Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 12

Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 Dottíð úr háum söðli ___________Bækur________________ Margeir Pétursson Jón Þ. Þór Kennslubók í manntafli. Skák og mát. 144 bls. Fjölvaútgáfan Reykjavík 1993. Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur að gefa út nýja kennslubók í skák á íslandi. Fyrir eru þegar vönduð verk á því sviði auk þess sem afar vandaðra vinnu- bragða er þörf. Fyrstu prentuðu leið- beiningarnar birtust í Spilabók Jó- sefs H. Grímssonar 1858, en Mjög lítill skákbæklingur eftir Daníel Will- ard Fiske kom út 1901. Pétur Zóp- hóníasson gaf svo út Kenslubók í skák 1906 og var það fyrsta eigin- lega byijendabókin. Arið 1958 sömdu síðan þeir Friðrik Olafsson og Ingvar Ásmundsson bókina Lærið að tefla sem varð afar vinsæl. Fljót- lega eftir heimsmeistaraeinvígið 1972 mun hún hafa selst upp. Einn- ig hafa komið út þýddar bækur, t.d. Skákkverið eftir rússneska stór- meistarann Averbakh sem er að verða uppselt og Æskan að tafii eft- ir Hollendinginn Barry Withuis, sem er sérstaklega ætluð til kennslu í skólum. Hún er enn til í nokkru upp- lagi hjá Námsgagnastofnun. Einnig eru til myndbandsspólur með skák- kennslu stórmeistaranna Helga Ól- afssonar og Jóns L. Árnasonar. Auk þessara byijendabóka hefur Tímaritið Skák gefíð út fjölmargar leiðbeiningabækur fyrir lengra komna á síðustu árum og er þar yfirleitt um vel vaidar þýðingar að ræða. Fjölvaútgáfan kynnir sitt nýja inn- legg á þessu sviði sem „alhliða skák- kennslubók“ og hefur m.a. gefið þá skýringu á útgáfunni að eldri bækur séu illfáanlegar og er mikið til í því. Það efni sem upprennandi skákmenn þurfa að kynna sér er reyndar svo yfirgripsmikið að það yrði enginn smáræðis doðrantur sem gerði því tæmandi skil. Að tala um „alhliða" kennslubók gefur lesandanum að mínu mati alltof mikiar væntingar um gagn það sem hann hefur af lestr- inum. Á bakhlið kápu er spurt: „Hvemig á ný kennslubók í skák að vera? Fyrir byijendur eða lengra komna?“ Þar spyr sá sem ekki veit því útkom- an er furðuleg. Fyrst er manngang- úrinn útskýrður, en síðan farið beint í skákbyijanir og miðtöfl. Sá sem er rétt búinn að læra mannganginn þarf allra síst á því að halda að læra strax hefðbundin byijanaafbrigði og nöfn þeirra. Né heldur er hann tilbú- inn í fínni þætti miðtaflsherfræði. Þessi óvenjulega uppröðun er vara- söm gagnvart bömum og unglingum sem eru að byija taflmennsku. Skiln- ingslaus utanbókarlærdómur á skák- bytjunum er algerlega fordæmdur af öllum reyndum þjálfurum. HUNDAKEXIÐ, barnabók eftir Einar Má Guðmundsson, er komin út. í kynningu útgefanda segir: „Maggi og Bjössi hafa að engu bönn mæðra sinna og leika sér í húsi sem verið er að byggja. í kynningu útgef- anda segir: „Hálfbyggð hús eru spennandi leiksvæði - en þar leynast líka margar hættur. Þeir vinimir lenda í háskalegu ævintýri, þar sem SÆNSKI textíllistamaðurinn Anna Lönnqvist sýnir verk sín og segir sögur sem þau eru byggð á í fundarsal Norræna hússins fimmtudaginn 2. desember kl. 20.30. Anna Lönnqvist er búsett á Vis- ingsö, sem er eyja í Váttem, næst stærsta vatni Svíþjóðar, en þar búa Hvar eiga þeir sem taka þessa bók alvarlega að læra aðferðina að máta