Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 6
: 6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Teresa Berganza ________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Fyrstu tónleikarnir í Grænu tónleikaröðinni voru helgaðir spænskri tónlist og það var söng- snillingurinn, mezzosópran söng- konan Teresa Berganza, sem söng spænsk þjóðlög og zaruzella söngva. Hljómsveitarstjóri var Enrique Garcia-Asensio. Tónleikarnir hófust á verki fyrir strengjasveit, Bæn nauta- banans, eftir Turina. Þetta er fallegt verk og skemmtilega út- sett fyrir hljómsveitina. Veiga- mestu verk tónleikanna voru svít- an um Töframanninn Amor og svíta af sjö spænskum þjóðlögum en bæði þessi verk eru eftir de Falla. Amorsvítan er vel samin fyrir hljómsveit en frægasti þátt- ur hennar er Eldriddarinn, eða Dans elddýrkendanna, sem er skemmtilegt og heilsteypt verk. Svítan og Bæn nautabanans voru bæði vel leikin af hljómsveitinni og auðheyrt að hljómsveitarstjór- inn, Enrique Garcia-Asensio hafði náð henni með sér í mótun ýmissa viðkvæmra blæbrigða. Spænsku þjóðlögin eru, eins og fyrri verkin, fínlega ofin og vandmeðfarin í fldtningi og Berg- anza söng þessi yndislegu lög mjög vel. Zaruzella lögin eru lítið þekkt fyrir utan landamæri Spánar og var skemmtilegt að heyra þessa elskuðu tónlist, sem Berganza söng á heillandi máta og naut góðs samleiks Sinfóníu- hljómsveitarinnar, undir líflegri og öruggri stjórn Garcia-Asensio. Mörg stefjanna úr þjóðlögun- um og Zaruzella söngvunum eru Teresa Berganza þekkt, en tónskáldin, sem voru Ruberto Chapi, Federico Chuega og Jose Serrano, eru lítt kunn hér á landi, enda um að ræða sér spænska leikhústónlistarhefð, er hefur samskonar stöðu á Spáni og óperettan hafði fyrrum í Aust- um'ki. Enrique Garcia-Asensio Söngsnillingurinn Teresa Berganza heillaði áheyrendur með yndisfögrum söng sínum og sem aukalag söng hún habaner- una úr Carmen og var sá flutn- ingur hennar, bæði söngur og túlkun, hreint ótrúlega glæsileg- Fullkomið listaverk Maddamamma telur Dreitil á að hjálpa sér að leita að Putta _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið SKILABOÐASKJÓÐAN Höfundur: Þorvaldur Þorsteins- son. Tónlist og hljómsveitarijórn: Ástrós Gunnarsdóttir. Dramatúrg með höfundi: Ingi- björg Björnsdóttir. Hljóðsetning: Jón ívarsson og Sveinn Kjartansson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdótt- ir. Skáldsagan „Skilaboðaskjóðan“ hlaut bamabókaverðlaun íslands- deildar IBBY, eftir að hún kom út árið 1986 - og nú hefur höfundur- inn, Þorvaldur Þorsteinsson, skrifað leikgerð upp úr sögunni; leikrit sem er allra verðlauna virði hvar sem er. Það er í ævintýraskóginum sem við hittum dverginn Dreitil sem hefur það að starfl að flytja skila- boð milli íbúanna í skóginum, en af því að hann er gleyminn, dverg- anginn, þá hefur Skemill, uppfinn- ingadvergur, búið til handa honum forláta skjóðu, sem maður talar skilaboðin í þá gleymist aldrei neitt. Dreitill kemur til Möddumömmu, saumakonu (sem á soninn Putta), með skilaboð frá Stóradverg um stuttbuxur og snýtuklúta handa dvergunum - en verður það á að minnast á Nátttröllið (ógurlega) sem býr í skóginum. Putti, sem er