Morgunblaðið - 02.12.1993, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 59
HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA
Króatía - ísland 26:18
Zagreb, Evrópukeppni landsliða í hand-
knattleik, miðvikudaginn 1. desember 1993.
Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:3, 5:5, 6:7,
9:7, 12:10, 14:11, 15:11, 18:14, 19:16,
20:17, 22:18, 26:18.
Mörk Krótatíu: Cacar 8/3, Saracevic 6,
Pic 5, Gudelj 3, Nacinovic 2, Samajlagio
1, Tomljanovic 1.
Varin skot: Peribonio 7.
Utan vallan 10 mínútur
Mörk fslands: Valdimar Grímsson 7/3,
Geir Sveinsson 3, Júlíus Jónasson 3, Einar
Gunnar Sigurðsson 2, Dagur Sigurðsson
2, Gunnar Beinteinsson 1. Aðrir sem léku
voru: Patrekur Jóhannesson, Gústaf Bjama-
son, Guðjón Ámason, Konráð Ólavson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 9
(Þaraf fjögur til mótherja).
Utan vallar: 4 mínútur.
Áhorfendur: 4.000.
Dómarar: Jiirgen Thomas og Hans Thomas
frá Þýskalandi, sem dæmdu vel.
■íslendingar gerðu 11 mörk úr 23 sóknum
í fyrri hálfleik og sjö mörk úr 17 sóknum
eftir hlé.
FINNLAND- KROATIA ...........26:31
KROATIA- BULGARÍA...........28:19
BÖLGARIA- KROATIA...........17:27
FINNLAND- ISLAND............23:23
H-RUSSLAND - KROATIA........23: 23
H-RUSSLAND - BULGARIA ......43:14
BULGARIA- H-RUSSLAND ........22:31
H-RUSSLAND- FINNLAND........37:25
ISLAND- KROATIA.............24:22
ISLAND- BULGARIA............30:15
BULGARIA- ISLAND ...........17:28
FINNLAND- H-RUSSLAND........26:29
KROATIA- ISLAND.............26:18
Fj. leikja U J T Mörk Stig
H-RUSSLAND 5 4 1 O 163: 110 9
KROATIA 6 4 1 1 157: 127 9
ISLAND 5 3 1 1 123: 103 7
FINNLAND 4 0 1 3 100: 120 1
BULGARIA 6 0 0 6 104: 187 0
Knattspyrna
Milan, Ítalíu:
Evrópukeppni meistaraliða, B-riðill:
AC Milan - Porto.............. 3:0
(Florin Raducioiu 16., Christian Panucci
39., Daniele Massaro 63.) 35.000
ÞYSKALAND
Atta liða úrslit bikarkeppninnar.
Freiburg - Tennis Borussia......0:1
■Tennis Bomssia er frá Beriin og er í
neðsta sæti 2. deildar og hafa aðeins unnið
einn leik til þessa. Óvæntur en sanngjam
sigur á nýliðunum í úrvaisdeildinni.
Leverkusen - Dresden............4:5
■Sigfried Held og félagar í Dresden em
komnir áfram í bikamum. Þeir unnu í víta-
spymukeppni en staðan var 1:1 eftir fram-
fSS
Þriðja umferð bikarkeppninnar, fyrri leikur.
Ancona - Avellino................1:0
Sampdoria - Roma.................2:1
Parma - Brescia..................1:1
Cesena - Foggia..................1:0
ENGLAND
Deildarbikarkeppnin, fjórða umferð:
Uverpool - Wimbledon.............1:1
Nott’m Forest - Man. City........0:0
QPR-Sheff..........Wed...........1:2
Tottenham - Blackburn............1:0
Íshokkí
NHL-deiidin:
Úrlsit í fyrrinótt:
New Jersey - N.Y. Rangers.........1:3
N.Y. Islanders - Washington......6:4
Quebec - Boston...................2:5
Calgary - Dallas...............,...2:2
■Eftir framlengingu.
Los Angeles - Winnipeg............6:8
Markvarslan brást
Reuter
Við ofurefli að etja
PATREKUR Jóhannesson reynir að brjótast í gegnum vörn Króata, en homamaðurinn Patrik Cavar nær að stöðva hann
og Izlok Puk fylgist með. Þeir voru mjög öflugir í sóknarleik heimamanna í gærkvöldi og illviðráðanlegir.
