Morgunblaðið - 23.11.1993, Page 30

Morgunblaðið - 23.11.1993, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 JO Ert þú að byggja, laga eða breyta? SPARAÐU! Með einu símtali fcerðu hlutlausar ókeypis upplýsingar um BYGÚINGAVÖRUSALA OC VERKTAKA. Mest selda heimilisvélin í 50 ár íslensk handbók fylgir. Fæst um landallt. //// Einar MMM Farestwett&Co.hf Borgartúni 28 11 622901 og 622900 3M Léttvatn m Islandsmót yngri aldursflokka Einvígi í drengja- o g telpnaflokk- um — Helgi Ass unglingameistari ___________Skák______________ Margeir Pétursson HELGI Ass Grétarsson sigraði mjög örugglega á unglinga- meistaramóti Islands fyrir yngri en 20 ára. Hann var langstiga- hæsti keppandinn og reyndar aðeins tímaspursmál hvenær Helgi hlýtur alþjóðlegan meist- aratitil. Styrkleikinn er til stað- ar. Einna mest kemur á óvart að þeim Bergsteini Einarssyni og Ingvari Þ. Jóhannessyni skuli hafa tekist að ná jafntefli við nýbakaðan unglingameistara. í drengja- og telpnamótinu um helgina var miklu meiri spenna. Þeir Jón Viktor Gunn- arsson og Torfi Leósson verða að tefla einvígi um drengja- meistaratitilinn og Anna B. Þor- grímsdóttir og Harpa Ingólfs- dóttir um telpnameistaratitil- inn. í neðri aldursflokkunum tefldu drengir og stúlkur í sama flokki og stóðu stúlkurnar sig mjög vel. Þær Anna og Harpa hlutu t.d. báðar fimm vinninga af níu mögu- legum, eða yfir 50% vinningshlut- fa.ll, sem er mjög góður árangur í móti þar sem margir þrautþjálfað- ir piltar kepptu. Þær vonir vakna að á næstu árum takist að byggja upp jafnöflugt kvennalandslið og við höfðum á að skipa á árunum 1978-84. Norðlendingar sendu fleiri kepp- éndur en oft áður og komust vel frá samkeppninni við jafnaldrana á höfuðborgarsvæðinu þótt tæki- færin til keppni og þjálfunar séu ekki sambærileg. Húsvíkingar sendu átta ungmenni til keppni og leynir sér ekki að á Húsavík er öflugt skákstarf barna og ungl- inga. Akureyringar sendu þijá keppendur. Bæði einvígin fara fram nú í vikunni. Urslit í drengja-ogtelpna- flokki urðu þessi: I. -2. Torfi Leósson og Jón Viktor Gunnarsson 7 V2 v. af 9 möguleg- um. 3. Bergsteinn Einarsson 7 v. 4. -5. Björn Þorfinnsson og Bragi Þorfinnsson 6V2 v. 6.-7. Arnar E. Gunnarsson, Árni R. Árnason 6 v. 8.-10. Björn Finnbogason, Akur- eyri, Janus Ragnarsson og Orri Freyr Oddsson, Húsavík 5 V2 v. II. -19. Harpa Ingólfsdóttir, Anna B. Þorgrímsdóttir, Ingi Ágústsson, Sindri Guðjónsson, Davíð Stefáns- son, Akureyri, Hjörtur Daðason, Davíð Guðnason, Loftur Baldvins- son, Akureyri, og Benedikt Þ. Sig- uijónsson, Húsavík, 5 v. Unglingameistaramót Islands Keppendur voru langflestir úr Reykjavík, en fjórir komu frá Ak- ureyri. Úrslit urðu þessi: 1. Helgi Áss Grétarsson 6 v. af 7 mögulegum. 2. -4. Arnar E. Gunnarsson, Magn- ús Örn Úlfarsson og Bragi Þor- finnsson 5 v. 5. -7. Ingvar Þ. Jóhannesson, Kristján Eðvarðsson og Björn Þor- finnsson 4'/2 v. 8.