Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 35
* MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 35 Grími tvíburabróður sínum, næstelst sjö systkina, sem öll komust til manns. Ásta ólst upp á heimili for- eldra sinna í Kirkjubæ, en fluttist ung til Reykjavíkur, þar sem segja má að hún hafí haft fast aðsetur síðan. Á þessum árum eignaðist Asta dóttur, Jónínu Guðrúnu, en hún lést barn að aldri. Fyrri manni sínum, Herði Ólafssyni, giftist Ásta síðan árið 1948 og með honum eign- aðist hún börnin sín fjögur, sem komust á legg og öll lifa móður sína, en eitt barn misstu þau hjónin skömmu eftir fæðingu. Börn þeirra Ástu og Harðar eru Stefanía, fædd 1948, gift Ásgeiri Sigurgestssyni, Óli, fæddur 1949, kvæntur Ingunni Helgadóttur, Guðrún María, fædd 1950, gift Bjarne I. Jensen, og Sól- veig, fædd 1955, en hennar maður er Heimir Guðmundsson. Barna- börnin eru nú orðin 12 og langömmubörnin tvö. Hörð missti Ásta árið 1963 eftir erfið veikindi. Árið 1967 gekk hún að eiga seinni mann sinn Guðna Sigurðsson, en hann missti hún einnig úr veikind- um, eftir fárra ára hjúskap. Það má með sanni segja að Ásta lagði gjörva hönd á margt um dag- ana og skal hér fátt eitt nefnt. Á sínum yngri árum fór hún í vist hér í Reykjavík eins og tíðkaðist í þá daga. Hún nam tvo vetur við hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Dölum og kenndi einn vetur við skólann á Löngumýri. Eftir að hún var gift og börnin tekin að fæðast lét hún sig svo ekki muna um að bregða sér á síld til þess að draga þjörg í bú. Seinna, eða upp úr 1960, gerð- ist hún annar eignaraðili Kaffi- vagnsins á „Grandanum". Þaðan muna eflaust margir eftir henni en þar stóð hún við skenkinn, reyndar með hléum, í yfir tuttugu ár. Með Guðna seinni manni sínum dvaldist hún langdvölum á Indlandi við störf á vegum Sameinuðu þjóðana. Eftir að hún var orðin ekkja í annað sinn og komin yfir fimmtugt, á þann aldur sem sumir aðrir byrja að hægja á sér, lét hún sig ekki muna um að leggjast í siglingar um heims- höfin sjö og starfaði þá sem kokkur á millilandaskipum. Lét hún ekki af þeim starfa fyrr en seint á síð- asta áratug. Þess á milli brá hún sér í ferðalög til hinna ýmsu heims- horna og dvaldist m.a. langdvölum á Spáni. Síðustu árin bjó Ásta hins vegar við vaxandi heilsuleysi. Spít- alavistirnar urðu lengri og örari og þrótturinn hvarf smám saman. Naut hún æ meira barna sinna og afkom- enda. Andlát hennar kom því þeim sem til þekktu ekki á óvart. Örstutt æviágrip eins og þetta segir minnst um það viðburðaríka líf sem hún frænka mín lifði. Líf sem á köflum reyndist bæði miskunnar- laust og óvægið en á öðrum tíma gefandi og fullt af hamingju. Það ergir mig að henni genginni, að hún skyldi ekki láta okkur eftir á blaði, færa í letur, þó að ekki væri nema brot af því viðburðaríka lífi sem hún lifði. Eg færði það raunar í tal við hana, en hún tók því fjarri og taldi frænda sinn líklega hálfgalinn að vera að minnast á slíkt. Líklega hefur hin meðfædda hógværð henn- ar komið í veg fyrir að hún tæki slíkt nokkurn tímann í mál. Það er þó nánast broslegt að á sama árs- tíma og Ásta kveður er að byrja að hellast yfir landsmenn árlegur skammtur viðtals- og endurminn- ingabóka fólks, sem fæst hefur nokkru öðru að miðla samferða- mönnunum en upphöfnum frásögn- um_ af rósatínslu úr eigin garði. Á tímamótum eins og þessum þyrlast upp persónulegar minningar og ótal stundir liðinna daga vitja manns. Morgunn í eldhúsinu á Skeggjagötu þar sem Ásta situr berfætt, með kaffi í glasi, reykir sínar Gauloises og heimilisfólkið sest að henni, því að skemmtilegri gestur birtist þar ekki. Indlandsárin þegar hún breyttist í hálfgerða æv- intýrakonu, ættaða úr Þúsund og einni nótt, sem