Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
31
Morgunblaðið/Þorkell
lfstæðisbaráttu
seti íslands, virðir fyrir sér skjöl
i, Fram til fullveldis, ásamt Ólafi
Morgunblaðið/RAX
seta við leiði hans í gamla kirkju-
sem tengjast sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga. Því var opnuð sýningin
Fram til fullveldis í nýjum sýningar-
sal safnsins á Laugavegi 162 í
gær. Skjölin, sem á sýningunni eru,
eru að mestu úr Þjóðskjalasafni ís-
lands en einnig úr Ríkisskjalasafn-
inu danska, skjalasafni Alþingis og
handritadeild Landsbókasafns.
Myndir af mönnum og skjölum eru
að mestu leyti eftirtökur af myndum
og handritum í Þjóðminjasafni. Sýn-
ingin er opin frá kl. 14 til 18 frá
þriðjudegi til laugardags allan des-
embermánuð.
lahækkun presta
íi öðr-
kkanir
verið ýtt út af borðinu. Þetta hefur
verið gert með vísun til sáttar og
samstöðu um að veija atvinnuna
og kjör þeirra tekjulægstu í samfé-
laginu á erfiðum tímum. Nú gerist
það hins vegar ítrekað á grund-
velli kerfis um kjara'ákvarðanir,
sem byggt hefur verið upp utan
samninga aðila vinnumarkaðarins,
er verið að bæta kjör einstakra
hópa embættismanna um tugi pró-
senta með þeim rökum að um leið-
réttingar sé að ræða og allt bendir
til að fleiri hópar muni fylgja í kjöl-
Gunnar Svavarsson forstjóri Hampiðjunnar á fundi um sjávarútvegsmál
Tekjur af veiðileyfagj aldi
lækki virðisaukaskatt
TEIKN eru á lofti um að afkoma í sjávarútvegi muni batna á
næstu árum. Það mun líklega þýða hækkun raungengis. Iðnrek-
endur hafa áhyggjur af langtímaáhrifum þessa á aðrar útflutn-
ingsgreinar sem ekki verða eins vel í stakk búnar til að taka
slíka gengishækkun á sig. Við þessum fyrirsjánlega vanda má
bregðast með því að lækka gengi krónunnar. í staðinn væri
hægt að leggja á veiðileyfagjald sem notað yrði til að lækka
virðisaukaskatt þannig að almenn kjör rýrnuðu ekki. Þetta kom
fram í erindi Gunnars Svavarssonar forsljóra Hampiðjunnar á
fundi Félags ftjálslyndra jafnaðarmanna um sjávarútvegsmál á
þriðjudagskvöld.
Fjöldi á fundi
FJÖLMENNI var á fundi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um
sjávarútvegsmál.
Gunnar Svavarsson fjallaði í er-
indi sínu um sambúð sjávarútvegs
og annarra atvinnugreina, einkum
iðnaðar. Telja mætti að nábýlið við
sjávarútveg hefði a.m.k. ekki skað-
að iðnaðinn. Öllu heldur ætti slök
afkoma beggja rætur að rekja til
þess að gengið hefði verið of hátt
skráð undanfarna áratugi svo
næmi 5-15%. Gunnar sagði að í
ljósi þess að raunverð sjávarafurða
væri nú hið lægsta í tíu ár og að
hagkvæmni færi vaxandi mætti
gera ráð fyrir að hagur sjávarút-
vegs vænkaðist. Þetta myndi leiða
til bættrar afkomu þjóðarinnar,
aukinnar neyslu og aukinnar eftir-
spumar eftir iðnaðarvöru.
En kostnaður í atvinnulífinu
myndi einnig hækka vegna hærri
launa í sjávarútvegi og síðar í öðr-
um greinum. Þar sem sjávarútveg-
urinn myndi geta tekið á sig hækk-
anirnar yrði ekki sama þörfin fyrir
að hreyfa við genginu. Raungengið
myndi hækka og afkoma iðnaðar
og ferðaþjónustu versna. Það væru
þessi langtímaáhrif bættrar af-
komu sjávarútvegsins sem iðnrek-
endur óttuðust. Menn spyrðu hvort
eitthvað væri hægt að gera til að
koma í veg fyrir slíkt misvægi. Ein
leiðin væri álagning veiðileyfa-
gjalds. Þó yrði að gæta að því að
víðast annars staðar nyti sjávarút-
vegur styrkja og þess vegna væri
ekki ráðlegt með samkeppnisstöðu
í huga að leggja á hann byrðar
nema tekjur kæmu á móti. Það
yrði helst gert með því að lækka
gengið án þess að innlendur
kostnaður fyrirtækjanna ryki upp
og án þess að verðbólga ykist og
kjör almennings rýrnuðu.
Útfærsla veiðileyfagjalds
Síðan kynnti Gunnar eftirfarandi
líkan að útfærslu veiðileyfagjalds:
„Gengi krónunnar er lækkað, lagt
er á veiðigjald og tekjur af því
notaðar til að lækka virðisauka-
skatt. Lækkun gengis bætir af-
komu útflutnings- og samkeppnis-
iðnaðar og ferðaþjónustu. Sjávar-
útvegur og launþegar halda sínu.
