Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1993, Blaðsíða 1
80SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 269.tbl.81.árg. FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Niðurskurður Bandaríkjastjórnar í hermálum Norðmenn ótt- ast minni varnir HUGMYNDIR Bandaríkjastjórnar um að draga úr þátttöku í birgðahaldi vegna flutninga á orrustuþotum til fimm flugvalla í Norður-Noregi á hættu- og ófriðartímum hafa valdið veruleg- um áhyggjum þar í landi. Óttast Norðmenn, að niðurskurðurinn muni veikja mjög varnir landsins en að sögn Arnórs Sigurjóns- sonar varnarmálaráðunauts er hér um að ræða breytingar á svokölluðum COB-samningi (collocated bases), sem Norðmenn og Bandaríkjamenn gerðu með sér snemma á áttunda áratugn- um. Ekki er Hóst hvort einnig er rætt um að fækka flugvélunum. Bærinn flúinn Reuter EKKERT lát er á hjaðningavígunum í Bosníu og á sumum svæðum eru þorp og bæir á valdi Serba í einn tíma en Króata eða múslima í annan. Þessar serbnesku konur í bænum UgUevik í Norður-Bosníu eru að flýja burt með eitthvað af eigum sínum en síðustu daga hafa tíu bæjarbúar fallið í eldflaugaárásum múslima. Mannréttindasamtök lýsa áhyggjum vegna ástandsins í Kosovo Saka Serba um gróf mannréttindabrot Vfn, Sar^jevo. Reuter. ALÞJÓÐLEG mannréttindasamtök, sem kenna sig við Helsinkisátt- málann, ásaka Serba um alvarleg mannréttindabrot á Albönum í Kosovohéraði í skýrslu sem þau gáfu út um ástandið í héraðinu í gær. Eru Serbar m.a. sakaðir um pyntingar og aftökur án dóms og laga. Um 90% íbúanna eru Albanir. í skýrslu Alþjóða Helsinki-mann- réttindasamtakanna (IHF) segir að mannréttindabrotin á þeim 1,7 milljónum Albana sem byggja Kosovo felist í allt frá niðrandi ummælum og tilgangslausu eftirliti á götum úti til þess að menn séu hnepptir í varðhald eftir geðþótta serbneskra yfirvalda og pyntaðir. Þá segir að skotið hafi verið á mótmælendur og almenna borgara. Sviptir sjálfsljórn Kosovo og Vojvodina-hérað, þar sem fólk af ungverskum ættum er fjölmennt, hlutu sjálfstjórn árið 1974 en 1989 svipti Slobodan Mil- osevic, forseti Serbíu, héruðin sjálf- stjórn. Hafa Albanir hunsað kosn- ingar, ríkisskóla og sjúkrahús, auk þess sem þeir hafa boðist til að greiða ólöglegri stjórn sinni skatta. I forsæti hennar er Ibrahim Rugova en Serbar hafa heft fe*ðafrelsi hans. „Hreinsanir" Serba hafa náð til flestra þátta landsins. Hafa yfirvöld lofað hverjum þeim peningagreiðsl- um sem ekki er Albani og vill setj- ast að í Kosovo. Albanskir dómarar hafa verið leystir frá störfum, dag- blöðum verið lokað og Serbar ráðn- ir í stað burtrekinna útvarps- og sjónvarpsmanna, svo og starfsfólks á sjúkrahúsum. , Menning Albana lítilsvirt Á milli 22.000 og 26.000 al- bönskum kennurum hefur verið sagt upp þar sem þeir fylgdu ekki nýrri tilskipun sem dregur mjög úr kennslu í sögu, menningu og móð- urmáli Albana. Þá hefur fjöldi ungra Albana flúið héraðið eða far- ið í felur af ótta við að vera kvadd- ur í júgóslavneska herinn. Segir í skýrslunni að þess séu dæmi að serbneskir hermenn hafi ráðist á albanska félaga sína og drepið. Mannréttindasamtök og margir vestrænir stjórnmálamenn óttast að takist að binda enda á stríðið í Bosníu muni Serbar snúa sér af fullum krafti að því að þvinga Alb- ani til að yfirgefa Kosovo, sem Serbar álíta vöggu menningar sinn- ar. Sekir um morðið á Bulger Preston. Reuter. TVEIR 11 ára gamlir drengir voru fundnir sekir í gær um að hafa rænt og myrt tveggja ára gamlan dreng, James Bulger, í Liverpool á Eng- landi. Það tók kviðdóminn fimm og hálfa klukkustund að komast að niðurstöðu og að því búnu sagði dómarinn, að drengirnir skyldu hafðir í gæslu „í mörg, mörg ár þar til þið hafið þroskast og eruð ekki lengur hættulegir öðrum mönnum". Drengirnir, sem myrtu Bulg- er, voru nefndir á nafn í fyrsta sinn í gær og heitir annar Rob- ert