Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 25
f ______ Vestmaimaeyja irað >mur MORGUNBLAÐID ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 25 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ainn út af Eiðinu við Vestmannaeyjar Sigurgeir Ólafsson, settur hafnar- stjóri í Eyjum, sagði að hann hafi alfarið neitað því að komið yrði með tankinn inn á höfnina þar sem ljóst þótti að í honum gætu verið mjög hættuleg efni. Að höfðu samráði við Siglingamálastofnun og sýslumann- inn í Eyjum hafi síðan verið ákveð- ið, um hádegisbilið, að leyfa Þór að draga tankinn inn á höfnina, með því skilyrði að hann yrði hífður beint upp á varðskipið og það færi strax Herra Sigurbjörn Einarsson „En er hægt að verja það fyrir nokkrum dóm- stóli að henda aftur út í brimið strandmanni, sem hefur í örvæntingu látið berast upp á fjöru hér og liggur þar fyrir fótum okkar?" Vonandi að illa staddur nauðleitar- maður, sem biður sér líknar á Is- lándi, fái að þreifa á því. Höfundur er biskup. BENÓNÝ Ásgrímsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni gerir sig kláran til að kanna ástand tanks- ins sem reyndist eins og nýr þrátt fyrir 6 mánaða volk í sjónum. með hann úr höfninni, en ekki var möguleiki að hífa tankinn upp á varðskipið nema með krana úr landi. Slæm veðurspá var og ekki um marga aðra kosti að ræða en að gefa leyfi til þess að gera þetta á þennan hátt, að sögn Sigurgeirs. Enginn búnaður Hann sagði að höfnin væri illa undirbúin undir atvik sem þetta og engin búnaður, hvorki búningar né grímur, ef takast þyrfti á við eitur- efnaslys. Hann sagði einnig að engin áætlun væri til hjá höfninni um hvernig bregðast ætti við í tilfellum sem þessum. Höfninni í Eyjum var ekki lokað meðan tankurinn var dregin inn en aftur á móti var um- ferð bönnuð um Binnabryggju þar sem komið var að með gáminn. Slökkviliðið í Eyjum var í við- bragðsstöðu þegar komið var inn með tankinn en Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri sagði að þeir hefðu engan útbúnað eða áætlanir til að bregðast við ef fást þyrfti við eitur- efni. Hann sagði að eina áætlunin sem til væri um eiturefni byggðist á því að leita til slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sem væri vel út- búið og hefði þjálfaðan mannskap til að takast á við slík vandamál. Varðskipið sigldi frá Eyjum eftir hádegi í gær með tankinn og var væntanlegt til Reykjavíkur um klukkan þrú í nótt. Grímur Merki fimmtíu ára lýðveldisafmælisins 1994 valið Hreyfíng, stöðugleiki og styrkur í hugmyndinni JÓNI Ágústi Pálmasyni teikn- ara voru afhent fyrstu verðlaun í samkeppni þjóðhátíðarnefnd- ar 50 ára lýðveldis á íslandi um merki þjóðhátíðarársins 1994 í gær. Eimm manna dómnefnd valdi merkið úr rúmlega 200 tillögum frá u.þ.b. 170 aðilum. I niðurstöðu nefndarinnar segir að merkið sé vel hannað og vinni á við kynningu. I því felist bæði hreyfing, styrkur og stöð- ugleiki. Það sé einfalt og auð- velt í allri notkun. Verðlaunahafinn lýsir merki sínu þannig: „Litir merkisins eru litir íslenska þjóðfánans, sjálf- stæðistákns íslendinga. Efri hluti merkisins skírskotar til fánans. Formin túlka líka fjöllin, ísinn og eldinn en einnig þann kraft sem einkennir land og þjóð. Þessi bylgjulaga form sameinast síðan neðri hluta merkisins og mynda töluna fimmtíu sem túlkar líka þann trausta grunn sem fimmtíu ára lýðveldið byggist á." Fyrstu verðlaun voru 400.000 kr. Að auki voru veitt tvenn 200.000 kr. verðlaun fyrir 2. og 3. sæti í samkeppninni. Tveimur merkjum var gert jafn hátt undir höfði og fengu höfundar þeirra önnur til þriðju verðlaun. Annars vegar fékk Garðar Pétursson verð- laun fyrir merki sitt Eitt fyrir börnin og þykir merkið glaðlegt, tákn um íslenska æsku fagnandi á þjóðhátíðardaginn. Hins vegar hlaut Tómas Tómasson teiknari verðlaun fyrir merkið sitt Lands- lag og þykir myndbyggingin sterk, byggð á tölunni 50, og öguð lita- samsetning. Óvenjulegt og heil- steypt merki. Unnið í rútu Verðlaunahafinn viðurkenndi að sér hefði komið sigurinn á óvart þegar rætt var við hann. Hann sagðist aðeins hafa skilað inn einni tillögu og hugmyndavinnan hefði Morgunblaðið/Sverrir Afhending JÓN Ágúst tekur við verðlaununum úr hendi Matthíasar Á. Mathie- sens úr þjóðhátíðarnefnd. að mestu farið fram í rútu. „Ég bý í Keflavík og fer í vinnuna í rútu. Þann tíma hef ég notað til að gera ýmislegt, t.d; hanna þetta merki," sagði Jón Ágúst sem vinnur á auglýsingastofunni Yddu. Dómnefndin var skipuð þeim Hilmari Sigurðssyni, formanni FÍT, Valgerði Sverrisdóttur, al- þingismanni úr þjóðhátíðarnefnd, Þuríði Pálsdóttur, söngkonu úr þjóðhátíðarnefnd, Jónu Sigríði Þorleifsdóttur, teiknara og Tryggva Tryggvasyni, teiknara. Sýning á þjóðhátíðarmerkinu og öðrum tillögum sem bárust verður í Gallerí Borg við Austurvöll dag- ana 23.