Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 B 7 Hamrahlíðarkórinn á tónleikum og geisladiski Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur á nýjum geisladiski og tónleikum i Listasafni íslands í kvöld. Endurreisnartónlist og íslensk þjóðlög HAMRAHLÍÐARKÓRINN leitar aftur í aldir um þessar mundir, á tónleikum í Listasafninu í dag og á nýjum geisladiski. Diskurinn geymir íslensk þjóðlög í gömlum og nýjum raddsetningum. Oðru gegnir um tónleikana sem hefjast klukkan 20.30 í kvöld. Þar syngur kórinn veraldlega tónlist frá 16. og 17. öld á ensku, frönsku, it- ölsku, þýsku og Iatínu. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri segir að ástin, ýmist sem lífsgleði eða sálarkvöl, fylli madrigalana og kórfélag- ar ætli að undirstrika það með því að syngja við kertaljós íklæddir búningum sem minna á endurreisnartímann. Tónskáldin Morley, Bennet, Byrd, Marenzio og Di Lasso eru meðal höfunda madrigalanna sem sungnir verða á tónleikunum. Þar mun að auki einn kórfélaga, Arn- geir Heiðar Hauksson, leika á gítar dansa eftir endurreisnarmennina Dowland og Mudarra. Þorgerður segir madrigalinn eitt glæsilegasta tónlistarform endur- reisnarinnar. „Túlkun mannlegra tilfinninga var listrænt markmið endurreisnarmanna og aðalefni madrigalanna var ást og nátt- úrufegurð. í þessum söngvum var innihald orðanna tjáða markvissan og nærfærinn hátt. Stundum hefur lífsgleðin verið ráðandi, í Góðan daginn hjarta mitt er kona ávörpuð unaðslind, álfadís og uppreisnar- engill." íslensk þjóðlög á geisladiski Á nýjum geisladiski, sem fram- leiddur er af íslenskri tónverk- amiðstöð í samvinnu við Ríkisút- varpið, syngur Hamrahlíðarkórinn 31 íslenskt þjóðlag. Flest eru lögin úr safni séra Bjama Þorsteinsson- ar, í gömlum og nýjum raddsetn- ingum sem sumar hafa sjaldan heyrst. Hin elsta er eftir Emil Thoroddsen en nokkrar urðu til á síðasta vetri, skömmu áður en sungið var inn á diskinn í Lang- holtskirkju. Þorgerður kveðst ekki vita til að gefinn hafi verið út áður geisladiskur þar sem kór syngi ein- göngu íslensk þjóðlög. „Áuðvitað voru þjóðlögin ekki upphaflega sungin af margradda kór, en hér eru þau alveg „ópoppuð" í vönduð- um raddsetningum. Fyrir áhugafólk um íslenska tónlistarhefð er fengur að hljóm- plötum eins og þeirri sem gefin var út fyrir rúmum þtjátíu árum með þjóðlagasöng Engel Lund og síðar plötu með söng Guðrúnar Tómasdóttur. Nýi geisladiskurinn er okkar framlag í Hamrahlíðar- kórnum til þessa mikilvæga þáttar í menningu landsmanna. Textinn er ekki síður mikilvæg- ur en tónarnir í þjóðlögunum og oft hefur hann sennilega orðið kveikjan að laginu. Hvort heldur innblásinn trúartexti, viðkvæm ástarvísa eða gamankvæði. Allt er þetta að finna á diskinum.“ Með honum fylgir bæklingur sem hefst á grein um íslensk þjóð- lög eftir Jón Þórarinsson tónskáld. Síðan eru prentaðir þar textarnir við lögin auk skýringa á tilurð hvers lags. Textarnir fylgja líka á norsku og ensku. Eiginmaður Þor- gerðar, Knut 0degárd ljóðskáld, annaðist þýðinguna yfir á norsku en ensku þýðingarnar eru úr ýms- um áttum. Þ.