Morgunblaðið - 23.11.1993, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.11.1993, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 37 Minning Helga Helgadóttir Fædd 1. júní 1906 Dáin 29. október 1993 Þá er hún fallin frá móðursystir mín, Helga í Gróðrarstöðinni, þar sem ég man eftir henni best. Hún hélt sinni reisn, hressileika og hrein- skilni til hinsta dags. Tvö síðustu árin voru henni erfið og þurfti að taka af henni annan fótinn, en því tók hún með æðruleysi. Helga var fædd á ísafirði 1. júní 1906 og var á 88. aldursári er hún lést. Hún var sjötta í hópi átta systkina en þau voru Guðný, Guð- rún, Sólveig, Margrét, Þorlákur, Nanna og Sveinn og enn eru á lífi Guðný og Margrét í hárri elli. Helga ólst upp á ísafirði en foreldrar henn- ar voru Helgi Sveinsson bankastjóri og Kristjana Jónsdóttir frá Gaut- löndum. Helgi var mikill félags- málamaður og starfaði að bindindis- málum af kappi. í þeim anda ólst Helga upp og mótaðist. Móður sína missti hún tæplega þriggja ára gömul og mundi hana ekki. Helgi fluttist til Reykjavíkur, en systir hans Margrét var í heim- sókn frá Kanada þegar móðir Helgu lést 5. desember 1908 frá átta ung- um börnum, því yngsta nýfæddu. Margrét tók að sér umönnun barn- anna á örlagaríkum tímum. Þau bjuggu í Garðastræti 13 eða Garðó eins og við kölluðum það. Þar var mikið menningarheimili. Fjölskylduböndin voru sterk og þar hittust systkinin oft þegar þau höfðu stofnað sína eigin fjölskyldu. Þaðan eigum við barnabörnin okkar góðu minningar af fjölskylduboðum og heimsóknum og þar var maður alltaf velkominn. Helga hóf nám í Kvennaskólan- um í Reykjavík 1921. Síðan fór hún til Kaupmannahafnar og lærði þar fatasaum, sem ekki var algengt hjá ungum stúlkum á þeim tíma. Hún stofnaði saumastofu í Reykjavík og rak hana þangað til hún giftist árið 1937. Helga giftist Eiríki Einarssyni, en hann var sonur Einars Helgason- ar stofnanda Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík og Kristínar Guðmunds- dóttur. Eiríkur var mætur arkitekt og hannaði margar þekktar bygg- ingar og rak arkitektastofu. Hann átti fágætt safn guðsorðabóka, m.a. Guðsbrandsbiblíu. Hann lést á góð- um aldri árið 1969. Helga kom eins og sólargeisli inn í fjölskylduna stuttu eftir lát Einars og fyllti heim- ilið lífi og fjöri á ný. Starfssvið Helgu og heimiii var í Gróðrarstöðinni og var með ólík- indum hvað hún komst yfir á því mannmarga heimili. Oft lágu leiðir milli heimilis móður minnar á Berg- staðastræti 69 og Gróðrarstöðvar- innar. Minningarnar þaðan eru ljúf- ar, sérlega um jólin og á vorin. Til dæmis man ég ekki eftir lifandi kertaljósum á jólatré nema þar. Einu sinni lá þó við slysi þegar kviknaði í trénu. Gaman var að leika sér í stóra garðinum og klifra í stóra trénu við húsið og fylgjast með gróðrarstörfum. Helga var frábær húsmóðir og matmóðir, sem er manni mannisstætt. Hver man ekki skæra hláturinn hennar Helgu og hver hlustaði ekki eftir því sem hún sagði, hvort sem það var frásögn af einhverjum atburðum eða er hún fór með ljóð. Hún kunni ógrynni af ljóðum og hafði miklar mætur á skáldunum okkar, t.d. Páli Ólafs- syni, Davíð og mörgum fleirum. Helga var mjög hreinskilin og sagði sínar skoðanir hreint út ef því var að skipta. Oft hlógu þær Heiða kona mín og hún að því þegar þær lokuðust inni á Grenjaðarstaðar- bænum, er hún var í heimsókn hjá okkur á Húsavík. Seinustu sam- fundir okkar Heiðu og