Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 Ásta Thoraren- sen - Minning Fædd 14. janúar 1924 Dáin 10. nóvember 1993 Ásta Thorarensen náði því ekki að verða sjötug, en megnaði engu að síður að afreka og reyna margt um ævidagana sem aðrir þyrftu lengra svigrúm til: Hún eignaðist börn og missti börn, var traust og skilningsrík móðir þeirra fjögurra sem upp komust, og móðurígildi og • amma margra til viðbótar; hún tók af hetjuskap þátt í sjúkdómsstríði tveggja eiginmanna, sem báðir lét- ust um aldur fram; hún var hús- stjórnarkennari um skeið, umsvifa- mikill atvinnurekandi í aldarfjórð- ung, átti þátt í þróunarhjálp Sam- einuðu þjóðanna um árabil og var síðan sjómaður á annan áratug. Fáar konur íslenskar hafa gert eins víðreist um heiminn. Meðfram þeim önnum sem þessu fylgdu fann hún sér einhvern veginn tíma til þess að verða víðlesin og margfróð um hin ólíkustu efni, einkum af sögu- legum toga. Því miður náði hún einnig að reykja af sama dugnaði og kappi; það hefði tekið flesta menn heila öld að koma í lóg álíka magni af tóbaki og Ásta gerði á hálfri. Ásta fæddist að Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, dóttir hjónanna og systkinabarnanna Steinunnar Thorarensen og Boga Thorarensen sem þar bjuggu stórbúi af reisn. Þrátt fyrir krepputíma og stóran systkinahóp ríkti enginn skortur í Kirkjubæ á uppvaxtarárum Ástu. Er ekki að efa að þar var lagður grunnur að þeirri fíkn í fagrar list- ir - bókmenntir, myndlist og tónlist - sem einkenndi hana æ síðan, en Steinunn og Bogi voru fagurkerar og léku bæði á orgel, heima við og sem organistar í nálægum kirkjum. Heimilið var mannmargt og Ásta hélt alla tíð tryggð við ýmsa þá er dvöldust þar um lengri eða skemmri tíma. Bernskuárin voru í minningu hennar farsæl og fyrir það var hún þakklát. Kapp og skaphöfn Ástu bar hana fljótt úr foreldrahúsum; hún hleypti heimdraganum þegar á átjánda ári. Hún vildi menntast, vinna og skapa sér sjálfstætt líf. Menntakostir ungra stúlkna voru þá með öðrum hætti. í takt við tímann lagði Ásta leið sína að Staðarfelli í Dölum þar sem Ingibjörg Jóhannsdóttir hafði nýverið stofnað húsmæðraskóla". Þar nam hún tvo vetur og þá þróað- ist ævarandi vinátta hennar við Ingibjörgu og Björgu Jóhannesdótt- ur, sem æ síðan störfuðu saman að húsmæðrakennslu. Það leiddi til þess að Ásta kenndi með þeim síðar er Ingibjörg hafði flutt skóla sinn að Löngumýri í Skagafirði. Ungir menn komu fljótt auga á þessa tápmiklu stúlku. Við' sjáum hana fyrir okkur: hnellna, laglega og spaugsama, en ekki allra. Hún var skjót til svars og sneri þá auð- veldlega af sér sem hún vildi ekki nær, en hugljúf yinum sínum. Um tvítugsaldur var Ásta um skeið trú- lofuð ungum manni og átti með honum dóttur sem lést tæplega ársgömul. Sorgin sú var þung. En síðar birti. Hörður kom glað- vær til sögunnar og hreppti hnoss- ið. Hann var Ólason, sjarmör og snyrtimenni frá Eskifirði og ein- stakur hagleikssmiður. Þau gengu í hjónaband 1948 er þeim hafði fæðst dóttir og bjuggu lengst af á Álfhólsvegi 67 í Kópavogi í húsi sem nú er horfið, en bar smiðsauga Harðar glöggt vitni: Hann teiknaði það og smíðaði, og hvert húsgagn innanstokks var hans verk.