Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
Verðkönnun í verslunum í N- og S-Þingeyjarsýslum
1— fí 1 f I $ £ „ $ |f Qj' J1 .$>&, {? § 'Si 'G' | 1 ^ § 3 I # ■d Búrfell, Húsavík
Kelloggs komflögur 500 gr - 283 257 361 280 314 239 235 299
Ariel Ultra 2 kg - 894 768 - 750 - 756 - -
River hrisgrjón 3 Ib - - 254 - 265 - 234 233 298
Frón mjólkurkex 175 146 120 139 151 139 117 115 169
Toro sveppasúpa 95 - 82 - 78 96 79 72 89
DDS sykur 2 kg 166 147 125 98 137 114 125 114 129
Sano majones 600 ml - - - 195 172 193 143 142 195
Flómkakó 400 g 310 304 224 299 - 239 267 254 299
Luxsápa125g - 53 48 56 59 56 60 49 -
Vex uppþv. gulur - 148 119 - - 139 120 119 153
Colgate car.con.pumpa - - 251 - - 277 239 208 277
Libby's tómatsósa 567 g - 119 115 143 125 143 108 99 138
Saltkjöt 1 kg 625 515 610 654 580 - 645 625 326
Nautafile 1 kg - 2106 - - - - 2055 - -
Pampers maxi plus 1145 1307 1220 ' 1095 1193 1165 1059 998 -
Þingey býður
best í Þingeyjarsýslum
Verslunin Þingey á Húsavík kom best út í verðkönnun, sem Verkalýðs-
félag Þórshafnar gerði í níu verslunum í Norður- og Suður-Þingeyjarsýsl-
um þann 18. nóvember sl. Könnunin náði til fimmtán vörutegunda og
reyndist vöruverð í Þingey lægst í níu skipti. ■
Verðlækkun á nýjum
íslenskum geisladiskum
Kostaða dagskrá má bara
auðkenna með nafni og vörumerki
SÚ tegnnd auglýsinga, sem nefnd er kostun sjónvarpsefnis, er
tiltölulega ný hér og verður sífellt meira áberandi. Skv. lögum
má aðeins auðkenna kostaða sjónvarpsdagskrá með nafni og/eða
vörumerki kostunaraðila við upphaf og/eða lok dagskrár, eins
og mest var tíðkað, en eins og þeir sem fylgjast með sjónvarpi
hafa orðið varir við, hafa auglýsendur eða sjónvarpsstöðvar að
undanförnu teygt sig iengra en áður.
Tryggja sjálfstæða
dagskrárgerð
Reglur um kostun sjónvarpsefnis
voru ekki lögfestar hér fýrr en í
maí s.l. Þá var útvarpslögum breytt
til að aðlaga íslenska löggjöf að
reglum Evrópubandalagsins vegna
aðildar landsins að Evrópska efna-
hagssvæðinu. Meðal nýmæla er for-
takslaust bann við duldum auglýs-
ingum og settar eru reglur um kost-
un sjónvarpsefnis.
Megininntak reglna EB um kost-
un sjónvarpsefnis er að tryggja
sjálfstæði sjónvarpsstöðva og þeirra
sem vinna að dagskrárgerð, að því
er fram kemur I bæklingi Sam-
keppnisstofnunar um Neytendúr á
Evrópsku efnahagssvæði. Kostandi
má ekki skipta sér af efni þáttarins
eða útsendingartíma. Auðkenna
skal þáttinn við upphaf hans eða
lok með nafni kostandans eða vöru-
merki. Ekki má hvetja áhorfendur
til að kaupa vörur eða þjónustu
kostandans. Þá er ekki heimilt að
senda út sjónvarpsdagskrá sem
kostuð er af fyrirtækjum sem eink-
um fást við að selja tóbak eða lyf-
seðilsskyld lyf.
Má ekki hafa áhrif á innihald
íslensku reglurnar taka mið af
reglum Evrópubandalagsins: Heim-
ilt er útvarpsstöð (sjónvarpsstöð)
að afla kostunar við gerð einstakra
dagskrárliða, þó aldrei frétta eða
fréttatengdra þátta, svo framarlega
sem kostunaraðili hefur ekki áhrif
á innihald eða efnistök við gerð
kostaðs dagskrárliðar og raskar
ekki ábyrgð og ritstjómarlegu sjálf-
stæði útvarpsstöðvar.
Nú er dagskrárliður kostaðar og
má þá efni hans ekki fela í sér
hvatningu til kaupa eða leigu á
vörum eða þjónustu kostunaraðila.
Kostaðar sjónvarpsdagskrár skulu
vera ljóslega auð-
kenndar með nafni
og/eða vörumerki
kostunaraðila í upp-
hafi og/eða lok dag-
skrár.
Reglurnar eru
settar til að reyna
að koma í veg fyrir
að auglýsendur og
sj ónvarpsstöð var
falli í freistni og mis-
noti aðstöðu sína við
útsendingu kostaðs
sjónvarpsefnis, sem
fólk horfír á með
öðru hugarfari en hefðbundnar aug-
lýsingar sem eru afmarkaðar frá
öðru efni. Að undanförnu hafa kost-
endur orðið meira áberandi við upp-
haf og lok kostaðrar sjónvarpsdag-
skrár en áður og farið hefur verið
út fýrir rammann um að birta að-
eins nafn og vörumerki kostandans.
