Morgunblaðið - 02.12.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
21
Katrín Pálmadóttlr
Kennitala 123456-7899
Tékkaábyrgðarnúmer
0101-003274
UNDIRSKRIFT r AUTHORIZED SIGNATURE
? Kortið má sá sinn nota seir. þaö er geffð út á, i sawæmi vfö
§ gildandi reglur. Fínnandi er beð nn að skila því til nœsta úlibOs-
y II Ihe card is found please reUwm ít to the nearest bank
Gildir út
Expires end of
09/96
KORTIÐ ER EIGN BANKANS/SPARISJÓDSINS - MISNOTKUN VARÐAR VIO LÖG
Kortin útbúin
DEBETKORTIN eru útbúin í þessari vél í Reiknistofu bankanna. Á
innfelldu myndinni er sýnishorn af korti.
Neytendasamtökin um GATT-tilboð
Hagsmunir neytenda
fyrir borð bomir
STJÓRN Neytendasamtakanna krefst þess að GATT-tilboð ríkissljórn-
arinnar verði túlkað þannig að fullt tillit verði tekið til hagsmuna
neytenda en ekki aðeins hagsmuna framleiðenda búvara. Telur stjórn
samtakanna að miðað við tilboð ríkisstjórnarinnar sé ljóst að landbúnað-
arráðherra ætli að túlka væntanlegt GATT-samkomulag eins þröngt
og mögulegt er, og þannig eigi að sniðganga eins og kostur er hags-
muni neytenda til að vernda hagsmuni framleiðenda.
Neytendasamtökin telja að þau
tollaígildi sem tilboð ríkisstjórnarinn-
ar gerir ráð fyrir að leggist á innflutt-
ar búvörur séu of há og talnaleikur
landbúnaðarráðherra í sambandi við
stuðning stjórnvalda við landbúnað
kalli á að gerð verði opinber rann-
sókn til að leiða hið sanna í ljós.
Samkvæmt tilboði ríkisstjórnarinnar
verður áfram aigjört innflutnings-
bann á hráu kjöti, eggjum og mjólk
til að vernda íslenskan bústofn, en
að mati Neytendasamtakanna er hér
um að ræða tæknilegar viðskipta-
hindranir, og til að stöðva slíkan inn-
flutning þurfí að koma vísindaleg rök
sem sýni fram á að hætta sé á ferð-
um vegna innflutnings frá ákveðnum
svæðum. Þá telja Neytendasamtökin
það óviðunandi fyrir neytendur að í
tilboðinu skuli ísland áskilja sér rétt
til að beita magntakmörkunum á
innflutning vara sem eru undir fram-
leiðslustýringu hér á landi.
------»■ ♦■■■«--
Hafnarfjörður
A slysadeild
eftir árekstur
KONA var flutt á slysadeild eftir
árekstur tveggja bíla á mótum
Flatahrauns og Hafnarfjarðar-
vegar í fyrrakvöld. Að sögn lög-
reglúnnar voru meiðsli hennar
ekki talin alvarleg.
Umferðarljós eru á gatnamótun-
um þar sem áreksturinn varð, en
ekki er ljóst hvorum bílnum var
ekið yfir á rauðu ljósi.
Leiðrétting
Rangar tölur um tap
í innanlandsflugi
í frétt í blaðinu í gær um umræð-
ur á Alþingi um erfiðleika í innan-
landsflugi voru missagnir í frásögn
af ræðu Halldórs Blöndal samgöngu-
ráðherra og ranglega haft eftir hon-
um að áætla mætti að tap í innan-
landsfluginu á þessu ári yrði nálægt
300-400 millj. kr. Samgönguráð-
herra sagði í ræðu sinni að menn
væru kannski að tala um 200-300
millj. kr. Orðrétt sagði Halldór í
ræðu sinni: „Ég geri mér ekki grein
fyrir því hvernig staðan er á þessu
ári. Ég hef ekki um það nýjar tölur
og hef ekki séð milliuppgjör sem
ugglaust hafa verið gerð á innan-
landsfluginu. Það liggur á hinn bóg-
inn alveg ljóst fyrir að við erum þar
að tala um kannski 200-300 milljón-
ir króna ef við getum miðað við þær
tölur sem hafa verið á liðnum árum.
Má þó vera að þar sé um lægri tölur
að fræða vegna þess að ýmsum
kostnaði hefur verið velt af atvinnu-
rekstrinum einmitt á þessu ári, en
hitt er auðvitað laukrétt að með því
að virðisaukaskattur verður lagður
á fólksflutninga á næsta ári, þá hlýt-
ur að þyngjast róðurinn. Það hefur
verið gerð úttekt á því hvaða áhrif
virðisaukaskatturinn muni hafa eða
sú úttekt er kannski í burðarliðnum.