Þ. Listadagskrá í Haílgrímskirlgu Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur 12. starfsár sitt á morgun, sunnu- dag, á fyrsta sunnudegi í aðventu, í Hallgrímskirkju kl. 17 með dag- skránni Mariá, móðirin skæra. Ásdís Egilsdóttir bókmenntafræðingur og Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur bregða ljósi á Maríu guðs- móður í samhengi aðventu og jóla. Lesið verður úr miðaldakveðskap og sýndar litskyggnur af myndlist erlendri og innlendri frá 12. - 16. öld. Mótettukór Hallgrímskirkju og Sverrir Guðjónsson kontratenór flytja tónlist sem tengist þessu efni, m.a. tónsetningar Lofsöngs Maríu og vers úr Lilju. Dagskráin María, móðirin skæra, tengir saman þijár listgreina, bók- menntir, myndlist og tónlist, en þeim er ætlað að birta Maríu í umhverfi aðventu og jóla. Valdir textar úr ís- lenskum miðaldabókmenntum og al- þjóðleg myndlist birta helstu við- fangsefni þessara listgreina úr lífi Maríu, frá boðun og fram til fæðing- arinnar. Tónlistin undirstrikar hug- hrif aðventunnar. Mótettukórinn syngur Lofsöng Maríu með gregorí- önsku tónlagi og í fimm radda mót- ettu Johans Eccard auk aðventu- sálmsins Nú kemur heimsins hjálp- arráð. Sverrir Guðjónsson kontrate- nór syngur valin vers úr Lilju Ey- steins Asgrímssonar og Ave María með fornu tónlagi. Dagskráin er fyrsta viðfangsefni 12. starfsárs Listvinafélags Hall- grímskirkju en starfsár miðast við kirkjuárið. Umfangsmikil dagskrá býður upp á á þriðja tug atriða, tón- leika og listkynninga. Nýja orgelið er fyrirferðarmikið í dagskránni en alls verða haldnir 11 orgeltónleikar. Tónlist aðventu og jóla Tónlist aðventu og jóla nefnist fræðsluerindi sem Hörður Áskelsson organisti flytur í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag kl. 10. Þetta er fyrsti sunnudagur í aðventu og helg- ast efni erindis Harðar af því. Hann mun ræða um tónlist aðventu og jóla með aðstoð Mótettukórs Hallgríms- kirkju sem mun syngja dæmi fyrir áheyrendur, auk þess sem þeim verð- ur gefinn kostur á að hlýða á æfíngu hjá kómum. Að erindinu loknu verð- ur guðsþjónusta þar sem Mótettukór- inn mun syngja. Prestur er sr. Karl Sigurbjörnsson. Sagnasafn eftir Sindra Freysson Bókaútgáfan Forlagið hefur gefíð út sagnasafnið Ósýnilegar sögur eft- ir Sindra Freysson. Þetta er fyrsta prósaverkið sem Sindri sendir frá sér en á síðasta ári kom út eftir hann ljóðabókin Fljótið sofandi konur. í kynnir.gu Forlagsins segir: „Frá- sögn er frestun dauðans. Sú forn- sanna hugsun verður áleitin við lest- ur þessara sagna. Ekki síður er les- andinn minntur á að saga er ævin- lega glíma við hendingu. Sú glíma tengir saman ólíkar sögur bókarinnar sem er í senn fasmikil og íhugul, alvörugefin og full af leik. Hér er húmorinn hvergi ódýr, alvaran hvergi leiðinleg. Sindri Freysson gerir víð- reist um lendur sagnalistarinnar, allt frá timbruðum sunnudagsmorgni í Reykjavík nútímans til dulúðugrar forneskju hins horfna stafrófs. Fáir íslenskir höfundar hafa byijað sagnaferil sinn með viðlíka tilþrif- um.