Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 50

Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 fclk f fréttum FELAGSLIF KR-konur 20 ára Hinn 28. nóvember 1973 komu 18 konur saman til fundar í KR-heimilinu. Tilgangurinn var að stofiia félagsskap kvenna, sem hefði það að markmiði að efla og styrkja Knattspymufélag Reykja- víkur. Félagið hlaut nafnið KR- konur. Fyrsti formaður var Aldís Schram, sem er látin. Að sögn Elísabetar Guðmunds- dóttur, formanns KR-kvenna, voru fyrstu verk hins nýstofnaða félags að fegra og prýða félagsheimili KR. Af nógu hefði verið að taka og augljóst að afla þurfti fjár til margvíslegra verka. Fjáröflunar- leiðir hafa síðan verið fjölmargar, t.d. kökubasar, kaffisölur, bingó, flóamarkaðir, garðplöntusala, KR- húfur, treflar, könnur, svuntur, spil, jólaföndur, jólakort og ýmis- legt fleira. Nú, 20 árum síðar, starfa KR- konur enn af miklum áhuga og dugnaði. Fundir eru haldnir reglu- lega einu sinni í mánuði og rúm- lega 100 konur starfa hjá KR-kon- um, en ávallt er pláss fyrir fleiri, því verkefnin eru mörg. Næst komandi fostudagskvöld, 3. desember, verður hinn árlegi jólafundur KR-kvenna og hefst hann kl. 20.30 í KR-heimilinu, en allir KR-ingar eru velkomnir. Stjórn KR-kvenna. Efri röð frá vinstri: María H. Guðmundsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Kolbrún Skaftadótt- ir, Guðfinna Agnarsdóttir og Kolbrún Einarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Björk Aðalsteinsson, Geirlaug Karlsdóttir fyrrv. formaður, Elísabet Guðmundsdóttir formaður, Elín Helgadóttir og Erla Karlsdóttir. Edda Scheving var fjarverandi. Michelle Pfeiffer kom gestum skírnarveislunnar þægilega á óvart með því að gifta sig í leiðinni. GIFTINGAR Skímargestirnir enduðu í brúðkaupi Aðdáendur leikkonunnar Michelle Pfeiffer hafa beðið milli vonar og ótta eftir þvíhvort hún gengi í það heilaga með framleiðandanum David Kelley en þau hafa verið kærustupar um nokkurt skeið. Vinum og vandamönnum var svo boðið til skírnarveislu kjördóttur Pfeiffer hinn 13. nóvember síðastliðinn. Gestirnir sjötíu voru ekki fyrr komnir á hótel í Santa Barbara er dreift var korti er sýndi leið- ina að glæsihýsi nokkru þar í nágrenninu. Er þangað var kom- ið tók við skírn og síðan hið dýrðlegasta brullaup. Brúðinni, sem er 35 ára, var lýst þannig að hún hefði verið eins og lítil stúlka, saklaus og taugaóstyrk. Athöfnin var umfram allt per- sónuleg og lítið af fræga fólkinu svokallaða viðstatt. Brúðguminn er 37 ára og hefur m.a. fram- leitt vinsælan sjónvarpsmynda- flokk sem heitir á frummálinu Picket Fences.. Pfeiffer var áður gift Peter Hor- ton sem leikur í þáttunum Á fertugsaldri. COSPER Kökukeflið er næst á dagskrá. Skartgripir 20% afsldttur Afsláttarvika hefst 3. desember og lýkur 11. desember. 20% afsláttur af öllum vörum. Nýtið tækifærið! Guðmundur Andrésson, gullsmíðaverslun, Laugavegi 50, sími 13769. Nicole Kidman gengur ekki síður vel á framabrautinni en eiginmann inum Tom Cruise. HJONABAND Nicole Kidman er ham- ingjusöm * Astralska leikkonan Nicóle Kid- man geislar af hamingju í desemberhefti US Entertainment Magazine. Hún og eiginmaðurinn Tom Cruise eru óaðskiljanleg og kjördóttir þeirra, Isabella, dafnar vel. Kidman hefur auk þess fengið aðalhlutverk í myndinni Portrait of a Lady sem Jane Campion leik- stýrir en síðasta mynd hennar, Piano, er einmitt sýnd hér á landi um þessar mundir. Kidman segist þó enn eiga erfitt með að semja sig að háttum Bandaríkjamanna sem séu svo afskaplega opnir. Til dæmis hafi það kostað mikið átak að hringja í ókunnuga manneskju eins og Campion og bjóðast til að leika í næstu mynd hennar. Ánægjan varð því ekki lítil er "ðampion sagðist alltaf hafa óskað sér að fá Kidman í aðalhlutverkið. Kidman segist óska sér þriggja, fjögurra barna. Sum ætli hún að eiga' sjálf en önnur muni hún ætt- leiða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.