Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1993 t Elskulegur faðir okkar og sonur, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Hamarsbraut 10, Hafnarflrði, er látinn. JónTrausti, Jökull, Ásgeir, Halldóra Sigurðardóttir, Jón E. Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, og langafi, GUÐMUNDUR STEINSSON, Vegamótum, Seltjarnarnesi, lést í Vífilsstaðaspítala aðfaranótt 20. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Jónathans og aðrir vandamenn. t Móðir okkar, RÓSA PETRA JENSDÓTTIR, Bárugötu 37, Reykjavík, lést í Landspítalanum 21. nóvember. Ingibjörg S. Karlsdóttir, Sigurbjörg K. Karlsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir. t Systir okkar, HALLDÓRA VALGERÐUR BRIEM EK arkftekt, Björngárdsgatan 9A, Stokkhólmi, lést í sjúkrahúsi í Stokkhólmi sunnudaginn 21. nóvember sl. Kirstín Valgerður Briem, Valgerður Briem, Guðrún Lára Briem Hilt. t faðir okkar. Sambýlismaður minn, tengdafaðir og afi, PÉTURÓMAR ÞORSTEINSSON Ijósmyndari, lóst í Borgarspítalanum 20. nóvember. Dóra Jónsdóttir, Sigriður Pétursdóttir, Berglind Rós Pétursdóttir, Eyjólfur Björgmundsson, Margrét Lára Pétursdóttir, Ágúst Ómar Agústsson, Þorsteinn Pétursson, Sveinf ríður Ólafsdóttir og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, GUÐRÚN SVAVA GUÐMUNDSDÓTTIR, Úthlíð 4, Reykavík, lést á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 13. nóvem- ber sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Félag aðstandenda alzheimersjúklinga, FAAS. Fyrir hönd barna okkar og annarra aðstandenda, Konráð Gíslason. t Maðurinn minn, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Stóra-Lambhaga, sem andaðist 14. nóvember, verður jarðsunginn frá Leirárkirkju fimmtudag- inn 25. nóvember kl. 14.00. Rútuferð verður frá Hópferðamiðstöð- inni, Bíldshöfða 2, kl. 12.00 og frá Skaganesti, Akranesi, kl. 13.15. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á að láta Sjúkrahús Akraness njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Steindór Guðmunds- son — Minning Fæddur 29. september 1921 Dáinn 10. nóvember 1993 Miðvikudaginn 10. nóvember sl. lést vinur minn og svili Steindór Guðmundsson flokksstjóri, 72 ára að aldri. Steindór fæddist í Smá- dalakoti í Sandvíkurhreppi. Foreldr- ar hans voru hjónin Steinunn Dag- björt Þorsteinsdóttir og Guðmundur Ingjaldsson, þau voru úr Grímsnes- inu. Þrettán vikna gömlum var Steindóri komið fyrir að Búrfelli í Grímsneshreppi, en þar bjuggu Brynjólfur Melsted ásamt móður sinni Þórunni Guðmundsdóttur og systrum sínum, þeim Sigrúnu og Soffíu, en þau voru frá Framnesi á Skeiðum. Upp frá því fylgdi Steindór Þór- unni til 17 ára aldurs. Árið 1923 fóru þau frá Búrfelli á Skeiðum. Árið 1932 fluttust þau svo að Stóra Hofi í Gnúpverjahreppi, en Brynjólf- ur Melsted hafði hafið þar búskap ásamt konu sinni Guðnýju Önnu Gunnarsdóttur, en hún var frá Kjal- arnesi. Næstu 27 árin bjó Steindór í Gnúpverjahreppi, lengst af á Stóra Hofi, utan þrjú ár í Haga og eins dvaldist hann á annað ár á bænda- skólanum á Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan árið 1944 sem búfræðingur. Steindór hóf búskap að Stóra Hofi árið 1952 og starfaði við það til ársins 1959, er hann fluttist til Stokkseyrar, en þar hélt hann áfram búskap að Keldnaholti í Stokkseyrarhreppi til ársins 1960, er hann réð sig til