Morgunblaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
nmmm
kom meb ihrtisfoána*
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Fjörmjólk o g fjör-
brot í heilsuvernd
Frá Ragnari Tómassyni:
MANNSKÆÐUSTU sjúkdómar á
Islandi eru hjarta- og æðasjúkdóm-
ar. Þar veldur mestu of hátt kól-
esterólmagn í blóði. Mikilvægasta,
einfaldasta og ódýrasta aðgerð í
heiisuvemdarmálum á íslandi er
að vinna gegn of miklu kóleste-
róli. Reykingar, hreyfíngarleysi og
ofþyngd era þeir þættir sem mestu
valda um of hátt kólesterólmagn
og skaðsemi þess. Þriðjungur þjóð-
arinnar er of þungur. Helmingur
hennar er við efri mörk þess sem
talið er viðunandi hvað snertir kól-
esterólmagn í blóði eða þar fyrir
ofan. Minnkun fituneyslu, ein út
Frá Ásmundi U. Guðmundssyni:
ÞAÐ VAKTI furðu mína sú
óskammfeilni og virðingarleysi við
allt og alla viðtalið er átt var við
forráðamann þeirrar keppni sem
myndir voru sýndar frá í Sjónvarp-
inu og kallast skjaldbökukomfú.
Flestu er hægt að ljúga að fólki
og bjóða því upp á. Það vita allir
að hnefaleikar eru bannaðir á landi
hér, en á myndunum mátti sjá
hefðbundinn hnefaleikapall. Kepp-
endur með hnausþykka hanska á
höndum í líkingu við alvöru box-
hanska. Þar var ótæpilega gefið á
kjaftinn, kryddað með sparki í
af fyrir sig, er ein mikilvægasta
aðgerðin til að forðast ofþyngd og
of mikla kóiesterólmyndun. Það
eitt að nota fiturýrar mjólkurvörar
eins og undanrennu, fjörmjólk og
léttmjólk í stað nýmjólkur og ijóma
og að minnka notkun á smjöri og
ostum er áhrifamesta og fljótvirk-
asta aðgerðin til að minnka fitu-
magnið í daglegum mat okkar.
Mjólkurvörur era mikilvægur þátt-
ur í skynsamlegu mataræði en það
á aðeins við um fiturýrari hluta
þeirra.
Góð heilsa er öllum auði betri.
Tilkoma hinnar fitulitlu fjörmjólk-
ur á íslenskan markað var stór-
fætur og búk, svona til að hylja
hina raunverulegu hnefaleika sem
þarna fóru fram. Enda kom að því
að blóð spratt úr grön, þó reynt
væri að hylja andlit drengsins fyr-
ir auga myndavélarinnar. Leyndi
sér ekki hvað skeði í hringnum
fyrir alla þá sem hafa óskemmda
sjón og athyglisgáfu.
Það er mikið meira en nóg af
ofbeldi allskonar með limlesting-
um og lífstjóni, þó hnefaleikar,
sem kallaðir eru „skjaldböku-
komfú“, bætist ekki við.
ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON,
Suðurgötu 124,
Akranesi.
kostlegt framfaraspor í heilsu-
vernd. Sú verðhækkun fiturýrra
mjólkurafurða sem nú hefur átt
sér stað er á sama hátt mjög alvar-
legt áfall fyrir baráttuna gegn
hjarta- og æðasjúkdómum.
RAGNAR TÓMASSON,
áhugamaður um heilsurækt.
Athuga-
semd
Frá Kára Arnórssyni:
í Morgunblaðinu sunnudag-
inn 28. nóvember birtist viðtal
Agnesar Bragadóttur við dr.
Gylfa Þ. Gíslason fyrrverandi
menntamálaráðherra. Meðal
annars berst talið að embættis-
veitingum dr. Gylfa. í minni
hans era aðeins tvær embætti-
sveitingar sem ollu einhveijum
deilum. Aðrir kunna nú að
muna þetta öðravísi.
Dr. Gylfi segir að önnur
embættisveitingin hafi verið
þegar hann setti Odd Sigur-
jónsson skólastjóra við Gagn-
fræðaskóla Kópavogs gegn
meðmælum skólanefndar sem
mælt hafi með Kára Arnórs-
syni enda hafi Alþýðubanda-
lagið ráðið í Kópavogi á þess-
um árum.
Ég tel mér skylt að hressa
svolítið upp á minni dr. Gylfa
því ég hef aldrei sótt um stöðu
í Kópavogi hvorki á móti Oddi
Siguijónssyni né öðrum. Ég
var þetta sama ár, 1960, sett-
ur skólastjóri við Barnaskóla
Húsavíkur af dr. Gylfa Þ.
Gíslasyni án þess að það ylli
neinum deilum.