þrátt fyrir annríki gaf sér tíma til að senda smávöxnum aðdáendum sínum norður í Dumbs- hafi kveðjur í póstkorti. Sumarið fyrir meira en fimmtán árum þegar drengstauli, nýorðinn sextán ára, lagði það á sig á svo til hverjum morgni, að vakna hálftíma fyrr en þurfti til að hjóla vestur í Kaffi- vagn, þar sem frænka hans hafði alltaf tíma til að gauka að honum brauði og kakóbolla þrátt fyrir að á sama tíma þyrfti hún ein að upp- varta og rífa svolítinn kjaft við heilu áhafnirnar, sem heimtuðu sitt morg- unkaffi og engar refjar. Eða þá sá vals sem hún steig í eldhúsinu um borð í Berglindi, sveiflandi pottum, svp stórum að manni fannst hún hljóta að komast ofaní þá sjálf. Að leiðarlokum: Síðdegisblund á Rey- kjalundi í skammdeginu fyrir tæpu ári þar sem við töluðum út í eitt, um allt milli himins og jarðar, ást- ina, eilífðarmálin og þennan eina sanna tón, vitandi það bæði að tíma- glas hennar var að renna út. Það voru þeir dagar! Og svo hef- ur hún allt í einu kvatt og er farin þessi makalausa kona sem hafði á sér fleiri hliðar en raunar var hægt að átta sig á. Harðjaxlinn sem lét engan vaða yfir sig hvort sem voru uppivöðslusamir fylliraftar vestur í Kaffivagni eða aðrir sem töldu sig eiga „svolítið" meira undir sér, en á hinn bóginn frænkan sem átti til svo óendanlega mikið af hlýju og elskusemi. Heimsborgarinn sem komið hafði til fleiri og fjarlægari staða en okkur flestum auðnast á ævinni allri, en um leið alþýðukonan sem talaði það mál sem fólk í þessu landi hefur talað í þúsund ár. Lista- kokkurinn sem leiddi mig, og ábyggilega fleiri, í sannleikann um lystisemdir austurlenskrar kokka- mennsku en dásamaði í hinu orðinu slátur, síld og súran hval. Heims- hornaflakkarinn sem gat bölvað þessu guðsvolaða landi líkt og Jón Hreggviðsson forðum en var þó svo gegnheill Islendingur. Eftir sitjum við í sárum, auðvitað fyrst og fremst afkomendur hennar, en líka við hin sem nutum þeirra forréttinda að eiga vináttu hennar. Sú sorg og eftirsjá er þó, ef betur er að gáð, eigingjörn, því að hvernig var hægt að hugsa sér til langframa líf ann- ars eins vinnuþjarks, „kjarnorku- konu" eins og við sögðum stundum á Skeggjagötu, í heilsuleysi með hendur í skauti. Seinna mun líka sá sársauki sem í dag yfirgnæfir annað víkja fyrir hlýjunni yfír öllum þeim góðu og skemmtilegu endur- minningum sem hún skildi eftir. Að leiðarlokum votta ég börnum, tengdabörnum og öðrum niðjum Ástu Thorarensen samúð mína og fjölskyldunnar allrar af Skeggja- götu. Frænku minni óska ég góðrar ferðar til lands hins eilífa ljóss, „sunnan við sól og austan við mána", þeirrar tilveru sem hún sjálf var svo sannfærð um að biðisín að lokinni vist þessa heims. Ég efa ekki að hún hefur átt góða heim- komu. Karl Axelsson. Góð vinkona er gengin. Götuna sem bíður okkar allra. Asta Thorar- ensen fæddist á Kirkjubæ á Rang- árvöllum 14. janúar 1924. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn og Bogi Thorarensen, bóndi á Kirkjubæ. Leiðir okkar Ástu lágu fyrst sam- an þegar við hófum nám í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli haust- ið 1941. Þar var stofnað til vináttu- banda sem ekki hafa rofnað síðan. Ásta Thorarensen var stórbrotinn persónuleiki, sem hafði sínar skoð- anir á mönnum og málefnum og lét engan breyta þeim. Lífsskoðanir okkar fóru reyndar sjaldan saman. En það truflaði aldrei vináttutengsl okkar, þótt við reyndum að ala hvor aðra upp fram á sjötugsaldurinn! Slíkt var trygglyndi hennar. Hún Ásta var hámenntuð kona, þótt ekki nyti hún langrar skóla- göngu. Hún átti stórt og vandað bókasafn, sem hún hafði lesið spjaldanna á milli. En það fullnægði hvergi nærri lestrarþörf hennar því að hún var hinn mesti lestrarhestur og minni hafði hún svo gott að með ólíkindum var. Mannkynssaga og landafræði var henni einkar hug- leikin, og frásagnargáfu hafði hún svo góða, að hún gat hrifið okkar heimaalningana með sér um heim- inn þveran og endilangan. Einnig var hún mikill unnandi góðrar tón- listar og var sannkallaður fagurkeri á því siði. En líf Ástu Thorarensen var ekki alltaf dans á rósum. Hún var tví- gift. Fyrri maður hennar var Hörður Olason smiður. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru Stefanía, Óli, Guðrún María og Sólveig. Hörður lést eftir langvarandi heilsuleysi árið 1963. Stóð Ásta þfi ein uppi með börnin á aldrinum 7-15 ára. Fyrir hjóna- band eignaðist Ásta dóttur, sem hún missti kornunga. Árið 1959 hóf Ásta störf í Kaffi- vagninum á Grandagarði hjá Guð- rúnu Ingólfsdóttur sem þá var starf- ræktur við hin frumstæðustu skil- yrði. Nokkru síðar gekk hún inn í reksturinn. Fyrsti Kaffivagninn var yfirbygging af gömlum bíl. Þar rúm- aðist aðeins afgreiðsluborðið og einn bekkur eftir endilöngum skúrnum. Þessi þjónusta varð fljótt vinsæl meðal sjómanna, leigubílstjóra og árrisulla verkamanna, því hún Ásta vílaði ekki fyrir sér að fara á fætur um miðjar nætur til þess að eiga kaffi og meðlæti í morgunsárið. Eitt lítið dæmi (af mörgum) verð ég að nefna um kjark og áræði Ástu. Nótt eina, þegar hún kom til vinnu sinnar, sá hún að brotist hafði verið inn í Kaffivagninn. Þá lét hún sig ekki muna um það að sofa næstu nætur á eina bekknum sem fyrir- tækið átti — til þess að geta tekið mannlega á móti, ef á þyrfti að halda. Seinna færðu þær stöllur svo út kvíarnar og byggðu Kaffivagninn í þeirri mynd sem hann er nú. Ásta naut vinsælda og hjálpsemi samferðamanna, hvar sem hún fór. Á þessum árum stóð heimili hennar í næsta nágrenni við Kaffivagninn. Þá var það einn fastagesturinn, sem tók að sér að vekja börnin hennar í vinnu eða skóla, en Ásta varð snemma að kenna börnum sínum að bjarga sér og bera ábyrgð á eig- in lífi. í æðum ólgaði sjómannsblóð, þrátt fyrir það að hún var fædd og uppalin langt inni í landi eins og áður er sagt. I Kaffivagninum kynntist hún seinni manni sínum, Guðna Sigurðs- syni skipstjóra. Með honum fór hún í fyrstu utanlandsferðina árið 1967 og þá alla leið til Indlands. Þar bjuggu þau í þrjú ár, en Guðni vann fyrir Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna við að kenna Indverjum fiskveiðar. Eftir að Indlandsdvölinni lauk, veiktist Guðni og dó eftir skamma sjúkdómslegu. Og aftur var Ásta orðin ekkja. Eftir lát Guðna fór hún aftur á sinn gamla vinnu- stað, Kaffivagninn. En útþráin yfirgaf hana ekki. Árið 1976 þegar Ásta var komin á sextugsaldurinn kom svo tækifærið, þegar henni bauðst starf sem kokk- ur á skipinu Berglindi, sem sigldi til Suðurhafseyja. Þar vann hún í þrjú ár. Asta heillaðist af vingjarn- legu viðmóti þessara suðrænu þjóða og eignaðist 'þar góða vini. Eftir þetta réðst hún til starfa hjá Nes- skipum og sigldi þá meðal annars eina ferð kringum hnöttinn. Húsmæðranámið varð henni notadrjúgt þar sem matreiðsla varð aðalstarf hennar ýmist á sjó eða landi. Nefna má sem dæmi um það hvert álit Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri hafði á nemanda sínum Ástu Thorarensen, að eftir tveggja vetra nám í matreiðslu á Staðar- felli, réð hún hana sem matreiðslu- kennara að nýlega stofnuðum skóla sínum á Löngumýri í Skagafirði. Með þeim tókst náin vinátta sem Ingibjörg þakkar nú af heilum hug. Ásta átti heimili á Laugarnesvegi 118 þar sem hún naut nálægðarinn- ar við hafið mörg síðustu árin. Löngu og ströngu veikindastríði er lokið. Við samgleðjumst henni að hafa nú fengið lausn frá fjötrum sjúkdómsins. Ástvinum hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur og trúum