Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1993 Terðiskreddur þær er kirkjan ól á sem leiddu til þess að írar sneru baki við leiðtoga sínum í frelsisbar- áttunni, Charles Stewart Parnell, vegna sambands hans við konu ann- ars manns. Ken benti á það hvemig meðferð íra á Pamell varð til að móta kaldhæðið viðhorf Joyce til ír- skra stjórnmála. Joyce hleypti heimdraganum ekki einsamall árið 1904, heldur með ást- konu sinni Noru Barnacle og þau bjuggu síðan árom saman „í synd“ erlendis (giftust ekki fyrr en 1931). í þessu athæfi var fólgin mikil yfír- lýsing og ögrun gagnvart írsku sið- ferði, ögrun sem tengdist því umtali sem verk Joyce áttu síðar eftir að vekja. Það orðspor af Joyce og verk- um hans sem stöðugt færðist í auk- ana, með þjóð sem las þessi verk lít- ið sem ekkert, einkenndist af sann- færingu um að þetta væri siðlaus og trúlaus maður, svívirðilega ber- orður um margskonar líkamlegt at- hæfí, og gerði lítið annað en draga í skítinn ættjörð sína, þjóðkirkju og jafnvel ýmsa lítt dulbúna landa sína. Fólk fór jafnvel að tengja þennan mann illum máttarvöldum. Ken Mo- naghan sagði frá því hvernig föður- fjölskylda sín talaði um Joyce sem sjálfan „andkrist“. ' Hann minnist þess einnig að yngstu systur Joyce, ; „tvær litlar, hræddar piparmeyjar sem bjuggu saman í íbúð við Mount- joy Square", áminntu hann um að nefna aldrei við nokkurn mann að hann væri skyldur James Joyce. Af ættmennum Joyce á írlandi var það móðir Kens ein sem leitaðist við að kynna sér verk bróður síns og gaf Ken jafnframt jákvæða mynd af frænda sínum — mynd sem annars var ekki að hafa í samfélaginu. Túrisminn og tímans sár Þegar færi gafst til að spyija Ken nánar út í samband Joyce og ír- l/mds, sagði hann að þetta viðhorf til höfundarins væri ótrúlega lífseigt. Það kemur erlendum Joyce-unnanda á óvart að fordómarnir skuli enn vera svo rótfastir nú þegar meir en hálf öld er liðin síðan skáldið dó í „útlegð" sinni. Á því tímabili hefur Joyce öðlast trygga viðurkenningu víða um lönd, ekki aðeins sem höfuð- skáld íra á öldinni, heldur er hann gjarnan talinn einn af stærstu höf- undum heimsbókmenntanna fyrr og síðar. frar kippa sér lítt upp við þessa „upphefð að utan“; Ken segir að Joyce sé fremur lítið lesinn í föður- landi sínu og írsk forlög hafí ekki einu sinni gefið Ódysseif út ennþá (hann átti raunar að birtast í fyrra, en útgáfu var frestað af einhveijum ástæðum). Á sama tíma fagna ýmsir írar þó þeim túrisma sem Joyce hefur skap- að landi sínu. Ken segir að ein aðai- ástæðan fyrir því að hann ákvað að koma á fót menningarstofnun James Joyee hafí verið að honum ofbauð hræsni sú eða tvískinnungur sem einkenndu afstöðuna til Joyce á ír- landi. Joyce var viðurkenndur sem aðdráttarafl en verk hans ekki sem menningarverðmæti. Jafnvel sumir þeirra sem voru á kafí í Joyce-túris- manum báru ekki minnsta skynbragð á viðfangsefni skáldsins. Hann segir yfirvöld vera með öllu áhugalaus um að sýna minningu skáldsins virðingu, nema ef um túrisma er að ræða og þá eingöngu á ákveðnum forsendum. Þau kipptu til dæmis að sér höndum þegar í ljós kom að Ken ætlaði sér að sýna Joyce-pílagrímum hin fátæk- ari svæði í norðurhluta Dyflinnar sem eru mikilvæg í verkum skáldsins. Af máli Kens má ætla að írar séu haldnir afar seigri höfnunarkennd gagnvart þessum stóra höfundi sín- um. Þeir stritast