Morgunblaðið - 02.12.1993, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
Halldóra Valgerður
Briem Ek — Minning
Fædd 23. febrúar 1913
Dáin 21. nóvember 1993
Tilfinning tómleika og saknaðar
er ávallt fyrsta viðbragð mitt við
andlátsfregn. Söknuður og sorg
tengjast minningum. Og með tíman-
um gera minningar sorgina léttbær-
ari. Þetta hef ég fundið vel síðustu
daga.
Halldóra Valgerður Briem Ek lést
á sjúkrahúsi í Stokkhólmi kl. 11 að
morgni sunnudagsins 21. nóv. sl.
Og fréttinni fylgdu þau orð, að á
andlátsstundu sáu hennar nánustu,
sem voru viðstaddir, að ský dró frá
sólu og heyrðu hljóm kirkjuklukku.
Þar með var staðfest að liðið væri
það skeið, sem eiga mátti stundir
með henni Dódó, móðursystur
minni.
Halldóra, næstelst fimm systra,
var fædd á Hrafnagili í Eyjafírði
23. febrúar 1913, dóttir séra Þor-
steins Briem, sem lengst af var pró-
fastur á Akranesi, og Valgerðar
Lárusdóttur Briem konu hans.
Kirstín Valgerður er elst, síðan
Halldóra, Valgerður, móðir mín og
Guðrún Lára. Yngsta systirin Ólöf
Ingibjörg dó ung. Trúrækni var
mikill þáttur í æsku systranna á
Akranesi. Og sennilegt þykir mér,
að trú á guð almáttugan hafí hjálp-
að við þungbært fráfall móður þeirra
árið 1924. Síðari kona séra Þor-
steins var Emilía Oktavía Guðjohn-
sen, ýmist kölluð frænka eða amma
Emilía af okkur, sem yngri vorum.
Reyndist hún systrunum afskaplega
vel og kom í móður stað eftir því
sem hægt var. Ugglaust hefur þessi
fjölskylda, prestshjónin og systum-
ar, sett sinn svip á bæjarlífíð á
Akranesi. Og vinir þar sem annars
staðar þekkja þær systur best undir
nöfnunum Dídi, Dódó, Lalla og
Gógó.
Strax í æsku laðaði Dódó fram
glaðværð með hlýjum persónuleika
sínum. Stríðni og ærsl voru áber-
andi og eru ofarlega í huga móður
minnar þegar hún lýsir og segir frá
æskuminningum um veru þeirra
systra saman í herbergi á Kirkju-
hvoli á Akranesi.
Eftir stúdentspróf frá Mennta-
skólanum í Reykjavík lærði Dódó
húsagerðarlist í Stokkhólmi. Og þar
starfaði hún og bjó síðan eða í sam-
tals hartnær 60 ár. Dódó giftist
manni sínum Jan Ek árið 1941.
Hann var lengst af læknir í Stokk-
hólmi en dó árið 1963. Eignuðust
þau fimm böm. Elstur þeirra er
Anders Gunnar, síðan Karin Val-
gerður, Kirstín Thomnn, Thorunn
Anna Birgitta og yngstur er Jan
Thorstein Egil. Þau kveðja móður
sína í dag í Stokkhólmi en þar verð-
ur hún jarðsett frá Kirkju Maríu
Magdalenu.
Ymsar minningar koma í huga
manns við skrif sem þessi. Kornung
dvöldumst við systkinin um tveggja
Telepower
Rofhlöður í
þráðlausa
síma
- Panasiníc
- Doidei
- Coöra
- Beli Siitl
-siir X
- IT&T ^
Loftnet
Sveigjanleg gúmmíhúöuft
loftnet í fíesta sfma.
RAFBORG SF.
Rauðarárstíg 1, sími 622130.
ára skeið með foreldrum okkar í
Stokkhólmi. Reyndar man ég ekki
eftir Dódó á því tímabili en það var
sennilega sumarið 1952, sem syst-
umar Dódó og Gógó komu í fyrstu
heimsókn sína heim til íslands. En
Gógó hafði flust til Noregs til náms
í uppeldisfræðum fyrir stríð. Man
ég eftir tilhlökkun tengdri heimsókn
þessari enda var slíkt ferðalag nokk-
urt fyrirtæki á þessum ámm. Báðar
komu systumar með böm sín, sem
var reglulega gaman en nokkuð
skyggði á, að fímm ára gömul
sænskukunnátta mín var gleymd.