-25. nóvember milli kl. 12 og 18. Ráðherra harðlega gagn- rýndur vegna leikskólamála HEILBRIGÐISRAÐHERRA var harðlega gagnrýndur vegna afskipta af málefnum leikskóla ríkisspitalanna í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær. Var ráðherra ásakaður um þjösnaskap í málinu og að sýna börnunum, foreldrunum og starfsfólki virðingarleysi. Ráðherra benti á að samstaða hefði verið um að sveitarfélög tækju yfir rekst- ur af þessu tagi og hefði hann einungis verið að fylga því máli fram. Börnunum, sem nú væru á leikskólunum, hefði verið tryggð áfram- haldandi vistun en það væri hins vegar ekki ríkisins að reka leikskól- ana til framtíðar. Ragnar Arnalds, Alþýðubandalagi, tók í sama streng og sagði að ráð- herra ætti að sætta sig við ákvörðun stjórnar ríkisspítalana um að ríkið greiddi einnig með börnum sem bættust við hjá leikskólunum en rým- um yrði ekki fjölgað. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, sagði að heilbrigðisráð- herra hefði talað um farsæla lausn í málinu en sannleikurinn væri sá að um það væri ekkert samkomulag. Ráðherra hefði tekið einhliða ákvörð- un um að framlag ríkisins til leikskól- anna færi lækkandi og ríkti því al- ger óvissa um framtíð þeirra. Sýndi þetta mikið virðingarleysi í garð barna, foreldra og starfsfólks. Ékki hlutverk ríkisins Guðmundur Árni Stefánsson, heil- brigðisráðherra, benti á að samstaða hefði verið um það að sveitarfélögin tækju yfir umrætt verkefni og hefði hann ekki gert annað en framkvæma þá breytingu. Börnunum sem á leik- skólunum væru hefði verið tryggð áframhaldandi vistun og starfsfólk myndi halda vinnunni. Hins vegar væri það ekki hlutverk ríkisins að halda leikskólunum gangandi til langframa. Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, sagði það hátt heilbrigðisráð- herra að eta ákvarðanir sínar ofan í sig í áföngum og hefði sú orðið raunin í þessu máli. Hann hefði bakkað töluvert frá ákvörðun sinni um að loka leikskólunum um áramót og ætti að eta málið allt ofan í sig í einum bita. Ingibjörg Pálamdóttir, Framsókn- arflokki, sagði að leikskólarnir væru liður í því að sjúkrahúsin gætu veitt örugga þjónustu og væru leikskól- arnir liður í því að svo gæti verið. Það yrði því að tryggja rekstrar- grundvöll leikskólanna sjúkrahús- anna vegna. Finnur Ingólfsson, Framsóknarflokki, sagði að fram- koma ráðherra væri skólabókardæmi um hvernig stjórnvald ætti ekki að koma fram. Engar samningaviðræð- ur hefðu farið fram við Reykjavíkur- borg um yfirtöku leikskólanna. Daníel Jakobsson í sænska lungnaprófinu Flestir afreksmenn nota astmalyf í keppni DANÍEL Jakobsson, skíðagöngumaður frá ísafirði sem stundar æfing- ar í Svíþjóð, var einn þeirra 42ja afreksmanna í göngu sem teknir voru í sérstakt lungnapróf vegna rannsókna sænskra lækna og vísinda- manna. Frétt þess efnis birtist á forsíðu Morgunblaðsins í síðustu viku og þar kom fram að líkamserfiði í kulda getur valdið astma hjá mönn- um sem ekki hafa fengið astma að erfðum. Daníel sagði að astma væri mjög algengur sjúkdómur hjá skíðagöngu- mönnum. „Flestir afreksmenn þurfa að nota astmalyf í spreyformi í keppni, sérstaklega ef það er mikið frost. Sem dæmi um það er Torgny Mogren, einn besti göngumaður Svía, með astma og hefur átt í vand- ræðum í köldu lofti. Ég veit til þess að Norðmenn notuðu astmaspreyið á Ólympíuleikunum í Albertville," sagði Daníel. „Niðurstöðurnar úr mínu prófi voru þær að ég er með sýkta öndun- arvegi, sem er fyrsta stig af astma. Þetta háir mér ekki enn og ég þarf ekki að taka nein lyf," sagði Daníel. Daníel sagði að eftir að niðurstöð- ur sænsku læknanna komu fram hefði mjög verið rætt um að breyta reglum þannig í Svíþjóð að ekki mætta keppa á skíðum í meira en tíu stiga frosti. Nú er leyfílegt að keppa í allt að 17 gráða frosti. I heimsbikarkeppninni er lágmarkið mínus 20 gráður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.