-9. Einar Kr. Einarsson og Smári Rafn Teitsson, Akureyri, 4 v. 10.-13. Bergsteinn Einarsson, Júl- íus Björnsson, Akureyri, Gestur Einarsson, Akureyri, og Ámi R. Árnason 3‘/2 v. Meistaramót Hellis Taflfélagið Hellir hélt meistara- mót sitt fyrri hluta mánaðarins og voru tefldar 30 mínútna skákir, eða svonefndar atskákir, eða hvat- skákir eins og sumir vilja kalla þær. Eini titilhafi félagsins sigr- aði, en röð efstu manna varð þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 6‘/2 v. af 7 2. Andri Áss Grétarsson 6 v. 3. Haukur Angantýsson 4'/2 v. 4. -6. Jósep Vilhjálmsson, Sveinn Kristinsson og Gunnar Örn Har- aldsson 4 v. 7.-8. Sigurður Áss Grétarsson og Rúnar Sigurðsson 3‘/2 v. o.s.frv. Hraðskákmót TR Jón Viktor Gunnarsson varð hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur eftir einvígi við Braga Þorfinnsson. Efstir á mótinu urðu þessir: 1. Jón Viktor Gunnarsson 10 v. af 14. 2. Bragi Þorfinnsson 10 v. 3. -4. Stefán Þór Siguijónsson og Eiríkur Björnsson 9 v. 5. -7. Bergsteinn Einarsson, Sölvi Jónsson og Davið Ó. Ingimarsson 8‘/2 v. Úrslit í unglingaflokki á haust- móti Taflfélags Reykjavíkur urðu sem hér segir. Tefldar voru 30 mínútna skákir: 1. Amar Gunnarsson 8 v. af 9 2. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 3. Bergsteinn Einarsson 5 V2 v. 4. Bragi Þorfinnsson 4‘/2 v. 5. -6. Bjöm Þorfmnsson og Ingvar Birgisson 3’/2 v. o.s.frv. Sextán eftir í Tilburg Hollendingurinn Jan Timman var á meðal þeirra sem féllu út í þriðju umferð Interpolis-skákmóts- ins í Tilburg í Hollandi. Enginn Norðurlandabúi er nú eftir á mót- inu, Svíinn Andersson og Norð- maðurinn Agdestein féllu báðir út í framlengingu á sunnudag. Úrslit þriðju umferðarinnar varð þannig að Júsupov, Þýskalandi, sló út landa sinn Lutz, Shirov, Lett- landi, sló út Mozetic, Serbíu, Rúss- inn Barejev sló út landa sinn Rasúvajev, Kiril Georgiev, Búlgar- íu, sló út Akopjan, Armeníu. Bandaríkjamaðurinn Kamsky sló út Tyrkjann Atalik, Vaganjan, Armeníu, sló út Yermolinsky, Bandaríkjunum, Dreev, Rússlandi, sló út Malanjuk, Úkraínu. Hollend- ingurinn Piket féll út er hann tap- aði fyrir Kaidanov, Bahdaríkjun- um, Cvitan, Króatíu, tapaði fyrir Smirin, Israel, Rússinn Episín sló út Sjabalov, Lettlandi. og Beljavskí frá Úkraínu sló út Jan Timman. Óvæntustu úrslitin urðu þau að ungi Rússinn Morosevítsj sió út sigurvegarinn frá því í fyrra, enska stórmeistarann Michael Adams. Fjórar viðureignir þurfti að framlengja. Predrag Nikolic, Bosn- íu, hafði betur gegn Júdasín, ísra- el, Rosentalis, Litháen, sló út Ulf Andersson, Vasilí ívantsjúk, Úkra- ínu, sló út Simen Agdestein og „FIDE-heimsmeistarinn“ Anatólí Karpov sló út landa sinn Vyzmana- vin. Sá síðastnefndi stóð sig mun betur í Tilburg en á HM landsliða í Luzem um daginn. Þar var hann veikasti