við að hafna því að Joyce hafí fangað þá í skáldskap- arnet sitt. Ósjálfrátt leitar á hugann samanburður við Halldór Laxness sem eins og Joyce var harður gagn- rýnandi ættjarðar sinnar og vakti feiknarlega andúð samlanda með rit- verkum sínum. íslenska þjóðin átti eftir að taka hann í sátt eins og allt- af er verið að minna okkur á, sátt sem er kannski svo mikil að hún lík- ist hálfgerðum doða. Það hefur hins vegar enn ekki gróið um heilt milli Joyce og írsku þjóðarinnar og doðinn gagnvart Joyce er aftöðrum toga. Hann er tregða sem Ken segir meðal annars birtast í vafningasömum ummælum menningarfrömuða. Þeir fari sumir einhveijum viðurkenningarorðum um Joyce en fiýti sér svo að benda á að Irar geti státað sig af fleiri góðum höfundum. írskir samtímarit- höfundar viðurkenna margir mikil- vægi Joyce en taka gjarnan fram um leið að þeir séu ekki að skrifa í neinum skugga af honum. Tregðan er einnig mikil í skólakerfinu. Ken segir að enn sé Joyce ekki lesinn á Miðborg Dyflinnar skömmu eftir aldamót. Sú spurning vaknar hvort það sé ekkisvona mikill broddur í verkum Joyce. skólastigum upp að háskólastigi. Eitthvað hafi nýlega verið um að nemendur mættu lesa hann í vali, en verk hans heyri ekki undir megin- efni til prófs í bókmenntum. Sú spurning vaknar hvort það sé ekki hreinlega enn svona mikill broddur í verkum Joyce, hvort við- fangsefni hans og efnistök komi enn við kaun og því tregðist menn við að tengja þau umhverfi sínu og menningarvitund. Ken ber.dir á að enn eimi eftir af býsna djúptækri andúð á Joyce. Fyrir fjórum árum hafí hann til dæmis hitt ferðamenn sem spurðu hann hvar hægt væri að kaupa bækur Joyce. Hann gekk inn í nærliggjandi bókaverslun og spurðist fyrir — „Við seljum engar bækur eftir þann mann hér“ var svarið. Ken Monaghan í Norræna húsinu. Á meðan erlendir bókaunnendur keppast við að lesa verk Joyce ýmist á frummálinu eða í þýðingum, er það dapurleg tilhugsun að írska þjóðin — sem við mörlandar hugsum gjarnan svo hlýtt til — hafi enn ekki lært að meta nægilega verk þessa megin- skálds síns. Því skáldverk Joyce eru stórbrotin afrek, unnin í því tungu- máli sem írar lifa og hrærast mest í — sem er hvorki írska né enska, heldur írsk enska. Öndvert við forn- kappann Ódysseif er að sjá sem Jo- yce sé enn ekki kominn heim. Höfundur er dósent í bókmenntafræði við Háskóla Islands. Smiður jólasveinanna heim í stofu út nokkrar sólóplötur. Fyrst fékk ég þá hugmynd að fá hann til að gera jólaplötu og við veltum því alvarlega fyrir okkur. Á þeim tíma var þegar orðið Ijóst að við myndum taka þetta leikrit upp aftur og þar sem alltaf hefur verið stefna hjá okkur að ein- skorða okkur ekki bara við leik- sýningar, heldur að leita allra leiða til að koma leiklist á fram- færi - sameinuðum við tvær hug- myndir í þessum diski. Nútíma þjóðfélag býður upp á svo margar leiðir til að koma efni á framfæri og okkur fannst tilvalið að nýta þær; fylgja þró- uninni í stað þess að beijast á móti henni. Svona diskur hefði verið miklu flóknari í vinnslu fyrir nokkrum árum, til dæmis, en hann er núna. Ástæðan fyrir því að við völdum hljómdisk en ekki eitthvað annað er sú að við viljum leggja áherslu á að vinna efni sem börn þurfa að hlusta á. Það er allt orðið svo sjónrænt og við vildum gefa börnum kost á að virkja ímyndunaraflið. Það ÞAÐ tíðkaðist, hér á árum áður, að