Morgunblaðið - 02.12.1993, Page 18

Morgunblaðið - 02.12.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 íslensk menning og ferðaþjónusta eftir Úlfar Bragason Alþingi samþykkti í vor svo- feilda þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkissjóði að skipa fimm manna nefnd til að setja fram hugmyndir og tiilögur um það hvernig nýta megi sögu þjóðarinn- ar, sögustaði, þjóðhætti, verk- menningu og bókmenntir til að efla og bæta ferðaþjónustu innan lands.“ Flutningsmenn tiliögunnar voru þingkonur Kvennalistans. í greinargerð með henni benda þær á að þjónusta við ferðamenn, inn- lenda jafnt og erlenda, sé vaxandi atvinnugrein hér á landi. Erlendum ferðamönnum sé hins vegar frekar kynnt náttúra landsins, ekki síst óbyggðir, en ellefu hundruð ára saga þjóðarinnar og menning hennar. Þessu vilja þær breyta. Jafnframt verði þekking okkar ís- lendinga sjálfra á sögu okkar og menningu aukin með námskeiðum, ferðum á söguslóðir, sögusýning- um o.fl. Samþykkt þessarar þingsálykt- unar er fagnaðarefni enda eru hnýttar saman í henni þörfín fyrir almenna fræðslu íslendinga um sögu sína og menningu og kynning á landi og þjóð fyrir útlendingum. Auk þess er þar fundinn samnefn- ari fyrir þá menningarkynningu sem menntamálaráðuneytið og stofnanir, er undir það heyra, hafa staðið fyrir án vonar um beinan hagnað, upplýsingamiðlun utanrík- isráðuneytisins til kynningar og vamar málstað þjóðarinnar og auglýsingamennsku ferðaþjón- ustunnar, sem ætlað er að skapa atvinnu og afia fjár, og samgöngu- ráðuneytið hefur styrkt á ýmsa lund. í tilefni af 50 ára afmæli lýð- veldisins á næsta ári væri full þörf á því að sögu- og sjálfsvitund þjóðarinnar yrði rædd og krufin. Jafnframt þyrfti að gera gangskör að því að kynna merkustu menn- ingarverðmæti okkar betur fyrir þjóðinni og öðrum þjóðum, ekki síst bókmenninguna. Snorri Stur- luson var merkastur nafnkunnra miðaldahöfunda hér á landi og líta má á ritstörf hans sem tákn fyrir bókmenntaarfinn. Til að efla vit- und landsmanna um þennan arf og kynna miðaldabókmenntir okk- ar fyrir útlendingum mætti leggja áherslu á ævistarf Snorra, sögu- staði tengda nafni hans og þau bókmenntaverk sem hann víslega átti hlutdeild í að semja. Efling Reykholtsstaðar Ljúka þyrfti byggingu Snorra- stofu í Reykholti og koma þar fyr- ir bókasafni staðarins og sýningu sem gerði skrifum Snorra Sturlu- sonar og bróðursona hans, Sturlu og Ólafs Þórðarsonar, skil. í sýn- ingarsal milli Snorrastofu og nýju kirkjunnar ætti að setja upp sýn- ingar sem minntu á forn afrek ís- lendinga, landafundi, landnám, lagasetningu og samfélagsskipu- lag. Þá þyrfti að gera myndband um sögu staðarins til sýningar ferðamönnum þar. Um helgar ætti að lesa upp úr verkum Snorra og annarra borgfirskra skálda og segja frá þeim. í Reykholti væri einnig eðlilegt að bjóða íslending- um jafnt og útlendingum að taka þátt í stuttum námskeiðum um miðaldabókmenntir og sögu og tengsl fortíðar og nútíðar. Þá væri ekki úr vegi að halda fræðaþing í Reykholti um Borg- firðingasögur, verk Snorra og Sturlungaöldina. í ágúst sl. stóð Stofnun Sigurðar Nordals að Hrafnkötluþingi á Egilsstöðum. Sóttu það jafnt fræðimenn og leik- menn, heimamenn