Morgunblaðið - 23.11.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 23.11.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 Slippstöðin-Oddi Greiðslu- stöðvun framlengd HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra veitti í gær Slippstöðinni- Odda hf. heimild til að fram- lengja greiðslustöðvun sem fyrir- tækið hefur verið í um þrjá mán- uði eða til 22. febrúar á næsta ári. Greiðslustöðvun Slippstöðvarinn- ar-Odda hf. rann út í gær, en fyrir- tækið hafði þá verið í greiðslustöðv- un frá því í sumar. Stjóm fyrirtæk- isins óskaði eftir því að hún yrði framlengd til þriggja mánaða í við- bót og veitti Asgeir Pétur Ásgeirs- son héraðsdómari fyrirtækinu heimild til að framlengja greiðslu- stöðvun til 22. febrúar árið 1994. ----♦ » ♦--- Vör bauð lægst í viðbyggingu á flugstöð VÖR hf. bauð lægst í fyrsta áfanga viðbyggingar við Flug- stöðina á Akureyri, en tilboð voru opnuð í vikunni. Sex verktakar buðu í verkið, en einkum er um að ræða jarðvegs- vinnu auk þess sem steypa á upp gólfplötu og fleira. Kostnaðaráætl- un var upp á rúmlega 7,7 milljónir króna. Tilboðið frá Vör var upp á tæpar 6,2 milljónir króna eða um 80,1% af kostnaðaráætlun. ----» -»-»-- ■ SYSTRAKVÖLD verður haldið í Glerárkirkju í kvöld, þriðju- dagskvöldið 23. nóvember og hefst það kl. 20.30. Kyrrðarstund verður í kirkjunni í hádeginu á morgun, miðvikudag frá kl. 12 til 13, léttur sameiginlegur hádegisverður í lok- in. Fyrirbænastund á fimmtudag, 25. nóvember kl. 18.15. Jólatré seldust upp á síðasta ári og því meira höggvið að þessu sinni Áætlað að selja ríflega 2.000 tréí ár STARFSFÓLK Skógrækt- arfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi hefur síðustu daga verið að höggva, snyrta og flokka jólatré, en áætlað er að seld verði ríf- lega 2.000 jólatré fyrir þessi jól. Verð á innlendum jól- atrjám verður svipað og í fyrra, en þau innfluttu hækka væntanlega í kring- um 10% á milli ára. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga sagði að heidur meira hefði verið höggvið af tijám nú en fyrir síðustu jól, en þá seldust þau öll upp og fengu færri en vildu. „Við viljum síst af öllu standa í þeim sporum aftur,“ sagði Hallgrímur en reynt er þó að haga málum á þann hátt að höggva ekki mikið umfram það sem talið er að seljist. Gott að vera í skóginum Friðgeir Jónsson skógræktar- bóndi í Ystafelli í Köldukinn var í Kjarnaskógi í gær, en hann selur Skógræktarfélagi Eyfirð- inga á milli 150 og 200 tré úr skógi sínum, Fellsskógi, en alls hefur hann höggvið um 300 tré úr skóginum sem hann selur til Húsavíkur auk Akureyrar. Þá er hann einnig umsjónarmaður Jólatrén flokkuð Morgunblaðið/Rúnar Þór RÍFLEGA 2.000 jólatré hafa verið höggvin, snyrt og flokkuð hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í Kjarna- skógi og voru starfsmennirnir í óða önn að flokka tré úr Fossselsskógi austan Skjálfandafljóts í gær. Skógræktarfélags Þingeyinga í Fössselsskógi en þaðan voru tek- in um 500 tré. Friðgeir sagði ræktun og sölu á jólatijám helstu tekjulind sína, en sala á jólatijám færi vaxandi um allt héraðið. „Það er mjög gaman að vera skógræktar- bóndi, það er gott að vera í skóg- inum, þar er kyrrt og gott þann- ig að mér líkar þetta starf ágæt- lega,“ sagði Friðgeir. Sala á jólatijám hefst 10. des- ember næstkomandi og verða útsölustaðir Skógræktarfélags Eyfirðinga í miðbæ Akureyrar, í Kjarnaskógi og við Sunnuhlíð. Fyrir n'æstu helgi verða seldar greinar, enda fyrsti sunnudagur í aðventu næstkomandi sunnu- dag. Pétur Pétursson heilsugæslulæknir sýknaður af fjárkröfum vaxtarræktarmanna Ummæli læknisins um vaxt- arræktarmenn dæmd ómerk PÉTUR Pétursson heilsugæslulæknir