Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 46

Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 Guðmundur Jóns- son - Minning Fæddur 3. apríl 1954 Dáinn 21. nóvember 1993 Stórt skað var höggvið í vinahóp okkar 21. nóvember, þegar Guð- mundur Jónsson vinur okkar lést af slysförum. Við Guðmundur höfð- um talast við í síma stuttu áður en slysið varð. Þá hafði hann hringt í okkur félagana, þar sem við vorum á ferðalagi á fjöllum og spurði hvernig gengi hjá okkur. Ferðalög á íslandi voru mikið áhugamál hjá Guðmundi hvort sem farið var í veiðiferðir, ferðast um á snjóbíl Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði, farið um á jeppa eða eins og hann og félagar hans gerðu hér áður fyrr, er þeir fóru fótgangandi á jökla landsins. Vinskapur okkar hófst fyrir al- vöru 1987, þó að leiðir okkar hafi legið saman áður. Við áttum þess kost að kynnast Guðmundi á marg- an hátt. Við störfuðum saman í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði, fórum saman í veiðiferðir, ferðuð- umst um landið, áttum saman fjallaskála ásamt fleiri félögum okkar. Síðast en ekki síst þá störf- uðum við saman um tíma og áttum saman lítið fýrirtæki og voru störf okkar tengd allt þar til hann lést. Guðmundur hafði mjög gaman af stangveiði og var það mikil skemmtun fyrir okkur að fara með honum í veiðiferðir því að hann var alltaf léttur og skemmtilegur og hrókur alls fagnaðar í þessum ferð- um. Ekki var Guðmundur svo upp- tekinn af að veiða að hann gæti ekki tekið sér tíma til að sitja á árbakka eða við vatn og spjalla við okkur eða hjálpa okkur við einhver verk sem við vorum í vandræðum með eða miðla okkur af reynslu sinni. Ætíð var stutt í glensið hjá hon- um því að hann var mikill húmor- isti og hafði mikla leikhæfileika og er okkur minnisstætt þegar við vor- um eitt sinn að fara í sundlaug úti á landi er Guðmundur fór að kaupa aðgöngumiða. Hann þóttist vera þýskur ferðamaður og talaði ekki íslensku. Það gekk illa að koma afgreiðslustúlkuhni í skilning um hvað það var sem hann vantaði sökum tungumálaerfíðleika, en þegar hann var búinn að kaupa aðgöngumiðann þá þakkaði hann fyrir á sinni ágætu íslensku. Guðmundur var félagi í Hjálpar- sveit skáta í Hafnarfírði og starfaði þar lengi af miklum krafti og á sveitin honum mikið að þakka. Ætíð þegar smíða þurfti eitthvað úr málmi fyrir sveitina þá kom Guðmundur fyrst upp í hugann og leysti hann alltaf úr þeim málum af sinni alkunnu snilld og útsjónar- semi ef hann átti þess nokkurn kost. Snjóbílar sveitarinnar voru gott dæmi um þetta, en Guðmundur sá um breytingar og endurbætur á þeim með aðstoð annarra félaga sveitarinnar. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til þó að hann hefði minni tíma til þess en margur annar sökum fjölskylduaðstæðna, en hann varð ekkill árið 1988. Bömin okkar dáðu hann enda spjallaði hann oft við þau eða lék skemmtilega leiki með þeim. Æði oft tókst honum að koma þeim og ekki síður okkur á óvart með ýms- um skemmtilegum uppátækjum og munu þau sakna stundanna með honum, Jóni Trausta og Jökli hvort sem var á ferðalögum eða á góðum stundum hér heima. Elsku Jón Trausti, Jökull, Ásgeir og aðrir aðstandendur og vinir. Sorgin er þungbær, en við munum öll