Er í sjöunda himni
og vona að þetta dugi
- sagði Zdrako Zovko, landsliðsþjálfari Króatíu
Petta var eins og í ævintýri —
ég er í sjöunda himni með
þennan átta marka sigur, en nú er
spumingin hvort hann dugar okk-
ur. íslendingar eiga eftir að leika
tvo leiki gegn Hvít-Rússum á ís-
landi og síðan gegn Finnum. Það
er leikur sem við verðum að bíða
eftir, til að sjá hvort möguleikar
okkar séu fyrir hendi að komast í
úrslitakeppnina í Portúgal," sagði
Zdrako Zovko, þjálfari Króatíu.
„Allir leikmenn mínir léku vel og
það var unun að sjá hvað þeir voru
sterkir í vöminni á lokakafla leiks-
ins. Þeir fóru vel út á móti íslensku
leikmönnunum og náðu að klippa á
sóknarleik íslenska liðsins, sem
hrundi eins og spilaborg. Átta
marka sigur á sterku íslensku liði
var ekki það sem ég bjóst við. Ég
er mjög ánægður með leik okkar,
sém var mjög góður. Vörn okkar
var sterk og þá varði Peribonio vel
undi lokin. Hann á heiður skilið,“
sagði Zovko, sem skildi ekki hvers
vegna Guðmundur Hrafnkelsson
var tekinn úr marki íslenska liðsins
undir lokin. „Hann hafði varið vel.“
ÞAÐ var ekki dagur íslensku
markvarðanna, þegar íslend-
ingar máttu sætta sig við átta
marka ósigur, 18:26, fyrir Kró-
ötum í Evrópukeppni landsliða
hér í Zagreb í gærkvöldi. Guð-
mundur Hrafnkelsson og Berg-
sveinn Bergsveinsson vörðu
aðeins tfu skot, sem er óviðun-
andi. Af þessum tfu skotum
vörðu þeir aðeins tvö skot í
seinni hálfleik — sitt skotið
hvor. íslenska liðið náði sér
aldrei virkiiega á strik í leikn-
um. Það var aðeins í byrjun,
sem íslensku leikmennirnir
sýndu hvað í þeim býr og þá
sérstaklega Valdimar Gríms-
son, sem skoraði fyrstu þrjú
mörk íslendinga, 1:3.
skrifar frá
Króatiu
Islensku leikmennimir virtust til
alls líklegir í byijun, en síðan
náðu Króatar góðum tökum á leikn-
^■■■■■1 um — vel studdir af
Sigmundur Ó. 4000 áhorfendum,
Steinarsson sem jétu ekki sitt
eftir ligga í barátt-
unni. Króatar náðu
fjögurra marka forskoti fyrir leik-
hlé, 14:11. Þessu forskoti héldu
þeir út leikinn og bættu heldur bet-
ur við það undir lokin, þegar þeir
skoruðu fjögur síðustu mörk leiks-
ins. Átta marka ósigur var stað-
reynd — svo stórum sigri Króata
reiknaði enginn með.
Eins og oft áður var það sóknar-
leikur íslenska liðsins sem brást.
Króatar hreinlega lömuðu leik ís-
lenska liðsins með því að leika vam-
arleikinn framarlega — þeir gengu
út á móti íslensku skyttunum, þann-
ig að þær fengu ekkert athafnar-
svæði. Það er segin saga, að þegar
sóknarleikurinn bregst, þá verður
vamarleikurinn lélegur — og mark-
varslan eftir því. Islensku mark-
verðirnir vörðu aðeins tíu skot og
þar af sex, sem þeir unnu knöttinn.
Þetta sýnir, hvað var að gerast
hér. Leikmenn vom andlausir og
refsingin eftir því. Það var ekki
gaman að sjá íslenska liðið leika.
Landsliðsmenn íslands hafa oftast
áður sýnt betri leik.
Lokakafli leiksins var átakanleg-
ur — sá kafli verður að skrifast sem
einn sá lélegasti, sem íslenskt lands-
lið hefur sýnt. Það var ekki heil brú
í því sem Islendingar vom að gera.
Hér var leikinn leikur, sem allir
vilja gleyma, en það má ekki gleyma
honum. Hann er aðvöran. Stór að-
vörun, sem segir að handknattleik-
ur á Islandi verður að taka sig á í
samkeppninni við aðrar þjóðir.
Hann er víti til varnaðar og ef við
læmm ekki af reynslunni hér, þá
er voðinn vís.