Thompson og hinn Jon Vena- bles. Þegar dómurinn var kveð- inn upp greip annar um brjóst sér og tók andköf en hinn grét hljóðlega. Tólf ættingjar Bulgers litla voru við dómsuppkvaðning- una, þar á meðal foreldrar hans, og einn frændi hans lét ókvæðis- orðin dynja á drengjunum þegar þeir voru leiddir á brott. Faðir Venables, annars drengjanna, brast í ákafan grát og móðir hans einnig. COB-samningurinn felur í sér, að á hættutímum sendi Bandaríkja- menn 200 orrustuþotur til Noregs en Norðmenn standi hins vegar straum af kostnaði við að gera flug- vellina móttökuhæfa. Bandaríkja- stjórn og Mannvirkjasjóður Atl- antshafsbandalagsins hafa aftur á móti greitt kostnað við stækkun þeirra, birgðastöðvar, fjarskipti og flugleiðsögutæki og sagði Arnór, að um væri að ræða mikið fé. Flug- vellirnir eru auk þess notaðir fyrir almennt flug. Áhyggjur af Kolaskaga Áhyggjur Norðmanna lúta að því, að þótt kalda stríðið sé um garð gengið þá eru Rússar eftir sem áður með stærstu herstöð í heimi á Kolaskaga. Benda þeir auk þess á spennuna og það ótrygga ástand, sem er í Rússlandi, og hættuna á svæðisbundnum átökum. Arnór segir hins vegar augljóst, að Bandaríkjamenn virðist hafa dálítið annað mat á hættunni, sem af Rússum stafi nú, en Norðmenn. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins hefur lýst miklum áhyggjum af þessu en Káre Willoch, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður norska varn- armálaráðsins, segir, að Norðmenn verði nú að fara að axla meiri byrð- ar sjálfir og hefur hann hvatt til, að fyrirhugaður niðurskurður á framlögum til varnarmála verði endurskoðaður. Algjör ringulreið sögð ríkja í rússneskum flugsamgöngum Moskvu. Reuter. MIKIL umskipti hafa orðið í flugsamgöngum i Rússlandi eftir hrun Sovétrikjanna. I stað eins flugfélags áður er nú starfandi 321 flugfélag í Iandinu og ríkir algjör ringuheið í almannaflugi, að sögn Valcríjs Kasjanenkos, aðstoðarráðuneytissljóra í rúss- neska flugráðuneytinu. Að sögn Kasjanenkos var stofn- un flugfélaganna liður í umbóta- stefnu rússnesku stjórnarinnar og kom til vegna skiptingar sovéska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Enn er eftir að einkavæða um helming þeirra, eða 160 flugfélög, svo og hundruð flugvalla og flugmálafyr- irtækja. Til stendur að einkavæða þann hluta Aeroflots sem féll Rússum í skaut. Kasjanenko sagði mörg félag- anna vera örsmá og ættu þau enga möguleika á að spjara sig ein og sér, hvort sem um væri að ræða innanlands- eða milli- landaflug eða hvort tveggja. „Er þörf fyrir svo mörg flugfélög? Svarið er nei. í Bandaríkjunum og Evrópu hamast menn við að stofna risaflugfélög," sagði Kasjanenko við blaðamenn. Úreltur flugvélakostur Kasjanenko sagði að gamlar og úreltar flugvélar væru uppi- staðan í rússneska flugflotanum og væru þær búnar með 80% af líftíma sínum. Brýnt væri að hundruð flugvéla hyrfu þegar í stað úr umferð og nýjar kæmu í þeirra stað. „Lítil flugfélög skila litlum hagnaði og ekki eitt einasta flugfélag í Rússlandi hefur efni á að kaupa nýja þotu í dag," bætti hann við. Þriðjungsfækkun farþega Upplausn Aeroflot, sem var stærsta flugfélag heims, hefur valdið miklum samgönguörðug- leikum. Fjöldi flugvéla kemst ekki í loftið jafnvel vikum saman vegna fjárskorts nýrra eigenda sem hafa hvorki ráð á eldsneyti né varahlut- um. Fækkaði flugfarþegum inn- anlands um 30% á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við fjölda flugfarþega á sama tíma í fyrra. • Flugslysum hefur fækkað þrátt fyrir allt Háttsettur flugmálafulltrúi, Ivan Mashkívskíj, fullyrti að þrátt fyrir þessa þróun hefði flugöryggi fleygt fram í Rússlandi, Því til staðfestingar sagði hann að á fyrstu 10 mánuðum ársins hefðu orðið 10 flugslys sem haft hefðu dauðsföll í för með sér en 24 sambærileg slys á sama tíma í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.