Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSHPn/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 Biðlara - miðlara tölvuvinnsla með Oracle CDE og Oracle? Kynning í Periunni Þriðjudaginn 23. nóvember n.k. kl. 9 til 12:15 fyrir stjórnendur og yfirmenn fyrirtækja og stofnana. Farið verður yfírþróun og stöðu biðlara - miðlara tölvuvinnslu, samtengingu Oracle við lokuð kerfi og framtíðarsýn Oracle, einkum með endurhögun vinnuferla í huga. Miðvikudaginn 24. nóvember n.k. kl. 9 til 12:15 fyrir tæknimenn og aðra þá sem vinna að þróun og við rekstur hugbúnáðarkerfa. Sýnd verða nýjustu verkfærin frá Oracle og notkun þeirra með Oracle7 gagnagrunni. Kynningin fer fram á ensku undir leiðsögn Jan Vels Jensen og Henrik Andersen frá Oracle Danmark A/S. Þátttaka er ókeypis og óskast tilkynnt sem fyrst í síma 91- 623088. Vinsamlegast taktu fram hvorn kynningardaginn þú hefur í hyggju að koma. ORACLG9 ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 Verslunarráð ^ Morgunverdarffundur miðvikudaginn 24. nóvember 1993 í Súlnasal Hótels Sögu, kl. 08.00 - 09.30 SKATTABREYTINGAR A DÖFINNI OG SKATTAEFTIRUTIÐ Fyrir dyrum standa slcartabreytingar á næstu vikum. Hvað breytist og hver eru ætluð áhrif á rekstur fyrirtækja og heimila? Framkvæmd skattalaga og skattaeftirlit liggur undir gagnrýni fyrir úreltar reglur og óviðunandi vinnubrögo. Hvað er ab, hvað er til úrbóta og hvenær? irummælandi: Fríðrík Sophusson, fjármálaráðherra rallborðsumræður með frummælanda: Gylfí Ambjörnsson, hagfræðingur ASI Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Opals hf. Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMC Endurskoðun hf. Fundurinn er opinn, fundargjald og morgunverður kr. 1.000 fyrir félagsmenn VI, annars kr. 1.500. Þátttöku þarfað tilkynna fyriríram í síma 676666 (svarað kl. 08-16 daglega). VERSLUNARRAÐ ISLANDS Fundur um skattamál VERSLUNARRAÐ Islands efnir til morgunverðarfundar um breytingar á skattalögunum og framkvæmd skattalaga á morgun, miðvikudaginn 24. nóvember í Súlnasal Hótels Sögu. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, verður frummælandi á fundinum en að lokinni ræðu sinni tekur hann þátt í pallborðsumræðum með Gylfa Arnbjörnssyni, hag- fræðingi hjá ASI, Ragnari Birgis- syni, framkvæmdastgóra hjá Opali hf. og Tryggva Jónssyni, löggilt- um endurskoðenda. I frétt frá Verslunarráði segir m.a. að auk þeirra nýmæla í skatta- lögum sem verði reifuð og rædd, verði á dagskrá skattareglur og framkvæmd skattalaga, og almennt skattalegt umhverfi íslensks at- vinnulífs í fjölþjóðlegum _ saman- burði. Fundurinn hefst kl. 8.00 og stendur til kl. 9.30. Tilkynna þarf þátttöku til skrifstofu Verslunar- ráðsins. NYTT HÚSNÆÐI — Snyrtivörubúðin Top Class og Heildverslunin Reisn hf. hafa nú verið flutt í eigið húsnæði á Lauga- vegi 45, á horni Laugavegs og Frakkastígs. Fyrirtækið var-stofn- að 23. nóvember 1978 og fagnar því 15 ára afmæli í dag. Húsið á Laugavegi 45 var byggt árið 1906 og ber heitið Hjalli. Það hef- ur frá upphafi verið verslunar- og lagerhúsnæði, lengst af í eigu Sláturfélags Suðurlands. Breytingar voru gerðar á húsinu í sumar og verður snyrtivörubúðin á jarðhæð.Reisn hf. í kjallara og nýupp- gerð íbúð á tveimur efri hæðum. A myndinni eru f.v. Bergrún Jóhannsdóttir, snyrtisérfræðingur, Ólafur Kr. Ólafsson, forstöðu- maður