Morgunblaðið - 02.12.1993, Qupperneq 60
m
HEWLETT
PACKARD
HP Á ÍSLANDI HF
Höfdabakka 9, fíeykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SIMI 691100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTIIÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Sjómanns saknað eftir að smábát hvolfdi á Sundunum skammt frá Stykkishólmi
Fjölmenni
leitarídag
SJÓMANNS frá Stykkishólmi er saknað eftir að smábát sem
hann var á hvolfdi í gær á Breiðasundi skammt frá Stykkis-
hólmi. Báturinn, Anna SH-310, sást á hvolfi um hádegisbilið og
var þá þegar hafin leit að sjómanninum og stóð hún fram í myrk-
ur en var árangurslaus. Gott veður var á þessum slóðum. Maður-
inn, sem var einn á bátnum, var á ígulkeraveiðum og er talið
hugsanlegt að báturinn hafi snúist við það að plógurinn hafi lent
í festu en rannsókn er ekki lokið.
Anna SH var á ígulkeraveiðum
í gær í góðu veðri. Um klukkan
13 tilkynnti maður í heimahúsi í
Stykkishólmi til lögreglunnar að
hann sæi bát á hvolfi úti á Sund-
unum, norðaustur frá bænum, og
taldi hann sig sjá mann eða menn
á kili. Að sögn Eðvarðs Árnasonar
yfirlögregluþjóns voru bátar
komnir á staðinn skömmu síðar
en sjómaðurinn sem var einn á
bátnum sást ekki og fannst heldur
ekki þegar kafað var niður í bát-
inn. Margir bátar úr Stykkishólmi
leituðu fram í myrkur, ásamt fé-
lögum úr Björgunarsveitinni Ber-
serkjum í Stykkishólmi og þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Margar eyjar og sker eru á
þessu svæði. Veður var gott, logn
og sléttur sjór, en mjög straum-
þungt. Leitin bar ekki árangur í
gær en fyrirhugað er að hefja
leit með miklum mannafla í birt-
ingu í dag, að sögn Eðvarðs. Kass-
ar úr bátnum fundust austan og
norðan við bátinn.
Dreginn til hafnar
Anna SH var dregin til hafnar
í Stykkishólmi þar sem báturinn
var tekinn á land og settur í hús
til rannsóknar. Lögreglan vinnur
að rannsókn málsins, meðal ann-
ars voru skýrslur teknar af fólki
í gærkvöldi, og að sögn Eðvarðs
Árnasonar er ekki vitað um
ástæður þess að bátnum hvolfi.
Anna er 6 brúttólesta trefjaplast-
bátur smíðaður árið 1988.
Að svo stöddu er ekki hægt að
birta nafn sjómannsins sem sakn-
að er. Hann er fimmtíu og eins
árs gamall fjölskyldumaður, bú-
settur í Stykkishólmi.
Morgunblaðið/RAX
Skemmdir eftir vírana?
UNNIÐ var við að bjarga vél Önnu SH 310 og rannsaka bátinn
eftir að hann var komin undir þak í skipasmiðastöðinni Stálvik
í gær. Á myndinni bendir Rögnvaldur Lárusson verksljóri á
skemmdir á skut bátsins sem talið er hugsanlegt að hafi orðið
af völdum víranna þegar báturinn hafi snúið sig niður við það
að plógur hans lenti í festu.
Bankar og sparisjóðir breyttu ekki nafnvöxtum skuldabréfa um mánaðamótin
Raunávöxtun óverð-
tryggðra lána 12-16%
Erfið afkoma og fákeppni ástæðan,
segir Jón Sigurðsson seðlabankastjóri
RAUNÁVÖXTUN óverðtryggðra útlána banka og sparisjóða er á
bilinu 12,2 til 16,6% en raunávöxtun verðtryggðra útlána er 7,5%
að því er fram kemur í nóvemberhefti Hagtalna mánaðarins sem
Seðlabanki íslands gefur út. Útreikningarnir eru gerðir 22. nóvem-
ber og miðað er við áætlaða sex mánaða hækkun lánskjaravísi-
tölunnar frá september til mars. Ef miðað er við þriggja mánaða
hækkun frá nóvember til febrúar er raunávöxtunin hærri, eða á
bilinu 12,9-17,3%. Engin breyting var á útlánsvöxtum banka og
sparisjóða á vaxtabreytingardegi í gær en þá var heimilt að breyta
vöxtum. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir að það sem valdi
þessu sé erfið afkoma bankanna og sú fákeppnisaðstaða sem þeir
pjóti.