Helgu voru í september í haust. Helga og Eiríkur eignuðust fjög- ur börn, Kristínu, f. 6. jan. 1938, Margréti Helpi, f. 16. maí 1942, Einar, f. 9. júní 1944, og Helga, f. 13. okt. 1951, sem er jafnframt yngstur af barnabörnum Helga Sveinssonar. Þau eru öll gift og hafa komist vel áfram. Barnabörnin eru 13 en langömmubörnin sjö og voru þau Helgu mikil stoð á efri árunum, en Helga var þeim fróð- leiksbrunnur. Helga seldi Gróðrarstöðina árið 1978. Var það erfið ákvörðun en nauðsynleg. Hún fluttist að Keldu- landi 5, og bjó þar til í september sl. er hún fluttist í Seljahlíð, en þá húmaði að kveldi. Einn ánægjulegasti atburður á efri árum hennar var þegar Einar sonur hennar keypti Gróðrarstöðina og endurheimti hana í ættina. Við Heiða sendum börnum, barnabörnum, tengdabörnum og systrum hennar innilegar kveðjur. Lífshlaupinu er lokið, en minningin lifir. Guð blessi ykkur öll. Ég vil enda þessi orð með ljóðlínum Hann- esar Hafstein. Er sólin hnípr hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ er gott að hvíla þeim, er vini syrgir. Ottar Viðar. Guðrún Víglunds- dóttir - Minning Fædd 11. mars 1950 Dáin 17. október 1993 Mig langar í fáum orðum að minnast hennar Gurru, sem ég kalh aði ævinlega Gurrý. Ég kynntist henni þegar ég var barn, því að hún kom þá oft heim til mömmu. Svo sást hún ekki heima hjá okkur í nokkur ár, ekki fyrr en ég kynntist Diddu systur hennar. Við urðum góðar vinkonur. Didda kom mér aftur í kynni við Gurru og það var indælt að koma heim til hennar. Það var mikið ljör í henni og hún bjó við mikið ástríki. Hún vakti aðdáun manns strax og maður fór að tala við hana. Hún var svo hörð við sjálfa sig og sýndi okkur fram á að með vilja og ást getur maður lifað lengi þrátt fyrir svona mikil og erfið veikindi, eins og hún gekk í gegnum. Mér verður oft hugsað til Gurru þegar ég horfi á handbolta- og knattspyrnuleiki í sjónvarpinu. Ég Fæddur 16. ágúst 1924 Dáinn 11. október 1993 Hinn 31. október síðastliðinn var til foldar færður í kyrrþey að eigin ósk vinur minn frá unglingsárum Gunnar Gissurarson. Gunnar var einstakur persónuleiki til orðs og æðis, gullvandaður í öllum störfum sem hann tók sér fyrir hendur og naut virðingar allra sem honum kynntust í lífi og starfi. Ég hitti Gunnar þrem vikum áður en hann lést, á stéttinni fyrir fram- an íbúðina mína þar sem hann var að koma heim með konu sinni og að venju fórum við að rabba saman um daginn og veginn. Þá segir hann in'A mi’fr minn minnctu mín get aldrei gleymt því þegar við vor- um í Hveragerði og fjölskylda henn- ar og þau systkinin horfðu á sjón- varpsútsendingu frá handboltaleik. Þvílíkt fjör. Það var miklu skemmti- legra að horfa á þau en sjónvarps- skjáinn. Þau hoppuðu og hljóðuðu og gerðu að gamni sínu, ekki síst Gurra mín. Ef maður fór á knattspyrnuvöll á Akureyri til að horfa á Þór og KA leika, heyrði maður í Gurru. Þá var sagt: Nei, sko, Víglundar- systkinin eru komin. Gurra var mikil manneskja og við hjónin minnumst hennar fyrir þá hlýju og ástúð sem hún sýndi okkur. En umfram allt elskaði hún tjölskyldu sína, foreldra og systk- ini. Hún bar hag þeirra ævinlega fyrir bijósti og var stoð þeirra og stytta þegar bræður hennar Jóhann og Bjarni létust með skömmu milli- bili fyrir nokkru. Við spyijum: Af hveiju Gurra? En það er Guð sem kallar. Við Steini minn, því að nú er ég á för- um.“ Ég sló þessu upp í grín og segi: „Enginn veit hver annan gref- ur, Gunnar minn, ef ég lifi þig er mér heiður að því.