Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 43 rún Briem Hilt, sem einnig var við nám í Stokkhólmi þegar stríðið lok- aði leiðum á milli landa, giftist norskum flóttamanni, myndhöggv- aranum Odd Hilt, og eignaðist með honum fjölskyldu í Noregi. Samband þeirra systra var mjög náið í útlegð beggja frá íslandi og Guðrún hefur verið systur sinni styrk stoð í þeim veikindum sem að lokum drógu hana til dauða. Ég votta Guðrúnu Láru og eftir- lifandi systrum Halldóru á Islandi, Kirstínu og Valgerði, innilega sam- úð mína sem og börnum hennar fimm í Svíþjóð og þeirra bömum. Öðrum ættingjum hennar og vinum sendi ég einnig alúðarkveðjur því þeir eru margir sem syrgja þessa gengnu merkiskonu. Blessuð sé minning Halldóru Briem Ek arki- tekts. Steinunn Jóhannesdóttir. Fregnin um andlát Halldóru Briem Ek var mikil harmafregn. Þó mátti við öllu búast því að undanfar- ið hafði hún átt við vanheilsu að stríða. En eftir að Halldóra kom | hingað í heimsókn í sumar jukust vonir um að hún mundi sigra í þeirri baráttu. Svo þegar hugurinn fer að róast og hugsunin að skýrast verður þakklætið efst í huga, þakklæti fyr- j ir vináttu öll þessi ár og þakklæti fyrir að hún þurfti ekki að lifa það að geta ekki sinnt sínum mörgu áhugamálum. Það hefði orðið henni erfítt. Ég hitti Halldóru fyrst þegar við settumst í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1932. Reyndar vissi ég deili á henni því móðurfólk mitt og föðurfólk hennar voru ná- grannar og vinir úr Skagafírði. Við vorum aðeins sex stelpurnar, fjórar > máladeild og við Halldóra tvær í stærðfræðideild svo að náinn kunn- ingsskapur myndaðist með okkur, en mikið og gott samband var á milli allra félaganna í báðum deild- ' um. Margs er að minnast frá þessum árum. Halldóra tók strax virkan þátt í ýmsum félagsmálum. Þegar ( við byijuðum í skólanum haustið 1932 var ekki reiknað með leikfím- istímum fyrir stúlkur og ekki áttum ( við heldur að taka þátt í söngæfing- um, en Halldóra' var fljót að koma þessu í lag. Hún hafði mikinn áhuga á bindindismálum og var um tíma formaður Sambands bindindisfélaga í skólum. Halldóra var ákveðin í að verða arkitekt og eftir stúdentspróf hélt hún til Stokkhólms. Ætlunin var auðvitað að koma heim að prófí loknu, en örlögin breyttu gangi mála. Fyrst var það stríðið og svo var það sænski læknirinn, sem hún giftist og börnin þeirra fimm. Smá- vegis auðnaðist henni að vinna fyrir fyrirtæki hér heima, en það var auðvitað vonlaust eins og ástatt var. En langa og farsæla starfsævi átti Halldóra í Svíþjóð. Við Halldóra höfðum báðar mik- inn áhuga á ættfræði. Hún kynnti sér ekki aðeins sína eigin ætt heldur var hún óhemju fróð um menn og málefni á ýmsum tímum. Það var ótrúlegt hvað hún var minnug á nöfn og ártöl og hveijir voru sam- tímamenn á hinum og þessum tíma. Ættfræðin var þó langt í frá eina áhugamál hennar, þau voru mörg, en líklega fyrst og fremst laga- og ljóðagerð. Halldóra hafði miklar mætur á útiveru og vildi kynnast landinu og fólkinu sem þar bjó. A námsárunum í MR stofnuðum við fjallaklúbb, við Halldóra, Guðrún Einarsdóttir, bekkjarsystir okkar og tveir bræður Guðrúnar, Trausti og Hákon. Nokk- ur fjöll tókst okkur að klífa. En minnisstæðust er mér ferðin, þegar við hjónin fórum með henni „hringveginn" og reyndar meira, því að ótal krókar voru farnir. Halldóra var alveg einstakur ferðafélagi. Á svo langri leið er ekki hægt að bú- ast við að alls staðar sé sama góða veðrið. En það skipti ekki máli. Allt- af var Halldóra jafn ánægð. Það er gott ef sólin skein, en litirnir voru jafnvel fallegri ef dimmt var í lofti, og rigning var bara hressandi. Minningin um þetta ferðalag er mér mikils virði. Já, minningarnr eru margar að ógleymdum öllum bréfunum. Ég hef alltaf talið það mikið lán að kynnast Halldóru, og ekki aðeins henni heldur einnig systrum henn- ar, föður hennar séra Þorsteini Briem og seinni konu hans Emilíu Briem, sem ég kallaði frænku eins og þær systur gerðu. Frú Emilía var náskyld móður þeirra systra, en ég var íjarskyld þeim öllum. Hall- dóra varð einnig mjög nákomin minni fjölskyldu og í miklum metum hjá börnum og fullorðnum. Já, Halldóra gleymist ekki þeim mörgu sem áttu því láni að fagna að kynnast henni. Fyrir hönd samstúdenta frá MR 1935 votta ég bömum hennar, systrum og vinum innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Böðvarsdóttir, Cnrr ilctfs 14. áriö í röö! í Óðinsvéum við Óðinstorg ríkir sérstakur andi þegar aðventan ndlgast. I lUýjum stofum veitinqastaðaríns sviqnar jólaíilaðborðið undan dansk- œttuðum krdsum, sem fyrírgestina eru bornar. Ótal íiejðbundnir og gómsœtir réttir sem tilfieyra jólaímldinu og aðventunni svo sem: Qrísasteik, íiamborgaralœri, eplaflesH, rífjasteiH, marínerað flesk, lifrarkafa, salami, svínasíða, svínarídlupylsa, grísasulta, grísatœr, kjötbollur, maiineruð síld, steiksíld, vínsíld, rís alamande, jólakaka og margt annaðgirnilegt dsamt tilbeyrandi meðlœti. éMituð er um að samamlkið komi ár eftir ár og er jafnan flétt setið og pví vissara að liafa jyrirv á með borðapantanir. OÐINSVE Verð: í hádegi i.Sgo kr. á kvóldin 2.450 kr. Boröapantanir í símum 25090 og 28470 1 W Metsölublað á hverjum degi! , „Svo sannarlega“ t Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk og Ellen Krisljáns * fara svo sannarlega á kostum á þessari frábæru geislaplötu f útsetningum Eyþórs Gunnarssonar. Ötgáfutónleikar Borgardætur halda litgáfutónleika í Borgarleikhtisinu sunnudagiim 5. des. kl. 20.30. i Forsala í Borgarleikhúsinu og í verslunum Skíhumar hf. Miðaverð aðeins kr. 1.000. i KRINGIUNNI SÍMI: 600930 - STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600926 LAUGAYEGI96 SÍMI: 600934 - ElÐISTORGl SÍMI: 612160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.