og aðkomufólk. Var Hrafnkels saga þar krufin og farið um söguslóðir í Hrafnkelsd- al. Þetta þing gæti orðið fyrirmynd að öðrum slíkum annars staðar á landinu og þá ekki síst í Reyk- holti. En stofnunin hefur þegar gengist fyrir einni Snorrastefnu í Reykjavík þar sem rætt var um Snorra-Eddu og heiðna trú. Stofnun Sigurðar Nordals veitir útlendingum svonefnda Snorra- styrki til að dveljast hér á landi í þrjá mánuði hið skemmsta til að vinna að rannsóknum á íslensku máli og menningu, þýðingum úr íslensku eða til að skrifa um land og þjóð. Einhvetjir styrkþeganna myndu ef til vill kjósa að dveljast í Reykholti í framtíðinni ef stofnunin fær tillögurétt um ráð- stöfun fræðimannsíbúðar í Snorra- stofu eins og rætt hefur verið um. Brýnt er að rannsaka fornleifar í Reykholti með því að grafa upp bæjarhúsin. Könnun á bæjarstæð- inu hefur verið gerð en fé hefur skort til viðamikilla fomleifarann- sókna. Ljóst er að þær mundu færa okkur nýjan fróðleik um byggð í Reykholti. Um leið yrði staðurinn athyglisverðari heim að sækja en áður bæði fyrir fræði- menn og allan almenning. Ferðir um söguslóðir Stjórn Markaðsráðs Borgamess og Ferðamálasamtaka Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hafa nú ákveð- ið að styrkja sögu- og bókmennta- ímynd héraðsins. Ferðamálasam- tökin vinna að söfnun heimilda fyrir sérstakt sögukort yfir héraðið sem mun koma út snemma næsta vor. Kortinu er ætlað að verða nokkurs konar vegahandbók í bók- menntum og sögu og á að vanda til þess sem best er kostur. Mark- aðsráð Borgarness skipulagði gönguferðir með leiðsögn um sögu- Úlfar Bragason „Vonandi skipar ríkis- stjórnin fljótt nefnd þá sem ályktun alþingis fól henni að koma á fót til að setja fram hugmynd- ir og tillögur um tengsl ferðaþjónustu við ís- lenska sögu og sögu- staði.“ slóðir Eglu í Borgarnesi á liðnu sumri. Þarft væri að fleiri göngu- leiðir um sögustaði í héraðinu yrðu merktar og annars konar ferðir á söguslóðir einnig skipulagðar, jafnvel á hestum. Fjölmargir ís- lendingar dveljast í sumarhúsum í Borgarfirði og fengju þeir með þessu móti gott tækifæri til að kynnast sögu sinni og bókmennt- um á staðnum. Héraðið fengi auk þess annað aðdráttarafl fyrir útlendinga en náttúrufegurðina. Margir ensku- mælandi menn hafa t.d. lesið bók rithöfundarins Willams Morris, Journals of Travel in Iceland (Dagbækur úr íslandsferðum 1871-1873), og jafnvel farið í fót- spor þessa mikilvirka þýðanda fomsagnanna. En hann þýddi m.a. Heimskringlu á ensku ásamt Eiríki Magnússyni bókaverði. Væri jafn- vel unnt að skipuleggja ferðir með bók Morris að leiðarljósi. Útgáfur fornrita og þýðingar Nú er unnið að nýrri fræðilegri útgáfu á Heimskringlu en góðar útgáfur eru til af henni fyrir al- menning. Þörf væri á nýrri fræði- legri útgáfu á Snorra-Eddu þótt hún sé til í nokkrum handhægum útgáfum handa almennum lesend- um. Þá á fólk greiða leið að Borg- firðingasögum í íslenskum fornrit- um og útgáfu Svarts á hvítu. En lyfta þyrfti grettistaki í kynningu á fornbókmenntum erlendis. Þótt þær séu víða kunnar og haldi á loft menningu íslendinga í heimin- um eru margar þýðinganna sem erlendir lesendur hafa kynnst þeim í alls ekki nógu góðar. Sú hugmynd hefur