Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 Morð ekki ætlun drengjanna VERJENDUR drengjanna tveggja sem hafa verið ákærðir fyrir morð á tveggja ára dreng, sögðu í lokaræðum sínum í gær að ætlun þeirra hefði aldrei ver- ið að drepa hann. Reyndi hvor um sig að skella skuldinni á skjólstæðing hins. Sækjandinn sagði í lokaræðu á föstudag að drengirnir væru báðir sekir. „Þeir voru eðlilegir 10 ára drengir með meðalgreind. Fjög- urra ára gamalt barn hefði gert sér grein fyrir að það sem þeir gerðu hefði alvarlegar afleiðing- ar." Flokkur Gajd- ars stærstur VALKOSTUR Rússlands, flokk- ur umbótasinnans Jegors Gajd- ars, er stærsti flokkur landsins með um 16% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var á sunnudag. Samkvæmt könnun- inni eiga þingsætin eftir að skiptast á marga og smáa flokka. Gengur EB að kröfum Finna? RÁÐHERRA í fínnsku stjórn- inni hefur deilt á um fréttir sem birtar voru um helgina, þess efnis að ólíklegt væri að Finnum tækist að ná samningum við Evrópubandalagið (EB)' um landbúnað sem nýtur ríkis- styrkja. Heikki Haavisto, utan- ríkisráðherra sagði á sunnudag að Finnland gæti ekki gerst að- ili að EB ef bandalagið gengi ekki að sérstökum skilyrðum Finna um landbúnað á norðlæg- um slóðum. Esko Aho, forsætis- ráðherra, vonaðist hins vegar í gær eftir því að EB gengi að kröfum Finna. Patriol-flaugar einskisnýtar? MOSHE Ahrens^ fyrrum varn- armálaráðherra Israels og Dan Shomron, fyrrum herráðsfor- ingi, segja í viðtali í nýjasta hefti Newsweek að Patriot- flaugar bandamanna hafi verið gagnslausar. Flaugarnar, sem taldar voru skæðasta vopnið gegn Scud-flaugum íraka, hafi í mesta lagið skotið eina flaug niður, líklega þó enga. Sjálfstæði Grænhöfða- eyja mistök? FYRRUM forseti Grænhöfða- eyja, Aristides Pereira, sagði um helgina það hafa verið mistök er eyjarnar fengu fullt sjálfstæði frá Portúgal fyrir 20 árum. Ósk íbúanna hefí verið sjálfstjórn, ekki sjálfstæði. Pereira ér ekki síst minnst vegna baráttu sinnar fyrir því að rjúfa tengslin við Portúgal. Frakkar gagnrýna GATT-tilboð FRAKKAR gagnrýndu í gær framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins (EB) fyrir að leggja til í GATT-viðræðum að bandalagið lækkaði tolla á fiski- afurðum án þess að ráðgast við aðildarlönd sín. Tillaga fram- kvæmdastjórnar hljóðaði upp á allt að helmingslækkun á yfir 40% af þeim tollum sem væru yfir 15%, ef önnur lönd létu í staðinn aukin fiskveiðiréttindi. Hrun kristilegra demókrata í sveitarstjórnakosningunum á ítalíu Fyrrverandi kommúnistar og nýfasistar signtregarar Róm. Reuter. BURÐARASINN í ítölskum stjórnmálum síðustu áratugi, flokk- ur kristilegra demókrata (DC), galt afhroð á sunnudag er kos- ið var til fjöimargra sveitarstjórna á ítalíu. Flokkurinn hlaut nú aðeins um 10% atkvæða á landsvísu, í Róm fór fylgið úr 31,9% í síðustu kosningum í 9,3%. DC er nú þriðja stærsta aflið í landinu en svo þjáð af hvers kyns innanmeini að styrkurinn er jafnvel enn minni en atkvæðamagnið bendir til. Pólitíska landslagið sem nú blasir við einkennist af reiptogi þriggja öfl- ugra fylkinga; nýfasista (MSI), fyrrverandi kommúnista (PDS) og hægrisinna í Norðursambandinu en það eina sem þessar fylkingar eru sammála um er að hundsa og fyrirlíta hver aðra. Helsti sigurvegari kosninganna er flokkur fyrrverandi kommúnista, PSD. Flokkurinn hefur notið þess að kommúnistar hafa reynst tiltölu- lega saklausir af spillingu gömlu flokkanna og frambjóðendur flokksins urðu á sunnudag efstir í Róm, Napólí, Feneyjum, Genúa og Trieste. Fylgi kristilegra í Napólí féll í 7,3% úr 