Eftir því sem árin liðu þá stækkaði
hópur skyldmenna í Noregi og Sví-
þjóð eins og hér heima á íslandi.
Við systkinin eignuðumst okkar fjöl-
skyldur og bömum fjölgaði báðum
megin hafs. Og alltaf var jafn auð-
sýnd ræktarsemin og kærleikurinn.
Á þessu árabili breyttust aðstæð-
ur hjá Dódó. Erfiðleikar tengdir
bamauppeldi og fráfalli eiginmanns
að baki en við tóku erfiðleikar af
öðru tagi. Hún dvaldist mikið í
Halmstad til að vera nálægt sjúkra-
húsi, sem Anders Gunnar sonur
hennar dvelst á. Þrátt fyrir þetta
mátti alltaf fínna hlýleika persónu
hennar í kveðjum og heimsóknum.
Alltaf fundu bömin, að eftir þeim
var munað þegar Dódó kom. Engar
stórgjafír en eitthvað rétt fram, sem
ásamt fallegum orðum lýsti vænt-
umþykju og ástúð. Og bömin ánægð
eftir.
Þegar árunum fjölgaði urðum við
ættingjar Dódóar hér heima æ meir
varir við áhuga hennar á því sem
gamalt var eða tengdist æsku henn-
ar eða ætt með einhveiju móti.
Ættfræði var mikið áhugamál
Dódóar og þar var hún mjög vel
heima. Já, ekki bara í ættfræði held-
ur einnig í ýmsum íslenskum fróð-
leik. Og þætti margur áttræður
maðurinn, sem búið hefur árin sin
á íslandi, fullsæmdur af þeim fróð-
leik um ættir íslendinga, sem hún
viðaði að sér á langri ævi erlendis.
Dódó hélt einnig tengslum við
ísland með starfi sínu í íslendingafé-
laginu í Svíþjóð en þar var hún heið-
ursfélagi. Og munu samtals um það
bil eitt hundrað manns, námsmenn
sem aðrir, hafa búið á heimili henn-
ar, lengi á Bjömgardsgatan 9A í
Stokkhólmi. Þó að oft stæði til boða
var ritari greinar þessarar því miður
ekki aðnjótandi gestrisni hennar.
En í mín eyru hefur heimili hennar
verið lýst sem sérlega fallegu, fullu
af gömlum munum gjaman úr silfri,
gleri eða postulíni og með stóran
flygil á gólfí. Á hann Iék Dódó
meðal annars eigin tónlist auk tón-
setningar laga Kirstínar ömmu sinn-
ar.
Þegar aldurinn færðist yfír reyndi
Dódó að heimsækja ísland árlega.
Sérstakur ánægjuauki á sumrin var
að njóta heimsókna hennar og börn-
unum tilhlökkunarefni. Fyrst Berg-
ur sonur minn og síðan Þóra.en þær
urðu sem samlokur saman. Páll
Ragnar fékk einnig sinn skammt
og sem betur fer er til mynd af
Dódó með Bjama Þór í fanginu.
Mér er síðasta heimsókn Dódóar
sérstaklega minnisstæð. Þá var hún
með myndir af bömum sínum og
bamabömum, sem hún vildi svo
gjaman að við þekktum betur. Og
hún fékk myndir og skildi eftir
mjmdir og ljúfar minningar. í fyrra
kom Dódó ekki. En í sumar komu
Dódó og Gógó og vom mikið sam-
an. Dódó reyndar rúmliggjandi að
nokkm en heimsótti samt bemsku-
slóðir á Akranesi. Sjálfsagt hefur
marga grunað að hvetju dró og að
þetta yrði hennar síðasta heimsókn.
En ekki bar á neinu þegar hún
„Töfra“límband
kvaddi með símtali og bað sérstak-
Iega fyrir kveðjur tii barnanna.
Og þegar við kveðjum Dódó í
Áskirkju í dag verða mér ofarlega
í huga orð móður minnar mælt á
dánardegi Dódóar: „Já, hún Dódó
átti gott líf, hún gerði svo marga
glaða.“
Páll Bergsson.
Ég sá Halldóm Briem í fyrsta
sinn í íslendingahúsinu í Stokkhólmi
23. febrúar 1988. Það var á afmæl-
isdaginn hennar þegar hún varð 75
ára. Hún sat við veisluháborðið
klædd svörtum kjól með íslenskt
pijónasjal á herðum, silfurhvítt hár-
ið var sett upp í hnút í hnakkanum.
Hún var afskaplega falleg fullorðin
kona, með stór blá augu, blómlegar
sléttar kinnar og bros eins og ung
stúlka.
