Morgunblaðið - 23.11.1993, Side 24

Morgunblaðið - 23.11.1993, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Tillögum svæða- nefnda hafnað Kjósendur í flestum sveitar- félögum landsins höfn- uðu fyrirliggjandi sameining- artillögum svæðanefnda. Nið- urstaðan er áfall fyrir samein- ingu sveitarfélaga, sem sterk rök hníga að, og kann að seinka æskilegri þróun í þeim efnum. Niðurstöður ber engu að síður að virða, eins Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lagði áherzlu á í umsögn um úrslitin. Kosningarnar sigldu aðeins einni sameiningu heilli í höfn. Pjögur sveitarfélög á Snæ- fellsnesi verða að einu: Breiðu- víkurhreppur, Hellissandur, Olafsvík og Staðarsveit. Nið- urstöður opna hins vegar leið til fækkunar og stækkunar sveitarfélaga á fjórum öðrum svæðum, það er þar sem tveir þriðju viðkomandi sveitarfé- laga samþykktu sameining- una. Þar geta sveitarfélög með já-niðurstöðu samið sín á milli um sameiningu, í kjölfar úr- slitanna, hamli ekki landfræði- legar aðstæður. Á öðrum svæðum verður að stokka sameiningarspilin upp í breytt- ar tillögur, með hliðsjón af þeim vísbendingum sem fyrir liggja í niðurstöðum kosning- anna, og bera undir kjósendur á nýjan leik. Líkur standa til að það verði sums staðar gert. Annars staðar verður látið kyrrt liggja, að minnsta kosti um_ sinn. Úrslit kosninganna voru skýr: sveitarfélögin hafna sameiningu eftir forskrift um- dæmanefndanna. Það er samt sem áður ekki rétt að túlka úrslitin sem þjóðarsynjun á fækkun og stækkun sveitarfé- laga. Reyndar voru já-in fleiri en nei-in á landsvísu. Kjósend- ur, einkum minni og meðal- stórra sveitarfélaga, gátu hins vegar ekki, víðast hvar, sætt sig við tillögur umdæma- nefndanna. Það bendir til þess að þær hafi annað tveggja ekki verið byggðar á nægi- legri könnun á vilja og viðhorf- um íbúanna á viðkomandi svæðum og/eða hafi ekki verið nægilega vel kynntar. Fleira kemur þó til. íheldni á forna skipan landsins í hreppa/sveit- arfélög. Otti fólks í minni sveitarfélögum við það að sameining við stærri sveitarfé- lög þýddi glötun á ýmsum staðbundnum réttindum og sérkennum. Einnig andstaða sumra sveitarstjórnarmanna, sem hafa trúlega talið sig missa spón úr valdaaski ef af sameiningu yrði. Kjósendur voru ekki að mótmæla því að sameiningu sveitarfélaga fylgdi sparnaður í stjórnsýslu, fjárfestingu og rekstri, sem lækka myndi samfélagslegan kostnað at- vinnulífs og almennings. Þeir voru ekki að draga í efa að fækkun og stækkun sveitarfé- laga styrkti sveitarstjórnar- stigið gagnvart rikisvaldinu, stuðlaði að valddreifingu, yki áhrif og völd heimamanna á staðbundin verkefni eða haml- aði öðru fremur gegn fólks- flótta af landsbyggð til höfuð- borgarsvæðis. Þeir voru held- ur ekki að andmæla því að stækkun atvinnusvæða, sem sameining sveitarfélaga leiðir af sér, styrkti atvinnulífið, flýtti nauðsynlegri hagræð- ingu og þróun þess, m.a. í sjáv- arútvegi. Þeir voru einfaldlega, og sem fyrr segir, að lýsa and- stöðu við fyrirliggjandi tillögur umdæmanefnda, ónógum um- þóttunartíma, að margra dómi, frá því að endanlegar tillögur sáu dagsins Ijós þar til að kjörborði var gengið, og