Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 55

Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 55 íioisi: of card: SIMI: 19000 PIANO Sigurvegari Cannes-hátíðarinnar 1993 „Píanó, fimm stjömur af fjórum mögulegum.“ ★ ★★★★ G.Ó. Pressan „Pfanó er einstaklega vel heppnuð kvíkmynd, fal- leg, heiilandi og frumleg.*1 ★ ★★’/2 H.K. DV. „Einn af gimsteinum kvikmyndasögunnar" ★ ★★★ Ó.T. Rás 2 „Píanó er mögnuð mynd.“ ★ ★ ★ ★ B.J. Alþýðublaðið. Aðalhlutverk: Holly Hunter, Sam Neill og Harvey Keitel. SVIK Geggjaður gálgahúmor og mikil spenna! Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuðinnan14 ára. Ripoux Con- tre Ripoux Gamansöm sakamálamynd með Philippe Noiret (Cinema Pardiso) Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Einstök íslensk mynd sem allir verða að sjá. „Hrífandi, spennandi, erótísk.“ Alþýðublaðið. „...hans besta mynd til þessa ef ekki besta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið seinni árin.“ Morgunblaðið. „Sagan er cinföld, skemmtileg og góður húmor í henni." Timinn. ★ ★ ★ '/2 „MÖST“ Pressan. „Gunnlaugssons vag in i barndomslandet ar rakare an de flestas.“ Elisabet Sörensen, Svenska dagbladel. „Pojkdrömmar, ar en oerhört charmerandc och kánslig fiim som jag tycker ár váldigt bra.“ Nils Peter Sundgren, Gomorgon TV. ★ ★ ★ ★ Sýnd f B-sal kl. 5,7,9 og 11. HIN HEIGUVÉ SPILABORG Áhrifamikil og sterk mynd um undarlega atburði sem fara í gang eftir voveif ilegt slys í forn- um rústum Maja. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones (Fugitive, Under Siege og JFK) og Kathleen Turner (Body Heat, Jewel of the Nile, Prizzi's Honor o.fl. o.fl.). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STÆRSTA TJALDIÐMEÐ HX Frönsk spennu- og grín- mynd, sem hiotið hefur frábæra dóma gagnrýn- enda um allan heim. Chri- stopher Lambert („Hig- hlander", „Subway") og Philippe Noiret („Cinema Paradiso"), tveir fremstu leikarar Frakka, fara með aðalhlutverkin. Mynd sem sameinar spennu, gaman og góðan leik. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. ★ ★ V? G.E. DV. ★ ★’/, S.V. MBL. HÆTTULEGT SKOTMARK Hörk;*pNenDnAaMmMe® Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð i. 16 ára. Sýnd í nýju, full- komnu DOLBY- STEREO Surro- und-kerfi PRINSARI L.A. Frábær grín- og ævintýramynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Nýjar hljómplötur ■ OR-ÆVI er heiti á nýrrí geisla- plötu með Bjama Ara og Sverrí Stormsker. Á plötuimi er að fínna 13 lög sem öll eru í „sixties“-stíln- um svokallaða. Þar af eru 11 lög og textar eftir Stormsker og eitt lag erlent, „Smoke gets in your eyes“. Pjöldi innlendra og erlendra hljóðfæraleikara kemur fram á disknum. Bjarni Ara syngur öll lög- >n nema hvað Stormsker og Ruth Reginalds syngja með honum sitt hvort lagið. Stormsker, sem sér um laga- og textagerð, sér jafnframt um útsetningar, ýmsan hljóðfæra- leik, raddir ásamt Bjarna, upptök- ur, upptökustjórn, hljóðblöndun og umslagahönnun. Útgefandi er Bjarnsker og dreifingu annast Skífan. U GAMMAR 1+2 heitir geisla- plata sem djassrokksveitin Gammar hefur gefið út. Geisla- platan inniheldur tvær fyrstu hljómplötur þeirra. A plötunni er að finna 17 lög eftir meðlimi Gamma: Stefán S. Stefánsson, Björn Thoroddsen og Þóri Baldursson. Aðrir meðlimir sveitarinnar á þessum tíma voru Skúli Sverrisson' bassaleikari og Steingrímur Óli Sigurðarson trommuleikari. Upptökur fóru fram 1 hljóðveri Geimsteins á árunum 1984 til 1986. Utgefandi geisladisksins er h 1 jómp 1 ötuútgáfan Geimsteinn. ■. HEMMI GUNN og RÚNNI IÚLL syngja fyrir börnin heitir ný geislaplata og kassetta þar sem Hermann Gunnarsson og Rúnar Júlíusson syngja fyrir og með börnum. Á plötunni eru 15 lög úr ýmsum áttum, gömul lög stíl- og staðfærð við textá Rúnars Júlíussonar. Út- setningar og hljóðfæraleikur voru í höndum Þóris Baldurssonar og Rúnars Júlíussonar. Börnin sem syngja með Hemma og Rúnari eru á aldrinum sex til tíu ára og eru öll úr Keflavík. Hljómplötuútgáfan Geim- steinn gefur geisladiskinn út og Skífan sér um dreifingu. ------■»_»--------- Opinber fyrirlestnr DR. Sigrún Júlíusdóttir flytur í dag opinberan fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi, sem hún nefndir „íslensk- ar ijölskyldur, hvað heldur þeim saman - rannsóknir um lífsmynstur og menningararf." Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Rannsóknar- stofnunar í kvennafræðum og hefst klukkan 17:15. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Aukið samstarf skóla í Strandasýslu Laugarhóli. SKÓLASTJÓRAR í Strandasýslu hafa stofnað með sér félag, Félag skólastjórnenda í Strandasýslu. Skólastjórarnir samþykktu að halda skóladag fyrir alla sýsluna einu sinni á ári og yrði hann nefndur „Skólamót Strandamanna“. Þá var einnig ákveðið að gefa einstökum bekkjardeildum kost á að hittast og kynnast. Á sameiginlegum fundi allra skólastjórnenda á Vestfjörðum og ísafirði nýlega var sagt frá starfsemi skólastjóranna í Strandasýslu. Kom þá í ljós að skólastjórn- endur hafa víðar efnt til svipaðs samstarfs, til dæmis í Barðastrandar- sýslu. Á myndinni sjást skólastjórnendur í Strandasýslu að fundi lokn- um. F.v. Sigurður H. Þorsteinsson, Klúkuskóla, Erlingur E. Halldórs- son, Broddanesskóla, Victor Victorsson, Hólmavíkurskóla, Matthías Kristinsson, Borðeyrarskóla, Vilmundur Hansen, Finnbogastaðaskóla, Einar Ólafsson, Drangsnesskóla og Skarphéðinn Jónsson, Hólmavíkur- skóla. - S.H.Þ. Doktor í heimspeki SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir hefur varið doktorsritgerð í heimspeki við Humboldt Universitat í Berlín. Doktorsritgerðin íjallar um sam- spil list- og sannleikshugtakanna í heimspeki þýska heimspekingsins Friedrich Nietzsches (1844-1900). Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1977, B.A. prófi í heimspeki frá Bos- ton University . 1981 og M.A. prófi Dr' Sienður í heimspeki frá Freie Universitát í Berlin 1988. Hún hlaut námsstyrki frá Boston University, Rotary Inter- national og DAAD (Deutscher Aka- demischer Austauschdienst). Sigríður kennir heimspeki við Há- skólann í Rostock og stundar rann- sóknir. Hún hlaut styrk frá Vísinda- ráði á þessu ári til rannsókna í femin- ískri siðfræði. Sigríður er fædd 22. febrúar 1958 og er dóttir Herdísar Tryggvadóttur og Þorgeirs Þorsteins- sonar, lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli. Maður hennar er Magnús Baldursson og eiga þau eina dóttur. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður vegna útfærslu landhelginnar Aðalatriðið að koma af stað timræðu ÓEÐLILEGT er að draga út ein mið, eins og karfamiðin milli ís- lands og Grænlands, á sama hátt og Krislján Ragnarsson, formaður L.Í.Ú. gerir og segja að íslendingar tapi þeim færi Grænlendingar út landhelgi sína í 350 mílur í kjölfar útfærslu okkar eftir því sem Steingrímur Sigfússon, alþingismaður, segir. Hann bendir á að skoða verði dæmið I heild sinni og aðalatriði málsins sé að komið verði af stað umræðu um stjórnun veiða á úthafinu. „í fyrsta lagi held ég að menn ættu nú að horfa á hvað kemur innfyrir íslenska lögsögu, ef við færum út í 350 mílur, á öllu svæð- inu, suð-, suðaustur- og suðvestur af landinu. Og norðaustur af því, þar kemur kemur tunga líka og þá kunna að koma inn aðrir verðmæt- ir stofnar sem við vitum því miður of lítið um en menn eru þó að gera því skóna að þarna geti verið nýt- ingarmöguleikar á stofnum eins og búra langhala, blálöngu og jafnvel fleirum," sagði Steingrímur. Þá kvað hann rétt að taka töluna 350 mílur með ákveðnum fyrirvara. „Þetta er auðvitað bara sú tala sem ménn vitna í vegna þess að hún er í landgrunnskafla Alþjóða hafrétt- arsáttmálans ög setur landgrunns- lögsögu á mörkum strandríkjanna takmörk á úthafshryggjum. Lögsag- an getur hins vegar alveg eins mið- ast við landgrunnskantinn sjálfan þannig að menn eiga ekki að festa sig um of í þessari 350 mílna tölu.“ Ráðum ekki einir Steingrímur minnti ennfremur á að Islendingar réðu ekki einir ferð- inni. „Menn verða að horfa á þetta í því ljósi að við ráðum ekki einir ferðinn og við munum ekki geta einir komið í veg fyrir það að hugs- anlega verði niðurstaðan einhver tíma á næstu árum frekari útfærsla strandríkja ef málin taka þá stefnu. Því held ég að menn eigi fyrst og fremst að vera opnir fýrir þvi að það er mikil gerjun í þessum málum og ef ekki dregur til tíðinda og nið- urstaða fer að nást í sambandi við stjórnun fiskveiða á úthafinu, og þá sérstaktega á þeim svæðum sem liggja að lögsögumörkum ríkja eins og t.d. Kanadamanna, er alveg ljóst að óþolinmæði strandríkjanna fer vaxandi. Við eigum að mínu mati ekki að sitja frá sem óvirkir áhorf- endur heldur vera í fararbroddi og reyna að hafa áhrif þessa þróun í okkar þágu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.