10% gengislækkun gæti bætt af-
komu sjávarútvegs um 5% eða 3,5
milljarða. Þá upphæð ætti því að
vera óhætt að innheimta með veiði-
leyfagjaldi og ráðstafa til lækkunar
á virðisaukaskatti. Með henni
mætti lækka skattinn um tvö pró-
sentustig. Að auki fær ríkissjóður
auknar tekjur vegna aukins verð-
mætis innflutnings sem e.t.v. gæti
numið öðrum tveimur prósentum.
Til að bæta launþegum hækkun
framfærslukostnaðar vegna
gengisfellingar þyrfti virðisauka-
skattur að lækka um 6%. Eftir eru
því tvö óbætt prósentustig í kaup-
mætti sem segja má að sé ábati
samkeppnis- og útflutningsgreina
annarra en sjávarútvegs.
Atburðarás verður annars ekki
lýst með kyrrstöðulíkani einu sam-
an. Hugmyndin að baki þeim að-
gerðum sem líkanið greinir frá var
sú að bæta starfsskilyrði annarra
atvinnugreina og að sá afkomubati
myndi leiða til aukins kaupmáttar
þeirra sem þar starfa og þannig
yndu tekjumar auðvitað upp á sig.
Eftir standa þó áleitnar spumingar
um útfærslu hugmyndar um álagn-
ingu veiðileyfagjalds. Væri til að
mynda ekki nauðsynlegt að haga
innheimtunni eftir árferði í sjávarút-
vegi hvað varðar aflamagn og verð-
lag? Er óhætt að treysta ríkisstjórn-
um hvers tíma til að nota þá fjár-
muni til lækkunar skatta? Er ekki
freistandi fyrir stjómvöld að nýta
sér svigrúmið til hækkunar skatta
og þar með hlutdeildar hins opin-
bera í þjóðarbúskapnum? Er ekki
hætta á að í tímans rás reynist erfið-
ara að halda uppi sama afkomustigi
fynrtækja í sjávarútvegi ef innheimt
yrði hátt gjald fyrir veiðileyfi? Er
sjávarútvegur undir það búinn eftir
mörg mögur ár og eigið fé eina
krónu á móti hveijum fjóram sem
hann skuldar að taka viðbótará-
hættu?“ sagði Gunnar.
í lok fundar nefndi Gunnar að
ef gjaldtaka væri einvörðungu
skoðuð út frá réttlætissjónarmiði
en horft fram hjá öðram hugsan-
legum markmiðum þá væru menn
líklega að hugsa um tiltölulega lágt
afgjald sem væri svipað og eignar-
skattsprósentan. Þess má geta að
eignarskattur fyrirtækja er 1,2%.
Þátttaka sjómanna í
kvótakaupum
Sú háttsemi sumra útgerðar-
fyrirtækja að láta sjómenn taka
þátt í kvótakaupum var rædd á
fundinum. Kom fram að svo virtist
sem sum útgerðarfyrirtæki færðu
aflaheimildir fram og aftur milli
eigin skipa m.a. í þeim tilgangi að
skerða hlut skipveija. Þröstur
Olafsson, aðstoðarmaður utanríkis-
ráðherra, velti fyrir sér leiðum til
að stemma stigu við þessu. Taldi
hann að það væri ekki svo flókið
að hamla gegn tilfærslu kvóta milli
skipa sömu útgerðar til dæmis með
því að kveða svo á um í lögum að
flutningur kvóta milli skipa væri
óafturkræfur að veralegu leyti. Það
þýddi að ekki yrði hægt að færa
kvótann fram og til baka. Erfiðara
væri að taka á kvótaframsali milli
óskyldra aðila enda væri þar um
óijúfanlegan hluta núverandi kerfis
að ræða. Lausnin kynni þó að vera
í sama dúr og varðandi tilfærslur
innan eins og sama fyrirtækis.
Brynjólfur Bjarnason forstjóri
Granda kvaðst ekki vilja mæla
þeim útgerðum bót sem stunduðu
kvótatilfærslur í því skyni að rýra
hlut sjómanna en mjög líklega
væri um undantekningar að ræða.
Kotbændur og trillukarlar
Hagfræðingarnir Snjólfur Ólafs-
son og Markús Möller gerðu harða
hríð að Össuri Skarphéðinssyni
umhverfisráðherra sökum and-
stöðu hans við niðurskurð afla
krókaleyfisbáta. Össur hélt því til
dæmis fram að það væri skynsam-
legt í atvinnuleysi að hlúa að smá-
bátaútgerð því miklu fleiri verk
væru á bak við hvern þorsk dreginn
úr sjó af trillu heldur en frystitog-
ara. Snjólfur spurði ráðherrann þá
hvort nokkuð væri óeðlilegt við það
að kotbændum og trillukörlum
myndi fækka um helming á næstu
fimm árum. Svaraði Össur því ját-
andi — það væri óeðlilegt.