ónógri kynningu, einkum á því sem við átti að taka að samein- ingu lokinni, s.s. á tilhögun verkefna- og tekjutilfærslu frá ríkinu til hinna nýju sveitarfé- laga, sem að var stefnt. Niðurstaða kosninganna á laugardaginn er sameining fjögurra sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi í eitt „reynslusveitar- félag“, sem forvitnilegt verður að fylgjast með. Hún felur jafnframt í sér líkur á samein- ingu sveitarfélaga á fjórum öðrum svæðum, þótt ekki verði nákvæmlega með þeim hætti sem viðkomandi um- dæmanefndir gerðu tillögur um. Úr niðurstöðum má og lesa mikilvægar upplýsingar um viðhorf fólks í einstökum landshlutum, sem hollt er hafa til hliðsjónar þegar horft verð- ur til framtíðar í sameiningu sveitarfélaga. Sitthvað má einnig iæra af aðdraganda málsins, vinnubrögðum, til- lögugerð og kynningu. Reynslunni ríkari verðum við áfram að leitast við að þróa atvinnuvegi okkar, ríkisbú- skap og sveitarfélög til hag- kvæmara og nútímalegra skipulags, til þess að treysta lýðræði og lífskjör í landinu. + Eiturefnatankur sem fannst á reki dreginn inn til V estmannaeyj a Eigandinn segir að tankurinn sé tómur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson VARÐSKIPIÐ Týr og björgunarbáturinn Þór lágu úti fyrir með gáminn út af Eiðinu við Vestmannaeyjar áður en farið var inn með tankinn. Vestmannaeyjum. BJÖRGUNARSKIPIÐ Þór kom til Vestmannaeyja í gærmorgun með tank í gámagrind í togi, en skip- veijar á togbátnum Drangavik VE höfðu orðið varir við hann á Kötlu- grunni á sunnudag. Talið var að eiturefni væru í tanknum og beið Þór utan við Eiðið með tankinn fram yfir hádegi er ákveðið var að draga hann inn í höfnina og hífa upp á varðskip sem síðan sigldi með hann áleiðis til Reykja- víkur. Þangað kom hann um kl. 23 í gærkvöldi. Tankurinn reynd- ist undan eiturefni sem heitir klórnítróbensen, að sögn Helga Jenssonar hjá mengunarsviði Sigl- ingamálastofnunar og getur haft eituráhrif komist það í snertingu við húð eða taki menn það inn. Að sögn bandarísks eiganda tanksins, sem merkingar á tankn- um gáfu til kynna hver væri, tók hann fyrir borð á skipi suður af landinu fyrir um það bil hálfu ári. Eigandi, sem Siglingamála- stofnun hafði tal af í gær, segir tankinn tóman og verður það sannreynt í Reykjavík á morgun. Eitthvað kom á radarinn Magnús Ríkharðsson, skipstjóri á Drangavík, sagði að þeir hefðu feng- ið eitthvað inn á radarinn um hádegi á sunnudag, þegar þeir voru að veið- um utarlega á Kötlugrunni. Þeir hafi siglt að hlutnum og séð gáminn og miðað við þær merkingar sem á honum voru hafi þeir gert sér ljóst að um eiturefni væri að ræða. Hann sagði að þeir hefðu tilkynnt Vest- mannaeyjaradíói um rekaldið en hefðu síðan haldið áfram á veiðum. Síðdegis á sunnudag hafi þeir síðan aftur orðið varir við tankinn og eftir að hafa gengið úr skugga um að engar ráðstafanir hefðu verið gerðar um að ná í hann hafi hann ákveðið að taka hann í tog og sigla í átt til Eyja, en um leið hafi hann óskað eftir því að björgunarskipið Þór kæmi til móts við þá til að tefjast ekki lengi frá veiðum. „Það var tals- verður veltingur þarna og við urðum að setja mann