varðveita vel minninguna um göðan dreng. Guðmundur og Fríða. Þegar frétt barst um að maður hefði látist í bifreiðarslysi norður í landi, vissum við ekki hver í hlut ætti, hugsuðum aðeins eins og aðr- ir að einhverjir ættu nú um sárt að binda. Síðar er fréttist að félagi okkar Guðmundur 'Jónsson hefði látist í þessu hræðilega slysi, vildum við helst neita að trúa. Það er mik- ið áfall að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að ungur maður í blóma lífs síns er kallaður burt frá ungum sonum sínum er fyrir fímm árum höfðu mátt þola þá raun að missa móður sína úr veikindum. Þeirra missir er mikill, svo mikill að orð fá ekki lýst. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar okkur félagana í Körfu- bolta-klúbbnum að minnast Guð- mundar, en það var fyrir rúmum fjórum árum að Guðmundur slóst í okkar hóp, Hann kom í hópinn með æskuvini sínum og félaga Svavari Ólafssyni og strax frá byrjun var sem Guðmundur hefði verið með okkur í mörg ár, svo vel féll hann í hópinn. Það fer ekki hjá því að átta félagar sem hittast tvisvar í viku við íþróttaæfíngar kynnist skaphöfn og eiginleikum hver ann- ars mjög vel. Skaphöfn Guðmundar var þannig að betri félaga í leik og gleði er ekki hægt að hugsa sér. Kappið var mikið en þó ávallt með forsjá og óviðjafnanleg kímni og húmor lýsti sér í því að hann sá hið spaugilega í öllum hlutum. Hið sama mun hafa verið um afstöðu Guðmundar til alvarlegri viðfangs- efna. Hann tókst á við verkefni hversdagsleikans af kappi en einnig með þeirri lífsgleði sem án efa hef- ur auðveldað honum og sámferða- mönnum hans amstur dagsins. í mikilli sorg verða orð oft fátæk- leg. Við biðjum Almættið að blessa drengina ungu er misst hafa föður sinn, sem ekki var þeim aðeins góður faðir, heldur einnig góður félagi. Við vottum foreldrum Guð- mundar og systur hans okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðmundar Jónssonar. Félagar í Körfuboltaklúbbnum. Það voru hræðilegar fréttir sem okkur bárust sunnudagskvöldið 21. nóvember sl. Hann Guðmundur vin- ur okkar hafði lent í bílslysi og beðið bana. í fyrstu neituðum við að trúa því. Þetta gat ekki verið satt. Hver er tilgangurinn? Kynni okkar voru ekki löng, að- eins átta góð ár. Þau hófust þegar ég gekk í Hjálparsveit skáta í Hafn- arfírði haustið 1985. Um það leyti kom nýr snjóbíll til sveitarinnar og við hann hófum við störf saman. Ég sá fljótt að þarna var yfírburða- maður, bæði varðandi uppbyggingu bílsins og skipulag starfsins í kring- um hann og eins í ijalla- og ferða- mennsku. Enda var hann reyndur jöklafari frá störfum sínum í hjálp- arsveitinni og betri félaga gat ég ekki hugsað mér í erfiðum vetrar- ferðum. Fljótlega eftir að við hófum sam- starf sagði hann mér þáu sorgartíð- indi að Lóa kona hans hefði greinst með alvarlegan sjúkdóm sem svo síðar leiddi hana til dauða. Þessi tími var honum Jnjög erfíður, að vera drengjunumm sínum bæði fað- ir og móðir, stunda fulla vinnu og taka samt þátt í því tómstunda- starfí sem honum þótti svo vænt um. Við þetta fékk hann ómetan- lega aðstoð hjá foreldrum sínum. Þrátt fyrir þá miklu sorg sem hann bar innra með sér, fylgdi honum jafnan grín og gleði hvar sem hann fór. Eitt skemmtilegasta afmæli