Morgunblaðið - 02.12.1993, Síða 30
-30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Clarke kýs leið
ráðdeildar
að kom töluvert á óvart er
Kenneth Clarke, fjármála-
ráðherra Bretlands, flutti fjár-
lagaræðu sína á þriðjudag, að
ráðherrann boðaði ekki frekari
útvíkkun virðisaukaskattsstofns-
ins né heldur tekjuskattshækk-
anir. Var fyrirfram talið nær víst
að ákveðið yrði að leggja virðis-
aukaskatt á dagblöð, barnaföt
og samgöngur til að draga úr
hinum gífurlega hallarekstri
« breska ríkisins. Á yfirstandandi
ári er gert ráð fyrir að hallinn
verði um 50 milljarðar punda.
Clarke lýsti því yfir í ræðu
sinni að hann hygðist minnka
hallann niður í 38 milljarða
punda þegar á næsta ári. Jafn-
gildir þetta að lánsfjárþörf ríkis-
ins lækki úr rúmum 8% af vergri
þjóðarframleiðslu á yfirstand-
andi fjárlagaári í 6,25% fjárlaga-
árið 1994-1995. Er stefna
Clarkes að árið 2000 verði fjár-
mál ríkisins komin í jafnvægi.
Til að ná þessu markmiði boð-
aði hann róttækan niðurskurð á
ýmsum sviðum auk skattahækk-
ana.
Vissulega eru hendur fjár-
málaráðherrans töluvert bundn-
ar af fyrri ákvörðunum en í því
fjárlagafrumvarpi, sem nú liggur
fyrir breska þinginu, er þó gert
ráð fyrir nokkrum stefnubreyt-
ingum. Clarke ætlar þannig að
í lækka hlutfall ríkisútgjalda af
þjóðarframleiðslu um 2,25%
fram til ársins 1998 á meðan
forveri hans, Norman Lamont,
j stefndi að 3,25% lækkun.
Alls verða ríkisútgjöld skorin
niður um 3,5 milljarða punda á
næsta ári. Stærsti spamaðarlið-
urinn í fjárlagafmmvarpi Clarkes
er útgjöld til vamarmála en þau
verða dregin saman um 780
milljónir punda á næstu tveimur
ámm. Þá boðaði ráðherrann rót-
tækar breytingar á útgjöldum til
velferðarmála en þau nema nú
um 80 milljörðum punda árlega
og eru þriðjungur heildarútgjalda
breska ríkisins. Kostnaður við
velferðarkerfið hefur aukist að
meðaltali um 3% á ári að undan-
fömu og sagði Clarke að sporna
yrði við þeirri þróun, ef þjóðin
ætti að hafa efni á þessan þjón-
ustu í framtíðinni. Til að ná því
markmiði verður atvinnuleysis-
bótakerfið stokkað upp og réttur-
inn til bóta takmarkaður við sex
mánuði í stað tólf mánaða eins
og nú er raunin. Þá ætlar breska
stjómin að herða reglur um ör-
orkubætur, gera strangari kröfur
til örorkumats og skattleggja
bæturnar. Dregið verður úr
stuðningi við námsmenn og
skattafrádrætti vegna vaxta-
greiðslna á húsnæðislánum. Hið
síðarnefnda kemur þó ekki strax
til framkvæmda. Loks verður
breska ellilífeyriskerfínu breytt á
næstu árum og lífeyrisaldur
karla og kvenna samræmdur
árið 2010. Nú eiga konur rétt á
ellilífeyri um sextugt en karlar
ekki fyrr en við sextíu og fimm
ára aldur. „Markmið okkar er
betra velferðarkerfi, vel rekið og
skynsamlega úr garði gert, sem
kemur til móts við kröfur nútíma
samfélags um forgangsröðun,“
sagði Clarke í ræðu sinni. Þessi
orð gefa greinilega til kynna að
hann ætlar að fylgja stefnu, sem
um margt er frábmgðin þeirri,
sem íhaldsflokkurinn barðist fyr-
ir í stjórnartíð Margaret Thateh-
er. Markmiðið er ekki að draga
úr velferðarkerfinu af hug-
myndafræðilegum ástæðum
heldur hagrænum.