með drottningu, máta með hrók, eða að veijast með kóngi gegn kóngi og peði? Varðandi það síðastnefnda er hið geysilega mikilvæga hugtak „andspæni" ekki útskýrt eða skil- greint í bókinni. Einfaldlega er skilið þannig við eitt dæmið að sagt er að staðan sé jafntefli „þa.r eð svartur heldur andspæninu". Ég efast um að nemandinn sé nokkru nær. Val höfundar á skákum í bókina er vandað og skýringar hans lipur- lega skrifaðar. Skákáhugamenn, sem ekki hafa lesið sér neitt til áður, hafa örugglega bæði gagn og gaman af henni, þótt hún standi ekki undir nafni sem kennslubók. Prentvillúr í skákbókum og skákdálkum eru óþol- andi og virðist bókin nærri alveg laus við þær, þótt stöðumyndir séu að vísu rangar á bls. 128 og 129. Þá er skákþraut merkt nr. 6 á bls. 139 eftir Gúrvitsj rangt uppstillt. Riddari á g7 á að standa á g4. Stöðu- myndirnar í bókinni em mjög margar og eru þær bæði stórar og skýrar sem er kostur. Sem kennslubók líður bókin mjög fyrir afar óhagstæðan samanburð við „Lærið að tefla". Nægirt.d. að benda á kafla um leikfléttur í báðum bókun- um. Friðrik og Ingvar byija á hnitm- iðaðri skilgre'iningu: „Fyrirfram ákveðin röð af þvingandi leikjum, sem gerðir eru í ákveðnum tilgangi, kallast leikflétta." Þetta er svo út- skýrt með skýrum afmörkuðum dæmum. Ég er hins vegar ekki viss um að nýgræðingur skilji við hvað er átt eftir að hann hefur lesið kafl- ann hjá Jóni Þ. Þór, þekkir t.d. tæp- lega muninn á fóm og leikfléttu. Þótt „Lærið að tefla“ hafi verið frábær bók var hún auðvitað langt frá því að vera fullkomin, má þar t.d. nefna kreddukenninguna um óskastöðuna. Þrátt fyrir alla sína galla hefur „Skák og mát“ Jóns Þ. Þórs það fram yfír þýddu bækurnar að vera skrifuð frá íslenskum sjónarhóli. Það er vissulega þörf á slíkri bók. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim 35 árum sem eru liðin frá því að Friðrik og Ingvar skrifuðu sína bók og þótt reglur skáktaflsins séu óum- breytanlegar hafa margar nýjungar komið fram. Ég hefði t.d. talið óhjá- kvæmilegt að geta skáktölva og skákforrita auk tölvugagnabanka í nýrri kennslubók og er mesta furða að í „Skák og mát“ skuli ekki vera nein heilræði um þau mál og þeirra að engu getið. Samkvæmt stigalista Skáksam- bands íslands hefur Jón Þ. Þór 2.100 skákstig, er í 76.-77. sæti íslenska listans og tefldi síðast á mótL 1989. Hann varð bréfskákmeistari íslands 1985. Hann er því góður skákmaður en þarf auðvitað að leggja sérstaka aiúð við tæknilega þætti kennslubók- ar. Nokkuð virðist á það skorta. reynir á styrki þeirra og þor. En Bjössi er fær í flestan sjó, enda borð- ar hann hundakex." Útgefandi er Almenna bókafélag- ið. Bókin er skreytt fjölda litmynda eftir Erlu Sigurðardóttur. Erla mynd- skreytti einnig fyrstu barnabók Ein- ars Más, Fólkið í steinunum, sem kom út 1992. Bókin er um 56 blaðsíð- ur, prentuð hjá Prentsmiðju Áma Valdemarssonar og kostar 1.295 krónur. um 800 manns. Hún á ættir sínar að rekja til þessarar eyjar og hefur lengi haft óþijótandi áhuga á sögu hennar og sækir þangað efniviðinn í verk sín. Anne Lönnqvist verður einnig með dagskrá sunnudaginn 5. desember kl. 14 og er hún sérstak- lega ætluð bömum. Aðgangur er ókeypis. Jón Þ. Þór Ekki verður hjá því komist að telja upp