^Heimilið var stolt þeirra beggja; Ástu var alla tíð hvað hugleiknast í fari manna að þeir væru hagleiksmenn eða skemmtilegir, nema hvort tveggja væri, þá fyrirgafst þeim flest annað. Er ekki að undra að Hörður var mikilsmetinn starfs- maður Trésmiðjunnar Víðis sem hönnuður og smiður, þótt ómennt- aður væri á því sviði, meðan hann hélt heilsu. Börnin fæddust hvert af öðru: Stefanía 1948, Óli 1949, Guðrún María 1950, drengur sem lést skömmu eftir fæðingu 1951, og Solveig 1955. Kjörin voru kröpp framan af, en önnur auðæfi lífsins létu sig ekki vanta. Fyrst og fremst voru börnin sem nutu ræktarsemi og aga og voru send snemma í rúm- ið; þau minnast þess nú þegar mamma sat ströng, en umhyggju- söm, kvöld eftir kvöld, vetur eftir vetur, frammi á gangi og las svo heyra mátti í báðum barnaherbergj- unum fagrar bókmenntir. Þá þótti Ástu Thorarensen ekki duga minna en íslendingasögurnar og Charles Dickens, Brasilíufarar Jóhanns Bjarnasonar og Vesalingar Victors Hugo, svo dæmi séu nefnd. Og álíka lífsins gæði voru líka í grenndinni. Þá voru bundin ævarandi tryggða- bönd við Sollu Eiríks og Runa, Óllu og Magnús á Skjólbraut og fleiri nágranna meðal landnema í hinum unga Kópavogshreppi. Og ,,Sigríður frænka", móður- systir Ástu, var einlægt nálæg, ljós- móðirin sem tók á móti elstu börn- unum, var ígildi ömmu og treguð af Ástu líkt og móðir þegar hún féll frá. En sorgin knúði dyra á Álfhóls- ur í þœgllegu umhverfi með góðri þjónustu. Glœsilegt kaffihlaðborð á hóflegu verði. rl'OTBL LIjÍV Rauöarárstíg 18 'S' 62 33 5.0 a auolÝsinaastofan hl. ¦&®®w*&- Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Aralöng reynsla. BÍS.HELGASONHF ISTEINSMIÐ JA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 veginum. Hörður tók ólæknandi nýrnasjúkdóm skömmu eftir að yngsta barnið fæddist og þjáðist af honum þar til að hann Iést 1963, rétt rúmlega fertugur. Ásta stóð uppi ein með fjögur börn á aldrinum 8-15 ára. Þá reyndi á hugprúða konu og hana brast ei kjark. Þar reyndist Kaffivagninn drjúg hjálp- arhella. Kaffivagninn á Grandagarði er þess verður að saga hans verði skráð. Það verður ekki gert hér, en nafn Ástu Thorarensen er órjúfan- lega tengt þessum sérstæða veit- ingastað við Reykjavíkurhöfn. Hann á sína sögu áður og eftir að Ásta átti þar aðild, en hún átti og rak Vagninn í samvinnu og miklu vinfengi við Guðrúnu Ingólfsdóttur í tæpan aldarfjórðung. Starfíð var mikið og erilsamt, Ásta tók jafnan morgunvaktina, vaknaði þá fyrir klukkan fjögur til þess að geta opn- að og þjónað sjómönnum, leigubíl- stjórum og öðrum sem höfðu störf- um að gegna svo snemma dags ell- egar voru að ljúka skemmtan þess undangengna. Annríkinu fylgdi líka mikill félagsskapur og vinátta við fjölda fastra viðskiptavina, sem voru líkt og heimilismenn í Kaffi- vagninum. Margir þurftu ekki ann- að en að bjóða góðan daginn, þá svipti Ásta fram þeim veitingum sem þeir höfðu fengið í gær, í síð- ustu viku og í fyrravetur; það þurfti ekki að panta. Og hún einhenti kaffifanta og kleinudiska, sveiflaði flatkökum með hangikjöti og skutl- aði í menn Camel-pökkunum, enda sagði hún gjarnan síðar að það væri helber vesaldómur að geta ekki afgreitt þrjá kúnna í einu! Mannlífið var skrautlegt í Kaffi- vagninum. Þar komu lordar og lassarónar; þar svolgruðu kaffið sitt glaðbeittir sjóarar í miðjum afla- hrotum, en líka þeir sem áttu um sá'rt að binda, höfðu misst félaga sína á hafi úti eða drukkið sig úr skiprúmi. Hvojt sem var, þá var gott að eiga Ástu og starfssystur hennar í Kaffivagninum að málvin- um; þær samglöddust þeim sem bárust með öldufaldinum og hlúðu að hinum sem holskeflan hafði dun- ið yfir. Meðal gesta voru hrífandi menn. Einn þeirra gerði sér æ tíðförulla í Kaffívagninn og heillaði ekkjuna, sem þá var orðin, með glaðværu fasi og reisn. Þar fór Guðni Sigurðs- son, skipstjóri og útgerðarmaður. Vinátta þeirra þróaðist svo að þau gengu í hjónaband 1967 og héldu saman til Indlands í ársbyrjun 1968 eftir að Guðni réð sig til Sameinuðu þjóðanna til að kenna heimamönn- um arðbærari fiskveiðar. Þá fóru í hönd farsæl ár þar sem Guðni og Ásta unnu að þakklátu þróunar- starfi og nutu