“ Ósýnilegar sögur er 112 blaðsíð- Sindri Freysson ur. Þorri Hringsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð kr. 2.680. Garðar Cortes syngur í Gerðubergi Fágæti GARÐAR Cortes syngur á Ijóðatónleikum Gerðubergs í dag klukk- an fimm síðdegis. Jónas Ingimundarson leikur á píanó. Garðar segir að efnisskráin sé skemmtileg og hafi að geyma lög sem sjald- an heyrist eða hafi jafnvel aldrei verið sungin hér áður. Því gegn- ir um ljóðaflokk um Bangsimon og vini hans, Kristófer Orra, og aðra góðkunningja margra, bæði barna og fullorðinna. Þá syngur Garðar nokkrar ítalskar antík-aríur og íslensk lög sem eru fágæti á tónleikum. Það er hann raunar með vissum hætti sjálfur, hefur ekki komið fram á ljóðatónleikum í næstum tíu ár. Garðar og Jónas er líkast til óþarft að kynna, báðir hafa þeir verið svo mikilvirkir í íslensku tón- listarlífi. Garðar hefur um árabil starfað sem söngvari, kennari, kór- og hljómsveitarstjóri. Hann hefur verið driffjöður í stofnun og starfi Söngskólans í Reykjavík og íslensku óperunnar. Tónlistarnám stundaði hann á Englandi, Ítalíu og í Austurríki undir handleiðslu Joyce H. Allen, Linu Pagliughi og Helene Karusso. Landsmenn hafa á liðnum árum notið hæfileika Garðars í glæstum tenórhlutverk- um óperunnar og fjölmörgum kirkjulegum verkum svo getið sé um tvo meginþætti í söngferli hans. Höfundar íslensku sönglaganna sem hljóma í Gerðubergi í dag eru Jón Ásgeirsson, Jórunn Viðar, Páll ísólfsson og Þórarinn Jónsson. Lög Jóns heita „Litla mamma" og „Hefnd“, Jórunn samdi „Sönglað á göngu“ og „Vort líf, vort líf Jón Pálsson“, eftir Pál eru „Háfjöllin“ og „Þar myrkvast loft“ en Þórarinn er höfundur „Vögguvísu“ og „Fjól- unnar“. Antik-aríurnar eru frá 17. öld eftir þá Scarlatti, Lotti, Durante og Caldara. Þetta er að sögn Garð- ars barrokkmúsík hálfa leið að neopólítan-aríum, vinsælum aríum eða alþýðusöngvum. „Þannig er þetta ekki leiðinleg gömul músík, heldur skemmtileg, eitthvað sem hefur setið í hjörtum fólks.“ Garðar syngur ljóðaflokkinn um Bangsimon á ensku við texta höf- undar sagnanna, A. A. Milne. Jónas Ingimundarson Höfundur lagsins heitir Harold Fraser Simson. í efnisskrá tónleik- anna er prentuð þýðing textans alls á íslensku. Heiðurinn af henni á að vanda Reynir Axelsson. Miðasala á tónleikana er í versl- unum Eymundssonar og í menn- ingarmiðstöðinni sjálfri. Þ.Þ. ' Aðventutón- leikar Lúðra- sveitarinn- ar Svans Lúðrasveitin Svanur heldur að- ventutónleika sína í Langholts- kirkju sunnudaginn 28. nóvember kl. 17. Nýr stjórnandi tók við Lúðra- sveitinni Svani í byijun þessa starfsárs, Haraldur Árni Haralds- son skólastjóri tónlistarskóla Njarð- víkur. Þreytti hann frumraun sína sem stjórnandi Lúðrasveitarinnar á tónleikum í Þorlákshöfn 30. október sl. _ Á efnisskrá tónleika Lúðrasveit- arinnar Svans verða m.a. verk eftir Michiel van Delft sem heitir Fantas- ía on the old hundred, það mun vera fantasía um sálm frá 1551. Til aðstoðar Lúðrasveitinni verður Skólakór Garðabæjar undir stjórn Guðfinnudóru Ólafsdóttur. Á efnis- skránni má einnig nefna Ave verum corpus eftir Mozart, Fantasía um „Það aldin út er sprungið" eftir Albert Lortiz ásamt fleiri verkum að ógleymdum jólalögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.