út á tankinn til að koma sleftóginu á hann, því það var ekki nokkur leið að festa í hann öðruvísi,“ sagði Magnús en hann sagði að þó hefðu þeir gert sér fulla grein fyrir að tankurinn gæti inni- haldið hættuleg efni. Þór mætti svo Drangavík um mið- nætti á sunnudag og tók við slefinu og var komin að Eyjum laust fyrir níu í gærmorgun. Fékk hann ekki leyfi til að fara með tankinn inn í höfnina og beið utan við Eiðið meðan beðið var eftir ákvörðun um hvað gera ætti við tankinn en jafnframt var varðskipið Týr á leið til Eyja. Sigurgeir Ólafsson, settur hafnar- stjóri í Eyjum, sagði að hann hafi alfarið neitað því að komið yrði með tankinn inn á höfnina þar sem ljóst þótti að í honum gætu verið mjög hættuleg efni. Að höfðu samráði við Siglingamálastofnun og sýslumann- inn í Eyjum hafi síðan verið ákveð- ið, um hádegisbilið, að leyfa Þór að draga tankinn inn á höfnina, með því skilyrði að hann yrði hífður beint upp á varðskipið og það færi strax Hýsum hælislausan eftirherra Sigur- björn Einarsson Ekki hefur íslendinga fremur en aðra skort fréttir af hörmungum þeirrar styrjaldar, sem geisar í lönd- um Júgóslavíu, svo nefndrar til skamms tíma. Dag eftir dag mán- uðum saman hafa ótíðindi þaðan flætt um allar fréttarásir inn á hvern mann og vakið hroll, ógeð og hneykslun. Allir eru einhuga um að fordæma þá, sem fremja illvirki eða valda því, að hervirki eru fram- in og ódáðir drýgðar. Og ósparlega eru þeir valdamenn veraldar for- dæmdir, sem teljast eiga það mikið undir sé, að þeir ættu að geta skakkað þennan fúla leik en gera það ekki. Löngum er auðvelt að taka af- stöðu til þess, sem er nógu fjar- lægt. Hitt reynist torveldara að_ bregðast á réttan hátt við því, sem er við dyrnar eða innan dyra hjá manni sjálfum og skírskotar beint til eigin samvisku og krefst per- sónulegra aðgerða. En viðbrögð í slíkum sporum og það, sem við gerum þá, er prófsteinn á það, hvort við erum þeim megin í tilverunni, þar sem horft er og stefnt til hinn- ar betri áttar. Nú er það nýtt í fréttum, sem snerta þessar ógæfuslóðir, að ungur maður, Goran Nikolic, hefur hrakist þaðan hingað til lands. Hann flúði undan skelfingu, leitaði fyrst á náð- ir Svia, en hjá þeim gat hann ekki notið griða til frambúðar, yfirvöld þar í landi telja sér ekki fært að taka við fleiri flóttamönnum. Norð- urlönd hafa sýnt mikla gestrisni og góðvild því fólki, sem hefur flúið í fang þeirra undan kúgun, harðrétti og stríðsógnum. íslendingar hafa ekki íþyngft sér með útlánum eða áreynslu í slíku björgunarstarfi. Ef þessi ungi maður, sem hefur flúið hingað af því hann treysti á miskunn íslensku þjóðarinnar, fær ekki áheyrn hér, er fokið í öll skjól fyrir honum. Vafalaust má finna einhveija meinbugi á því að hýsa þennan hælislausa mann. Veruleiki þessa heims er harðari en svo, að hann svigni eða bráðni fyrir tilfinningum. En er hægt að veija það fyrir nokkr- um dómstóli að henda aftur út í brimið strandmanni, sem hefur í örvæntingu iátið berast upp á fjöru hér og liggur þar fyrir fótum okkar? Við höfum haft tilhneigingu til að láta sem veröldin komi íslandi ekki við nema að því leyti sem við getum haft gott