Samflokksmenn Clarkes hafa
hrósað honum fyrir að velja leið
niðurskurðar í stað skattahækk-
ana. Hjá því verður hins vegar
ekki litið að skattar í Bretlandi
munu aukast töluvert á næstu
árum. Norman Lamont hafði fyrr
á árinu boðað að skattar yrðu
hækkaðir um 6,7 milljarða punda
á næsta ári, m.a. með virðisauka-
skatti á húshitun, og bætti
Clarke 1,7 milljarði við þá upp-
hæð. Hyggst hann m.a. hækka
skatta á eldsneyti og tóbak og
taka upp flugvallaskatt.
Viðbrögð í Bretlandi við fjár-
lagaræðu Kenneths Clarkes hafa
almennt verið mjög jákvæð.
íhaldsmenn fagna því að virðis-
aukaskattsstofninn hafi ekki ver-
ið útvíkkaður og með því að
milda áhrif virðisaukaskatts á
húshitun, ekki síst fyrir ellilífeyr-
isþega, hefur honum tekist að
slá á mestalla gagnrýni á þá
skattheimtu. Viðbrögð Qármála-
markaða sýna líka svo ekki verð-
ur um villst að menn hafa trú á
að honum muni takast að ná
þeim markmiðum sem hann set-
ur, jafnvel þó að ávallt ríki óvissa
um hvort fyrirheit um niðurskurð
muni ná fram að ganga að öllu
leyti.
Ef sú reynist raunin mun fjár-
lagafrumvarp Clarkes m arka
ákveðin tímamót. Breski Ihalds-
flokkurinn hefur verið í kreppu
allt frá síðustu kosningum og
flokkurinn m.a. verið sakaður um
stefnuleysi og skort á styrkri
forystu. Margir telja Clarke vera
þann forystumann flokksins, sem
líklegastur sé til að taka við for-
ystunni er John Major forsætis-
ráðherra lætur af embætti í
framtíðinni. Tíminn mun leiða í
ljós hvað gerist í þeim efnum.
Það er hins vegar ljóst að ef
Clarke nær markmiðum sínum
um ráðdeild í rekstri ríkisins mun
hann jafnt styrkja flokk sinn
verulega fyrir næstu kosningar
sem eigin stöðu innan hans.
Hátíðarhöld á fullveldisdaginn
„Megum í engii
hætta fjör-
eggjum okkar“
STÚDENTAR minntust afmælis fullveldis íslendinga í gær, 1.
desember. Hátíðarhöldin hófust með messu í kapellu Háskóla
Islands, blómsveigar voru lagðir á leiði Jóns Sigurðssonar og
síðdegis var hátíðardagskrá í Háskólabíói. Sýningin Fram til
fullveldis var opnuð í nýjum sýningarsaf Þjóðskjalasafns íslands
á Laugavegi 162 að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, og fleiri gestum.
Skjöl tengd sjá
VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR, for
á sýningu Þjóðskjalasafns íslands
Ásgeirssyni þjóðskjalaverði.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson
þjónaði fyrir altari í messu sem
hófst kl. 11 í Háskólakapellunni.
Bára Friðriksdóttir predikaði og
Hörður Áskelsson lék á orgel. Að
messu lokinni buðu guðfræðinemar
til kaffidrykkju.
Blómsveigar voru lagðir á leiði
Jóns Sigurðssonar í gamla kirkju-
garðinum við Suðurgötu og þar
flutti Sigmundur Guðbjarnason,
fyrrverandi Háskólarektor, minni
Jóns. Viðstaddir voru fulltrúar
stúdenta og aðrir gestir.
Páll Magnússon, formaður Stúd-
entaráðs Háskóla íslands, setti
hátíðardagskrá sem hófst í Há-
skólabíói kl. 15. Þá flutti Svein-
björn Björnsson, rektor Háskóla
íslands ávarp. Þar ræddi hann um
það sem greinir Islendinga frá öðr-
um þjóðum á tímum þegar erlend
áhrif flæða yfir landið.