komið fram að íslenska ríkið standi að kynn- ingu íslenskra bókmennta á ensku með ritröð sem kölluð yrði Iceland- ic Classics. í þeirri ritröð yrði gef- in út íslensk öndvegisrit, forn og ný, í vönduðum þýðingum með yfirgripsmiklum formála og jafnvel skýringum. Ef ríkisstyrkurinn væri ríflegur þyrfti ekki að selja bæk- urnar dýrt og þannig gætu þær farið víða og aukið þekkingu á ís- lenskum bókmenntum í heiminum. Væri 50 ára afmæli lýðveldisins gott tiiefni til að hleypa slíkri ri- tröð af stokkunum, t.d. með útgáfu á helstu verkum Snorra Sturluson- ar. Vonandi skipar ríkisstjórnin fljótt nefnd þá sem ályktun alþing- is fól henni að koma á fót til að setja fram hugmyndir og tillögur um tengsl ferðaþjónustu við ís- lenska sögu og sögustaði. Jafn- framt væri óskandi að Þjóðhátíðar- nefnd 50 ára lýðveldis á íslandi taki til athugunar efni ályktunar- innar. Það vill oft brenna við að lítið verður úr framkvæmdum í kjölfar ályktana alþingis. En þing- sályktunin um ferðaþjónustu og íslenska menningu hreyfir máli sem margir geta sameinast um framkvæmd á. Engum blöðum er um það að fletta að allir ferða- menn, innlendir sem útlendir, munu hafa gagn og gaman af ferðaþjónustu tengdri menningu og sögu okkar. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Virkar öldrunarlækningar for- senda eðlilegs reksturs sjúkrahúsa - segir Raymond Tallis, enskur sérfræðingur í öldrunarlækningum ENSKUR prófessor í öldrunarlækningum, Raymond Tallis, var staddur hérlendis fyrir skömmu og hélt m.a fyrirlestur á Borgar- spítala um öldrunarlækningar við bráðaþjónustusjúkrahús, en B-álma spítalans fagnar 10 ára afmæli á þessu ári. Tallis segir virka öldrunarlækningaþjónustu nauðsynlega vegna þess að fjölg- un aldraðra sjúklinga sé stöðug, bæði bókstaflega og einnig sem hlutfall af innlögðum sjúklingum, en einnig verði að koma til móts við vandamál þessara sjúklinga nægilega snemma því að annars verði sjúkrahúsin óstarfhæf vegna hinna mörgu sjúkra- rúma sem fyllast þegar þessir sjúklingar streyma inn. „Ef starf- semi á sviði öldrunarlækninga er ekki fullnægjandi geta sjúkra- húsin ekki starfað eðlilega," segir Tallis. Tallis er prófessor við Háskói- ann í Manchester í Englandi og starfar sem sérfræðingur við Hope Hospital í Salford sem er skammt fyrir utan Manchester. Þar er ein stærsta miðstöð öldrun- arlækninga í Englandi, en öidrun- arlækningar eru ein yngsta sér- grein lyflæk'ninga og aðeins um þrír áratugir síðan þær komust á skrið. Tallis beitir sér aðallega í lyíjameðferð aldraðra og lausn vandamála þeim samfara, tauga- sjúkdómum og endurhæfíngu. „Öldruðum fer ört fjölgandi í öll- um þróuðum löndum — þar á meðal íslandi — vegna árangurs- ríkrar notkunar lyfja ásamt auknu hreinlæti og bættu mataræði sem hefur lengt lífdægur manna," seg- ir Tallis. „Helsti munurinn á göml- um sjúklingum og ungum er sú líffræðilega hrörnun eða hrum- leiki sem einkennir fyrri hópinn, sem þýðir að hæfni líkamans tii að bregðast við sýkingu, sjúkdóm- um og margvíslegum áföllum minnkar mikið. Afleiðing þessa er að áhrif sjúkdóma eru marg- föld á líkamann miðað við það sem eðlilegt er. Þeir þurfa því ekki aðeins öflugri bráðameðhöndlun heldur einnig