jafnframt lífsins. Ástu hafði raunar lengi dreymt um fjarlæg lönd af bóklestri sínum og hafði útþrána í blóðinu. Auk yngri barna þeirra, hvors um sig, dvaldist hjá þeim um tveggja ára skeið lítil rauðhærð snót, Ásta Sigríður, dótturdóttir sem skfrð var eftir ömmu sinni. Þá myndaðist samband sem helst má líkja við það sem mæðgur éinar eiga og varaði æ síðan. Það varð þeim nöfnum mikil ánægjuför er þær ferðuðust saman um fornar slóðir á Indlandi fyrir fáum árum og hittu fyrir gamla vini. __ Árin með Guðna voru Ástu afar dýrmæt, en því miður alltof fá. Eftir Indlandsdvölina bjuggu þau sig til frekari þróunarhjálpar í Jem- en, en þá kom fram sjúkdómur sem dró Guðna til dauða á fáum mánuð- um 1971. Enn missti Ásta ástvin um aldur fram. Og sorgin var djúp. En líflegur erillinn í Kaffivagnin- ÍERFIDRYKKJUR H0TEL esja sími 689509 um kom aftur til hjálpar, varð lífs- viðurværi sem fyrr og dreifði hug- anum. Útþráin lét hins vegar ekki undan síga og fór nú um merg og bein. Sjómannslífið, sem Asta þekkti orðið út og inn án þess að hafa velkst að ráði um öldur hafs- ins, dró nú til sín þessa kappsömu konu. Og enginn fór svangur frá borðum á Berglindi, Suðurlandinu, ísnesinu, Akranesinu og öllum hin- um skipunum þar sem Ásta mat- reiddi næstu árin. Matargerðarlist- ina hlaut hún í vöggugjöf, því bæði móðir hennar og amma voru annál- aðar í þeim fræðum, og mörg kúnst- in bættist við gegnum árin. Far- menn sem sigldu með Ástu máttu því eiga von á rammíslenskri kjöt- súpu og indverskum karrýkrásum og öllu þar á milli. Og undu vel, auk þess sem þeim skipverjum hlotnaðist ævivinátta sem hún reyndi að fágun og reisn í fram- komu. Svo skipaðist að Ásta sigldi næstu árin bókstaflega um öll heimsins höf. Hún sóttist eftir skiprúmum þar sem lengst var stefnt, upplifði draumaparadís sína, eyjarnar í Karabíska hafínu, varð þaulkunnug siglingaleiðum um Vötnin miklu í Norður-Ameríku, norska skerjagarðinn og ósa Amaz- on. Hnattsiglingin mikla með Akra- nesinu kórónaði síðan farmennsk- una. Síðar minntist hún vart þess- ara ferða án þess að geta hjálpar- hellunnar miklu og einlægrar vin- konu, Sigrúnar Svavarsdóttur stýri- manns, sem var henni einatt sam- skipa. Víst er að eftir að heilsan fór að bila hefðu árin á sjónum orðið færri, hefði stuðnings Sigrún- ar ekki notið við. Þúsundir pakka af amerískum Camel og síðar frönskum Gauloises sígarettum sögðu að lokum til sín 1 lungum og hjarta. Sjómennskunni lauk síðla á níunda áratugnum. En þá biðu börn og barnabörn heima á ísa köldu landi, og undir lokin tvö barnabarnabörn. Og gömlu tryggð- arvinirnir. Lífið hélt gildi sínu og hugurinn bar hana hálfa leið, rest- ina fór hún á inngrónu kappi sem virti tæpast nokkra forsjá. Aðeins þremur mánuðum fyrir andlát sitt skrapp Ásta austur fyrir Fjall að heimsækja Sigrúnu Ögmundsdótt- ur, vinkonu sína í Öndverðarnesi. Hún ætlaði að gista nóttina, en kom heim hálfum mánuði síðar eftir að hafa ekið um hálft Suðurlandsund- irlendið á nýja bílnum sínum og átt sæla daga með Sigrúnu. Þá var svo komið að 20 metrarnir úr húsi í bíl voru orðnir hrein þrekraun, en Ásta svaraði, þegar henni var boðið far austur til Sigrúnar: „Meðan ég kemst út í bílmunar mig ekkert um að keyra hringinn í kringum landið." Og hún meinti það. Upp- gjöf var henni óþekkt hugtak.