innflutningsdeildar, Stefana Karlsdóttir, aðaleigandi og for- stjóri og Ásmundur K. Ólafsson, sem stjómað hefur framkvæmdum við endurbætur á húsinu í sumar. Samkeppnismál Breyttar hæfiskröfur tíl samkeppnisráðs VIÐSKIPTARAÐHERRA hefur kynnt í ríkisstjórninni frumvarp til laga um breytingar á samkeppnislögum þar sem lagt er til að hæfisskilyrðum fulltrúa í ráðinu verði breytt. Lagt er til að hið stranga hæfisskilyrði um að fulltrúar í ráðinu skuli vera óháðir fyrirtækjum og samtökum þeirra falli niður. Að auki er gert ráð fyrir að samkeppnisráð setji sér reglur um málsmeðferð. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu frá 30. ágúst sl. að þrír af fimm aðal- mönnum í samkeppnisráði upp- fylltu ekki almennt hæfisskilyrði til setu í samkeppnisráði, þ.e. að vera óháðir fyrirtækjum eða sam- tökum sem samkeppnislögin taka til. í framhaldi af því véku þeir úr ráðinu og voru þrír nýir menn skipaðir í stað þeirra. í áliti sínu beindi umboðsmaður því til við- skiptaráðherra að taka það til at- hugunar hvort leggja bæri til við Alþingi að endurskoða orðalag þessarar hæfísreglu. I athugasemdum með frum- varpinu segir að Ijóst þyki að hið stranga hæfisskilyrði útiloki fjöl^ marga og reynslumikla menn frá" setu í samkeppnisráði. Lagt er til að almennar hæfiskröfur séu gerð- ar mun skýrari án þess þó að hæfisskilyrðin séu það ströng að þau útiloki menn með reynslu eða þekkingu á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. um&u Aðgerðarrannsóknafélag Islands Gæðastjámunarfélag íslands Stefnumótun og gæðastjórnun í menntakerfinu 24. nóvember 1993 í Háskólabíói, sal2 Dagskrá: 13:00 Skráning. 13:15 Setning ráðstefnu: Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson. Reynsla af gæðastjórnun í skólum 13:25 Kynning á gæðastjórnun, Davíð Lúðvíksson, formaður Gæðastjórnunarfélagsins 13:50 Reynsla af gæðastjórnun í verkfræðiháskólum, Pétur K. Maack, prófessor í verkfræðideild Háskóla Islands. 14:10 Stutthlé. 14:20 Gæðastjórnun og stefnumótun í Iðnskólanum í Reykjavík, aðferðir og reynsla, Gísli Bachmann, gæðastjóri Iðnskólans. 14:50 Fyrirspurnir og athugasemdir. 15:00 Kaffihlé. Hvað er að gerast i stcfnumótun og gæðastjórnun l menntakerfinu? 15:20 Mótun menntastefnu, Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður nefndar um mótun menntastefnu. 15:35 Stefnumótun og gæðastjórnun í Háskóla íslands, Sveinbjörn Bjömsson, rektor Háskóla íslands. 15:50 Stefnumótun og gæðastjórnun í Tækniskóla fslands, Friðrik Eysteinsson, lektor í Tækniskólanum. 16:05 Gæðastjórnun í grunnskólum, Stefán Baldursson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. 16:20 Stutthlé. Framtíðarsýn 16:30 Pallborðsumræður með þátttöku úr sal. Stjórnandi: Snjólfur Ólafsson, formaður Aðgerðarannsóknafélagsins. Aðrir þátttakendur: Sigríður Anna Pórðardóttir, Sveinbjörn Björnsson, Börkur Hansen, lektor í Kennaraháskóla íslands og Smári Sigurðsson, lektor I Háskólanum á Akureyri. 17:10 Samantekt, Pórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur, KPMG Sinnu hf. 17:20 Ráðstefnuslit. Fundarstjóri: Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku tímanlega í sfma 621066. Patttökugjald er kr. 1.500, Ráðstefnan er haldin með stuðningi eflirtalinna aðila: Hagræðingartélag Islands NÝHERJI Stjórnunarfélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.