Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 31 isins. Þess vegna eru skýr tengsl milli Utflutningsleiðarinnar sem Al- þýðubandalagið hefur sett fram og árangurs í glímunni við vanda ríkis- sjóðs. Ef hjól atvinnulífsins færu að snúast og gangvél íslenska hagkerf- isins fengi nýja bensíngjöf sam- kvæmt forriti Utflutningsleiðarinnar myndu tekjur ríkissjóðs aukast til muna af sjálfu sér. Hallinn myndi minnka verulega með hreinni tekju- aukningu án þess að skattastiginu í landinu yrði breytt. 4 Sú leynd sem hvílt hefur yfir við- ræðum fulltrúa utanríkisráðherra og bandarískra stjórnvalda um breyt- ingar á hernaðarumsvifum Banda- ríkjanna á fslandi er með slíkum eindæmum að réttlætanlegt er að nefna hana hneyksli. Síðan í ágúst hefur Jón Baldvin Hannibalsson neitað að gefa utan- ríkismálanefnd Alþingis skýrslu um viðræðurnar. Hann hefur úrskurðað að bæði tillögur Bandaríkjanna um verulega fækkun í herliðinu og einn- ig þær gagntillögur sem íslenskur utanríkisráðherra hefur sett fram séu slík leyndarmál að utanríkis- málanefnd þjóðþingsins fái ekkert að vita. Þó eru skýr ákvæði í íslensk- um lögum um að utanríkisráðherra eigi ávallt að hafa samráð við utan- ríkismálanefnd um mikilvægustu þætti utanríkismála. Tilskipunin um algjöra leynd gerir málið allt mjög tortryggilegt. Þegar Bandaríkin vilja loksins draga verulega úr hernaðarumsvif- um á íslandi neitar íslenski utanrík- isráðherrann að skýra frá meginefni viðræðnanna. Fer sjálfur að reyna að fá Bandaríkin til að hafa hér mun meiri hernaðarumsvif en þau sjálf kjósa! Meginverkefni bandaríska hersins á fslandi á undanfömum áratugum hafa verið fólgin í því að fylgjast með sovéskum flugvélum í íslenskri lofthelgi og umferð kjarnorkukaf- báta í höfunum kringum ísland. Sovétríkin eru nú úr sögunni, Var- sjárbandalagið hefur verið leyst upp, Bandaríkin og Rússar hafa gert frið- arsamning, sum ríki í Austur-Evrópu vilja nú ganga í NATO, Clinton er helsti stuðningsmaður Jeltsíns, eng- in rússnesk flugvél hefur sést við ísland síðan 1991 og kjarnorkukaf- bátarnir eru oftast í höfn vegna þeirra rekstrarerfiðleika sem efna- hagsástandið í Rússlandi hefur haft í för með sér. Allar þessar veigamiklu breyting- ar hafa leitt til þess að hvorki ríkis- stjórn né þingið í Washington vilja áfram veija verulegum fjármunum til hernaðarumsvifa á íslandi. Þegar sjálft Pentagon telur rétt að draga úr rekstrinum munu bandarískir þingmenn kjósa að veija skattfé al- mennings í Bandaríkjunum frekar í uppbyggingu í sínum heimakjör- dæmum en að halda úti hernaðarum- svifum á íslandi. Þá gerist það að Jón Baldvin Hannibalsson og einhveijir snillingar á kontórum í utanríkisráðuneytinu við Hverfisgötu telja sig hafa meira vit á stöðunni en sjálfir sérfræðing- arnir í Pentagon. Hvaða hagsmuni er Jón Baldvin að veija? Er hann virkilega farinn að ganga erinda verktakanna á Keflavíkurflugvelli og fjölskyldn- anna fjórtán sem grætt hafa skatt- fijálsa milljarða á framkvæmdum fyrir herinn? Hvers vegna gerði hann náfrænda sinn og fyrrum aðstoðar- mann að forstjóra íslenskra aðal- verktaka? Er formaður Alþýðu- flokksins orðinn helsti talsmaður Aronskunnar, kenningarinnar um að fjárhagslegir hagsmunir eigi að hafa úrslitaáhrif á afstöðu til hern- aðarumsvifa Bandaríkjanna á ís- landi? Það verður að svipta burt þeim leyndarhjúp sem hvílt hefur yfir við- ræðum fulltrúa Jóns Baldvins við Bandaríkin. Það er ekki búið að einkavæða utanríkisráðuneytið í þágu fjárhagshagsmuna Alþýðu- flokksins. Jón Baldvin Hannibalsson verður að fara að lögum og skýra utanríkismálanefnd Alþingis frá þeim tillögum sem fram hafa komið um samdrátt í umsvifum bandaríska hersins á íslandi. 