Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ viDsiapn/jsrwNNUiJF ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 29 OLIUMARKAÐUR Guðmundur W. Vilhjálmsson Sverðin slíðruð í dag 23. nóvember, kemur OPEC enn saman til fundar og enn við óskemmtilegar aðstæður. Allt þar til að leið að fundi OPEC ríkja 25. september sl. hafði verð á olíu verið á niðurleið, reynd- ar allt frá því í maímánuði. Órói í Rússlandi hafði þó áhrif síðustu dagana. Alls staðar var yfirfljót- andi olía, jafnt hráolía sem unnar olíuvörur. Olíuverð voru fyrir sept- emberfundinn þau lægstu, sem verið hafa frá því árið 1973 er tillit er tekið til gengis Bandríkja- dollars, en viðskipti á alþjóðlegum olíumörkuðum fara almennt fram í þeim gjaldmiðli. Ástæðan var sú að OPEC framleiddi of mikið af olíu. Samkvæmt samkomulagi 12 OPEC ríkjá átti hráolíuframleiðsla þeirra ekki að verða meiri á þriðja ársfjórðungi en 23,55 mt/d. Fram- leiðslan varð hins vegar í ágúst sl. 24,85 mt/d. Framleiðsla Kúvæt var um 2 mt/d, en Kúvæt var ekki aðili að þessu samkomulagi, þar sem þeír höfnuðu kvóta upp á 1,6 mt/d. íran og Nígería sviku samkomulagið og framleiddu tölu- vert fram yfir sinn kvóta og svo gerðu fleiri. Það voru töluvert spenntir OPEC fulltrúar, sem mættu til fundar í Genf 25. september. Með- alverð á OPEC hráolíunni var komin niður í 15,22 dollara en markmið þeirra var að koma henni upp í 21 dollara. Ekki voru fundar- menn þó fyrirfram bjartsýnir um friðsaman fund og bjuggust við að mætast myndu stálin stinn. Saudi Arabar lýstu yfir, að ef allir hefðu fylgt ákvörðunum síðasta fundar um kvóta, hefði ekki verið um neina umframframleiðslu að ræða. Kenndu þeir írönum um hvernig komið væri. íranir töldu hins vegar að nú bæri að taka aftur upp þá kvóta- skiptingu, sem gilti fyrir Persa- flóastríðið. Fyrir Persaflóastríðið höfðu Saudi Arabar kvóta upp á 5,5 mt/d en nú var framleiðsla þeirra komin í 8 mt/d. Sjaldan hefur reynt jafn mikið á samstöðu OPEC ríkja og á þessum fundi. Þau höfðu allt að vinna. Ekkert þessara ríkja mátti við frekari tekjuskerðingu. Flest eru þau stór- skuldug. Nú er svo komið fyrir Saudi Arabíu að deilt er um lánst- raust þess ríkis. Velferðarkerfið er í hættu og að óbreyttu hefði þurft að koma til skattlagningar. Við þessar aðstæður var Fadh konungur ekki öruggur í sessi og konungsveldið í hættu. Sítar í rík- inu, trúbræður írana, róa þar und- ir ásamt fleirum. Sökum fjárskorts hefir orðið stöðnun í olíuiðnaði írana og metnaðarfullar áætlanir hafa verið lagðar til hliðar. Gjald- fallnar skuldir írana munu nema um sex milljörðum dollara. Fundurinn hófst á laugardegi og í fyrstu bárust litlar fréttir af honum. Svo fór það að kvisast út að eitthvað myndi vera að gerast að tjaldabaki. I ljós kom að for- seti íran, Rafsanjani, hafði hringt í Fahd konung, aðalfjandmann sinn og ræddi jafnframt í síma við emírinn í Kúvæt, Jaber Ahmad Jaber al-Saban. Hið ótrúlega gerð- ist, að sítar og sunnítar slíðruðu sverðin og samkomulag n'áðist á OPEC fundinum. Hið nýja sam- komulag gildir til sex mánaða í stað þriggja, þ.e. yfir 4. ársfjórð- ung 1993 og 1. ársfjórðung 1994. Hámarksframleiðslan er ákveðin 24,5 mt/d. íranir fengu að mestu helguð kvótasvik sín í nýja sam- komulaginu. Kúvætar fengu kvóta upp á 2 mt/d, nánast eins og þeir höfðu framleitt, en Saudi Arabar féllu frá hlutdeild í aukningu frá fyrra hámarksmagni. Samkomulagið þótti mikill sigur fyrir OPEC ríkin, en var þó fyrst og fremst varnarsigur. Þeim tókst að gera samtök sín trúverðug og þeim tókst að stöðva frekari verð- lækkanir. Forseti OPEC; Jean Ping, var mjög ánægður með sam- komulagið og taldi það eitt hið besta í sögu samtakanna. Sá, sem ræður veðrum og vindum, sker úr um hver árangur verður á næstu vetrarmánuðum. Heita þar margir á Allah, en aðrir biðja um góð veður. Eftir þessa sex mánuði, sem samkomulagið gildir, dregur aftur úr olíunotkun og þá verður erfitt fyrir þessi olíuríki