Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞKIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 31 Attræður Bjarni Bentsson Bjarni Bentsson er áttræður í dag. Hann fæddist á Bíldudal 23. nóvember 1913. Foreldrar hans voru Bent Bjarnason verslunar- maður þar og kona hans Karólína Friðriksdóttir Söebeck. Um leið og ég og fjölskylda mín óskum honum til hamingju með daginn, minnist ég þeirra góðu ára sem við höfum átt saman. Bjarni var yfirverkstjóri á tré- smíðaverkstæði flugmálastjórnar í fjölda ára og á sumrin var hann því oft úti á landi að líta eftir eig- um flugmálastjórnar. Alltaf kom hann og heimsótti mig þar sem ég var í sveit á Hrauni í Sléttu- hlíð, þegar hann átti leið um Skagafjörðinn. Ég gleymi því ekki þegar síminn hringdi, löng stutt löng stutt, og mér var tilkynnt að afi minn kæmi í heimsókn á morgun. Tilhlökkunin var mikil, því að þá töluðum við afi saman eins og maður við mann. Ég, átta eða níu ára gamall stór- bóndi, sagði honum fréttir úr sveit- inni og hvernig búskapurinn gengi, hann sagði mér fréttir úr borginni (Kópavogi) og af fjöl- skyldunni. Þegar hann svo kvaddi var ég ekki lengur stórbóndi held- ur átta ára gutti sem vildi fara heim með afa sínum strax. En ég reyndi að láta á litlu bera og kvaddi eins og stórhöfðingjar gera, með handabandi. Seinna unnum við saman hjá flugmálastjórn og var hann þá og er enn óspar á góð ráð mér til handa. Þegar afí hætti að vinna hafði ég miklar áhyggjur af því að hon- um myndi leiðast, en svo er nú aldeilistekki. Miklar framkvæmdir hófust í garðinum og nú er þar stórt gróðurhús þar sem afi minn TOnLflKflP tlflSKÖLfl bíO flttMUDfldll 25. flÓVfAbfP, KL 20.00 Hljómsveitarstjóri: Enrique Garcia Asensio Einsöngvari: Teresa Berganza SINFONIUHLJOMSVEITISLANDS J*™ Hllómsvelt allra íslendlnga vZZZO' ræktar m.a. tómata, gúrkur, pa- prikur og jarðarber og selur í Bón- us. Nei, það er ekki alveg satt, en þetta eru mun betri ávextir en eiga nokkurn tíma eftir að fást þar. Einnig hefur bílskúr risið við hlið gróðurhússins sem hefur verið í smíðum nú síðustu ár. Það má því sem sanni segja að afi og amma, Bjarni Béntsson og Unnur Jakobsdóttir, hafi komið sér vel .fyrir á efri árum á Digranesvegi 80. Afi, um leið og ég ítreka innileg- ar hamingjuóskir mínar til þín með afmælið, þakka ég þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og bara vona að þegar ég verð gam- all, verði ég eins klár og sprækur og þú ert á 80 ára afmælisdaginn þinn. Ómar Stefánsson. % AFMÆLISAFSLATTUR af allri þjónustu og vörum til 6. desember. HáltSGL í MJÓDD Þararbakka 3-2. hæð. MARKAÐS- OG SÖLUNÁMSKEK) Markaðs- og söluáætlun fagmannsins k Áætlanagerð, skipulögð hugsun og vönduð vinnubrögð eru þeir þættir sem einkenna góða sölumenn. Á þessu námskeiði læra sölumenn hvernig þeir geta sett sér markmið á árangursríkari hátt en áður og hvernig þeir vinna skipulega að því að ná settu marki. Ætlað sölufólki og sölustjórum sem vilja vinna faglega. Leiðbeinandl er SigurðurÁg. Jensson, viðskiptafræðingur og markaðsráðgjafi. Námskeiðið er haldið f húsnæði Stjórnunarfélagsins dagana 23., 24. og 25. nóvember nk. kl. 9.00-12.00 Skráning er haf in! Nánari upplýsingar í sfma 621066. SipðurAy.Jensson Stiórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 Sírai: 621066 hagstœÖ kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margirgjaldmiðlar fe^ IÐNÞROUNARS JOÐUR %$ Kalkofnsveai 1 150 Revkiavik sími: (9116999 90 fax:629992

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.