af öðrum. Það er staðreynd, að miðað við þjóðartekj- ur erum við skammarlega smátæk- ir á hjálp við hina snauðustu í ver- öldinni. Það er og staðreynd, að orðstír íslensku þjóðarinnar af með- ferð hennar á flóttafólki fyrr á öld- inni er ekki góður. Jól eru skammt undan. Við stöndum engum að baki í hóflausum íburði, þegar við höldum jól. Við bruðlum ómælt út á nafn og minn- ingu fátæks barns, sem varð að flýja morðsveitir harðstjóra, átti hvergi höfði sínu að að halla og dó smánardauða vegna þess, að hann tók sér stöðu með útskúfuðum, gerði málstað vonlausra að sinum — í umboði Guðs, fórnaði sér í umboði Guðs til þess að hnekkja þeirri bölvun, sem kyn Kains hefur selt sig á vald. „Það sem þér gerið einum þess- ara minnstu", sagði hann. Og var þá að benda á það, sem sker úr í hinsta dómi. En nú er íslenska þjóðin kannski orðin svo háþróuð, að svona einföld orð frá Kanaanslandi eiga ekkert erindi við hana. Einfaldur, blátt áfram kristindómur hæfir víst ekki þroska hennar. Eða hvað? Kristin trú, óbrengluð, eltist ekki við álfa, afturgöngur eða „geimverur". Hún beinir athygli að mönnunum, hún vill vera skyggn á fólk, hún vill horfa með augum Jesú Krists á mennina og mannlífið og taka til hendinni á vettvangi mannlegs lífs eftir tilvísun hans, í hlýðni við hann. Það er vonandi meira til af kristin- dómi í þessu Iandi, þrátt fyrir allt, en af hérvillum og hindurvitnum. Herra Sigurbjörn Einarsson „En er hægt að verja það fyrir nokkrum dóm- stóli að henda aftur út í brimið strandmanni, sem hefur í örvæntingu látið berast upp á fjöru hér og liggur þar fyrir fótum okkar?“ Vonandi að illa staddur nauðleitar- maður, sem biður sér líknar á Is- lándi, fái að þreifa á því. Höfundur er biskup. BENÓNÝ Ásgrímsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni gerir sig kláran til að kanna ástand tanks- ins sem reyndist eins og nýr þrátt fyrir 6 mánaða volk í sjónum. með hann úr höfninni, en ekki var möguleiki að hífa tankinn upp á varðskipið nema með krana úr landi. Slæm veðurspá var og ekki um marga aðra kosti að ræða en að gefa leyfi til þess að gera þetta á þennan hátt, að sögn Sigurgeirs. Enginn búnaður Hann sagði að höfnin væri illa undirbúin undir atvik sem þetta og engin búnaður, hvorki búningar né grímur, ef takast þyrfti á við eitur- efnaslys. Hann sagði einnig að engin áætlun væri til hjá höfninni um hvernig bregðast ætti við í tilfellum sem þessum. Höfninni í Eyjum var ekki lokað meðan tankurinn var dregin inn en aftur á móti var um- ferð bönnuð um Binnabryggju þar sem komið var að með gáminn. Slökkviliðið í Eyjum var í við- bragðsstöðu þegar komið var inn með tankinn en Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri sagði að þeir hefðu engan útbúnað eða áætlanir til að bregðast við ef fást þyrfti við eitur- efni. Hann sagði að eina áætlunin sem til væri um eiturefni byggðist á því að leita til slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sem væri vel út- búið og hefði þjálfaðan mannskap til að takast á við slík vandamál. Varðskipið sigldi frá Eyjum eftir hádegi í gær með tankinn og var væntanlegt tii Reykjavíkur um klukkan þrú í nótt. Grímur Merki fimmtíu ára lýðveldisafmælisins 1994 valið Hreyfing, stöðugleiki og styrkur í hugmyndinni JÓNI Ágústi Pálmasyni teikn- ara voru afhent fyrstu verðlaun í samkeppni þjóðhátíðarnefnd- ar 50 ára lýðveldis á Islandi um merki þjóðhátiðarársins 1994 í gær. Eimm manna dómnefnd valdi merkið úr rúmlega 200 tillögum frá u.