Jafnvel hafa viðtöl við kostunarað-
ila, til dæmis íþróttaþátta, verið
birt í beinum tengslum við útsend-
ingu efnisins.
Hjjómplötuframleiðendur hafa ákveðið að lækka verð á
nýjum íslenskum geisladiskum frá því sem var í fyrra
en þá kostuðu helstu titlar nýrrar útgáfu frá 2.199
kr. og upp í 2.299 kr. í ár verður hámarks-
verð á hljómpiötum 1.999 kr. út úr búð.
Þetta kemur m.a. fram í frétt frá Sam-
bandi hljómplötuframleiðenda. Ennfremur
að kaup á svokölluðum safnplötum, þ.e.
plötum með ýmsum flytjendum, eru tiltölu-
lega hagstæðust, ef miðað er við krónur
greiddar fyrir hveija mínútu tónlistarinn-
ar. Fyrir nokkrum árum var meðaltíma-
lengd tónlistar á hljómplötu á bilinu 25-35
mínútur. Meðallengd á nýjum geislaplötum
nú er á bilinu 40-50 mínútur, en þegar kem-
ur að safnplötum er tímalengdin meiri, eða
60-75 mínútur. ■
Svona er myndin
3-0 áhrifin
Hvernig sjó a 3-D myndirnar:
1. Settu 3-D myndina i glerramma.
2. Horf&u á spegilmynd þína i glerinu eins og i spegii.
3. Slappaðu af og 3-D áhrifin munu birtast.
&c<4§kL§t Lmmme LíL ét 0:'z 0
Franskir
dagar
í verslunum
Hagkaups
I.dag hefjast franskir dagar í
Hagkaup í samvinnu við útflutn-
ingsráð Frakklands og franska
sendiráðið. Kl. 14 munu sendi-
herra Frakklands á íslandi og
frkvstjóri Hagkaups formlega
hefja franska daga.
Ymsar
franskar vörur
verða á tilboði
til 12. desem-
ber, s.s. snakk,
kex, niðursoðið
grænmeti,
sultur, olíur,
hunang, pasta
o.s.frv. Sam-
talseru um 120
vörur á tilboðs-
verði. Við-
skiptavinum ___________________
verður boðið að
smakka fimm ostategundir sem
eiga uppruna að rekja til Frakk-
lands en eru þó íslenskar. Óáfengt
vín verður veitt með ostunum.
Látbragðsleikari sprellar, harm-
onikkuleikari leikur franska tónlist,
Sigurður Hall kynnir franskar súp-
ur, Nói Sírius verður með upp-
skriftakeppni og vinningshafi hlýt-
ur ferð til Parísar. Þá selur skop-
myndateiknarinn Árni Elfar skop-
myndir og Jean Pierre Bouchard
mun syngja nokkur lög fyrir við-
skiptavini. ■
Viðskiptavin-
um veriur
boiið að
smukka fimm
ostategundir
sem eiga
uppruna aó
rekja til
Frakklands
Morgunblaðið/Sverrir
Fjórar nýjar
tegundir af
paté
Paté frá
Meistaranum
Hreindýrapaté með koníaks-
bleyttum rúsínum, hreindýra-
paté með gæsalifur, jólapaté og
silungapaté með gulllaxi og söl-
um.
Þórarinn Guðlaugsson mat-
reiðslumeistari hjá Meistaranum
hefur að undanfömu verið að prófa
sig áfram með 'ný paté og þessa
Jólapaté frá Meistaranum
dagana er fyrirtækið að senda frá
sér þessar fjórar nýju tegundir.
Þær verða seldar hjá fyrirtækinu,
á hótelum og veitingahúsum. ■
T eiknisamkeppni
fyrir krakka í Hagkaup
í DAG hefst í Hagkaup leikur fyrir yngstu viðskiptavini Hagkaups
í samstarfi við innflytjanda Dole-banana.
Teiknimyndasamkeppnin snýst
um hverjir teikna fallegasta jóla-
tréð. í verðlaun verða 99 stórir
páfagaukar sem tala íslensku.
Þátttökuspjöld eru afhent í versl-
unum Hagkaups. í öllum Hag-
kaups-verslunum verða valdar
myndir sem verða síðan hengdar
upp. Skilafrestur er til 15. des. og
verða vinningar afhentir fyrir að-
fangadag.
i
I
I
i
I
I
I
I
í
I
Þú færð mikið fyrir lítið hjá okkur
Úrval af búsáhöldum og gjafavörum á ótrúlegu verði.
Verðdæmi: 18 glös f pk. kr. 910,- Eldföst form kr. 650,-
Ávaxtasett kr. 690,- 1 2 manna matar- og kaffistell kr. 7.320,-
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12-19. Laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 13-17.
BÚSÁHALDAMARKAÐURINN, SMIDJUVEGI30, RAUÐ GATA, KÓPAVOGL
I
1
i
I