starfa við vinnu- hælið á Litla Hra'uni. Steindór starf- aði þar svo sleitulaust til ársins 1984, eftir það starfaði hann við Síðumúlafangelsið, þar til hann ' hætti störfum aldurs vegna 1. októ- ber 1991. Steindór var farsæll í sínum störfum, var einkar laginn í sam- skiptum við aðra og hafði lag á því að ljúka málum með lagni og með sínu dagsfarsprúða fasti átti hann auðvelt með að ávinna sér vinskap fólks og virðingu. Ég held að ég geti fullyrt að hann eignaðist aldrei óvin í sínu starfi né utan þess, sem sýnir best þá mannkosti sem Stein- dór bjó yfir. Steindór var einnig virtur af sínum sveitungíim. Hann var manna fróðastur varðandi ör- nefni og var oft kallaður til af ör- nefnastofnun þegar upplýsinga var þörf. Hann fór á fjall á hverju hausti í yfir 30 ár, enda bjó hann yfir mikilli þekkingu um landið okkar. Steindór unni tónlist, hafði sjálf- ur góða rödd og söng með ýmsum kórum. Má þar nefna kirkjukórinn á Stokkseyri, Samkór Selfoss, kirkjukór Fella- og Hólakirkju í Breiðholti og síðustu árin söng hann í kór eldri borgara. Steindór var einkar ritfær maður, skrifaði t.d. reglulega dagbók frá barnæsku og mun vera til eftir hann ýmis fróð- leikur um fjölmörg mál. Hann var hagmæltur, einnig var hann áhuga- samur um ættfræði. Steindór vann að ýmsum félags- málum og má í því sambandi nefna, að hann sat í hreppsnefnd Stokks- eyrár fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áraraðir. Eftirlifandi eiginkona Steindórs Guðmundssonar er Ágústa Anna Valdimarsdóttir. Þegar hún var 23 ára gömul steig hún mikið gæfu- spor í sínu lífi, þegar hún lagði leið sína astur í hrepp, ný fráskilin með þrjá unga drengi sína, þá Þórð Grét- ar fjögurra ára, Hinrik Inga á þriðja ári og Sigurð Þórarin á öðru ári og kynntist Steindóri. Hann reyndist þeim drengjum sem ástríkur faðir. Það sýndi sig best þá í raun að í líkama Steindórs sló gullhjarta. Þau Ágústa og Steindór gengu í hjóna- band 23. október 1955. Þau bjuggu síðan á Stokkseyri frá árinu 1960 til 1982, eða í 22 ár, þar til þau fluttust til Reykjavíkur. Þeim Ágústu og Steindóri varð þriggja barna auðið. Þau eru Þórir söðlasmiður og fyrrverandi fanga- vörður, Anna Brynhildur af- greiðslustjóri hjá Námsgagnastofn- un og Steingerður húsmóðir, eigin- maður hennar er Þorvarður Ellert Björnsson kaupmaður. Eiginkona Þórðar Grétars er Vigdís Hjartar- dóttir starfsstúlka á barnaheimili, eiginkona Hinriks Inga er Oddný Steingrímsdóttir dagmóðir og eigin- kona Sigurðar Þórarins er Hafdís Jónsdóttir húsmóðir.. Barnabörn þeirra Ágústu og Steindórs eru nú 19 talsins og auk þess eiga þau þrjú barnabarnabörn. Þrír bræður Steindórs sjá nú eftir bróður sínum yfir móðuna miklu. Þeir eru Berg- vin, Engilbert og Guðbjartur Guð- mundssynir, Ragnheiður systir þeirra sem var þeirra elst er látin. Nú að leiðarlokum þakka ég Steindóri hans vinskap og tryggð sem hann ávallt sýndi mér og minni fjölskyldu. Endurminning okkar um góðan dreng mun lifa. Eg og mín fjölskylda sendum Ágústu, börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur, einnig öðrum ættingjum og venslafólki. Blessuð sé minning Steindórs Guðmundssonar. Gunnar Snorrason. Elsku afi, það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur hjá okk- ur. Við áttum með ykkur ömmu margar góðar stundir, nú síðast í Hörgshlíðinni. Þangað var alltaf gott að