alltaf með hugann við ævintýri sem hann vill breyta, svo ekkert illt hendi hetjurnar hans, glennir upp augun og ákveður að stinga af um nóttina til að bjarga ævintýrunum í skóginum. Og ógnimar sem skóg- urinn býr yfir um nætur láta ekki á sér standa og auðvitað fer það svo að Nátttröllið hremmir litla Putta. í verkinu takast á ill öfl og góð og ævintýrapersónur, sem við þekkjum öll, mæta til leiks; þarna er hún Rauðhetta og hún Mjallhvít og þarna eru líka Hans og Gréta. En blessaður skógurinn er ekki bara svona saklaus - því á móti þeim eru Úlfurinn, Stjúpan og Nornin - sem ekki hafa 'gefist upp á þvf að koma litlu ævintýrabömun- um fyrir kattarnef; það er sko eilífð- arverkefni. Sýningin er einstaklega vel leik- in, frá upphafi til enda. I hlutverki Möddumömmu er Margrét Péturs- dóttir. Hún skilar mjúkri og hlýrri Möddumömmu, sem um leið hefur meiri kjark en allir íbúar skógarins til samans - og söngrödd Margrétar nýtur sin mjög vel í þessu hlut- verki. Putti litli er leikinn af Hörpu Arnardóttur sem nýtur sin vel í hlutverki þessa ærslabelgs, sem hugsar stundum og hratt, talar aðeins og hátt og er einum of forvit- inn, jafnvel fyrir sína þolinmóðu Möddumömmu. I hlutverkum dverganna eru Jón Stefán Kristjánsson, Erling Jóhann- esson, Margrét Guðmundsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Stefán Jónsson og það er óhætt að segja að þau skapi lifandi og einstaklega skemmtilegar dvergpersónur og má ekki á milli sjá hver dverganna er mest heillandi, Dreitill skógar- dvergur, Snigill njósnadvergur, Stóri Dvergur, Skemill uppfinn- ingadvergur eða Litli Dvergur. Hver og einn þeirra var svo sérstakur, vel unninn og vel útfærður að hvergi ber skugga á. Svo er það illþýðið; Nornin, leikin af Felix Bergssyni, Úlfurinn sem Hinrik Ólafsson leikur og Stjúpan, sem er í höndum Jóhönnu Jónas og þessi þrenning er aldeilis maka- laus. Persónusköpun þeirra er frá- bær og eitthvert skemmtilegasta atriðið í sýningunni er þegar skóg- arbúarnir leita til þeirra eftir hjálp við að ná Putta litla frá Nátttröll- inu. Annað atriði sem var sérlega líflegt var söngur hinna yfirmáta týrólalegu systkina, Hans og Grétu, sem Maríus Sverrisson og Sóley Elíasdóttir leika. Einnig fóru þær Vigdis Gunnarsdóttir og Arndís Halla Ágeirsdóttir mjög vei með hlutverk sín sem Rauðhetta og Mjallhvít. Þegar ljóst er að leikur er óað- finnanlegur frá upphafi til enda, verður ekki í rauninni meira sagt. „SkiIaboðaskjóðan“ finnst mér einhver besta sýning sem ég hef séð fyrr og síðar; nálgast það að vera hið fullkomna leikhús. Textinn er „brillíant"; vel skrifaður, á fal- legu máli með skemmtilegum orða- leikjum og söngtextarnir kitlandi skemmtilegir. Atburðarásin er gríð- arlega spennandi og fléttan stór snjöll. Ég man ekki eftir að betra barnaleikrit hafi verið skrifað hér á landi - og get sveiað mér upp á það að mér finnst þetta verk slá bæði Dýrunum í Hálsaskógi og Kardimommubænum við. Og það helst allt í hendur; leik- mynd og og búningar, sem og allt gervi persóna, dýra og jurta er unnið af einstakri hugmyndaauðgi. Tónlistin er geysilega skemmtileg, dillandi fjörug, með fallegum laglín- um og virkilega grípandi og sérlega