Nokkur gagnrýni kom fram frá
hagfræðingum á starf tvíhöfða-
nefndar ríkisstjórnarflokkanna en
þar á Þröstur Ólafsson sæti. Hún
hefði ekki klárlega lagt þjóðarhag
til grandvallar sinni vinnu. Markús
Möller gagnrýndi nefndina einnig
fyrir að bera ekki saman núverandi
eignarkvótakerfi og það fyrirkomu-
lag sem hann nefndi þjóðnýttan
leigukvóta.
farið. Verði ekki snúið af þessari
braut er ljóst að þeirri þjóðarsátt
sem ríkt hefur um atvinnu- og
kjaramál hefur verið fórnað. Al-
mennt launafólk hlýtur þá að gera
kröfu til þéss að kjarasamningar
þess verði teknir upp og þeir færð-
ir til samræmis við það sem nú
virðist eiga að gera gagnvart emb-
ættismönnum. Það verður ekki
þolað að launafólk sem tekur kjör
samkvæmt kjarasamningum færi
eitt fórnir meðan aðrir hópar
samfélagsins haldi öllu sínu og
meira til.“
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
sagði að ef fram fari sem horfi í
þessum efnum þá jafngildi það því
að horfið sé frá þeirri þjóðarsátt
sem ríkt hafí í kjaramálum. „Það
gengur auðvitað ekki að einstökum
hópum, svona sjálftöku launahóp-
um sé látið líðast það að hafa allt
aðrar breytingar á sínum launum
en annað fólk og við hljótum þá
auðvitað að krefjast þess að kom-
ast aftur að samningaborði til sam-
ræmingaraðgerða,“ sagði Bene-
dikt.
Hann sagði að þessar ákvarðan-
ir væru mjög ósvífnar meðal ann-
ars með tilliti til þeirra forsendna
sem þessi kjaranefnd ætti að ganga
út frá, þ.e.a.s. almennrar þróunar
á vinnumarkaði. Þessi ákvörðun
væri auðvitað ekki í neinu samræmi
við það. Þetta væri gjörsamlega
úr takti við annað sem væri að
gerast, til dæmis þá samninga sem
hefðu verið gerðar við aðra opin-
bera starfsmenn um helgina.
Ríkið eykur þrýsting á sjálft sig
Ögmundur Jónasson sagði að
ríkið sem atvinnurekandi væri að
auka þrýsting á sig sjálft um að
gerðar verði samskonar lagfæring-
ar annars staðar í launakerfinu.
Þarna væri um að ræða verulegar
kjarabætur til þeirra sem stæðu
ofarlega í launakerfinu á sama
tíma og aðrir sem byggju við hróp-
legt óréttlæti í launamálum fengju
ekki áheyrn. Hann telji að for-
gangsröðunin ætti að vera önnur
og það væri mál til komið að taka
öll þessi kjaramál til gagngerrar
endurskoðunar.
Aðspurður hvemig þetta horfði
við aðildarfélögum BSRB sem
væru nýbúin að undirrita samninga
og þeim sem ættu í viðræðum núna,
sagði hann að kröfur um meirihátt-
ar lagfæringar á launakerfinu
hefðu verið inn í kröfugerðum fé-
laganna. „Það sem skortir á hins
vegar er viljinn handan borðsins
til þess að verða við þessum kröfum
og þá er það okkar að vega það
og meta hvað við erum tilbúin til
þess að gera til að fylgja kröfunum
eftir,“ sagði Ögmundur.
Hann rifjaði upp að forysta
BSRB hefði lagt til í vor að kröfu-
gerðinni þá yrði fylgt eftir með
verkfallsátökum og það kynni að
vera að ákvarðanir af þessu tagi
kæmi fleira fólki í skilning um að
það sé nauðsynlegt að fylgja kröf-
unum eftir að meiri staðfestu en
gert hefði verið. „Ég er sannfærður
um að þessi ákvörðun verður til
þess að auka þrýstinginn á ríkis-
valdið sem atvinnurekanda að taka
á launamálum þeirra sem standa
neðarlega í kerfinu, því fólk mun
aldrei sætta sig við til frambúðar
aukinn launamun sem þessu nem-
ur,“ sagði hann.
Aðspurður hvort hann teldi að
breytingar yrðu á þeim farvegi sem
kjaraviðræður BSRB hafa verið í
sagði hann: „Mér finnst eðlilegt að
ríkið sé sjálfu sér samkvæmt og
bjóði öðrum þessar kjarabætur. I
rauninni ætti að minnka kjaramun
en ekki auka hann og það er verið
að gera' það með þessu. Með því
að segjast ekki deila við dómarann
en hnakkrífast við lágtekjufólkið
og standa á bremsunni gagnvart
því. Slíkur málatilbúnaður er náttú-
urlega algjört og fullkomið sið-
leysi; að búa til kerfi, nefndir og
kjaradóma fyrir hátekjuhópana og
láta þá fá tugprósentahækkun en
halda hinum niðumjörvuðum. Þetta
er gjörsamlega óþolandi,“ sagði
Ögmundur að lokum.