“ Og hér og nú stend ég við það. Gunnar var trúmaður í orði og á borði, liðsmaður Krists til góðra verka. Ef við minnumst unglingsára þinna, Gunnar minn, þá háði þér sjónin þegar við strákarnir vorum í prakkarastrikum unglingsáranna. Ég segi því að þrátt fyrir veikindi þín í gegnum lífið varst þú kallaður til af æðri mætti að leiðbeina þeim sem gengu breiða veginn. Guð blessi konu þína og alla þá sem þú studdir til betra mannlífs. Sfoi’mrnmiir Milrnlóccmi þörfnuðumst hennar mikið, en vafa- laust hefur hennar einnig verið þörf hjá Guði. Þar eigum við eftir að hitta hana á ný þegar Guð kallar okkur til sín. Við hjónin geymum minninguna um Gurru í hug okkar og hjarta og þökkum henni og fjölskyldu hennar allt gott. Guð blessi þau og styrki á þessum erfiðu tímamótum. Herborg Harðardóttir. LEGSTEINAR Dæmi 35.000 51.000 um afsláttarverð ’ - 3.500 - 5,100 31.500 45.900 Flutningskostnaður innitalinn. Stuttur afgreiðslufrestur. Fáið myndalistann okkar. 'MM stkiivn 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977. Minning Gunnar Gissurarson + Útför GUNNARS KRISTJÁNSSONAR bónda, Dagverðareyri, fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudagin 25. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður að Glæsibæ. Fjóla Pálsdóttir, Oddur Gunnarsson, Gfgja Snædal, Seselía M. Gunnarsdóttir, Jóhannes Þengilsson, barnabörn og barnabarnabarn. Móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, ÁSTA THORARENSEN, áðurtil heimilis á Laugarnesvegi 118, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 23. nóvember, kl. 13.30. Stefania Harðardóttir, Ásgeir Sigurgestsson, Óli Harðarson, Ingunn Helgadóttir, Guðrún Marfa Harðardóttir, Bjarne I. Jensen, Solveig Harðardóttir, Heimir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sonur okkar og bróðir, SÆVAR BJARNASON, Valhúsabraut 5, verður jarðsunginn frá Seltjarnarnes- kirkju miðvikudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á barnadeild Landskotsspítala. Bjarni Ómar Ragnarsson, Ragna Marinósdóttir, Hrönn Bjarnadóttir, Ragnar Bjarnason. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN ÓLAFSSON, fyrrverandi vörubílstjóri, dvalarheimilinu Höfða, áður Suðurgötu 94, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 19. nóv- ember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 26. nóvember kl. 14.00. Helgi Björgvinsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Björgvinsdóttir, Snæbjörn Snæbjörnsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Gunnar Lárusson, Þorbjörg Þorbjörnsdóttir, Helgi Ibsen, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Sjónarhóli, Hafnarfirði, lést aðfaranótt 21. nóvember í St. Jósefspítalanum í Hafnarfirði. Jarðsett verður frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn 26. nóvemberkl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Fríkirkjuna eða líknarfélög. Bára Björnsdóttir, Bragi V. Björnsson, Jón Boði Björnsson, Birgir Björnsson, Guðlaug B. Björnsdóttir og fjölskyldur. + Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, MARONS BJÖRNSSONAR, Ásabraut 3, Sandgerði. Þórir Maronsson, Björn Maronsson, Viggó Maronsson, Helgi Maronsson, Elsa Kristjánsdóttir, Lydía Egilsdóttir, Erla Sveinbjörnsdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Margrét Maronsdóttir, Magnús Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.