Ég hef ekki fengið hana í hendur
en það er verið að vinna að úttekt
á því og geri ég ráð fyrir að hún
muni liggja fyrir nú innan skamms,"
sagði Halldór. Er beðist velvirðingar
á mistökunum.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Framtíð Smjörlíkis hf. mikilli óvissu háð
Fyrirtækið verð-
ur að auka hlutafé
um 120 milljónir
Davíð Scheving Thorsteinsson kveðst eiga fyrir fyrri greiðslu
til lánardrottna, samkvæmt nauðasamningi, eða um 25 milljónir
í GÆR, þann 1. desember átti að renna út sá frestur sem Davíð
Scheving Thorsteinsson, framkvæmdasljóri Smjörlíkis hf. hafði
til þess að útvega 120 milljóna króna nýtt hlutafé, vegna samn-
inga við lánardrottna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
telja helstu lánardrottnar Smjörlíkis að Davíð hafi tekist að út-
vega hlutafjárloforð fyrir um helming þessarar upphæðar, eða
nálægt 60 milljónum króna, en þar sem Héraðsdómarinn í Reykja-
vík samþykkti með stimpli sínum þann 22. nóvember nauðasamn-
inga þá sem fyrirtækið gengur til, við lánardrottna sína, má segja
að frestur Davíðs til þess að útvega nýtt hlutafé, framíengist, ef
aðilar ná samkomulagi um endurnýjun rekstrarsamnings.
Helstu lánardrottnar Smjörlíkis
og Smjörlíki hf. gerðu í sumar með
sér rekstrarsamning til 1. desem-
ber, sem var skilyrtur á þann veg
að fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu og hlutafjársöfnun nýs hluta-
fjár upp á 120 milljónir króna yrði
lokið fyrir gærdaginn.
Takist samningar milli lánar-
drottna og Smjörlíkis hf. um fram-
lengingu rekstrarsamnings, sem
mun skýrast nú næstu daga, fram-
lengist fresturinn sem Davíð hef-
ur, að hluta til, til 22. desember,
þegar greiða ber lánardrottnum
fyrri greiðslu að upphæð um 25
milljónir króna og að hluta til í 90
daga eftir það, eða fram til 22.
mars á næsta ári, þegar greiða ber
síðari greiðslu til lánardrottna,
einnig um 25 milljónir króna. Dav-
íð Scheving sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hann væri
ekki í nokkrum vafa um að tilskil-
in hlutafjáraukning næðist fyrir
22. mars, svo fremi sem unnið
verði að málinu af heilindum af
öllum aðilum.
„Ég er með tilboð frá Bandaríkj-
unum fyrir allri hlutafjáraukning-
unni, 120 milljónum króna, en til-
boðið er skilyrt á þann veg, að það
er ekki víst að það sé aðgengilegt.
Auk þess er ég að bytja í viðræðum
við breskan hóp, bandarískan og
einn islenskan, sem gæti hugsað
sér að starfa hvort sem er með
Bretunum eða Bandaríkjamönnun-
um eða báðum,“ sagði Davíð.
Mjög arðbært fyrirtæki
„Ef við hjá Smjörlíki hf., lánar-
drottnar og aðrir vinnum saman
að þessu máli af heilindum, þá
verður það ekkert vandamál að ná
þeirri hlutafjáraukningu sem að
er stefnt, fyrir 22. mars næstkom-
andi. Um það er ég sannfærður.
Þetta fyrirtæki er mjög arðbært
og er vinsælasta fyrirtæki lands-
ins. Við höfum náð feikilega góðum
árangri með nýja ávaxtasafann
okkar, Brassann. Við seljum um
150 þúsund lítra af honum á mán-
uði, og ég bendi á, að hann hefur
bara tekið markaðshlutdeild frá
innflutningi,“ sagði Davíð Schev-
ing Thorsteinsson.
Helstu iánardrottnar Smjörlíkis
hf. eru íslandsbanki, Iðnlánasjóð-
ur, Iðnþróunarsjóður og Glitnir hf.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins komu þessir fjórir aðilar
ávallt fram sem ein heild, í undir-
búningi að nauðasamningum við
Smjörlíki hf.
Ekki munu allir lánardrottnar
hafa búist við því, að stimpill Hér-
aðsdómarans fengist á nauða-
samningana, án þess að skilyrðið
um nýtt hlutafé hefði verið upp-
fyllt, en það mun viðtekin venja,
að ef engir hagsmunaaðilar mót-
mæla, að veita slíkan stimpil.