29,8%. Osigur kristi- legra varð enn meiri en þeir höfðu óttast, leiðtogar þeirra höfðu gert sér vonir um að fá um 15% at- kvæða. „Vinstrimenn brjóta ísinn, DC hrynur", var fyrirsögn dag- blaðsins Corriere della Sera í Mílanó. Er talið líklegt að nú taki að volgna undir sæti formanns flokksins, Mino Martinazzoli. Kosið verður aftur eftir tvær vik- ur í þeim borgum þar sem ekkert borgarstjóraefni hlaut meirihluta í þessari umferð. í Róm mun fram- bjóðandi græningja, Francesco Rut- elli, berjast við MSI-manninn Gianfranco Fini sem lýsti því yfir fyrir kosningarnar að hann hygðist þoka sér nær miðju. Það getur þó reynst erfitt en Fini hefur áður stuðst við ribbalda úr hópum snoð- inkolla. I Napólí verður seinni slag- urinn milli Alessöndru Mussolini úr MSI, er fékk um þrjátíu af hund- raði og Antonio Bassolino, fulltrúa PDS er fékk 48,5%. Norðursam- bandið náði öðru sæti í Feneyjum og Genúa.' Sitjandi borgarstjóri í Palermó á Sikiley, Leoluca Orlando, vill leggja aðaláhersluna á að koma mafíunni á kné. Hann stofnaði flokkinn La Rete, Netið, en naut einnig stuðn- ings vinstrimanna. Orlando fékk 75,2% atkvæða og tryggði sér emb- ættið. Biðin eftir þeim eina rétta Ekki er víst að ítalir muni til langframa álíta að sú staða sem komin er upp sé ákjósanleg. Stjórn- málaskýrendur á ítalíu segja að stórsigrar róttækra hægriafla í kosningunum á sunnudag hafi fremur átt rætur að rekja til hruns hefðbundinna stjórnmálaflokka í kjölfar spillingarmálanna að undan- förnum mánuðum en þess að al- menningur sé skyndilega orðinn Reuter Fasistar fagna ALLESANDRA Mussolini og Gianfranco Fini, frambjóðendur nýfas- ista til borgarstjóraembætta í Napólí og Róm, óska hvort öðru vel- farnaðar fyrir kosningarnar á sunnudag. hrifinn af fasisma. Talið er að fylgi nýfasista sé ekki traustara en svo að komi fram á sjónarsviðið trú- verðugir frambjóðendur úr röðum hægri- og miðjumanna geti þeir náð þessu fylgi til sín. „Það er augljóst að þarna hefur myndast gat sem þarf að stoppa í", sagði erlendur stjórnarerindreki. „Það er nóg að rétti maðurinn birtist". Baráttan um þessa kjósendur sem urðu heimilislausir í stjórnmál- um þegar þungamiðja stjórnmála- heims ítalíu eftir stríð, flokkur kristilegra demókrata, hrundi vegna fjármálaspillingar og mafíu- tengsla, er þegar hafín. Líklegt er talið að hún verði mikilvægasta málið fyrir kosningarnar næsta vor. Afstaða Páfagarðs er einnig breytt, DC getur ekki treyst á stuðning þaðan. Ýmsir frammá- menn kirkjunnar hafa að undan- förnu sagt að sanntrúaðir kaþólikk- ar geti nú látið sannfæringuna ráða í kjörklefanum; hræðslan við valda- töku heimskommúnismans vofir ekki lengur yfir landinu. Atkvæði kaþólikka munu því framvegis skiptast milli margra flokka. J Tvö nauðgunarmál til meðferðar hjá breska áfrýjunarréttinum Oskeikulleiki DNA-grein- ingarinnar dreginn í efa London. The Daily Telegraph. DNA-greiningin, sem margir tejja mestu framför, sem orðið hefur í rannsóknum ýmissa sakamála, til dæmis nauðgunar- mála, verður tekin til gaumgæfilegrar og gagnrýninnar skoðun- ar í breska áfrýjunarréttinum í þessari viku. Þá munu lögfræð- ingar tveggja manna, sem dæmdir voru til langrar fangavistar fyrir nauðgun árið 1990, draga í efa þá fullyrðingu vísinda- uiaiiiia, að mjög ólíklegt sé, að unnt sé að finna tvo menn með líka DNA-gerð. Þetta mál þykir endurspegla vaxandi ótta við, að frammi fyrir DNA-niðurstöðunni séu dómarar hættir að vega og meta aðrar hliðar málsins. Lögfræðingarnir spyrja meðal annars hvort vís- indamenn skýri nægilega vel lík- urnar á sekt eða sýknu