinn Manfred handleggjasveri Höberl varð fjórði og sýndi einstaklega líflega framkomu. Eftir aðeins tvö ár í aflraunum er Andrés á góðri leið með að verða einn af sterkustu monnum heims. Hann náði forystu í víkingakeppn- inni eftir burð á Húsafellshellunni í kringum sögufrægar húsatóftir í Húsafelli. „Það var mjög gaman að keppa á þessum stað, við ís- lenskar aðstæður, í snjó og bleytu. Svo gekk mér vel í flestum grein- um, en vissi að á lokadeginum voru tvær greinar, sem ég hef ekki náð góðum styrk í. Þessar greinar urðu mér að falli á lokasprettinum. Mér fannst mjög gaman að flugvélar- drættinum, þar sem við drógum 18 tonna Fokker flugvél. Þar komu krumlurnar mínar að góðum not- um. Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og núna og stefni á mót er- lendis í framtíðinni, ég held að þetta liggi ágætlega fyrir mér," sagði Andrés. Höberl vinsætl Austurríkismaðurinn stóri, Manfred Höberl, var vinsæll meðal áhorfenda, síbrosandi og alltaf á léttu nótunum. „Mér fannst geysi- lega gaman að keppa gegn sterkum íslendingunum, en hefði gjarnan viljað sjá fleira fólk fylgjast með. Þið eigið sterka keppendur, sem þurfa stuðning. Þetta er mikil land- kynning og er full ástæða til þess að þessir kappar fái fólkið á bak- við sig," sagði Manfred, sem hefur lifibrauð sitt af kraftamótum og sýningum. „Líkami minn er mitt lifibrauð og ég þarf að gæta hans eins og leigubílstjóri passar upp á bílinn sinn og flugmaður gætir ör- yggis flugvélarinnar. I mörg ár keppti ég í vaxtarrækt, en ákvað síðan að snúa mér alfarið af krafta- mótum, en á árum áður keppti ég í allskyns íþróttum, á skíðum með frjálsri aðferð, körfubolta og fót- bolta. Ég átti ekki möguleika í ís- lendingana tvo að þessu sinni." Lokagreinar réðu úrslitum Keppnin um helgina var mjög spennandi, en Andrés leiddi hana lengi vel. Pyrst var 170 kílóa þung Húsafellshellan borin ákveðna leið, þá var 25 kg lóði kastað yfir 16-18 metra háa rá, vörubíll var hlaðinn 70-90 kg þungum tunnum og sekkjum í kapp við tímann, flugvél- in dregin og seinasta daginn fóru fram fjórar greinar. Burður á fjór- um misþungum steinum, axlalyfta á 130-160 kg drumb, keppt var í því að halda 50 kg þyngd í formi oststykkja sem lengst með útrétt- um örmum og loks að bera 400 kílóa bílhræ. Sex keppendur tóku þátt í mót- inu, en Hjalti „Úrsus" Árnason og Jamie Reeves frá Bretlandi náðu sér ekki verulega á strik. Jamie varð reyndar fyrir því óhappi að tábrotna í upphafi eftir að hafa misst Húsafellshelluna úr höndun- um fyrsta daginn. Auk þess hrjáði Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn Hætt við sýningu á Bandamannasögu Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davlðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. TIL stóð að leikgerð Bandamannasögu yrði flutt á litla sviði Konung- lega leikhússins um þessar mundir en hætt hefur verið við boðið. Fyrr- um leiklistarstjóri Konunglega leikhússins, Litten Hansen, sá sýning- una í ágúst á afmæii Norræna hússins. I framhaldi af því bauð hún leikflokknum að koma og sýna verkið í tilefni af því að verið var að frumsýna leikrit eftir Adam Oehlenschlager, Kjartan og Guðrúriu, sem byggt