Gestir Halldóm vom auk fiöl-
skyldu hennar fjölmargir úr íslend-
inganýlendunni í Stokkhólmi en hún
var heiðursfélagi íslendingafélags-
ins. Það brá líka fyrir nokkmm
þekktum andlitum úr sænsku þjóð-
lífí en flestir samkomugesta vom
mér jafn ókunnugir á þessari stundu
og afmælisbamið sjálft.
Það átti þó eftir að breytast.
Þessi fyrsti fundur okkar reyndist
verða upphafíð að nánari kynnum
en ég hef haft af nokkurri annarri
óvandabundinni manneskju og þeg-
ar hún hefur nú kvatt þessa veröld
rúmum fímm ámm síðar fínnst mér
eins og ég hafi misst náinn ætt-
ingja. Halldóra Briem varð eins og
fósturmóðir margra íslendinga sem
gistu Stokkhólm um lengri eða
skemmri tíma. Ég er ein í þeirra
hópi. Og ég er sú sem hún að lokum
sagði ævisögu sína. Það gleður mig
því mitt í sorginni að geta innan
tíðar miðlað löndum mínum sögu
þessarar stórbrotnu konu sem nú
er gengin á vit feðra sinna og
mæðra. Hún neytti seinustu krafta
sinna til þess að Ijúka því samstarfi
sem við höfum átt með hléum um
nokkurra ára bil.
Halldóra Valgerður var fædd á
Hrafnagili í Eyjafírði 23. febrúar
1913. Hún var næstelsta dóttir hjón-
anna séra Þorsteins Briem og konu
hans Valgerðar Lárusdóttur. Val-
gerður móðir hennar var mikið
söngvaraefni og hreppti ung að
árum danskan styrk til söngnáms á
Konunglega Konservatoríinu í
Kaupmannahöfn. Valgerður átti
ekki langt að sækja tónlistargáfuna.
Hún hafði lært söng og hljóðfæra-
leik hjá móður sinni sem var Kirstín
Katrín Guðjohnsen dóttir Péturs
Guðjohnsens fyrsta dómorganista
Islendinga. Eftir rúma ársdvöl við
söngnámið veiktist Valgerður af
berklum sem bundu að verulegu
leyti enda á söngferil hennar og
leiddu hana að lokum til dauða vor-
ið 1924. Þá var Halldóra 11 ára að
aldri og systur hennar Kirstín Val-
gerður á 13. ári, Valgerður á 10.
ári og sú yngsta Guðrún Lára nýorð-
in 6 ára. En eina dóttur höfðu Þor-
steinn og Valgerður misst í frum-
bemsku tæpu ári fyrir dauða móðuc-
innar. Litla systirin hét Ólöf Ingi-
björg.
Það er ljóst að æskuár systranna
fjögurra mótuðust mjög af veikind-
um móður þeirra og löngum fjarvist-
um hennar þegar hún dvaldist á
berklahælum bæði á Vífílsstöðum
og á Sölleröd í Danmörku. Amma
þeirra Kirstín Guðjohnsen gekk
þeim að nokkru leyti í móðurstað
fram yfír dauða Valgerðar, en þá
tók við uppeldi þeirra önnur merkis-
kona, Emilía Octavía Guðjohnsen.
Hún var náfrænka Valgerðar Lárus-
dóttur og jafnaldra, velmenntuð á
tónlistarsviðinu líkt og hún, dugleg,
trúfost og lífsglöð kona sem reynd-
ist þeim systrum hin besta móðir
og vinkona. Séra Þorsteinn Briem
og Emilía gengu í hjónaband vorið
1926 í Akraneskirkju en séra Þor-
steinn þjónaði Akumesingum
lengstan tíma prestskapar síns.
Séra Þorsteinn og Valgerður
teiknuðu og létu reisa prestsetrið á
Kirkjuhvoli á Akranesi sem varð
fljótt eitt mesta menningarheimili í
bænum. Valgerðar naut að vísu
aðeins við um skamma hríð en
Frænka, eins og þær systur kölluðu
Emilíu fóstru sína, veitti heimilinu
forstöðu frá fyrsta degi af listfengi,
hjartahlýju og skömngsskap. Þar
var löngum þétt setinn bekkurinn,
bæði af vinnufólki prestsins sem
stundaði búskap til hliðar við prests-
störfin og af óteljandi gestum sem
bám sumir með sér andblæ fram-
andi staða. Ein gestaheimsóknin
kann að hafa skipt sköpum fyrir
unglingsstúlkuna Halldóru. Þá
heyrði hún í fyrsta sinn rætt um
byggingarlist og skipulagsmál af
lærdómi og ástríðu þegar þáverandi
húsameistari ríkisins, Guðjón Samú-
elsson arkitekt, kom ásamt Guð-
mundi Hannessyni lækni til þess að
skoða húsaskipan á Kirkjuhvoli.