Með þökk fyrir birtinguna,
KÁRI ARNÓRSSON,
fyrrv. skólastjóri Fossvogs-
skóla.
Skjaldbökukomfú
eða hnefaleikar
Víkveiji skrifar
Víkveiji hefur oft furðað sig á
þeirri grósku sem er í því
menningarstarfi, sem áhugafólk
leysir af hendi á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar er mest um atvinnu-
mennskuna, en engu að síður er
framtak áhugamanna með ólikind-
um. Tónleikar, myndlistarsýning-
ar, leiksýningar og alls kyns uppá-
komur eru út um allan bæ, fjöl-
breytnin er hreint ótrúleg.
Og stundum er það svo, að starf
áhugafólksins verður svo reglulegt
og umfangsmikið, að listrænn
þróttur þess gefur á engan hátt
eftir þeim viðburðum, sem atvinnu-
mennskan hefur fram að færa.
Þetta á líka við um margt fólk, sem
vegna fötlunar verður að sníða
starfi sínu stakk eftir vexti.
Víkveiji hefur þessar vangavelt-
ur uppi vegna sýninga Halaleik-
hópsins, sem nú sýnir leikrit Þor-
steins Guðmundssonar, Rómeó og
Ingibjörg, í Sjálfsbjargarhúsinu,
Hátúni 12 í Reykjavík.
xxx
Ileikskrá segir svo um þetta leik-
félag: „Hala-leikhópurinn var
stofnaður sl. haust sem sjálfstætt
leikfélag með það markmið fyrst
og síðast að iðka leiklist með að-
gengi fyrir alla. Félagár eru nú
rúmlega 50. Félagið hyggst ein-
beita sér að leiklist með þátttöku
fatlaðra og ófatlaðra sem áhuga
hafa á slíku leikhúsi. Höfundur
(Þorsteinn Guðmundsson/ innsk.
Víkveija) hefur eftirfarandi að
segja um leikendur:
„Hala-leikhópurinn er merkilegt
fyrirbæri. Nokkrir óvenjulega tak-
markaðir einstaklingar tóku sig
saman og stofnuðu áhugaleikfélag.
Fólk með óvenjulegar takmarkanir
er einföldun á eiginleikum þessa
fólks sem áhugaleikara. Óvenju-
legar eru þær á þann hátt að við
eigum þess sjaldan kost að sjá
hreyfihamlaða einstaklinga
spreyta sig á leiksviðinu, eða hvað?
Hvað er svo sem óvenjulegt við
að sjá fatlaða á leiksviði að öðra
leyti en því að þau leika fötlun sína
ákaflega sannfærandi.
En takmarkanirnar? Hvað varð
af þeim? Þann tíma sem ég hef
unnið með Hala-leikhópnum hef
ég misst sjónar á þessum svoköll-
uðu takmörkunum. Leikararnir í
Hala-leikhópnum geta leikið hvað
sem er. Þeim er ekkert ómögulegt
og þau eiga eftir að verða ómiss-
andi þjónar leiklistargyðjunnar.
Ef þau læra textann sinn.“
xxx
Og Guðbrandur Gíslason segir
m.a. í leiklistargagnrýni í
Morg^unblaðinu 25. nóvember sl.,
þar sem hann fjallar um sýningu
Halaleikhópsins á Rómeó og Ingi-
björgu: „Það er óvanalegt að sjá
Rómeó sem haltrar og er stirt um
tungutak, hvað þá Júlíu sem fálm-
ar í blindni eftir vanga ástvinar
síns. Slík er einhæfni (bíó)reynsl-
unnar að manni verður tamt að
tengja ástina við Iíkamshreysti og
ofurfagurt skinn. Inntak hennar
útvatnast, hverfist í roðið. En
Hala-leikhópurinn þekkir fram-
andleikann sem felst í slíkri reynslu
og nauðsyn þess að upphefja hann
og í upphafi leikritsins utan um
leikritið gantast leikendur hveijir
við aðra yfir því sem þeim var
ekki gefið, eða því sem var svo
grimmdarlega frá þeim tekið.“
Og einnig: „Svo leið leikritið og
frásögn þess og túlkun leikaranna
náði þeim tökum á athygli minni
og tilfinningum að mér fannst ég
léttast í sætinu. Það heitir að vera
upp numinn.
Þegar lófatakið hafði hljóðnað
stóð ég upp, strekkti á stirðum lim-
um, gekk fijáls undir flúorljósun-
um þröngan ganginn út í víðáttu
næturinnar norður af Sjálfsbjörgu
og skildi að þau þarna inni í rauð-
um sal höfðu fært mig á vit listar-
innar með leik sínum og þannig
leyst úr fjötrum holdsins um
stund.“