Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 49

Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 49 Hjónaminning Steinunn Gunnlaugs- dóttir og Sveinn Guðbrandsson Steinunn Fædd 11. nóvember 1895 Dáin 28. október 1993 Sveinn Fæddur 3. september 1896 Dáinn 15. september 1981 Hinn 28. október síðastliðinn lést Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sunnu- hvoli, Egilsstöðum, á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, en hún hafði dvalist þar í nokkur ár af heilsufarslegum ástæðum. Sveinn Guðbrandsson maður hennar lést 15. september 1981. Ég ætla að ininnast þeirra hjóna með nokkrum línum. Oft sér maður það í minningar- greinum um meðbræður vora að ekki hafi orðið neinn héraðsbrestur, þegar þeir hafi kvatt þennan heim. Sennilega er átt við að þeir hafi ekki verið eitt af stóru númerunum í þessari veröld. En er ekki maður- inn eða konan, sem hafa verið öðr- um til fyrirmyndar, skilað samfé- laginu fullu lífsstarfi og þjóðfélag- inu myndarlegum börnum, éinmitt stórt númer þó að þau hafi lifað lífi sínu utan við skarkala heimsins? Steinunn var fædd á Þorvalds- stöðum í Breiðdal 11. nóvember 1895. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Helgason og Guðlaug Arnadóttir. Steinunn ólst upp á Gilsá í Breiðdal. Sveinn Guðbrandsson var fæddur 3. september 1896. Foreldrar hans voru hjónin Guðbrandur Ólafsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Þau bjuggu á Randversstöðum í Breið- dal og víðar. Ekki eru mér kunn uppvaxtarár þeirra Sveins og Steinunnar, en geri ráð fyrir að þau hafi ung tekið virkan þátt í lífi og starfi á sínum heimilum. Árið 1919 gifta Sveinn og Stein- unn sig í Breiðdal, en jarðnæði hef- ur ekki verið til staðar þar fyrir ungu hjónin, því að vorið 1921 leggja þau af stað með eigur sínar og fyrsta barn upp yfir Breiðdals- heiði, sem var víst þakin snjó. En Skriðdalur mun hafa opnast þeim hlýlegur. Förinni var heitið að Hryggstekk sem er á austurbyggð í miðri sveit. Ekki mun aðkoman hafa verið notaleg, því að Hrygg- stekkur stóð í eyði árið áður. Þó er ekki útilokað að nýr nágranni hafi verið búinn að kveikja upp í eldstæði og ylja upp. Búskaparsögu Hryggstekkjar- hjóna ætla ég ekki að rekja, en þau voru samhent og eyddu ekki um efni fram. Þau hirtu vel um allar sínar skepnur og höfðu góðan arð af þeim. Þau tóku þátt í félagslífi sveitarinnar. Steinunn var í kvenfé- Asta Thoraren sen - Minning Ásta er farin, farin í sína síðustu sjóferð. Lífssigling Ástu var ekki áfallalaus, það gaf oft hressilega á bátinn, en það var ekki hennar háttur _að gefast upp og leggja árar í bát. Áfram var haldið og nú þeg- ar litið er til baka eru þau líklega fleiri árin hennar Ástu þar sem sigldur var frískur byr í góðra vina hópi. Ég var svo lánsöm að kynn- ast þessari litlu, grannvöxnu konu með harða skrápinn og stóra hjart- að fyrir rúmum tíu árum síðan. Hún var þá kokkur á mv. Akranesi og ég að mæta um borð í minn fyrsta túr sem stýrimaður á millilanda- skipi. Skipið lá við bryggju á Grund- artanga og var verið að lesta járn- blendi sem sigla átti ineð til Kanada, upp á Vötnin miklu. Ég hafði aldr- ei stigið fæti minum um borð í svona stórt skip áður hvað þá siglt yfir Atlantshafið og fannst þetta því ævintýri líkast. Ekki sá ég nokkurn mann úti og ákvað því að drífa mig um borð og leita að köllunum. Lá leiðin því niður í „messa“ og bjóst ég við að finna þar alla stóru og kraftalegu sjóarana, sem hlutu að vera á þessu skipi. Mér brá því heldur í brún þegar lítil, snaggara- leg kona, burstaklippt í bláköflótt- um hnébuxum og berfætt í trékloss- unum snarar sér inn og spyr heldur hvasst: „Hvað vantar þig?