sem við hjónin höfum farið í var þegar hann varð 35 ára. Húsið var skreytt mjög fallega eins og honum var einum lagið. Mikill söngur, leik- ir og þrautir eins og í góðu barnaaf- mæli. Margar ógleymanlegar stundir áttum við í ferðum okkar með þeim feðgum, jafnt að sumri sem vetrar- lagi. Einnig eru okkur ógleymanleg- ar heimsóknir þeirra feðga á heim- ili okkar, og var þá Kristín vinkona Guðmundar stundum með í seinni tíð. Haustið 1988 stofnaði Guðmund- ur ásamt félaga okkar lítið fyrir- tæki í húsnæði fyrirtækis rníns og jók það enn á samveru okkar. Guð- mundur var listamaður í sínu fagi sem var járnsmíði. Hann var ein- stakur suðumaður, útsjónarsamur og snillingur í höndum. Það skarð sem nú hefur verið höggvið í okkar vinahóp verður aldrei hægt að fylla. Við biðjum guð að styrkja litlu drengina sem kveðja nú pabba sinn, einnig Dódó, Jón, Ásgeir, Kristínu og aðra ástvini. Halldór og Anna Rósa. Það er með virðingu og söknuði að við kveðjum hinstu kveðju Guð- mund Jónsson sem nú er látinn aðeins 39 ára að aldri. Síðastliðin tvö ár höfum við fylgst að við leik og störf og átt margar ógleymanlegar stundir saman. Guðmundur hafði sérstak- lega næmt auga fyrir skiplegum hliðum mannlífsins og hlátur og glaðværð fylgdi honum hvar sem hann kom. Hann var vinur í raun. Ástvina- missi er ekki unnt að bæta og er Guðmundar sárt saknað. Elsku Jökull og Jón Trausti, Jón, Dódó og Siddý og aðrir ástvinir. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur. Guð geymi elsku Guðmund. Helga og Bjarni. í eigu Skátafélagsins Hraunbúa er stór, fagurlega smíðaður kerta- stjaki úr jámi, sem notaður er við hátíðleg tækifæri. Þennan kerta- stjaka smíðaði Guðmundur Jónsson og gaf Hraunbúum fyrir nokkru. Þannig sýndi hann í verki hug sinn til síns gamla félags. Og nú er hann „farinn heim“, eins og skátar segja um félaga sína sem falla frá. Minningamar um Guðmund úr skátastarfí verða með okkur áfram þó hann sé horfínn á braut. Hann gerðist ungur skáti og þrátt fyrir hæglátt fas, sem einkenndi hann, þá var honum gefinn einstæður eig- inleiki gamanleikarans að koma öll- um til að brosa þegar hann vildi. Þegar þeir vinimir, hann og Sigurð- ur Siguijónsson, 13-14 áragamlir, skemmtu í góðum hópi, þá gerðu menn sér strax grein fyrir því að þar fóm leikarar framtíðarinnar. Þó aðeins annar þeirra hafí valið leikarastarfíð hefði Guðmundur hæglega getað fylgt í sömu spor. Hann valdi sér annað lífsstarf þar sem listrænir eiginleikar hans nutu sín einnig vel, enda ekki langt að sækja hina högu hönd föður síns. Skátafélagið Hraunbúar mun alltaf minnast þess góða drengs sem nú er kvaddur. Hugur okkar er hjá drengjunum hans, öldruðum foreldrum og systur og við biðjum þess að þær góðu minningar sem allir eiga um Guðmund Jónsson mildi sárasta harminn þegar stund- ir líða. Hraunbúar. Hvað væri líf án líknar góðra manna? í leynum hugans geymi ég minninguna sem leikur best á hjartans hörðustreng lög sín um fóm er sýndi gæsku sanna, um sálufélag, bestu kynninguna, um göfugt fólk sem gladdi lítinn dreng. (ívar Bjömsson) Það voru hræðilegar fregnir sem bárust okkur að kvöldi sunnudags- ins 21. nóvember. Guðmundur var látinn. Við kynntumst Guðmundi í gegnum móður okkar, en þau höfðu