við að hún haldi áfram að vaka yfir velferð þeirra. Við vinkonur hennar þökkum tryggð hennar í meira en 50 ár og biðjum henni blessunar á nýrri lífs- braut hennar. Guðrún Bergþórsdóttir og Aðalheiður Stefánsdóttir. Fleiri minningagreinar um Astu Thorarensen bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Guðmundur Markús- son trúboði - Minning Fæddur 17. júlí 1907 Dáinn 15. nóvember 1993 Að löngu dagsverki loknu er Guðmundur Markússon genginn inn til fagnaðar herra síns. Guð- mundur var einn fárra, ef ekki sá eini, sem skráður var í síma- skránni með starfsheitið trúboði. Hann stóð fyllilega undir þeim titli og var um árabil erindreki Drott- ins vítt um land. Guðmundur fæddist í Hákoti í Þykkvabæ, gömlum burstabæ með hlóðaeldhúsi. Foreldrar hans, Markús Sveinsson og Katrín Guð- mundsdóttir, fluttu 1923 með fjöl- skyldu sína í Dísukot í Þykkvabæ og kenndi Guðmundur sig gjarnan við þann bæ. Fjölskyldan var stór, þeim Markúsi og Katrínu fæddust 15 börn og komust 13 til fullorð- insára. Tveimur árum eftir að fjöl- skyldan futti í Dísukot hleypti Guðmundur heimdraganum og fór til Vestmannaeyja. Þar lærði hann vélfræði og var lengi sjómaður í Eyjum og víðar, oftast vélstjóri eða háseti. Árið 1956 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Auði Kristinsdóttur, og eignuðust þau Benjamín trésmið sem býr í Keflavík. Fyrir átti Guðmundur soninn Gunnar, sem er verslunar- maður á Selfossi. Ungur peyi suður í Vestmanna- eyjum kynntist ég Guðmundi fyrst er hann flutti þangað með Áuði sinni og syninum Benjamín, sem þá var í bernsku. Þau bjuggu í Betel, kirkju hvítasunnusafnaðar- ins, og þar sté Guðmundur oft í stólinn. Á unglingasamkomum söng hann við raust og spilaði undir á strengjahljóðfæri, sem kallað var sítar. Guðmundur var söngvinn og hafði yndi^ af tónlist eins og hann á kyn til. í minning- unni er eins og stundum hafi teygst úr ræðunum, enda var manninum ljúft að ljúka upp ritn- ingunum. Þótt mörg ár séu liðin man ég enn hve mjög Guðmundur innrætti okkur guðsótta og grand-: varleik. Fáum hef ég kynnst sem svo bókstaflega lifðu í anda fagnaðar- boðskapar Jesú Krists sem Guð- mundur. Það var líkt og hann hefði tekið ákvörðun um að hlýða ná- kvæmlega boði Páls postula: „Ver- ið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir." (Fil. 4.4.) Guðmundur var sannarlega glað- lyndur og sífellt með uppörvunar- orð á vörum. Við sátum saman í stjórn Fíladelfíusafnaðarins um átta ára skeið. Guðmundur var aldursforseti í hópnum og ég í hópi þeirra yngstu. Ég held að ekki sé á neinn hallað þótt ég full- yrði að oft og tíðum hafi Guð- mundur verið yngstur í anda í GMRÍSMÁGÓÐUVIÐI X -i J ^aiit .-?!> i&clnX icö** ÍS l§W jE. Tl Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími67 4844 ERFIDRYKKJUR ^^Verðfrákr.850- P E R L A N sími 620200 þessum hópi. Þegar stór áform voru til umræðu færðist hann allur í aukana, það komu kippir í axlirn- ar og brosið breikkaði eftir því sem ráðagerðirnar voru stórkostlegri. Hann þráði veg starfsins sem mestan og var ævinlega hvetjandi en ekki úrtölumaður. Meðan kraft- ar entust var Guðmundur skóaður fúsleika til að boða fagnaðarboð- skap friðarins. Hann lagði hönd á plóginn án þess að líta um öxl. Það er dýrmætt að fá að kynn- ast mönnum sem eru jafn ein- dregnir og falslausir í sinni trú og Guðmundur var. Blessuð sé minn- ing hans. Guðni Einarsson. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- lilaðborð fallegir salirogmjög góð þjónusta. Upplýsiiigar ísíma22322 FLUGLEIDIR L8FTLEIBIR Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öli tílefni. Gjafavörur. i ¦•-¦¦•¦• v.n - •¦¦••:"-: „-•¦;----; 'CPQffiDÖ s/0 HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.