barnaleikrit voru gefin út á hljómplötum - við fádæma vinsældir. Eða hver man ekki eft- ir Dýrunum í Hálsaskógi og Kardimommubænum, að ég tali nú ekki um Karíus og Baktus. Hins vegar vill svo undarlega til að þessi siður hefur að mestu lagst af um margra ára skeið, einhverra hluta vegna - þar til allt í einu á dögunum að ég rakst á disk frá Möguleikhúsinu, sem hefur að geyma þeirra bráð- skemmtilega leikrit um „Smið jólasveinanna," ævintýrið um jólasveininn sem hefur Iokið við að smíða allar jólagjafirnar handa góðu börnunum og situr nú einn og yfirgefinn í sínum kofa og veit svei mér þá ekki hvemig hann á að eyða jólunum. Á dauða sínum á hann von - en ekki þeim ósköpum af gestum sem hellast inn til hans þetta kvöldið. og þótt leikhópurinn eigi tilbúna aðra jólasýningu, er ijóst að hún verður að bíða enn um sinn. En nú geta sem sagt þau böm sem bíða þess að sjá þessa skemmti- Iegu sýningu, notið þess að hlýða á hana á hljómdiski. En hvað kom aðstandendum Möguleik- hússins til að fara þessa leið, en ekki myndbandaleiðina? „Eg hef verið að semja nokkuð af söngtextum fyrir Ingva Þór Kormáksson," segir forsprakki leikhússins, Pétur Eggerz, og heldur áfram: „Hann hefur gefið Á hljómdiskinum er fjöldi söngva og þau Pétur Eggerz, Bjami Ingvarsson, Stefán Sturla og Alda Arnardóttir, sem mynda Möguleikhúsið, hafa fengið nokkra þekkta leikara til liðs við sig við að hljóðrita sýninguna. Möguieikhúsið hóf sýningar á „Smiði jólasveinanna" fyrir ári á leikskólum og dagheimilum borgarinnar, en náði ekki að anna eftirspurn. Því var ákveðið að taka sýninguna upp aftur núna, en allt hefur farið á sömu leið - þau anna ekki eftirspurn Smiður jólasveinanna, ásamt jólakettinum, Þrasa og Þussu. má segja að þetta sé afturhvarf, en um leið erum við að nýta okkur þróunina. Það er jú hún sem hefur gert það að verkum að upptaka á svona diski er til- tölulega einföld." En hvað með leikhúsið og sýn- ingar þess á næstunni? „Við erum fullbókuð á leik- skólum fram að jólum með Smiði jólasveinanna, en þess fyrir utan verðum við með nokkrar sýning- ar á Geira iygara í Tjarnarbíói í desember. Upphaflega ætluðum við að koma með nýtt jólaleikrit núna og eigum tilbúið nýtt verk, en eftirspurnin eftir þessari sýningu var svo mikil að við gátum ekki komið nýrri sýningu fyrir - það er jú alltaf spurning um húsnæði og peninga. Við erum líka tilbúin með umferðarleikrit sem fer í gang eftir áramót - við erum í óðaönn að ieita eftir fjárstuðn- ingi til_a.ð koma því af stað og það er hugsað fyrir leikskóla- krakka og yngstu bekki grunn- skóla. Það leikrit er tilraun til að búa til leikrit úr kennsluefni.“ En nú eru fleiri leikarar á disk- inum, heldur en voru í sýning- unni á Smiðum jólasveinanna. „Já, í sýningunni „dúbblerum“ við; það er að segja, leikararnir leika fleiri en eitt hlutverk. Það er hagræðingaraðferð, því við leikum í litlu rými á leikskólunum og það er ekki gott að koma fleir- um fyrir. Þessi vandi er ekki til staðar við hljóðritun, svo við fengum þau Felix Bergsson, Jó- hann Sigurðarson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Ragnheiði Steind- órsdóttur til liðs við okkur. Síðan fengum við Viihjálm Guðjónsson til að útsetja söngvana og hann vinnur einnig alla hljóðvinnu - hann á því stóran þátt í útkom- unni.“ SSV I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.