hlekkurinn í rússneska lið- inu, tapaði m.a. fyrir Hannesi Hlíf- ari sem þýddi óvæntan íslenskan sigur yfir Rússum. Nýbýlovegi 12, sími 44433. V&terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! flliflrjpiiiMnfoifo Morgunblaðið/Arnór Efstu pörin I Reykjavíkurmótinu, sem fram fór um helgina. Talið frá vinstri: Sigurður Vilhjálmsson, Hrólfur Hjaltason, Reykjavíkurmeistararnir Hjördís Eyþórsdóttir og Ásmundur Pálsson, þá Sævar Þor- brjömsson og Haukur Ingason lengst til hægri. I FARAR- BRODDI RAFTÆKNIVERSI.UN FUKANS • RAFTÆKNiVF.RSLUN FA. KAN3 • RAFJÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFiÆ VIÐ FLYTJUM RAFVÉLAVERKSTÆEMÐ Rafvélaverkstæði Fálkans (áður Jötuns) er flutt frá Höfðabakka 9 í hús FÁLKANS að Suðurlandsbraut 8. Bjóðum gamla og nýja viðskiptavini okkar velkomna í nýtt og betra húsnæði að Suðurlandsbraut 8. Þar munu starfsmenn verkstæðisins leggja sig fram um að veita enn betri þjónustu en áður. Rafvélaverkstæðið vindur mótora, framkvæmir m.a. sérhæfðar rafvélaviðgerðir, dæluviðgerðir og lyftaraviðgerðir. Þekking Reynsla Þjónusta Telemecanique GROUPE ^CHNUDER—%- ÍNOVEIMCO SIGNODE' FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8*108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 8 RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS Hjördís og Ásmundur Reykj avíkurmeistarar ___________Brids_____________ Arnór G. Ragnarsson Hjördís Eyþórsdóttir og Ásmundur Pálsson urðu Reykjavíkurmeistarar í brids um helgina en þá fór fram 42 para keppni um titilinn. Nokkur spenna var í lokaumferðinni. Ásmund- ur og Hjördís höfðu haft nokkuð afger- andi forystu þegar tveimur umferðum var ólokið en í næstsíðustu umferð fengu þau mínus 21 stig á meðan helztu keppinautarnir, Sigurður Vil- hjálmsson og Hrólfur Hjaltason, fengu 8 plússtig. Fyrir lokaumferðina voru Ásmundur og Hjördís með 247 stig en Sigurður og Hrólfur höfðu 236 stig. Ásundur og Hjördís fengu síðan 11 stig í plús í lokaumferðinni á meðan Sigurður og Hrólfur fengu 2 stig og titili hinna fyrrnefndu var í höfn. Lokastaðan: Hjördís Eyþórsdóttir - Ásmundur Pálsson 258 Sigurður Vilhjálmsson - Hrólfur Hjaitason 238 Sævar Þorbjömsson - Haukur Ingason 225 Sveinn R. Þorvaldsson - Páll Þór Bergss. 218 ÓlafurLárusson-HermannLárusson 174 Helgi Jónsson - Helgi Sigurðsson 167 Gunnl. Kristjánsson - Hróðmar Sigurbjörnss. 154 ErlendurJónsson-JensJensson 145 Spilaður var barometer. Keppnis- stjóri og reiknimeistari var Kristján Hauksson en Sigtryggur Sigurðsson afhenti verðlaun í mótslok. Víkings-brids Úrslit 16.nóv. sl. Magnús Theódórsson - Ólafur Friðriksson 204 Sveinn Sveinsson - Trausti Einarsson 194 TómasEinarsson-Guðni 170 Guðmundur Samóelsson - Brynjar Bragason 169 Spilaður er eins kvölds tvímenning- ur úr Víkinni kl. 19.30 á þriðjudögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.