Seinna þegar hún las viðtal í dönsku
blaði við þarlenda kvenarkitekta
vegna dagheimilis sem þær höfðu
teiknað, rann upp fyrir henni sú
staðreynd að konur gætu lagt stund
á byggingarlist. Þar með var stefna
hennar í lífínu tekin og hún hóf
undirbúning að því að komast til
náms í arkitektúr. Út á þá braut
hafði engin íslensk kona lagt á und-
an henni.
Halldóra hafði mjög snemma sýnt
góða námshæfíleika og hlaut eins
og þær systur allar mikla hvatningu
til náms í foreldrahúsum. Hún fór
í Flensborgarskólann í Hafnarfírði
til þess að undirbúa sig fyrir inn-
tökupróf upp í Menntaskólann í
Reykjavík. Þaðan lauk hún stúd-
entsprófi vorið 1935. Halldóra Bri-
em og bekkjarsystir hennar, Ingi-
björg Böðvarsdóttir lyfsali, voru
meðal fyrstu kvenna sem útskrifuð-
ust úr stærðfræðideild. Aðeins ein
kona hafði brautskráðst þaðan á
undan þeim, ellefu árum áður. Að
loknu stúdentsprófí hélt Halldóra til
Svíþjóðar til náms í arkitektúr við
Konunglega tækniháskólann í
Stokkhólmi. Þar nam hún undir leið-
sögn merkra kennara, m.a. prófess-
ors Gunnars Asplund,_ eins þekkt-
asta arkitekts Svía. Áður en hún
lyki námi var skollin á heimsstyijöld
og í stríðinu miðju stóð hjarta henn-
ar sjálfrar í báli. Hún kynntist ung-
um og fjölgáfuðum læknastúdent,
Jan Ek, og vorið 1942 gengu þau
í hjónaband. Skömmu síðar fæddist
þeim sonurinn, Gunnar, en alls urðu
bömin fímm. Karin fædd 1944, þá
Kerstin 1946, svo Þórunn 1948 og
að lokum Þorsteinn 1956.
í hjónabandi Halldóru og Jans
mættust tveir glæsilegir og stór-
brotnir einstaklingar af ólíku þjóð-
emi. Með þeim var mikið jafnræði
og sumt líkt um uppvöxt þeirra.
M.a. höfðu mæður beggja verið efni-
legar listakonur sem dóu langt um
aldur fram frá fjórum bömum.
Móðir Jans var ljóðskáldið Karin
Ek en faðir hans Sverker Ek, pró-
fessor í bókmenntum við háskólann
í Gautaborg. En jarðvegurinn sem
Halldóra og Jan voru sprottin úr
bar einnig séreinkenni af þjóðlegum
og menningarlegum toga og samlíf
þeirra var ekki átakalaust. Auk þess
urðu það örlög hins unga læknis að
veikjast af berklum um sama leyti
og hann var að ljúka námi sínu.
Hann gekk því aldrei heill til skógar
eftir það. Hann tók snemma að sér
erfítt læknishérað norðan við heim-
skautsbaug í námubænum Kiruna
og þau bjuggu á norðlægum slóðum
um tveggja ára skeið. Vanheilsa
Jans kom í veg fyrir að dvöl þeirra
þar gæti orðið lengri og þau héldu
aftur til Stokkhólms þar sem bæði
fengu störf við hæfi. Þá voru bömin
orðin fjögur. Halldóra hafði unnið á
teiknistofu samvinnufyrirtækisins
HSB (Hyresgástemas Sparkasse
och Byggnadsförening) að loknu
námi og hóf þar störf að nýju, en
flutti sig síðan til Svenska Riks-
byggen þar sem hún starfaði í rúm-
an áratug. Innan vébanda þess fyrir-
tækis náði hún hvað mestum frama
á starfsferli sínum og vann m.a.
samkeppni um fjölbýlishúsahverfi
sem reis í bænum Vesterás í kring-
um 1950. Það hverfí var síðan verð-
launað að nýju árið 1985 þegar það
var friðlýst sem frábært dæmi um
húsagerðarlist síns tíma. Síðar sér-
hæfði Halldóra sig í litavali og varð
sérfræðingur fyrirtækisins á því
sviði. Árið 1958 fluttist fjölskyldan
til Halmstad, sem er lítill bær á
vesturströnd Svíþjóðar, þar sem Jan
hafði boðist yfírlæknisstaða. Hann
var þá orðinn doktor í sérgrein sinni.
