Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 57

Morgunblaðið - 02.12.1993, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993 57 Leiklist- arrýni Frá Ásgeirí R. Helgasyni: Oft hafa menn farið hamförum vegna leikgagnrýni Súsönnu Svav- arsdóttur en sjaldan eins og vegna „13. krossferðarinnar". Ég er sjálf- ur leikmaður í listum og geri þá kröfu til listrýnenda að þeir tali mál sem ég skil og þar bregst Sús- anna mér sjaldan og hafi hún þökk fyrir það. Á hinn bóginn skil ég sárindi leikhúsproffsanna. Það er nefnilega óheyrilega erfitt að þjóna tveim herrum samtímis. Annað- hvort skrifar maður leikhúsrýni á máli sem leikmenn skilja, þar sem markmiðið er að forða skoðana- systkinum frá því að eyða tíma og peningum í fúlar upplifanir, eða maður skrifar faglega rýni. Fagleg rýni er í sjálfu sér listgrein sem, 'ef vel er á haldið, auðgar þá list sem um er ijallað. Slík rýni á að vera jákvæð og uppbyggjandi en ekki niðurrífandi og móraliserandi. Þarna finnst proffsunum Súsanna hafa brugðist. Sú leikhúsrýni sem nýtist mér hins vegar best sem leik- manni, þ.e. einfaldar leiðbeiningar um hversu skemmtilegt og áhuga- vekjandi eða langdregið verkið er, er ekki síður vand með farin. Ég tel afar vafasamt að ein manneslq’a geti staðið undir henni svo vel sé, aðallega vegna þess að ein mann- eskja hefur einhliða upplifun. Ég geri það því að tillögu minni að leiklistargagnrýnendur Morgun- blaðsins taki upp samvinnu við leik- húsin um einfaldar skoðanakannan- ir á fyrstu tveim til þrem sýningun- um. Ef vilji er fyrir hendi er slík könnun mjög einföld í framkvæmd og hefur mun meira gildi sem veg- vísir fyrir almenning en skoðanir einstakra gagnrýnenda sem komnir eru með sigg á sinnið vegna of tíðra leikhúsferða. Þá getur listrýnirinn snúið sér óskiptur að faglegri leik- rýni og látið áhorfendum sjálfum eftir að gefa verkinu tilfinningalega einkunn. Mikilvægt er að hún sé einföld og auðveld í úrvinnslu. Þetta eru að sjálfsögðu aðeins drög sem ber að prófa og þróa áfram. Með von um að mönnum gangi vel að beija úr sér hrollinn heima á Fróni í vetur. ÁSGEIR R. HELGASON, Professorsslingan 43, Stokkhólmi. Pennavinir Nítján ára finnsk stúlka vill skrif- ast á við 19-22 ára pilta og stúlkur: Katja Makeláinen, Rastaande 60 F 32, 20610 Turku, Finland. Finnsk stúlka sem getur ekki um aldur vill eignast 18-20 ára penna- vini, drengi eða stúlkur: Miia Heikkilá, Perhontie 7, 69510 Halsua, Finland. Sautján ára Tanzaníupiltur með áhuga á kvikmyndum, tónlist, sundi o.fl.: Fortunatus Paschal, Mawenzi Sec. School, P.O. Box 478, Moshi, Kilimanjaro, Tanzania. Litla stúlkan eftir Jó- hann Magnús Bjarnason Frá Jóni Hjartarsyni: „Litla stúlkan" birtist í bókinni Ljóðmæli eftir Jóhann Magnús Bjamason, sem var gefin út á ísafirði árið 1898. Bókin var prent- uð í prentsmiðju „Þjóðviljans unga“. Kostnaðarmaður var Skúli Thor- oddsen. Kvæðin í bókinni tileinkar Jó- hann fósturdóttur sinni Alice Juliet Cooper (Bjarnason). Hér að neðan er ljóðið nákvæm- lega eins og það birtist í bók Jó- hanns hvað varðar stafsetningu, greinarmerki og uppsetningu. HJA ANDRESI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Stakir jakkar nýkomnir á kr. 11.700. Jakkaföt frá kr. 5.500 til 14.900. Vandaður fatnaður á hóflegu verði Tvítugur þýskur piltur margvísleg áhugamál: Holger Kirschen, Mennhauser Weg 5A, 26388 Wilhelmshaven, Gerrnany. með Litia stúlkan. Segðu mér söguna aptur - söguna þá í gær - um litlu stúlkuna, með ljúfu augun og ljósu fléttumar tvær. Var hún ekki fædd úti’ á íslandi, og alin þar upp á sveit, og send hingað vestur á sveitarinnar fé — með saknaðartánn heit? Hún var þrettán ára, ’eða þar um bil. — Jú, það vora þín orð. W sagðir, að sárt hefði’ ’ún grátið, er settu þeir hana um borð; Og þá gusurnar gengu’ yfir skipið, sem gnötraði og veltist á hlið, þá bað hún svo vel, og þá bað hún svo heitt: „æ blessaðir snúið þið við!