5 Á landsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember var samhljóða samþykkt ítarleg sjávarútvegsstefna. Sú stefnumótun er ávöxtur af fjölþættri umfjöllun innan flokksins um ís- lenskan sjávarútveg, vandamál hans, fiskveiðistjórnun og framtíðar- skipan. I sjávarútvegsstefnu Alþýðu- bandalagsins er mótuð skýr afstaða til sameiginlegra kvótakaupa út- gerðarmanna og sjómanna. Þar seg- ir: „Alþýðubandalagið lýsir yfir fullri samstöðu með sjómönnum í baráttu þeirra gegn viðskiptum með afla- heimildir sem fram fara á þeirra kostnað. Alþýðubandalagið telur að banna eigi með lögum að sjómenn taki þátt í kostnaði sem tengist við- skiptum með veiðiheimildir." Þegar Alþingi tekur að loknu jóla- leyfí að fjalla um málefni sjávarút- vegsins munu þingmenn Alþýðu- bandalagsins leggja fram tillögur í samræmi við sjávarútvegsstefnuna sem landsfundurinn mótaði. Þær til- lögur munu ekki aðeins fjalla um kvótakaupin heldur einnig um þörf- ina á nýrri stefnumótun í málefnum sjávarútvegsins. I samræmi við sjáv- arútvegsstefnu Alþýðubandalagsins munu þingmenn flokksins leggja áherslu á eftirfarandi atriði: Víðtæk þátttaka verði í endur- skoðun laganna um stjórn fiskveiða. Fulltrúar bæði stjórnar og stjórnar- andstöðu, sjómanna, landverkafólks og byggðarlaga, útgerðar og fisk- vinnslu komi að þeirri stefnumótun. Tryggja verður að arðurinn af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar renni til íbúa byggðanna og lands- manna allra en ekki til fáeinna út- gerðaraðila. Stöðva verður þá eigna- myndun á óveiddum fiski sem þegar á sér stað í núverandi kerfi, þrátt fyrir sameignarákvæði laga um físk- veiðistjórnun. Meðal þeirra leiða sem þarf að skoða eru hugmyndir um að taka upp afnotagjald sem staðfestir að fiskur- inn í sjónum sé sameign þjóðarinnar, og kanna verður rækilega aðrar leið- ir en núverandi fiskveiðistefnu, þar á meðal hugmyndir um sóknarstýr- ingu og/eða veiðistýringu. Það er afstaða Álþýðubandalags- ins að á meðan endurskoðun físk- veiðistefnunnar stendur yfir skuli tekið á þeim vanda sem fijálst fram- sal aflaheimilda hefur skapað með reglum sem takmarka það verulega, m.a. þannig að framvegis verði fyrst og fremst um að ræða skipti á jafn- gildum veiðiheimildum og sveigjan- leika ef bilanir eða óviðráðandi or- sakir valda umtalsverðri röskun á útgerð. Forkaupsréttur sveitarfélaga verði á umþóttunartímabilinu látinn ná til aflaheimilda en ekki einungis skipa. Settar verði nýjar reglur um meðferð aflaheimilda við gjaldþrot og hvernig þær skuli ganga til nýrrar úthlutunar með tilliti til atvinnusjónarmiða. Einnig verði útgerðum gert skylt að bjóða með tryggum og viðurkenndum hætti allan afla til sölu á innlendum fiskmörkuðum nema hann fari beint til vinnslu innanlands. Alþýðubandalagið telur að gæta