á Akureyri var sýknaður af öllum fjárkröfum sem vaxtarræktarmenn höfðu gert á hendur hon- um í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, en ummæli sem hann hafði viðhaft um kraftlyftinga- og vaxtarræktarmenn voru dæmd ómerk. Þá var Pétur dæmdur til að greiða Ólafi Sigurgeirssyni lög- manni miskahætur, málskostnað og að kosta birtingu dóms í meið- yrðamáli er Ólafur höfðaði gegn Pétri og reis í kjölfar málaferla vaxtarræktarmanna gegn Pétri Péturssyni. Ummæli Péturs um Ólaf voru dæmd ómerk. Eirrör og tengi til miðstöðva- og vatnslagna. fLTIfirifi Verslift yib JUtlLij ,agmann- DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Stefnendur, 26 vaxtarræktar- menn, gerðu þær dómkröfur að Pét- ur yrði dæmdur til að greiða hveijum þeirra 300 þúsund krónur í miska- bætur, eða samtals 7,8 milljónir króna. Ennfremur að Pétur yrði dæmdur til tveggja ára fangelsisvist- ar og að umraæli hans: „Mér skiist það, að þeir sem að stunda vaxtar^, rækt, það heyri til undantekninga, ef að þeir karlmenn eru ekki á sprautum", verði dæmd dauð og ómerk. Loks var þess krafist að hann greiddi málskostnað og íjárhæð til að kosta birtingu dómsins. Pétur krafðist sýknu af öllum kröf- um stefnenda í málinu. Vörumerki fyrir lyfjamisnotkun Ofangreind ummæli lét Pétur falla í útvarpsþættinum „í dagsins önn“ í Ríkisútvarpinu árið 1991 og í kjöl- farið hófst mikil umræða í fjölmiðlum um notkun hormónalyfja í íþróttum, einkum kraftlyftingum og vaxtar- rækt. Vaxtarræktarmenn sem stefndu Pétri töldu að aðdróttanir í sinn garð vegna málsins hefðu valdið sér miklum miska og óþægindum, rógburður um lyflamisnotkun sé al- varlegur, en varla sé neitt meira meiðandi um karlmann én fullyrðing um getuleysi eða ófijósemi. Markmið vaxtarræktarmanna sé að fullkomna karlmannsímyndina, en eftir aðdrótt- anir Péturs hafi líkami vaxtarræktar- manna verið notaður sem vörumerki fyrir lyljamisnotkun, slíkur líkami sé sönnun um dóp, getuleysi og óheil- brigði, aðdáun og virðing hverfí. I greinargerð Péturs kemur fram að hann hafí á læknisferli sínum verið virkur í almenninguppfræðslu og rekið sterkan áróður fyrir heilsu- vernd og bent á ýmsa þætti í heil- brigðiskerfinu sem betur mættu fara. Umrætt mál sé einungis einn liður í þeirri heilsupólitík sem hann telur sér skylt að stunda. Misnotkun lyfja við íþróttaiðkun sé þekkt og megi öllum vera ljóst að það vandamál sé staðreynd _hér á landi. í dómi Ásgeirs Péturs Ásgeirsson- ar héraðsdómara segir að ekki þyki sannað að stefnendur hafí orðið fyrir slíkum miska er íjárkrafa þeirra miðast við. Um áðurnefnd ummæli Péturs þar sem vikið er að lyfjanotk- un vaxtarræktarmanna segir í dómn- um að þau verði ekki talin honum vítalaUs, þó hann í sjálfu sér sé að vekja athygli á sannanlegri heilsuvá og honum hafí gengið gott eitt til. Fallist er á að Pétur hafí með þeim misgert við stefnendur og eru þessi ummæli hans dæmd ómerk. í tengslum við málarekstur þenn- an höfðaði Ólafur Sigurgeirsson lög- maður vaxtarræktarmannanna meiðyrðamál gegn Pétri Péturssyni þar sem hann krafðist þess að ýmis ummæli er Pétur viðhafði í fjölmiðl- um um sig yrðu dæmd dauð og ómerk, að hann yrði dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna þeirra, að hann greiddi stefnanda 500 þús- und krónur í miskabætur, 100 þús- und krónur til að kosta birtingu dómsins og til greiðslu málskostn- aðar. Pétur krafðist sýknu af öllum kröfum. Ummæli Péturs voru í gær dæmd ómerk og honum gert að greiða Ólafi 20 þúsund krónur í miskabætur ásamt dráttarvöxtum, 30 þúsund krónur í málskostnað og 10 þúsund krónur til að kosta birtingu dómsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.