KNATTSPYRNA
Knattspymuferill
Van Bastens á enda?
Marko van Basten, knatt-
spyrnumaður Evrópu í þrí-
gang, þarf að fara í þriðja upp-
skurðinn vegna meiðsla sem hafa
hrjáð hann í hægri ökkla, að sögn
læknis Barcelona sem skoðaði hann
á dögunum. Hann verður því frá
keppni í allt að sex mánuði til við-
bótar og ljóst að hann verður ekki
með hollenska landsliðinu í úrslita-
keppni HM í Bandaríkjunum á
næsta ári.
Van Basten, sem er 29 ára, hef-
ur ekki leikið með AC Milan vegna
meiðsla síðan í desember í fyrra.
Forsvarsmenn AC Milan hafa ekki
gefíð upp alla von og segja að Van
Basten verði að hvíla næstu þijá
mánuði áður en ákvörðun verður
tekin um uppskurð.
Maradona ekki á HM?
Armando Diego Maradona segir
ólíklegt að hann verði með
liði Argentínu í úrslitakeppni heims-
meistarakeppninnar í knattspymu
í Bandaríkjunum í sumar. „Eg er
orðinn 33ja ára og við hveiju búist
þið? Að ég haldi áfram þar til ég
verð fimmtugur," spurði hann
blaðamenn á fundi í Argentínu í
gær. Maradona segir að það verði
sífellt erfiðara að ná sér eftir smá
hnjask og eftir að hafa leikið með
Argentínu í þremur heimsmeistara-
mótum og leitt lið sitt til sigurs
árið 1986 finnst kappanum nóg
komið.
Vonbrigðin eru mikil
- sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari íslands,
sem var ekki ánægður með átta marka ósigur gegn Króötum
Eg er ekki ánægður með að hafa
tapað hér með átta marka
mun. Leikur okkar hrundi á loka-
kaflanum, eftir að við vorum búnir
að halda í við Króata á geysilega
sterkum heimavelli þeirra. Ég hefði
verið sáttur við tveggja til þrigga
marka tap, en ekki átta marka
mun. Það var óþarfi, því að við
vorum ekki að leika illa framan af.
Þegar Króatarnir komu framar út
á völlinn í varnaraðgerðum sínum,
varð sóknarleikur okkar agalaus,“
sagði Þorbergur Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari.
„Króatar eru með geysilega
öflugt lið og það var nær hver leik-
maður þeirra sem skoraði þegar
honum datt í hug. Þeir em með
góða homamenn, góðar skyttur og
línumenn. Við þannig liðsheild er
erfitt að ráða og þá sérstaklega
þegar allt gengur upp hjá leikmönn-
unum — bæði í vörn og sókn. Það
þýðir ekkert að vera að væla, við
verðum að taka okkur á,“ sagði
Þorbergur.
Hvers vegna var Guðmundur
Hrafnkelsson tekin úr markinu und-
ir lokin? »
„Því miður var þetta ekki dagur
Guðmundar. Hann var ekki búinn
að veija mörg skot. Ég tók áhættu
að láta Bergsvein í markið, en hann
réð ekki við Króatana frekar en
Guðmundur. Þetta var viss áhætta,
sem menn verða að taka í hita leiks-
ins. Við reyndum að bijóta leikinn
upp undir lokin, en Króatamir
hörðu svar við því — þeir voru hreint
óstöðvandi, enda em Króatar með
eitt besta landslið heims. Og þegar
þeir hafa áhorfendur með sér, þá
eru þeir illviðráðanlegir. Það eru fá
lið sem era betri en Króatar í þess-
um ham. Það er engin tilviljun að
Zagreb hefur tvisvar orðið Evrópu-
meistari. Hér er handknattleikurinn
leikinn eins og hann gerist bestur,“
sagði Þorbergur.
Hveijir eru möguleikamir á að
íslenska landsliðið komist til Port-
úgal?
„Þeir era enn fyrir hendi. Við
eram ekki að gefast upp. Við eigum
tvo leiki eftir heima gegn Hvít-
Rússum og Hvít-Rússar eiga eftii
að leika hér í Zagreb.“
Ertu sár yfír átta marka tapinu
hér í Zagreb?
„Að sjálfsögðu er ég sár, enda
þoli ég illa að tapa. Ég er keppnis-
maður en veit að það kemur dagur
eftir þennan dag. Við söfnum liði í
lokabaráttunni," sagði Þorbergur.