að komast að samkomulagi um niðurskurð. Árangur samkomulagsins En hver er nú árangurinn af því samkomulagi sem sáttfúsir fulltrú- ar OPEC ríkja náðu á fundi, sem hófst 25. september sl.? " Á þeim tíma, sem liðinn er frá fundinum, hefur verð á Brent hráol- íu, sem er helsta viðmiðunin á markaðnum, lækkað verulega (sjá myndrit). En nú er það ekki um- framframleiðsla OPEC ríkja sem veldur, herdur er það annars vegar notkunin, sem farið hefir niður fyr- ir flestar spár og þannig lítið dreg- ið úr hinum miklu birgðum af unn- um olíuvörum í heiminum. Hinsveg- ar er um meira framboð að ræða af hráolíu, sem framleidd er utan OPEC ríkja. Framleiðslan í Rúss- landi hefir dregist töluvert saman, en nú segja Rússar að botninum sé náð og framleiðslan aukist aft- ur. En þrátt fyrir minni framleiðslu í Rússlandi hefir útflutningur auk- ist, þar sem svo mikið hefur dregið úr innanlandsnotkun vegna verð- hækkana innanlands. Útflutningur til annarra fyrrum Sovétríkja hefir stórminnkað vegna minnkandi greiðslugetu þeirra. Framleiðsla á Norðursjávarolíu mun í desember verða um 5,1 mt/d eða um einni milljón tunna meiri en í desmeber 1992. Framleiðsla Noregs hefir nú slegið öll fyrri met og framleiðsla Bretlands hefir aukist um 40 af hundraði. Forsvarsmaður Samein- uðu þjóðanna í viðræðum við Iraka, Ekeus, hefir sagt að áþreifanlegur árangur hafi nú náðst í þessum við- ræðum og vilja sumir túlka það þannig, að útflutningur íraka gæti hafist eftir 6-8 mánuði. Fyrir OPEC ríkin er þessi verð- lagsþróun skelfileg. Þess vegna koma þau nú saman aftur á fund til að ræða frekari niðurskurð fram- leiðslunnar. En þar sem annars staðar er erfitt að koma sér saman um skiptingu á minnkandi köku. Tillögur hafa komið fram um hlut- fallslegan niðurskurð ríkjanna, 3 - 5%, en þar mun hlest stranda á andstöðu Saudi Araba, sem telja sér ekki fært að fara niður fyrir 8 mt/d framleiðslu, enda afsöluðu þeir sér hlutdeild í síðustu magn aukningu. OPEC ríkin hafa fundið með IPEC (Independent Petroleum Exporting Countries, m.a. Rúss- land, Bretland, Noregur, Oman) um minni framleiðslu, en þær óskir fengu engan hljómgrunn. Fundur- inn, sem OPEC fulltrúar mæta til í dag, hefst ekki í neinni sigurvímu. Höfundur er forstöðumaður elds- neytisdeildar Flugleiða hf. Verð á Brent- hráolíu frá 1. ágúst -16. nóvember, doiiarar/tunnu 17,50----------------- 14,50 ágúst september október nov, Auglýsing um útgáfu markaðsverðbréfa IIjll NORÐURLANDS HF. * Útgefandi: Gengi: 9 I 1 1 I i í I 4 1 í 1 I i I 1 I i <^ Umsjón með útboði: 1 Söluttmi: Sóíuaðilar: Upplýsingar: Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. 1,19 við upphaf sölu en verður reiknað daglega á útboðstímanum eftir markaðsverðmæti eigna sjóðsins. 22. nóvember 1993 - 22. maí 1994 Handsal hf., Fjárfestingafélagið Skandia hf., Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., Landsbréf hf., Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf., Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans og afgreiðslur Búnaðarbankans og sparisjóðanna. Útboðslýsing liggur frarnrni hjá söluaðilum. 1 I i ) 1 1 I I I I 4 á KAUPÞING HF Kringlunni 5, 103 Reykjavík Sími 91-689080, Fax 91-812824 éélKAUPÞING NÖRÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri Sími 96-24700, Fax 96-11235 ^Í^Kð^^SSÍ^^ RABBFUNDUR I VIB-STOFUNNI Hvernig er best að ávaxta 3.119.143.529 krónur? Fimmtudaginn 25. nóvember mun Björn Jónsson sjóðsstjóri Verðbréfasjóða VÍB verða í VÍB-stofunni og ræða við gesti um framtíðarhorfur Spegilsjóða VIB. Hvaða áhrif hafði vaxtalækkunin á ávöxtun verðbréfasjóða? Hver er áætluð raunávöxtun Spegilsjóða VIB næstu mánuði? Hver er fjárfestingarstefna Spegilsjóða VÍB og hvernig er eignasamsetning þeirra? Fundurinn hefst kl. 17:15 og er aðgangur öllum heimill. ryfg^ s T O F A N 1 VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Armúla 13a, 155 Reykjavfk. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.