^ Sá er þetta ritar kynntist Ástu Thorarensen fyrir rúmum áratug og naut þess síðan að vera tengda- sonur hennar. Ásta var afar sér- stæður persónuleiki og mátti margt af henni læra. Þess er áður getið að hún var ekki allra, lá ekki á skoðunum sínum um menn og mál- efni, hver sem var viðstaddur elleg- ar átti í hlut. Fyrr á árum var hún einatt orðhvöt á þann veg að þeir hrukku undan sem ekki þoldu bein- skeytta hreinskilni, þó ekki þannig að hún væri endilega orðhvöss. En sætmildar málamiðlanir voru henni síst að skapi, hver og einn skyldi standa fyrir sínu og það virti hún. Sýndarmennskan var stærst synda, einlægnin mest dyggða. Ugglaust höfðu árin mildað við- horfin. Ég minnist hennar fyrst og fremst fyrir þá lífskúnst og öryggi gagnvart örlögunum, sem mótast af reynslu þess sem hefur skynjað gleði og sorg í þeim mæli, að gefur lífinu dýpt, og fyrir þá menningar- legu reisn sem einkennir þann sem viðar ósleitilega að sér þekkingu og fylgist með straumum tímans. Við eldhúsborðið var henni jafn eig- inlegt og sjálfsagt að fjalla um nýstirni á stjórnmálahimninum, góðbændur og skúrka í Árnessýslu á liðinni öld og faraóana, hina fornu konunga Egyptalands, rétt eins og þeir hefðu verið í viðtali í kvöldfrétt- unum. Og svo lét hún sér annt um að fylgjast með að þegar hún var borin fársjúk út í sjúkrabíl fyrir skömmu tók hún loforð af viðstödd- um að taka upp á myndband fyrir sig vikulegan bandarískan frétta- þátt sem hún hafði dálæti á og ætlaði einmitt að sjá þann daginn. Þess er einnig vert að geta að Ásta kunni ætíð vel að njóta þess ljúfa lífs sem felst í góðum mat og höfgum vínum. Í því efni var hún fyrirmyndin sem kenndi að hófsem- in er aðal hins sanna nautnaseggs: missi hann stjórn á nautninni, er hún fyrir bí. Mildi og umhyggja Ástu fór vax- andi með árunum. Þess nutu börn hennar og fjölskyldur þeirra. Ég er þess fullviss að Ástu hefði ekki mislíkað að ég nefni hér til sögunn- ar aldraðan heimiliskött sem var henni samtíða síðustu mánuðina. Sá vissi vel hvert átti að leita eftir umhyggju og hlýju. Þeir sem gáfu kisu matinn og töldu sig hafa ann- ast hana af natni frá upphafi urðu nánast afbrýðisamir er í ljós kom að Ásta vann hana á sitt band á augabragði; kisa varð ráðvillt og vissi ekki hvar hún átti að sofa þegar Ásta fór af bæ. Það segir sína sögu hvert málleysingjarnir leita. Vinkonu Ástuvarð að orði við fráfall hennar: „0, hvað ég á eftir að sakna hennar." Það gerum við öll sem þekktum hana. En hennar tími var kominn. Blessuð sé minning Ástu Thorar- ensen. Ásgeir Sigurgestsson. Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers dóttir árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. (Steph. G. Stephanss.) Maður skilur með aldrinum það sem stundum er sagt að þegar ein- hver manni nákominn og kær deyr þá sé eins og deyi um leið partur af manni sjálfum. Þannig var mér að minnsta kosti farið að morgni miðvikudagsins 10. nóvember sl. þegar ég spurði andlát frænku minnar og vinkonu Ástu Thoraren- sen. Frá því að ég man fyrst eftir mér og auðvitað löngu fyrr var Ásta svo stór hluti af allri tilveru fjölskyldu minnar, ekki síst vegna mikilla og náinna tengsla hennar við ömmu mína Sigríði Sigfúsdótt- ur. Þannig upplifði ég hana sem einn af þessum hornsteinum æsk- unnar sem manni á þeim aldri fannst ódauðlegir. Það er erfitt að skrifa um Ástu, þessa lágvöxnu konu sem í eðli sínu var þó stærri en flestir þeir sem ég hef fyrirhitt um dag- ana. Eitt er ég þó sannfærður um að hvar sem hún er nú stödd, þá mundi hún aldrei fyrirgefa mér að minnast sín í væminni mærðarrollu. Svo mikið átti hún víst inni hjá mér að ég reyni að bregðast henni ekki í þeim efnum. Stefanía Ásta Thorarensen, eins og hún hét fullu nafni, var fædd að Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum hinn 14. janúar 1924, dóttir hjón- anna Boga Grímssonar Thorarensén bónda þar og konu hans Steinunnar Sigfúsdóttur Thorarenspn frá Hró- arsholti í Flóa. Var Ásta, ásamt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.