Jón Sigurðsson vísaði til þess sem
bankarnir hefðu einatt haldið fram
sem sinni viðmiðun að þeir vildu sem
best tryggja jafnvægi í raunvaxta-
kjörum hvort sem um verðtryggðar
eða óverðtryggðar skuldbindingar
væri að ræða og þeirrar þróunar
sem orðið hefði á nafnvöxtum utan
bankakerfisins á peninga- og verð-
bréfamarkaði.
„Þegar á þetta allt er litið er
náttúrlega alveg ljóst að það skort-
ir verulega á að nafnvextir útlána
í bankakerfinu séu í samræmi við
markaðskjör. Þarna veldur áreiðan-
lega erfið afkoma bankanna að
undanförnu og fákeppnisaðstaðan
sem þeir njóta hér, en ég hef nú
trú á því að þessi munur muni jafn-
ast á næstu mánuðum ekki síst af
því að nú er framundan tímabil
verðstöðugleika að gerðum kjara-
samningum," sagði Jón.
Háir vextir
Hann sagði að þessir vextir bank-
anna væru mjög háir og mjög marg-
ir hefðu búist við því að þeim yrði
breytt um mánaðamótin. Seðla-
bankinn hefði með ýmsum aðgerð-
um beitt sér fyrir bættum starfsskil-
yrðum bankanna. Þannig hefði
lausafjárkvöð og bindiskylda verið
lækkuð og vaxtaskiptasamningar
verið gerðir við bankana sem gerði
það að verkum að verðtryggingar-
áhættan væri tekin frá þeim meðan
sá samningur gilti, en Seðlabankinn
væri tilbúin til að framlengja hann
og viðræður myndu brátt hefjast
um það. Vegna þessa sérstaklega
væri ástæða til að lækka vextina
en eins og hann hefði nefnt væri
vandinn ekki síst fólginn í erfiðleik-
um í afkomu og útlánatöpum að
undanfömu, sem vonandi rættist
úr á næstunni.
Samkvæmt Hagtölum mánaðar-
ins er sex mánaða verðbólgustigið
talið vera 1,1% og þriggja mánaða
0,5%. Raunávöxtun á einstökum
formum útlána miðað við þróun
lánskjaravísitölu í sex mánuði, þijá
mánuði aftur í tímann og spár þrjá
mánuði fram í tímann er 12,6% á
tveggja mánaða víxli, 15,4% á
tveggja mánaða viðskiptavíxli,
16,6% á yfirdráttarláni, 12,4% á
almennu skuldabréfaláni og 12,2%
á afurðalánum.
Utlánavextir banka og
sparisjóða 21. nóv. 1993
Raunákvöxtun
m.v. verðlagsspá
Nafn- 22- nóv. 1993
vextir
Víxillán, 2 mán.
Viðskipta-
v'xlar, 2 mán.