nokkra hnökra sem blasa við: I dæmi um sáraeinfalt peðsenda- tafl á bls. 85 sem virðist frumsamið er svartur sagður eiga aðeins einn leik sem tryggi honum jafntefli. Það þarf þó ekki mikinn sérfræðing til að sjá að hann á a.m.k. þijá aðra leiki sem halda auðveldlega jöfnu. Á bls. 89 segir höfundur um enda- taflið drottning gegn peði að drottn- ingin vinni oftast nema peðið sé kom- ið upp á 7. reitaröð á endalínu og það sé stutt af kóngi. Honum virðist ókunnugt um að peð á c- eða f-línun- unum gefur ekki síður færi á jafn- tefli. Á bls. 90 segir: „gegn kóngi og biskupi eða riddara vinnur drottingin alltaf, en hrókur getur veitt meiri mótspyrnu, þótt drottningin vinni í sumum tilfeilum." Þetta gefur al- ranga mynd af endataflinu drottning gegn hrók, sem er næstum alltaf unnið. Skákreglurnar eru ekki tæmandi . taldar. Það vantar t.d. að nefna 50 leikja jafnteflisregluna og að krefjast megi jafnteflis komi sama staðan upp þrisvar. Á bls. 77 er sagt að sem svar við biskupsbragðinu 1. e4 — e5, 2. f4 — exf4, 3. Bc4 sé 3. — Dh4+ nú talinn slæmur leikur. Þetta er rangt, fræði- menn telja þá leikaðferð jafna taflið rétt eins og 3. — Rf6. Ótrúlegasta vitleysan kemur þó á bls. 112 í kaflanum „Þátttaka íslend- inga í heimsmeistarakeppni". I lok kaflans heldur höfundur því fram að ' eftir að Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Karpov 1989 hafi íslendingum ekki tekist að komast í millisvæða- eða áskorendamót. Eins og allir skákáhugamenn vita þá áttum við fulltrúa bæði á millisvæðamótunum 1990 og 1993. Að mörgu öðru má finna. Á bls. 98 er t.d. talað um „ósamlita bisk- upa“ en þar á höfundur við það sem á íslensku hefur ávallt verið nefnt „mishtir biskupar". Þótt kaflinn um hróksendatöfl sé snubbóttur sér höf- undur samt ástæðu til að byija hann á óvenjulegustu undantekningunni frá öllum reglum, þ.e. að stakt peð vinni gegn hrók. I upptalningu á skákbyijunum á bls. 50 minnist höfundur á „íslenska leikinn" sem hann segir að aulabyij- unin 1. h4 hafí verið nefnd í gamni. Þetta hef ég ekki heyrt áður en fyrst höfundi er svona mikið í mun að kenna eitthvað við ísland hefði hann átt að minnast á íslenska bragðið í Skandinavískri vörn: 1. e4 — d5, 2. exdð — Rf6!?, en þá nafnbót á þessa fremur vafasömu peðsfórn má þakka ungu skákmönnunum Hannesi Hlíf- ari Stefánssyni og Þresti Þórhalls- syni; Af öllu þessu er ljóst að höfundin- um hefði látið mun betur að tak- marka sig við útgáfu vel valins skákasafns með alþýðlegum skýring- um. Að bæta mannganginum inn í auk nokkurra byrjendaleiðbeininga virðist fyrst og fremst gert til að geta selt hana til stærra hóps og það á hæpnum forsendum. Um þetta má e.t.v. frekar kenna forlaginu en höf- undinum. Honum er gerður slæmur grikkur með þvf að kalla þetta al- .hliða kennslubók. Það alvarlegasta við útgáfuna er að hún gæti tafíð það að talið verði hagkvæmt að gefa út nýja alvöru kennslubók sem tekur mið af reynslu íslenskra skákkennara og víkur að tölvunni sem hjálpartæki. Bamabók eftir Ein- ar Má Guðmundsson Norræna húsið Sýnir verk og segir sögur Listasafn Signrjóns Ólafssonar Myndband um and- litsmyndir Sigurjóns ÞESSIR kollóttu steinar nefnist myndband um andlitsmyndir Sig- urjóns Olafssonar myndhöggvara sem