verið nánir vinir í þrjú ár. Það er á svona stundum sem maður hugs- ar um hvað- það er nú stutt. á milli lífs og dauða. Lífið getur verið óskiljanlegt þegar maður á besta aldri sem vildi öllum vel er tekinn frá okkur. Guðmundur var alltaf svo hress og skemmtilegur. Hann hafði ein- stakt lag á að koma manni í gott skap þegar maður var eitthvað súr því að honum tókst að grínast með flesta hluti. Hann hafði svo ótrúlega gott skopskyn að maður fékk stund- um verk í magann af hlátri. Hann var einnig mjög örlátur maður og hann kom manni oft skemmtilega á óvart, því að hann var svo hug- myndaríkur. Við dáðumst líka sér- staklega að því að hann hneykslað- ist aldrei á neinu og talaði aldrei illa um neinn. Þegar við lítum til baka sjáum við enn betur hve góður og gefandi hann var. Guðmundur var ofsalega mikil félagsvera og naut hann sín vel í góðra vina hópi. Hann gladdi svo sannarlega marga í kringum sig með uppákomum sínum. Við viljum þakka Guðmundi fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Elsku Jökull, Trausti og aðrir aðstandendur. Við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni, en minningin um þennan góða mann mun alltaf lifa í hjörtum okkar sem vorum svo heppin að kynnast hon- um. Nú guð ég von’ að gefi af gæsku sinni frið að sársaukann hann sefi af sálu allri bið. Og þó að sárt sé saknað og sól sé bak við ský þá vonir geta vaknað og vermt okkur á ný. Þá ljósið oss mun leiða með ljúfum minningum og götu okkar greiða með góðum hugsunum. (I.T.) Krisljana Björg og » Petra Steinunn. Félagi okkar og vinur Guðmund- ur Jónsson lést af slysförum norður í Eyjafirði 21. nóvember. Fréttin af þessum hörmulega atburði barst til okkar félaganna um kvöldið. Hvílík harmafregn. Guðmundur hafði tekið að sér verkefni norður á Dalvík. En við áttum að sjálf- sögðu öll von á að hitta hann sunn- an heiða glaðan og reifan að vanda. En enginn má sköpum renna. Guðmundur Jónsson fæddist 3. apríl 1954. Hann var sonur hjón- anna Jóns E. Guðmundssonar vél- smiðs og Halldóru Sigurðardóttur. Þau búa á Hamarsbraut 10 í Hafn- arfírði, en þar ólst Guðmundur upp ásamt systur sinni Sigríði. Guð- mundur lærði vélsmíði í Vélsmiðj- unni Kletti í Hafnarfirði undir hand- aijaðri föður síns og fór síðan til frekara náms i Vélskóla íslands, en þaðan lauk hann vélstjóranámi. Guðmundur tók ungur þátt í skátastarfi í Hraunbúum og starf- aði þar af miklum áhuga. Hann gerðist félagi í Hjálparsveit skáta í Hafnarfírði árið 1972, eða strax og hann hafði aldur til. Hann lagði sig fram í starfí fyrir sveitina og var einstaklega góður félagi hvort heldur var á alvarlegum stundum eða þegar gleðin hafði völdin. Guð- mundur var einstakur húmoristi. Þeir félagar og frændur Guðmund- ur og Sigurður Siguijónsson, sem nú er orðinn landsfrægur leikari, voru engum líkir. Þeir höfðu næmt auga fyrir því sem var skoplegt og var Guðmundur enginn eftirbátur Sigurðar í því efni. Það var alltaf skemmtilegt að vera nálægt Guð- mundi. Hann hafði jákvæð áhrif á vinahópinn, hvemig sem á stóð. Snemma fékk Guðmundur mik- inn áhuga á jöklum og jöklaferðum. Fór hann t.d. margar ferðir með félögum úr sveitinni gangandi á skíðum yfír Vatnajökul á áttunda áratugnum. Þegar vélsleðar urðu