Þegar Jan lést skömmu fyrir jól
1963 aðeins 46 ára að aldri var fjöl-
skyldan aftur flutt til Stokkhólms.
Þar átti Halldóra heimili sitt síðan
til dauðadags, lengst af í borgar-
hlutanum Söder.
Eftir að Halldóra var orðin ekkja
skipti hún enn um vinnuveitanda
og fékk stöðu sem deildarstjóri hjá
Centrala Sjukvardsberedningen
(CSB), þar sem hún hafði umsjón
með ákveðnum hönnunarþáttum
húsbygginga á þeirra vegum. Þá tók
hún einnig að leigja íslenskum
námsmönnum og öðrum íslending-
um sem komu til dvalar í Stokk-
hólmi herbergi og aðgang að heim-
ili sínu. Þar hófst merkur kapítuli í
lífí hennar sem geymast mun í minn-
ingu þeirra fjölmörgu sem nutu gis-
tivináttu hennar og greiðvikni um
lengri eða skemmri tíma. Tala þeirra
mun vera í kringum hundrað.
Halldóra Briem Ek var óvenju-
lega falleg og heillandi manneskja,
víðlesin, stórfróð og minnisgóð með
afbrigðum og sagði skemmtilega
frá. Auk þess var hún gædd miklum
tónlistarhæfíleikum og kannski voru
stundimar við flygilinn, þar sem hún
lék lög ömmu sinnar og mömmu í
eigin útsetningu, hennar sælustu
stundir á seinni ámm. Við emm
mörg sem höfum notið einstæðra
tónleika hennar og nokkur þeirra
laga sem hún hefur samið við ljóð
íslenskra og annarra norrænna
skálda hafa verið flutt í íslenska
Ríkisútvarpinu.
Ég hef átt margar ógleymanlegar
stundir með Halldóm Briem á liðn-
um áram í Stokkhólmi, Haimstad,
Reylq'avík og á Akranesi í heimsókn
hennar á æskustöðvamar. En
stundin okkar við gröf Jans í Skóg-
arkirkjugarðinum í Stokkhólmi er
sú sem sækir fastast á hugann þeg-
ar þessi minningarorð eru rituð.
Þráðbeinir furustofnar teygðu sig
hátt til himins og dimmgrænar
krónurnar hleyptu aðeins stökum
sólargeislum í gegnum barrið. Gröf
Jans skar sig úr öðmm gröfum að
því leyti að á henni uxu ekki venju-
leg skrautblóm heldur kryddjurtin
oregano. Fölbleik blómin virtust öll
á iði því ilmur þeirra dró að sér sæg
flögrandi fiðrilda í sama lit. Juitin
var komin úr garði dóttur þeirra sem
hafði sagt að óbeisluð lífsorka hefði
einkennt föður hennar framar öðm.
Og hann var enn iðandi af lífi í
huga konunnar sem stóð við gröf
hans og sagði: „Hér vil ég að líkami
minn verði grafínn en hjartað vildi
ég helst senda heim til Islands."
Nú er stundin mnnin upp þegar
hún verður lögð til hinstu hvflu við
hlið manns síns í þeim kirkjugarði
sem hannaður var af læriföður
hennar Gunnari Asplund og borið
hefur hróður meistarans víða um
heim fyrir fegurðar sakir.
Líf þessarar merkilegu konu var
klofíð líf og tilheyrði tveim löndum,
íslandi og Svíþjóð. Hún var bundin
báðum órofaböndum ástar og
tryggðar. Sænska varð hennar dag-
lega tungutak en hún varðveitti
móðurmál sitt óbrenglað til hinstu
stundar. Hún var glæsilegur fulltrúi
íslensku þjóðarinnar í Svíþjóð í rúm-
lega hálfa öld. Æviferill hennar var
ríkuiega kryddaður miklum gáfum
og fjölþættum hæfíleikum, sælustu
gleði og þyngstu sorgum.
ísland missti vissulega mikið þeg-
ar það missti Halldóru Briem úr
landi. En það er líka auður einnar
þjóðar að geta gefíð öðmm góðar
gjafír. Yngsta systir Halldóm, Guð-