“ Eftir að ég hafði áttað mig á þessum „sjóara" sagði ég henni til hvers ég væri komin. Hún horfði á mig dágóða stund og sagði svo: „Komdu og fáðu þér kaffisopa." Þarna drukkum við fyrsta kaffisopann saman meðan Ásta fræddi mig m.a. um fyrirhugaða siglingu, Vötnin miklu o.fl. Mér fannst strax á þessari stundu ég hafa þekkt þessa konu alla ævi. Ásta var vel lesin og hafsjór af fróðleik, hún fýlgdist vel með gangi heimsmála hvort sem það voru fréttir af vísinda afrekum, listum, merkum fornleifauppgreftri, styij- öldum eða stjórnmálum allt kom henni við og á öllu myndaði hún sér skoðun. Að sjálfsögðu þurfti hún einnig að vita allt um staðsetningu, hraða og stefnu skipsins og var það heilög skylda mín að lokinni vakt að mæta í eldhúsið og færa kokkn- um þessar upplýsingar ásamt veð- urútliti og helstu fréttum dagsins. Það var mannbætandi að vera nálægt Ástu, aldrei talaði hún illa um nokkurn mann né felldi dóma. Hún var ekki allra, en traustari og tryggari vin er varla hægt að finna. Á tímamótum sem þessum líða minningar rúmlega tíu ára vináttu gegnum hugann, sumar vekja ekki aðeins með mér bros heldur skelli- hlátur, aðrar sáran söknuð. Stund- irnar sem voru okkur heilagar og við áttum saman, bara tvær í þessu litla karlasamfélagi, þegar við feng- um okkur „tíu“ fyrir svefninn, ræddum saman um alla heima og geima eða hlustuðum á góða tónlist. Stundum var ég ekki viss um að hún væri í klefanum þegar ég kom, sá ekkert fyrir Gauloises-kófinu og kallaði: „Ásta ertu þarna?“ Svarað var um hæl með hásri rödd: „Ertu farin að tapa sjón barn? Komdu inn.“ Eftirmiðdagarnir á siglingu þegar hún kom upp í brú, drakk tebolla og reykti nokkrar Gauloises- sígarettur og skildi eftir ýmsa fróð- leiksmola til frekari umhugsunar. I öllum þeim ferðum sem við fór- um saman er mér minnisstæðust ferðin til Indlands, Nepal og Sri Lanka. Þá naut Ásta sín, var kom- in heim eins og hún sagði sjálf og skildi ég það vel eftir að hafa farið með henni í heimsókn til indverskra vina hennar og heilsað kunningjum á götu í Bombay og séð hversu inni- lega þeir fögnuðu henni og þótti vænt um hana og henni um þá. Ásta var listakokkur, það var alltaf jafn spennandi að mæta í mat hjá henni hvort heldur var um borð í einhveiju skipinu eða heima á Laugarnesveginum. Skipti ekki máli hvort boðið var upp á austur- lenskar krásir, kröftuga stormsúpu eða eitthvað þar á milli, maturinn hennar Ástu hafði eitthvert sérstakt bragð, eitthvað sem ekki er hægt að skýra með orðum. Nú er þessi einstaka kona farin, þessi heimskona, þessi ljúflingur, þetta hörkutól sem einu sinni á öll- um sínum sjómannsferli lagðist veik en lét ekki undan fyrr en hún var borin í koju og fann það þá út að ástæðan fyrir veikindunum væri lík- lega sú að hún reykti ekki nóg. Þegar hún komst svo á fætur var reykt af fullum krafti og ekki sleg- ið slöku við í því frekar en öðru. Það var aldrei nein hálfvelgja kring- um Ástu. Hún skilur eftir sig stórt skarð í hugum þeirra sem hana þekktu, það kemur enginn í hennar stað, einfaldlega vegna þess að hún var einstök. Það er því mikið lán að fá að kynnast og eignast vináttu slíkrar manneskju á lífsleiðinni, maður verður af því miklu ríkari. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Óþ. höf.) Um leið og ég kveð þig, Ásta, og þakka fyrir samfylgdina og allar þær góðu stundir sem við áttum saman votta ég börnum og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning þín. Sigrún E: Svavarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, STEINDÓRS GUÐMUNDSSONAR, Hörgshlið4, Reykjavík. Ágústa Anna Valdimarsdóttir, Þórir Steindórsson, Sigríður G. Guðmundsdóttir, Anna B. Steindórsdóttir, Steingerður Steindórsdóttir, Þorvarður E. Björnsson, Þórður G. Árnason, Vigdís Hjartardóttir, Hinrik I. Árnason, Oddný Steingrímsdóttir, Sigurður Þ. Árnason, Hafdi's Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. lagi og formaður þess í mörg ár. Sveinn tók virkan þátt í ungmenna- félagi ásamt fleiri störfum fyrir sveitina. Þau Sveinn og Steinunn eignuð- ust fimm dætur, taldar í aldursröð: Oddný, Guðlaug, Guðrún, Ásdís og Hjördís. Drengur dó eftir fæðingu. Allar fóru þær systur í skóla til mennta, stofnuðu heimili og eiga marga afkomendur. Árið 1954 hætta þau Sveinn og Steinunn búskap á Hryggstekk eft- ir 33 ára búsetu þar og flytjast á Egilsstaði. Þar byggja þau íbúðar- hús í félagi við Guðlaugu dóttur sína, sem var ljósmóðir við sjúkra- húsið. íbúðarhúsið hlaut nafnið Sunnuhvoll, og mun jafnan hafa staðið Skridælingum opið, sem litu þar inn og nutu gestrisni þeirra hjóna sem fyrr. Steinunn skúraði mörg ár í barnaskólanum á Egilsstöðum. Einnig vann hún í sláturhúsi KHB á haustin. Sveinn stundaði ýmsa vinnu, meðal annars síðast hjá raf- veitunum meðan heilsa leyfði. Eftir að Sveinn lést, dvaldist Steinunn heima í Sunnuhvoli uns heilsu henn- ar hrakaði svo að hún varð að fara til dvalar á sjúkrahúsið á Egilsstöð- um. Jarðarför Steinunnar var gerð frá Egilsstaðarkirkju laugardaginn 6. nóvember að viðstöddu fjölmenni. Ég sendi systrunum, börnum þeirra og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sveins og Steinunnar. Stefán Bjarnason, Flögu. t Þökkum vináttu og samúð vegna andláts og útfarar SVÖFU GUÐMUNDSDÓTTUR, Ölduslóð 7, Hafnarfirði. Svanhvit Reynisdóttir, Guðrún Reynisdóttir, Guðrún Högnadóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTJÁNS JÚLÍUSAR ÓLAFSSONAR, Túngötu 19, Patreksfirði. Jónína H. Jónsdóttir, synir, tengdadætur og barnabarn, stjúpbörn og fjölskyldur, systkini og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÞORGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Lokastfg 19, Reykjavík. Pálmi Kr. Jóhannsson, Óiafía Bjarnadóttir, Jóhann Hálfdanarson, Vilhelmi'na Salbergsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR, lllugagötu 1, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir faerum við Stínu, Inga og áhöfn Hugins VE 55. Erna Þorsteinsdóttir, Gunnar Eiriksson, Guðri'ður Hilmarsdóttir, Gísli Sveinsson, Guðmundur Tómasson, Rebekka Björgvinsdóttir, Lilja Tómasdóttir, Grétar Miller, Ásdi's Tómasdóttir barnabörn og systkini Lokað Lokað eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 2. desem- ber, vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR JÓNSSONAR. Málmsteypan Hella hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.