sérstaka meðferð og endurhæfingu tii að komast á ról að nýju." Hann segir að eldri sjúklingar séu oft á tíðum hijáðir af fleiri sjúkdómum í einu en yngra fólk og margir þessara sjúkdóma séu krónískir. Helstu þrálátu eða ólæknandi sjúkdómar fylgi raunar ellinni í flestum tilvikum, s.s. gigt, æðakölkun sem leitt getur til hjartastöðvunar, þvagleki, alzhei- mer o.s.frv. Hann segir sérstakra aðferða þörf í öldrunarlækningum til að nálgast vandamál af þessum toga og einnig til að bregðast við sértækum þáttum sem skjóta oft upp kollinum hjá öldruðum, t.d. glöpum, svima, óráði og jafnvæg- isleysi, sem leiða til að fólk hras- ar. Vegna þessara mörgu vand- kvæða í öldrunarlækningum sé samvinna allra hlutaðeigandi aðila í heilsugæslunni mjög mikilvæg; öldrunarlæknar þurfi augljóslega að leggja sig fram en vinna einn- ig náið með hjúkrunarfræðingum, sjúkra- og iðjuþjálfum, félags- ráðgjöfum o.fl. „Markmiðið er ekki að tryggja fólki endalaust líf — ódauðleiki er ekki á starfsáætl- un okkar — heldur að gera líf þess eins gott og hugsast getur þangað til það fellur frá. Auka ekki endilega árum við lífið heldur lífí við árin — þótt hvort tveggja sé æskilegt,“ segir Tallis. Forvarnir mikilvægastar til að halda kostnaði niðri Tallis segir að öldrunarlækn- ingar þyki kostnaðarsamar og al- geng rök manna þegar hvatt er til niðurskurðar á því sviði séu að ekki eigi að veija jafn miklum fjárhæðum til áð viðhalda heilsu þeirra sem hættir eru vinnu og leggja því minna af mörkum til efnahagslífsins en heilsu þeirra sem yngri eru. Til skamms tíma hafi lítt verið komið til móts við þarfír gamals fólks, meðal annars varðandi lyfjagjöf, og sinnuleysið gjarnan skýrt með því að sjúk- dómar sem eflast í ellinni stöfuðu „bara af elli“ eða væru „ólækn- andi“. Enn eimi eftir af þessu við- horfi, en það sé þó á undanhaldi í mörgum löndum sem hafí komið á fót skipulögðum öldrunarlækn- ingum og stuðlað að menntun ein- staklinga á því sviði. Hann segir þó áríðandi að halda kostnaði í iágmarki á sama tíma og þjónust- an sé í hámarki, og nefnir ýmsar leiðir til að svo megi verða. „Fo.r- varnir eru mikilvægastar, það er ódýrara að koma í veg fyrir t.d. ’ hjartaslag en að meðhöndla þann sem það fær eftir á,“ segir Tallis, „í öðru lagi, ef einhver veikist af sjúkdómi eins og t.d. gigt, þá reynum við að koma í veg fyrir að mönnum hraki enn frekar og verði kannski varanlega örkumla með tilheyrandi jtjáningum og kostnaði. I þriðja lagi er þörf á gaumgæfilegu mati og meðhöndl- Morgunblaðið/RAX Raymond Tallis un á vandamálum í samræmi við einstaklingsbundnar þarfir hvers sjúklings, því mikið af kostnaði við meðferð stafar af rangri með- ferð, einkum lyfjameðhöndlun. Aldraðir bregðast vel við réttri lyfjameðferð en eru afskaplega viðkvæmir fyrir rangri lyfjameð- ferð, og það kostar bæði einstakl- inga og hið opinbera mikil fjárút- lát. Því er einkar mikilvægt að koma í veg fyrir mistök á því sviði. Að síðustu er nauðsynlegt að samstilla þær aðferðir sem við höfum yfir að ráða, því það er ekkert dýrara en að nota ekki eða misnota þá möguleika sem til eru,“ segir Tallis. I I I I K I I I I I 1 I I í [

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.