komið er út á vegum Sigur- jónssafns. Myndin var unnin í tengslum við yfirlitssýningu á portrettmyndum sem haldin var í safni hans árið 1991. Hún er að hluta byggð á viðtali sem Erlingur Jónsson, aðstoðarmaður Siguijóns um nokkurt skeið, tók við listamanninn árið 1980. Þetta viðtal er grunnurinn sem myndin hvílir á og á að auka skilning á vinnuaðferð- um Siguijóns við gerð andlitsmynda. Höfundar handrits eru: Auður Ól- afsdóttir, Birgitta Spur, Sólveig Ge- orgsdóttir og Ólafur Rögnvaldsson. Kvikmyndatöku annaðist Ólafur Rögnvaldsson, Ax hf. Myndin er til sölu í Listasafni Sigurjóns á Laugar- nesi og kostar 1.200 krónur. Ný skáldsaga eftir Baldur Gunnarsson Með mannabein í maganum heit- ir ný skáldsaga eftir Baldur Gunnarsson. Þetta er sjómanna- saga sem styðst við reynslu höf- undar og gerist um borð í síðu- togara. í kynningu forlagsins segir að skáldsagan sé „átakasaga sem ger- ist í jólamánuðinum og segir fyrst frá skarkinu á miðunum og síðan frá sölutúr til þýskrar hafnar, Bremerhaven. Þeir lenda í illviðri, en aðallega er þetta lýsing á hafróti í sál og sinni áhafnarinnar þar sem per- sónulegur rígur blossar upp og.fær sviplegan endi“. Utgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 160 blaðsíður. Kápu- mynd gerði Jean Posocco. Bókin er famleidd í G. Ben. prentstofu. Hún kostar 2.980 krónur. Baldur Gunnarsson Ljóðabókin Fjarlægðir eftir Eirík Brynjólfsson Eiríkur Brynjólfsson hefur sent frá sér ljóðabókina Fjarlægðir. Þetta er fjórða ljóðabók höfund- ar en hann hefur einnig gefið út smásagnasöfn. Síðasta bók hans var Dagar uppi sem kom út 1989. Fjarlægðir skiptist í nokkra kafla. Fyrsti kaflinn heitir Ljóð úr óvissri fjarlægð, annar kaflinn heitir í þorpinu okkar og sá þríðji Munaljóð. Þá er ljóðið Samtal í eldhúsi. Næstsíðasti kaflinn heitir Vandinn að vera maður. Síðust eru Grænlandsijóð. Utgefandi er Orðhagi sf. Bók- in er prentuð í Offsetfjölritun. Hún er 82 blaðsíður. Kápuljós- mynd er eftir Ivar Brynjólfsson. Forlagsverð er 1.500 krónur. Eiríkur Brynjólfsson Skáld gefa lesendum bók Ljóðasafn 50 skálda gegn bókaskatti VÖRÐUR nefnist Ijóðasafn sem komið er út á vegum Rithöf- undasambands Islands. í safninu eru ljóð eftir um 50 skáld og rithöfunda á ýmsum aldri, flest þeirra áður óbirt, og er bókinni dreift sem gjöf til lesenda. Rit- nefnd skipuðu Sveinbjörn I. Baldvinsson, Ingibjörg Haralds- dóttir og Hjörtur Pálsson sem öll sitja í sljórn Rithöfundasam- bandsins. Bókin er prentuð í Odda. Ljóðasafnið er liður í í mótmæla- aðgerðum rithöfunda gegn bóka- skatti. I formála skrifar formaður Itithöfundasambandsins, Þráinn Bertelsson, m. a. eftirfarandi: „Fyrsta júlí síðastliðinn voru rofin grið á íslenskum bókmennt- um en þá tók gildi lagasetning um bókaskatt, og þarf ekki að rekja hér aðdragandann, en flestum mun í fersku minni hversu staðráðin stjórnvöld voru í að daufheyrast við rökum og varnaðarorðum allra þeirra þúsunda sem létu þetta mál til sín taka, einstaklinga jafnt sem félaga og félagasamtaka með Rit- höfundasamband , Islands og Bandalag íslenskra listamanna í fararbroddi.“ Ljóðasafnið Vörður er ekki verð- lagt því að með því móti er komist hjá að greiða af því skatt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.