þ.b. 170 aðilum. I niðurstöðu nefndarinnar segir að merkið sé vel hannað og vinni á við kynningu. I því felist bæði hreyfing, styrkur og stöð- ugleiki. Það sé einfalt og auð- velt í allri notkun. Verðlaunahafinn lýsir merki sínu þannig: „Litir merkisins eru litir íslenska þjóðfánans, sjálf- stæðistákns íslendinga. Efri hluti merkisins skírskotar til fánans. Formin túlka líka íjöllin, ísinn og eldinn en einnig þann kraft sem einkennir land og þjóð. Þessi bylgjulaga form sameinast síðan neðri hluta merkisins og mynda töluna fimmtíu sem túlkar líka þann trausta grunn sem fimmtíu ára lýðveldið byggist á.“ Fyrstu verðlaun voru 400.000 kr. Að auki voru veitt tvenn 200.000 kr. verðlaun fyrir 2. og 3. sæti í samkeppninni. Tveimur merkjum var gert jafn hátt undir höfði og fengu höfundar þeirra önnur til þriðju verðlaun. Annars vegar fékk Garðar Pétursson verð- laun fyrir merki sitt Eitt fyrir börnin og þykir merkið glaðlegt, tákn um íslenska æsku fagnandi á þjóðhátíðardaginn. Hins vegar hlaut Tómas Tómasson teiknari verðlaun fyrir merkið sitt Lands- lag og þykir myndbyggingin sterk, byggð á tölunni 50, og öguð lita- samsetning. Óvenjulegt og heil- steypt merki. Unnið í rútu Verðlaunahafinn viðurkenndi að sér hefði komið sigurinn á óvart þegar rætt var við hann. Hann sagðist aðeins hafa skilað inn einni tillögu og hugmyndavinnan hefði Morgunblaðið/Sverrir Afhending JÓN Ágúst tekur við verðlaununum úr hendi Matthíasar Á. Mathie- sens úr þjóðhátíðarnefnd. að mestu farið fram í rútu. „Ég bý í Keflavík og fer í vinnuna í rútu. Þann tíma hef ég notað til að gera ýmislegt, t.d. hanna þetta merki,“ sagði Jón Ágúst sem vinnur á auglýsingastofunni Yddu. Dómnefndin var skipuð þeim Hilmari Sigurðssyni, formanni FÍT, -Valgerði Sverrisdóttur, al- þingismanni úr þjóðhátíðarnefnd, Þuríði Pálsdóttur, söngkonu úr þjóðhátíðarnefnd, Jónu Sigríði Þorleifsdóttur, teiknara og Tryggva Tryggvasyni, teiknara. Sýning á þjóðhátíðarmerkinu og öðrum tillögum sem bárust verður í Gallerí Borg við Austurvöll dag- ana 23.-25. nóvember rnilli kl. 12 og 18. Ráðherra harðlega gagn- rýndur vegna leikskólamála HEILBRIGÐISRÁÐHERRA var harðlega gagnrýndur vegna afskipta af málefnum leikskóla ríkisspítalanna í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær. Var ráðherra ásakaður um þjösnaskap í málinu og að sýna börnunum, foreldrunum og starfsfólki virðingarleysi. Ráðherra benti á að samstaða hefði verið um að sveitarfélög tækju yfir rekst- ur af þessu tagi og hefði hann einungis verið að fylga því máli fram. Börnunum, sem nú væru á leikskólunum, hefði verið tryggð áfram- haldandi vistun en það væri hins vegar ekki ríkisins að reka leikskól- ana til framtíðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, sagði að heilbrigðisráð- herra hefði talað um farsæla lausn í