Morgunblaðið - 23.11.1993, Page 43

Morgunblaðið - 23.11.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1993 43 PRINSAR ÍL.A. Frábær grín- og ævin- týramynd. Sýnd kl. 5,7, 9og 11. HINIR ÓÆSKILEGU ★ ★ ★ GB DV ★ ★★’/i SV MBL. ★ ★★ ÓHT Rás2 Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir Nemendur í eldri hóp á myndlista- og föndurnámskeiði á Þingeyri ásamt leiðbeinanda sínum, Guðbjörgu Hlíf Pálsdóttur. Þingeyri Myndlist, föndur og dans Þingeyri. MYNDLISTA- og fönd- urnámskeið var haldið á Þingeyri dagana 16.-24. október sl. Námskeiðið sem haldið var í Grunnskólanum á Þing- eyri var vel sótt og var kennt í tveimur hópum. Farið var yfir notkun lita og mynd- byggingu og einnig var unn- ið við skartgripagerð úr leðri og leir. Myndlista- og föndurná- mskeiðið sóttu alls um þrjá- tíu manns en samhliða því var einnig haldið dansnám- skeið í félagsheimilinu og voru nemendur þar tæplega fjörutíu. Kennari á báðum þessum námskeiðum var Guðbjörg Hlíð Pálsdóttir en hún er danskennari og tækniteikn- ari að mennt. Einnig er hún lærð frá myndhöggvaradeild Myndlista- og handíðaskóla Islands. - Helga. 30. starfsár Tónlistar- skóla Stykkishólms hafið Stykkishólmi. TÓNLISTARSKÓLI Morgunblaðið/Árni Helgason Skólasljóri Tónlistarskólans í Stykkishóhni og kennarar. Stykkishólms hefur nú hafið sitt þrítugasta starfs- ár. Nú á haustönn hafa innritast í hann alls 110 nemendur og margir sem Iæra á fleira en eitt hljóð- færi. Nú er kenndir 133 tímar á viku. Starfandi innan skólans eru lúðrasveit, tveir bjöllu- kórar, popphljómsveit og barnakór. Skólinn hefur til umráða gamla íþróttahúsið og gamla barnaskólann. Nýlega tók skólinn í notk- un nýtt píanó sem má segja að sé gjöf ýmissa aðila m.a. Lionessuklúbbs Stykkis- hólms Hörpu, Lionsklúbbs Stykkishólms, Kvenfélaginu Hörpu í Helgafellssveit o.fl. sem þar koma að málinu. Starfandi við skólann eru fjórir kennarar auk skóla- stjórans Daða Þórs Einars- sonar, Hafsteinn Sigurðsson, Lárus Pétursson, David Enns og Lana Betts, en þau tvö síðastnefndu koma frá Kanada. - Arni. SIMI: 19000 Þriðjudagstilboð á allar myndir nema Svik og Hin helgu vé PIANO Sigurvegari Cannes-hátíðarinnar 1993 „Píanó, fimm stjömur af fjórum mögulegum." ★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan „Píanó er einstaklega vel heppnuð kvikmynd, fal- leg, heillandi og frumleg." ★ ★ ★ /2 H.K. DV. „Einn af gimsteinum kvikmyndasögunnar" ★ ★ ★ ★ Ó.T. Rás 2 „Pianó er mögnuð mynd.“ ★ ★ ★ ★ B.J. Alþýöublaðið. Aðalhlutverk: Holly Hunter, Sam Neill og Harvey Keitel. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Ripoux Contre Ripoux Meiriháttar frönsk sakamáiamynd með gamansömu ívafi. Aðalhl. Philippe Noiret (Cinema Pardiso) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. RED ROCK WEST Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuðinnan16 ára. Síðustu sýningar Ung hjón ætla að svíkja fé út úr tryggingafélagi, en þau gleymdu að gera ráð fyrir tryggingarannsóknamanninum Roland Copping, Illgjarnasta, útsmognasta og ófyrlrleltnasta manni á jörðinni. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. Einstök mynd sem allir verða að sjá. „Hrífandi, spennandi, erótísk.“ Alþýðublaðið. „...hans besta mynd til þessa ef ekki besta íslenska kvikmynd sem gerð hef- ur verið seinni árin.“ Morgunblaðið. „Sagan er einföld, skemmtileg og góð- ur húmor í henni.“ Timinn. ★ ★★V2 „MÖST“ Pressan. Sýnd í B-sal kl. 5,7,9 og 11. Geggjaður gálgahúmor og mikil spenna! Hann var farmað- ur, dáðadrengur Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó/Laugarás- bíó: Hættulegt skotmark - Hard Target Leikstjóri John Woo. Að- alleikendur Jean-Claude Van Danime, Yanzy Butl- er, Lance Henriksen, Wilford Brimley. Banda- rísk. Universal 1993. Kínverski leikstjórinn John Woo vakti á sér at- hygli undir lok síðasta ára- tugar með íburðarmiklu ofbeldi og framúrskarandi góðum átakaatriðum í myndinni The Killer. Holly- wood lætur ekki slíka hæfi- leikamenn framhjá sér fara. Kvikmyndáborgin hefur einnig á sínum snær- um Belgíumanninn V an Damme, vitahæfileika- lausann leikara en kattlið- ugan skratta sem er ensk- unámið ofviða og því afar fámáll í sínum B-myndum. Þjóðráð að láta þessar kempur leiða saman hesta sína. Það er heldur ekki mikið sagt í Hættulegu skot- marki, afrakstri þeirra fé- laga, en því meira lamið, skorið, sprengt og skotið. Persónusköpunin getur ekki verið einfaldari, ann- aðhvort eru menn góðir eða vondir. Van Damme leikur óskiljanlega og óútskýrða blöndu af utangarðsmanni, farmanni og óvígum slags- málahundi sem lendir í því að senda tugi fóla inní eilíð- ina á meðan hann bíður eftir skipsplássi. Er það stúlkan Butler sem ýtir honum útí drápin er hún ræður hann til að hafa uppá föður sínum. Lenda þau þá á vegi Henriksens sem hefur í sig og á með því að selja leyfi á manna- veiðar. Ekki verður annað sagt en að Hættulegt skotmark sé ósköp þunnt í roðinu og minnir í álappalegum, knöppum texta og ofbeld- issíbylju á þá Hong-Kong- framleiðslu sem Woo er alin upp í. Sagan er sára- einfaldur rammi utanum öllu tilþrifameiri átakaatr- iði þar sem ofbeldið er haf- ið til skýjanna. Woo er snjall í drápsbrellum og bardagadansi og spurning hvort hann eigi ekki gild- andi heimsmet í tómatsósu- austri. Hann notar þó útj- askaða tækni til að undir- strika hamaganginn; sýnir hann hægt og skilmerki- lega. Þau Van Damme og nýliðinn Yanzy Butler eru bæði steinrunnin en Belg- íumaðurinn vaknar þó til lífsins í grimmustu bardög- unum. Sem verða leiði- gjarnir - líkt og hæga- gangurinn á örvarskotun- um. Skúrkarnir eru skástir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.