Því eru málefni Smjörlíkis hf.
nú formlega komin inn í farveg
nauðasamninga, og verður fyrir-
tækið að greiða fyrri greiðslu til
lánardrottna, um 25 milljónir
króna, innan 30 daga frá því stimp-
ill Héraðsdómara var settur á
nauðasamningana, eða 22. desem-
ber næstkomandi. Samkvæmt því
að innan 90 daga eftir fyrri
greiðslu, eða eigi síðar en þann
22. mars 1994 á að inna síðari
greiðsluna af höndum, aðrar 25
milljónir króna, þá hefur Smjörlíki
hf. enn tæplega fjóra mánuði til
þess að útvega þær 60 milljónir
sem á vantar, til þess að fullnægja
kvöðinni um aukningu hlutafjár.
Hlutafjáraukningin skilyrði
nauðasamningsins
Fari leikar á þann veg að ekki
takist að uppfylla skiiyrðið um
hlutafjáraukningu innan þess tíma
sem Davíð hefur nú til stefnu, þá
er nauðasamningurinn þar með
fallinn og ekkert annað en gjald-
þrot sem við blasir. Hlutafélaga-
lögin kveða einfaldlega á um að
hlutafjáraukning verður ekki gild,
nema sú fjárhæð náist sem á að
nást, samkvæmt samkomulagi við
lánardrottna eða ákvörðun hlut-
hafafundar.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins munu stærstu lánar-
drottnar Smjörlíkis líta þannig á,
að hlutafjáraukningin sé skilyrði
fyrir því að felldur verði niður sá
hluti skulda fyrirtækisins við lánar-
drottna, sem samkomulag tókst
um í nauðasamningunum, eða um
160 milljónir króna, sem losa það
að vera um 20% af heildarskuldum
Smjörlíkis við fjóra stærstu lánar-
drottnana. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins féllust aðrir
lánardrottnar Smjörlíkis hf. á að
fella niður um 70% af skuldum
fyrirtækisins.
Á það ber að líta að fjórir
stærstu lánardrottnar Smjörlíkis
hf., þ.e. íslandsbanki hf., Iðnlána-
sjóður, Iðnþróunarsjóður og Glitnir
hf. eru allir lánardrottnar sem eiga
veð í eigum fyrirtækisins, en aðrir
lánardrottnar, sem féllust á 70%
niðurfellingu skulda, eiga ekki veð
í eignum Sjörlíkis hf. Stærstu
lánardrottnamir líta þannig á, að
eftir að hafa fallið frá 162ja millj-
óna króna kröfu, hafi skuldir
Smjörlíkis við þá lækkað úr 782
milljónum króna í 620 milljónir
króna. Síðan verði nýtt hlutafé, að
upphæð 120 milljónir króna, notað
til þess að greiða enn frekar niður
skuldir Smjörlíkis hf. við þá, þann-
ig að eftir standi 500 milljóna
króna skuld Smjörlíkis við þá, sem
eigi þá, að þeirra mati, að vera
nokkurn veginn raunvirði fyrirtæk-
isins.
Bæjarstjórnarkosningarnar á Eskifirði á vori komanda
Sjálfstæðismenn með prófkjör
SJÁLFSTÆÐISMENN á Eskifirði halda prófkjör vegna uppstill-
ingar á framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar
í vor. Prófkjörið fer fram næstkomandi laugardag, 4. desember.
Þrettán gefa kost á sér í prófkjörinu.
Eftirtaldir bjóða sig fram í próf-
kjörinu: Andrés Elísson rafiðn-
fræðingur, Árni Helgason fram-
kvæmdastjóri, Benedikt Jóhanns-
son verkstjóri, Elínborg Kristín
Þorvaldsdóttir tryggingarfulltrúi,
Erna Nielsen kaupkona, Friðrik
Árnason Þorvaldsson kennari,
Guðrún E. Karlsdóttir húsmóðir,'
Haukur L. Jónsson verkstjóri,
Hrafnkell A. Jónsson formaður
Verkamannafélagsins Árvakurs,
Jónína Kristín Ingvarsdóttir skrif-
stofumaður, Katrín Gísladóttir
húsmóðir, Pétur Halldór Georgs-
son verslunarmaður og Skúli Sig-
urðsson verkstjóri.
Sjálfstæðisflokkurinn er með
tvo fulltrúa af sjö í bæjarstjórn,
Skúla Sigurðsson og Hrafnkel A.
Jónsson.
Rétt til þátttöku í prófkjörinu
hafa allir þeir sem náð hafa 18
ára aldri á prófkjörsdag og eru
með lögheimili á Eskifirði og und-
irrita stuðningsyfirlýsingu við
flokkinn í komandi bæjarstjórnar-
kosningum. Kosið verður á fyrrum
skrifstofu RARIK frá klukkan 10
til 19 á laugardag.