Virkjum strauma menningar og
þekkingar
Sveinbjörn sagði m.a.: „Það sem
greinir okkur frá öðrum þjóðum
er íslensk tunga, íslensk saga og
náttúra landsins. Af þeim spretta
bókmenntir okkar og listir, þjóð-
menning og verkmenning. Án ís-
lenskrar sögu hefðum við aldrei
fengið fullveldi." [. . . ] „Þótt við
kunnum af fórna nokkru af efna-
hagslegu fullveldi okkar fyrir sam-
vinnu við aðrar þjóðir, megum við
í engu hætta fjöreggjum okkar,
tungunni, sögunni' og náttúru
landsins. Þar með er ekki sagt að
við eigum að- forðast erlend áhrif
á þjóðlíf okkar og menningu. Þvert
á móti eru þau okkur lífsnauðsyn
til endurnýjunar. Rétt eins og
stærstur hluti daglegrar neyslu
okkar kemur að utan, berast okkur
ný þekking og menningarstraumar
frá stærri menningarheildum. Við
verðum að læra að virkja þessa
strauma okkur til hagsbóta og
menningarauka. Þar setur þjóðin
Mælt fyrir minni Jóns
SIGMUNDUR GUÐBJARNASON flutti minni Jóns Sigurðssonar fors
garðinum við Suðurgötu og stúdentar lögðu blómsveiga á leiðið.
traust sitt á Háskólann og ykkur
stúdenta. Fyrir Jóni Sigurðssyni
forseta var stofnun þjóðskóla hluti
baráttunnar fyrir fullveldi. Hann
átti að veita svo mikla menntun
sérhverri stétt, sem nægði þörfum
þjóðarinnar. Þessu til áréttingar
var Háskóli íslands stofnaður á
aldarafmæli Jóns forseta 17. júní
1911. Hann var tákn um sjálfs-
traust og styrk þeirrar þjóðar, sem
nú vill standa á eigin fótum. Stúd-
entar hafa ætíð skilið samhengið
milli Háskólans og fullveldisbarátt-
unnar og haldið fullveldisdaginn í
hæstum heiðri. Hafi þeir fyllstu
þökk fyrir.“
Að ávarpi Sveinbjörns loknu
flutti Flosi Olafsson leikari hátíðar-
ræðu og að jokum var fluttur leik-
þátturinn Út úr myrkrinu eftir
Valgeir Skagfjörð.
Fram til fullveldis
Þjóðskjalasafn íslands vildi minn-
ast þess að 1. desember 1993 voru
liðin 75 ár frá því ísland varð full-
valda ríki í konungssambandi við
Danmörku. Þótti við hæfí að gefa
almenningi kost á að sjá ýmis skjöl
Formaður BSRB um ákvörðun kjaranefndar um laui
Eðlilegt að ríkið bjóc
um samsvarandi hæl
*
Miðstjórn ASI segir þjóðarsáttarleiðina í hættu
ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segir að það sé ekki
nema eðlilegt í framhaldi ákvörðunar kjaranefndar um launa-
hækkun til handa prestum að ríkið sé sjálfu sér samkvæmt og
bjóði öðrum samsvarandi hækkanir, en flest félög BSRB eru með
lausa samninga og þau sem hafa gengið frá samningum eiga
eftir að greiða um þá atkvæði. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
segir þessa ákvörðun mjög ósvífna með tilliti til aðstæðna og í
ályktun miðstjómar ASÍ frá í gær segir, að það verði ekki þolað
að launafólk sem taki kjör samkvæmt kjarasamningum færi eitt
fórnir meðan aðrir hópar samfélagsins haldi öllu sínu og meira til.
í ályktun miðstjórnar ASÍ segir
að ástæða sé til að vekja sérstaka
athygli á úrskurðum kjaranefndar
að undanförnu og hvaða afleiðingar
þær hljóti að hafa fyrir launa-
ákvarðanir í landinu. „Allt frá árinu
1989 hefur launafólk á almennum
vinnumarkaði búið við það að fá
litlar sem engar launahækkanir
og öllum kröfum vegna einstakra
hópa og breyttra aðstæðna hefur