og þeir halda því fram, að mikilvægi DNA-greiningarinnar sé oft miklu minna en virðist vera. DNA-greiningin hefur raunar verið umdeild síðan hún var fyrst notuð árið 1987 en þá var barna- morðinginn Colin Pitchfork dæmdur á grundvelli hennar. Það var Alec Jeffreys, prófess- or við Leicester-háskóla í Bret- landi, sem uppgötvaði DNA- greininguna þremur árum áður, en hún byggist á því, að DNA- erfðavísirinn í.frumunum er ekki samfelldur, heldur slitróttur. Lengd og lega bútanna er einstök fyrir hvern einstakling nema þeg- ar um er að ræða eineggja tví- bura. Við rannsókn í sakamálum geta vísindamenn til dæmis DNA- greint hvít blóðkorn, sáðfrumur eða aðrar vefjarleifar á vettvangi og borið greininguna saman við þá, sem gerð á sakborningi. Því meiri, sem samsvörunin er, því meiri líkur eru á sekt hans. Spurningar vakna Fyrstu efasemdirnar um grein- inguna komu fram 1989 þegar dómari í New York úrskurðaði, að niðurstöður kunnrar rann- sóknastofu væru ótækar fyrir rétti, en úrskurður hans kom í kjölfar ásakana um slæleg vinnu- brögð rannsóknastofunnar. Tals- menn DNA-greiningar héldu því þó fram, að í raun væri ekki ver- ið að draga gildi hennar í efa en brátt var farið að spyrja annarra spurninga og að þessu sinni um líkindareikninginn, sem lagður er til grundvallar sekt eða sýknu. Erfðafræðingar benda á, að útreikningarnir séu reistir á þeirri fullyrðingu, að það sé tilviljunum háð hvaða fólk lendi saman og geti af sér börn og þess vegna sé dreifing DNA-erfðavísanna í öllu samfélaginu mikil. Þjóðar- brot og erfðafræðilega samstæðir hópar leita sér hins vegar oftast maka í sínum hópi og sumir vís- indamenn segja, að sú staðreynd geti haft veruleg áhrif á líkurnar á, að ekki fínnist tveir einstakl- ingar með ámóta DNA-gerð. Mikilvægasta röksemdin gegn DNA-greiningunni er þó líklega athugasemdir tölfræðinga við lík- urnar eins og þær eru lagðar fram í rétti og raunverulega merkingu þeirra. Þær eru sagðar svo af- dráttarlausar, að margir dómarar hafa farið eftir þeim einum. Athugasemdir tölfræðinga Tölfræðingar segja, að líkurnar tákni í raun líkurnar á að fínría samsvarandi DNA-gerð hjá ein- staklingi, sem ekki tengist glæpn- um, en kviðdómurinn er aftur á móti að glíma við líkurnar á því, að einhver einstaklingur sé ótengdur glæpnum þótt DNA- gerð hans svari vel til fyrirmynd- arinnar. Þetta kann að virðast ertt og hið sama en er alls ekki. „í líkindareikningi skiptir ná- kvæmt orðalag öllu máli," segir David Balding, DNA-tölfræðing- ur við Queen Mary Westfield College í London. „Það er til dæmis augljóst, að líkurnar á því, að einhver tiltekinn maður verði fyrir strætisvagni úti á götu, eru allt aðrar en líkurnar á því, að hann hafi orðið fyrir strætis- vagni." Flóknar röksemdir Líkindakenningin sýnir, að sé líkunum, sem fram komi við DNA-greiningu, snúið upp í Hkiir á sakleysi, þá þurfi að taka tillit til allra annarra sannana í mál- inu. Séu þær litlar þá séu líkurn- ar á sakleysi kannski milljón sinn- um meiri en niðurstaða DNA- greiningarinnar gefur til kynna ein og sér. Tölfræðingar óttast og ekki að ófyrirsynju, að lögfræðingar og kviðdómendur eigi erfitt með að átta sig á röksemdafærslu af þessu tagi og þeir, sem gagnrýna það hvernig DNA-niðurstöður eru kynntar í rétti, segja nauðsynlegt að svipta þær yfirbragði óskeikul- leikans. „Ekkert er fullkomlega öruggt," segir Balding, „og DNA- greiningin gefur ekki svör við öllu. Kviðdómendur hafa enn verk að vinna í þessum málum, menn mega ekki hætta að hugsa." 'HKumi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.