málinu en sannleikurinn væri sá að um það væri ekkert samkomulag. Ráðherra hefði tekið einhliða ákvörð- un um að framlag ríkisins til leikskól- anna færi lækkandi og ríkti því al- ger óvissa um framtíð þeirra. Sýndi þetta mikið virðingarleysi í garð barna, foreldra og starfsfólks. Ékki hlutverk ríkisins Guðmundur Árni Stefánsson, heil- brigðisráðherra, benti á að samstaða hefði verið um það að sveitarfélögin tækju yfir umrætt verkefni og hefði hann ekki gert annað en framkvæma þá breytingu. Börnunum sem á leik- skólunum væru hefði verið tryggð áframhaldandi vistun og starfsfólk myndi halda vinnunni. Hins vegar væri það ekki hlutverk ríkisins að halda leikskólunum gangandi til langframa. Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, sagði það hátt heilbrigðisráð- herra að eta ákvarðanir sínar ofan í sig í áföngum og hefði sú orðið raunin í þessu máli. Hann hefði bakkað töluvert frá ákvörðun sinni um að loka leikskólunum um áramót og ætti að eta málið allt ofan í sig í einum bita. Ingibjörg Pálamdóttir, Framsókn- arflokki, sagði að leikskólarnir væru liður í því að sjúkrahúsin gætu veitt örugga þjónustu og væru leikskól- arnir liður í því að svo gæti verið. Það yrði því að tryggja rekstrar- grundvöll leikskólanna sjúkrahús- anna vegna. Finnur Ingólfsson, Framsóknarflokki, sagði að fram- koma ráðherra væri skólabókardæmi um hvernig stjórnvald ætti ekki að koma fram. Engar samningaviðræð- ur hefðu farið fram við Reykjavíkur- borg um yfirtöku leikskólanna. Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi, I greiddi einnig með börnum sem tók í sama streng og sagði að ráð- bættust við hjá leikskólunum en rým- herra ætti að sætta sig við ákvörðun um yrði ekki fjölgað. stjórnar ríkisspítalana um að ríkið I Daníel Jakobsson í sænska lungnaprófinu Flestir afreksmenn nota astnialyf í keppni DANÍEL Jakobsson, skíðagöngumaður frá ísafirði sem stundar æfing- ar í Svíþjóð, var einn þeirra 42ja afreksmanna í göngu sem teknir voru í sérstakt lungnapróf vegna rannsókna sænskra lækna og vísinda- manna. Frétt þess efnis birtist á forsíðu Morgunblaðsins í síðustu viku og þar kom fram að líkamserfiði í kulda getur valdið astma hjá mönn- um sem ekki hafa fengið astma að erfðum. Daníel sagði að astma væri mjög algengur sjúkdómur hjá skíðagöngu- mönnum. „Flestir afreksmenn þurfa að nota astmalyf í spreyformi í keppni, sérstaklega ef það er mikið frost. Sem dæmi um það er Torgny Mogren, einn besti göngumaður Svía, með astrna og hefur átt í vand- ræðum í köldu lofti. Ég veit til þess að Norðmenn notuðu astmaspreyið á Olympíuleikunum i Albertville," sagði Daníel. „Niðurstöðurnar úr míriu prófi voru þær að ég er með sýkta öndun- arvegi, sem er fyrsta stig af astrna. Þetta háir mér ekki enn og ég þarf ekki að taka nein lyf,“ sagði Daníel. Daníel sagði að eftir að niðurstöð ur sænsku læknanna komu fram hefði mjög verið rætt um að breyta reglum þannig í Svíþjóð að ekki mætta keppa á skíðum í rneira en tíu stiga frosti. Nú er leyfilegt að keppa í allt að 17 gráða frosti. 1 heimsbikarkeppninni er lágmarkið mínus 20 gráður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.