vel leikinn af Martial Nardeau/Hall- fríði Óafsdóttur, Peter Tompkins, Óskari Ingólfssyni/Kjartani Ósk- arssyni, Sigurði Flosasyni, Þórði Högnasyni/Birgi Bragasyni, Pétri Grétarssyni og Jóhanni G. Jóhanns- syni. Sá síðastnefndi er eiginlega hirðtónskáld Þjóðleikhússins og hefur gert margt gott þar - en tón- list hans í „Skilaboðaskjóðunni" slær öllu við. Leikstjórinn, Kolbrún Halldórs- dóttir, vinnur leikstjórnarsigur með þessari sýningu. Leikhúsin hafa hingað til verið óttalega sljó fyrir því að hún er einstakur leikstjóri. Ég vona að næstu árin verði kraft- ar hennar nýttir til fulls og við eig- um eftir að njóta hennar vönduðu vinnubragða. Það eru svo fá orð sem geta lýst sýningu af þessari stærðar- og gæðagráðu, svo sanngjarnt sé - en i mínum huga er þetta verk sem hnykkir íslenskri Ieiklist yfir þrösk- uldinn frá því að vera leiklist í þroska - yfir í það að vera leiklist sem er samkeppnisfær á aiþjóðleg- an mælikvarða. Þjóðleikhúsinu færi ég hamingjuóskir og um leið þakk- ir fyrir að færa okkur þessa ein- stöku listaverkagjöf. Gallerí Úmbra Ole Lislerud NORSKI myndlistarmaðurinn Ole Lislerud opnar sýningu á nokkr- um verka sinna í Galleríi Umbru á Bernhöftstorfu í dag kl. 15.00. Lislerud er vel þekktur í heima- landi sínu. Hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einka- sýningar í Noregi og Japan. Verk hans eru á söfnum í Noregi og Bandaríkjunum auk þess sem hann hefur unnið verk í opinberar bygg- ingar. Til dæmis hefur hann á þessu ári unnið að stóru verki í nýtt hús Hæstaréttar í Ósló. Verkið sem er unnið á stórar postulínsskífur er um 35 metra hátt og gengur í gegnum stigahús byggingarinnar. Sýningin stendur til 15. desember oger galleríið opið þriðjudaga til laugardaga, frá kl. 13-18, sunnu- daga kl. 14-18. Skagaströnd Sýning Gylfa Ægissonar UM HELGINA mun Gylfi Ægis- son halda sýningu á verkum sín- um í félagsheimilinu á Skaga- strönd. Sýningin verður opin laugardag- inn 27. nóvember frá kl. 13-21 og sunnudaginn 28. nóvember frá kl. Málverka- uppboð á Hótel Borg GALLERÍ Borg heldur málverka- uppboð í samvinnu við Listmuna- uppboð Sigurðar Benediktssonar hf., sunnudaginn 28. nóvember. Uppboðið fer fram á Hótel Borg og hefst kl. 20.30. Um 90 verk verða boðin, langflest eftir gömlu meistarana. Meðal þeirra eru 10 myndir eftir Kjarval, módel- mynd eftir Gunnlaug Blöndal, nokk- ur verk eftir Þorvald_ Skúlason, þijú gömul málverk eftir Ásgrím Jónsson, málverk eftir Þórarin B. Þorláksson, tvö málverk eftir Jón Stefánsson, stórt olíuverk eftir Jóhann Briem, þijú gömul málverk eftir Kristínu Jónsdóttur, tvær vatnslita- og ein olíumynd eftir Gunnlaug Scheving, tvær uppstillingar eftir Ragnheiði Ream, tvær vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason, Þingvallamynd eftir Finn Jónsson og Homafjarðar- mynd eftir Jón Þorleifsson. Þá eru myndir eftir Kristján Davíðsson, Valtý Pétursson, Alfreð Flóka, Jó- hannes Geir, Nínu Tryggvadóttur, Erró, Hrólf Sigurðsson, Pétur Frið- rik, Ragnar Lár, Hring Jóhannesson, Snorra Arinbjamar, Einar G. Bald- vinsson, Örlyg Sigurðsson og fleiri. Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- eríi Borg við Austurvöll föstudaginn 26., laugardaginn 27. og sunnudag- inn 28. nóvember frá klukkan 12 til 18. Uppboðshaldari verður Haraldur Blöndal. Einnig verður hægt að bjóða símleiðis í verkin í síma 24211 og 14215. Bókmenntir Rithöfundar svara fyrir- spurnum Félag áhugamanna um bókmennt- ir bryddar upp á þeirri nýjung að stefna saman nokkrum rithöfundum á kvöldfund til að svara einhverri grundvallarspurningu, heyra vanga- veltur þeirra um efni sem ætla má að komi þeim við sem höfundum, og þar af leiðandi lesendum. Fyrsta spurningin er þessi: Bera rithöfundar siðferðilega ábyrgð? Spurningunni svara þau Guð- mundur Andri Thorsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Ólafur Gunnarsson. Fundurinn verður haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, fimmtudaginn 2. des- ember, og hefst kl. 20.30. 14-20. UM HELGINA Ýmislegt Gallerí gler og grjót Dagana 27. nóvember til 10. desem- ber næstkomandi mun Ólöf S. Davíðs- dóttir sýna verk sín í Gallerí gler og gijót, Vesturgötu 5,1. hæð,_ sem jafn- framt er vinnsutofa Ólafar. Ólöf vinnur úr gleri, málmum og einnig úr íslensku bergi. Sýndir verða skúlptúrar ásamt skartgripum og minni verkum. Skúlp- túramir eru samsettir úr steindu gleri, speglum og oft með ljósum og er efni- viðurinn valinn með það í huga að endurspegla margbreytileika íslenskr- ar náttúru. Skartgripirnir byggja oftar en ekki á Djúpalónsperlunni, en um hana segir Ólöf: „Uppruna Djúpalóns- perlunnar má rekja djúpt í iður jarðar, þar sem frumefni hennar brunnu í eldi undir Snæfellsjökli. Goskraftur þeytti steinefnunum upp í gegnum jökulinn, og það rann til sjávar þar sem það var sorfið af öldunni.“ Ólöf smíðar líka jafnvægissteina úr perlunni, en þeir leysa upp þunga tilveru hins íslenska skammdegis. Sýningin er opin alla dagana frá kl. 12-18. Listhúsið: Orn Ingi. Örni Ingi opnaði sýningu í Listhús- inu um síðustu helgi sem hann kallar Notalegl. Hér er um nytjalistaverk að ræða, en hann hefur notið aðstoðar Svavars Sverrissonar, járnsmiðs við útfærslu hugmynda sinna. Sýningunni lýkur 5. desember og er opin alla daga frá kl. 10-18. Á morgun, sunnudag, verður Drengjakór Laugarneskirkju með tónleika í Listhúsinu og er er öllum vekomið að hlýða á bá.______________ Myndlist Vatnshtamyndir eftir Svavar Nú stendur yfir sýning á verkum eftir Svavar Guðnason í sýningarsaln- um Önnur hæð að Laugavegi 37. Sýni- ingin er opin á miðvikudögum frá kl. 14-18 út desember. Til sýnis eru tlu vatnslitamyndir frá sjöunda áratugn- um, þ.e. frá síðasta megintímabili í list Svavars. Myndirnar eru I einkaeign Ástu Eiríksdóttur eftirlifandi konu listamannsins. Þær voru valdar af að- standendum sýningarsalarins í samráði við hana. Erró í Kringlunni Til 7. desember standa Landssam- tökin Þroskahjálp fyrir sýningu í Kringlunni á grafíkverkum eftir lista- manninn Erró. Sýningin er af verkum sem Erró gerði fyrir nokkrum árum og prýða nú ráðhúsið I Lille I Frakk- landi. Verkin lýsa sögu þeirrar borgar allt frá sjöundu öld til dagsins i dag. Grafíkverkin eru í eigu Landssamtak- anna Þroskahjálpar og eru jafnframt vinningar í Happdrættisalmanaki Þroskahjálpar fyrir árið 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.