Yfirdráttarián,
90% nýting
Alm. skulda-
bréfalán
Verðtryggð lán
Afurðalán
%
12,9
1,1%
D
12,6
0,5%
2)
13,4
15.3 15,4 16,2
15.4 16,6 17,3
13,2
7,5
12,7
12,4
7,5
12,2
13,1
7,5
12,9
1) 6 mán. hækkun 1/9 ’93 -1/3 ’94
2) 3 mán. hækkun 1/11 ’93 -1/2 ’94
Kynferðisafbrot
Ríkið
tryggi
bætur
DOMSMALARAÐHERRA hefur
skipað nefnd til að athuga hvort
taka eigi upp ríkisábyrgð vegna
miskabóta til þolenda kynferð-
isafbrota og annarra grófra of-
beldisbrota. Onnur verkefni
nefndarinnar er að kanna grund-
völl fyrir lögum eða reglum um
nálgunarbann og hvort hægt sé
að greiða aðgang fórnarlamba
kynferðisofbeldis að rannsókn
eigin mála. Þessar upplýsingar
komu fram í máli Ara Edwalds,
aðstoðarmanns dómsmálaráð-
herra, á fundi Sambands ungra
sjálfstæðismanna um meðferð
kynferðisafbrota og réttarstöðu
þolenda kynferðislegs ofbeldis í
gærkvöldi.
Ari sagði að af fjögurra liða tillögu
nefndar um nauðgunarmál frá árinu
1989 hefði aðeins átt eftir að kanna
hvort taka ætti upp ríkisábyrgð
vegna miskabóta þolenda kynferðis-
afbrota. Nú hefði dómsmálaráðherra
hins vegar skipað fimm manna nefnd
um málið og sæti í henni fulltrúar
ráðuneytis, lögreglu, rannsóknarlög-
reglu, héraðsdómari og fulltrúi
Stígamóta.
„Nefndinni er falið að athuga
hvort taka eigi upp það fýrirkomulag
að ríkissjóður ábyrgist greiðslur
dæmdra bóta vegna kynferðisafbrota
og annarra grófra ofbeldisbrota.
Jafnframt eru henni falin tvö önnur
brýn verkefni. Annars vegar hvort
setja eigi lög eða reglur um nálgunar-
bann. Og, hins vegar, að kanna hvort
fórnarlömb geti haft greiðari aðgang
að rannsóknarferlinum. Slíkt hefur
verið talið vandamál hingað til,“
sagði Ari.
Kostar 30 milljónir
Hann sagði að enn ætti eftir að
fara fram ítarleg athugun á kostnaði
ríkisins vegna ábyrgðarinnar. Árið
1989 hefði verið gert ráð fyrir 2 til
3 milljónum á ári en vegna fjölgunar
brota og hærri bót væri 30 milljónir
trúlegri tala nú. Guðrún Jónsdóttir,
starfskona Stígamóta, tók fram að
í aðeins örfáum tilvikum fengjust
slíkar bætur greiddar. Hún fagnaði
nefndarskipuninni.
Unnið að stefnu í
hugbúnaðariðnaði
ÞORF er á að stjórnvöld skilgreini hugbúnaðariðnað sem iðngrein og
lækki þannig tryggingagjald fyrirtækjanna ásamt því að bæta aðgang
þeirra að áhættufjármagni. Þá þarf að breyta skattalegri meðferð
hugbúnaðar í þá átt að hún taki mið af eignarmyndun. Á móti þessum
aðgerðum stjórnvalda þurfa hugbúnaðarfyrirtæki að efla samstarf sín
á milli, bæta stjómun og efla markaðs- og viðskiptavitund. Þetta eru
helstu niðurstöður í greinargerð starfshóps um útflutning hugbúnaðar-
verka sem kynnt verður síðar í þessum mánuði.
Næstkomandi mánudag mun jap-
anska stórfyrirtækið TEC hefja
markaðssetningu í Bretlandi á af-
greiðslukössum með hugbúnaðar-
kerfí frá Hugbúnaði hf. Að sögn
Páls Hjaltasonar, framkvæmdastjóra
Hugbúnaðar, var kerfið valið úr um
130 kerfum sem til greina komu.
„Við erum mjög stoltir af þessu verk-
efni og ef vel gengur eigum við
möguleika víðar í Evrópu.“
Fyrr í þessari viku var samskipta-
forritið Louis kynnt á tölvusýningu
IBM og Apple í Ósló og að sögn
Jóhanns P. Malmquist, stjómarform-
anns Softis, sem hefur unnið að þró-
un á Louis, voru viðtökur mjög góðar.
Sjá B4-B5.