er á Laxdælu. Nú er Litten Hansen hætt störfum við leikhúsið og eftirmaður hennar dró boðið til baka. Fyrir nokkrum vikum var skipt um leiklistarstjóra við Konunglega leikhúsið. Eftirmaður Litte Hansens er Birgitte Price, sem áður var leik- hússtjóri „Det Danske Teater". Price felldi sig ekki við áform fyrirrennara síns og því var boðið dregið til baka, að sögn Henriks Bjelkes, ráðunautar við leikhúsið. Ráðning Birgitte Prices kom nokk- uð á óvart, þar sem Litten Hansén hefur þótt standa sig með afbrigðum vel. í hennar tíð hefur leikhúsið tek- ið stökk upp á við, sem lengi hafði verið beðið eftir. Því var búist við að Litten Hansen yrði endurráðin, þegar samningur hennar rann út, en það gekk ekki eftir. Eitt fyrsta verk Prices var að fella niður fyrirhugaða sýningu Bandamannasögu og taka af dagskrá aðrar áætlanir um ís- lenskt efni í tengslum við sýninguna á Kjartani og Guðrúnu. + Morgunblaðið/Kristinn Togarinn Baldur seldur TOGARINN Baldur, sem lengst af bar nafnið Þórhallur Daníelsson, hefur verið seldur til Nýja Sjálands. Skipið, sem hefur verið í klössun hjá Stál- smiðjunni hf. að undanförnu, verður væntanlega sjósett i dag og verður því siglt utan innan skamms. Snorri Snorrason útgerðarmaður á Dalvík gerði togarann Baldur út. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Bíll án hj óla EIN AF þrautunum var að burðast með 400 kílóa Fiat á öxlunum og hér endasendist Andrés Magnússon með vagninn. Ostur er veislukostur OSTUR er til margra hluta nytsamlegur, en að hann sé notaður sem lóð í kraftakeppni hlýtur að teljast til undantekninga. Hér berst sigur- vegarinn Magnús Ver við að halda tveimur 25 kílóa oststykkjum á lofti eins lengi og hann getur. flensa hann. Finninn Rikuu Kiri var sá sem veitti Magnúsi og Andrési mesta keppni seinasta daginn og varð hann að lokum þriðji á undan Manfred Höberl með 29,5 stig. Andrés fékk 32 stig, en Magnús 35, en í upphafi lokadags leiddi Andrés með 5,5 stiga mun og hafði 20,5 stig, Kiri 16 og Magnús og Manfred 15 hvor. Styrkur skiptir mestu máli „Ég þóttist vita að ég færi fram- úr Andrési í lokagreinum, þar sem styrkurinn skiptir meira máli en snerpan. Andrés býr að því að hafa verið í frjálsum íþróttum, hann hefur snöggar hreyfingar og lipurð. Dagsformið ræður miklu í krafta- mótum, en ég var bæði óheppinn og klúðraði einstökum greinum. í flugvélardrættinum beitti ég m.a. rangri tækni, sem kom mér í koll," sagði sigurvegarinn Magnús Ver. - Nóvember - Tilboð sem vekur athygli Hafðu hraðar hendur því magnið er takmarkað. Þú sparar 7.500 krónur á nóvembertilboðinu hjá okkur og öllum okkar umboðsmönnum. Verð Blomberg Varina 76.900,- Nóvemberafsláttur 7.500,- 69.400,- 5% staðgrafsl. 3.470,- Verð samt. stgr. 65.930,- Euro- og Visa- samningar Blomberq Varina 1003 þvottavélin. Tekur 5 kg af þurrþvotti. 16 sjalfvirk þvottakerfi. Hraðþvottakerfi - ullarþvottakerfi. Rafeindastýrður mótor. Sparnaðarkerfi. 1.000 snúninga vinding. Flæðiöryggi. Sparneytin í rekstri. Einai* Farestveit&Co.lif. Borgartúni 28 Ð 622901 og 622900 Sértilboð í nóvember Grænmetis- og berjapressa. Verð aðeins kr. 4.988,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.