mikilvæg björgunartæki fyrir hjálp- arsveitir var Guðmundur í broddi fylkingar. Og þegar sveitin fjárfesti í dýrum snjóbíl árið 1985 til að geta betur sinnt ætlunarverki sínu var Guðmundi að sjálfsögðu falin stjórnin. Allir vissu að honum var manna best treystandi þar sem reyndi á kunnáttu, leikni og þor. í honum bjó mikil alvara undir yfír- borði einstakrar glaðværðar. Og hvað fer betur saman í einum manni? Við söknum góðs vinar og félaga. í hjálparsveitinni kynntist Guð- mundur konu sinni Ólafíu Guðrúnu Jónsdóttur, en hún dó árið 1988 eftir erfíð og langvarandi veikindi frá þremur bömum, þar af tveimur sonum þeirra Guðmundar. Jón Trausti og Jökull syrgja nú föður sinn. Það er sannarlega skammt stórra högga á milli í lífi þeirra. Þeir bræður, Ásgeir sonur Olafíu, foreldrar Guðmundar og systir ásamt stórum hópi frændfólks, venslafólks og vina eiga um sárt að binda við svo skyndilegt og ótímabært andlát Guðmundar Jóns- sonar. Eitt getum við þó ornað okk- ur við, en það er minningin um ein- staklega góðan dreng og heilsteypt- an mann. Samúðarkveðjur okkar ná skammt, en þær era sannarlega veittar af heilum hug. Félagar í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Stórt skarð hefur verið höggvið í hóp Skálholtsmanna, með skyndi- legu og ótímabæra fráfalli Guð- mundar Jónssonar. Það var á haustdögum fyrir um tveimur áram að hópur manna tóku saman höndum í þeim tilgangi að reisa fjallaskála. Mikill áhugi á úti- vera og fjallamennsku var í hópn- um, en þarna komu saman menn með mismunandi reynslu og var Guðmundur þar á meðal. Mönnum var úthlutað verkefnum og leysti Guðmundur sín af miklum hagleik á sinn einfalda og smekklega hátt. Skálinn reis og var hann nefndur Skálholt. Glens og gaðværð var merki Guðmundar, þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf leikið við hann, átti hann auðvelt með að sjá broslegu hliðina á hlutunum og oftar en ekki var hann hrókur alls fagnaðar. Að leiðarlokum viljum við þakka Guðmundi þær stundir sem við höf- um átt saman og um leið votta ég drengjunum hans, þeim Jökli og Jóni Trausta, fóstursyni, foreldrum og öðram aðstandendum dýpstu samúð á þessari sorgarstundu. Blessuð sé minning Guðmundar Jónssonar. Fyrir hönd Skálholtsmanna, Þorgrímur St. Árnason. Mig langar til að kveðja með nokkrum orðum frænda minn, Guð- mund Jónsson, sem lést af slysför- um hinn 21. nóvember sl. og um leið þakka honum margar góðar samverustundir. Við fregnina um lát Guðmundar leitaði hugur minn til baka til þeirra ára er heimili hans og foreldra hans á Hamarsbrautinni var mitt annað heimili. Þótt Guðmundur hafi verið níu árum eldri en ég, leit ég alltaf á hann sem jafnaldra minn og leik- félaga. Allt sem hann og vinir hans höfðu fyrir stafni fannst mér ákaf- lega spennandi og vildi ég ólmur vera í félagsskap þeirra. Þegar ég lít til baka reynist mér hins vegar erfitt að skilja hve viljugur hann var að hafa mig bamið í eftirdragi og hvað hann var mér alltaf góður. Ég minnist t.d. þegar hann fékk sumarvinnu hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar og keypti handa mér stóran vörubíl, þegar hann fékk sína fyrstu útborgun. Ég minnist þess einnig,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.