“ Aumingja bara! Það var ósköp sárt! En átakanlegra var hity þegar vestur hún kom til Vinnipeg, og vildi sjá skyldfólkið sitt, að fólkið hennar var farið - hún fann það ekki þar. Þú sagðir, að þér hefði runnið til rifla, hve raunaleg hún var í innflyténda-salnum, er sat hún svo sakleysisleg og hljóð, og reyndi að hylja með hymunni sinni’ ’ið heita táraflóð. Var kyn þó væri’ hún döpur? Og víst var það nokkuð hart, að segja við ’ana: „Hættu að hrína! - Hestamir koma nú snart. - Með karlinum keyrirðu út á land, og kemst þar í góða vist. Skældu’ ekki meira! - Skárr’ er það! - Jeg skal nú verða bistf — Svo fór hún einhveija langa leið út á land. — Eða var ekki svo? Og fremur gott var fólkið við hana fyrstu dagana tvo. En svo þrutu gæðin meir og meir; og margsinnis var það hún grét, þá kerlingin kreppti hnefann, og karlhrófið fólslega lét. Þau börðu’ hana, trúi jeg, svo bólgin hún var, og blæddi’ undan svipunni þrátt; þau létu’ hana vinna, þó væri hún sjúk — já, vinna allt stórt og smátt. Henni leiddist svo mjög; hana langaði heim. Já, láttu mig heyra um það, þegar hún tók til þess bamslega bragðs, að búast um nótt af stað. Hún komst út um gluggann með kistilinn sinn; - en koldimm var nóttin og löng - svo hljóp 'hún til skógar, eins hart og ’hún gat. - Hún hræddist ei myrkviðar-göng. Hún þekkti’ enga leið, eins og vonlegt var. Hún viltist. Hún missti þrótt. Og hver getur sagt, hvert hún lenti, eða hvað hún leið þá nótt? En líklegast hefur hún lagt sig tii svefns, þá lúin hún orðin var, og ef til vill aldrei vaknað - já andast í skóginum þar. Já hver getur sagt, hvaða þrautir hún leið, eða hvemig hún lífinu sleit? Opt hefur verið að þvi spurt, en enginn maður það veit Æ segðu mér söguna aptur - söguna þá í gær - um litlu stúlkuna, með ljúfu augun og ljósu fléttumar tvær. JÓN HJARTARSON, Álfheimum 70, Reykjavík. Okeypis loyfræðiaðstoð ó hverju fimmtudugskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í simu 11012. ORATOR, félag lagunema. Hið róntaðu 3 5 réttajólahloðborð Skúla Hansen Verð: í hádeginu kr. 1.695,- Á kvöldin kr. 2.395,- Verið veUeomin á Matreiðslumeistarar. Skúli Hansen og Jóhann Sveinsson. SkolÆbnl Veitingahús viðAusturvöU Pantanir í síma 62 44 55 VELVAKANDI JÓLAFÖNDRIÐ BYRJAROF SNEMMA MÓÐIR vildi vekja athygli á því hvað grunnskólamir byrja snemma ájólaföndri fýrir bömin. Henni finnst að nóvember mætti alveg líða áður en byijað væri á þessu í skólanum. Það er erfitt fyrir foreldra að stemma stigu við þessu þegar skólarnir ríða á vaðið. TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu töpuðust BLÁTT hulstur með gleraugum í tapaðist í óveðrinu sl. föstudag. Hafi einhver orðið var við þau er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 71368 á kvöldin. ÓVIÐFELLDIN FRAMKOMA BJÖRG hringdi og sagðist hafa orðið vitni að leiðinlegu atviki í strætisvagni, leið 9, fyrir nokkru. í vagninum hafi verið geðveikur maður sem hafði gleymt að fá skiptimiða hjá vagnstjóranum og henni fannst viðbrögð vagnstjór- ans við þessu mjög harkaleg og leiðinleg. Hún sagði að vagnstjór- inn hefði ráðist þama á lítilmagn- ann með fúkyrðum og dónaskap, og henni þótti sennilegt að hann hefði aldrei látið sér annað eins um munn fara við heilbrigða manneskju. SPARAÐU kr. 35.000 á ári! í D A G 10-18 3-° KRINGMN Ef þú bakar eitt brauð á dag f sjálfvirku EL-GENNEL brauðvélinni, sparar þú allt að 35.000 krónum á ári og átt að auki alltaf nýbakað, ilmandi og hollt brauð! íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fytgja. Jólatilboðsverð: Kr. 23.655 stgr. V Þetta er jólagjöf sem skilar aröli Einar Farestveit&Cohf Borgartuni 28 ‘H’ 622901 og 622900 M 1293

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.