koma, því að ykkur skorti aldrei tíma fyrir okkur. Þú munt ætíð eiga sérstakan stað í hjarta okkar og vera fyrirmynd í heiðar- leika og þolinmæði. Við erum full- viss um að nú þegar þú ert hjá guði fylgist þú með okkur og veitir okkur stuðning. Með söknuði kveðjum við þig, elsku afi, og biðjum guð að styrkja ömmu í sorg sinni. Sandra, Atli Már og Brynjar Smári. Minning Bjarni Jónsson „Af hverju segir þú alltaf hann Bjarni minn, mamma?" spurði barn- ið. Ég varð hvumsa og fór að velta því fyrir mér. Jú, frá því að við flutt- um í götuna og mættum þessu vin- gjarnlega viðmóti hans Bjarna, þá varð hann bara einfaldlega hann Bjarni okka*r. Það hafa vafalaust verið blendn- ar tilfinningar frumbyggjanna hér við Faxaskjól þegar við „unga fólk- ið" festum kaup á og fluttum inn í húsið okkar við sömu götu. Við gerðum okkur ekki gréin fyrir því strax, en svo rann upp fyrir okkur að þetta hús var eitt það fyrsta í götunni sem skipti um eigendur síð- an hér var byggt um og upp úr stríðslokum. Þetta hlaut að boða það sem koma skyldi, kynslóða- skipti í húsunum. Þess vegna vorum við spennt og kvíðum því hvernig okkur yrði tekið. Sá kvíði reyndist algjörlega ástæðulaus. Betri mót- tökur hefði enginn geta hugsað sér og fór þar fremstur í flokki Bjarni Guðrún Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNMUNDUR EIRÍKSSON, Asparfelll 12, lést í Borgarspítalanum 13. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorbjörg Þorsteinsdóttir, börn, tengdaböm, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðursystir okkar og vinkona mfn, SVAFA GUÐMUNDSDÓTTIR, Ölduslóð 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Svanhvít Reynisdóttir, Guðrún Reynisdóttir, Guðrún Högnadóttir. Jónssori. Síðan þá hefur margt þess- ara mætu nágranna okkur kvatt þessa jarðvist. Gatan verður aldrei sðm. Bjarni gerði sér sérstakt far um að fara reglulega í gönguferðir um næsta nágrenni, að „spóka sig" og fór gjarnan margar ferðir á dag. Hann var virðulegur í fasi og fylgd- ist grannt með því sem fram fór. Þannig gafst oft tækifæri til að stoppa hann og spjalla. Enginn var jafn hvetjandi og áhugasamur og hann þegar við hjónin unnum að viðgerð og breytingu á húsinu. Allt- af var hann léttur og kátur í lund eins og unglamb. Það voru hinar mestu ánægjustundir. Ekki spillti fyrir vináttunni að uppgötva í einu skrafinu skyldleika með okkur og þótti okkur einsýnt að það hlyti að vera ástæða þess hve vel við kynn- um hvort við annað og svo var hleg- ið mikið. Þessara stunda eigum við eftir að sakna ákaflega. Eftir fímm vikna fjarveru í sum- arfríi í sumar er leið var hann fljót- ur að koma og tjá okkur hve glaður hann væri yfir því að við værum komin heim og hversu hann hafði saknað okkar og við vissum að hann meinti það. Þannig var hann bara svo eðlislega hlýr og vingjarn- legur. Skyldi nokkurn undra að hann væri hann Bjarni okkar. Nú er hann farinn og við trúum því að hann_hafí verið ferðbúinn. Allt benti til þess. Er hann lést, var hann albúinn í eina gönguferðina með staf í hendi, en þeirri ferð var heitið lengra en í nánasta um- hverfi. Og einhvers staðar hinum megin hafa verið ljúfir endurfundir, svo mikið er víst. Og þar kjósum við að sjá hann fyrir okkur teinrétt- an með stafínn að „spóka sig". Margét, Ólafur og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.