eigi ýtrustu varkárni gagnvart um- hverfinu og hvetja eigi til veiða með vistvænum veiðarfærum eins og t.d. krókaveiða, veiða í gildrur og fleira. Alþýðubandalagið telur mikilvægt að krókaveiðiléyfi haldist áfram og eigendum smábáta gefist kostur að velja milli aflamagns og krókaveiða sem lúti almennum sóknartakmörk- unum. Athuga ber að veita vistvæn- um veiðarfærum smærri fiskiskipa aukinn forgang til veiða á grunn- slóð. Alþýðubandalagið telur mikil- vægt að hvetja útgerðaraðila þeirra skipa sem möguleika hafa til að veiða fjarri landi til að nýta sóknar- getuna og stunda slíkar veiðar eftir fremsta megni. Alþýðubandalagið var fylgjandi því að íslendingar hæfu veiðar í Smugunni enda hafa þær veiðar skilað verulegri búbót á þessu ári. Það er hins vegar athyglis- vert að sjávarútvegsráðherra vildi stöðva þær veiðar strax í upphafi. Málefni sjávarútvegsins eru meðal mikilvægustu þátta í efnahagsskip- an og þjóðlífí okkar íslendinga. Þau verða helsta viðfangsefni Alþingis á nýju ári. Alþýðubandalagið mun mæta til þeirrar umræðu með skýr- ara umboð en öðrum stjórnmála- flokkum hefur tekist að móta. Við munum ganga sókndjörf til leiks á nýju ári og bjóðum lands- mönnum öllum að taka þátt í mótun og framkvæmd nýrrar leiðar. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins Setja þarf langtímamarkmið i. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið og GATT-samn- ingurinn munu hafa mikil áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi. Hver áhrifin verða fer hins vegar eftir því hvernig við sjálfir höldum á málum. Ef við látum reka á reiðanum, eins og mér þykir nú gert, og látum hinn svonefnda „fijálsa markað“ ráða ferðinni, óttast ég afleiðing- amar. Ég óttast að þá muni erlend fyrirtæki fljótlega ná þeim undir- tökum í íslensku atvinnulífi, sem þau gimast. Þá verður ekki langt í það að við verðum lítið annað en þiggjendur úr lófa Evrópubanda- lagsins, sogumst þar inn og glötum okkar sjálfstæði. Ef við hins vegar berum gæfu til þess að standa saman um að nýta þá kosti sem samningarnir bjóða upp á, en standa um leið með öllum ráðum vörð um íslenska atvinnuvegi og viðleitni til ný- sköpunar, geta samningarnir orðið okkur til góðs. Til þess að svo megi verða þarf að setja langtímamarkmið fyrir sjávarútveginn, endurreisn ís- lensks iðnaðar og landbúnaðinn þar sem fullkomlega er tekið tillit til gjörbreytts umhverfis. Sama þarf að gera í því skyni að nýta vel þá mörgu kosti til nýsköpunar, sem þjóðin á, t.d. í ferðaiðnaði, hátækni og fiskeldi, svo dæmi séu nefnd. Einnig er nauðsynlegt að bæta menntunina og auka rann- sókna- og vísindastarfsemi. Slík stefna þarf ætíð að hafa velmegun, velferð og jafnræði að markmiði. Án þess næst ekki sú þjóðarsátt, sem nauðsynleg er. Að sjálfsögðu hlýtur þessi stefna ætíð að hafa fullveldi og sjálfstæði að leiðarljósi, eins og aðstæður í heim- inum frekast leyfa. Mér er ljóst að, því miður, munu ýmsir kjósa fyrri kostinn og skeyta lítt um sjálfstæðið. Það eru einkum þeir sem hafa annað hvort gefíst upp í baráttunni eða hafa gnægð fjármagns og láta stjórnast af auð- hyggju. Ég hygg þó að mikill meiri- hluti landsmanna kjósi síðari kost- inn, leið sjálfstæðisins. Vonandi Steingrímur Hermannsson þarf ég ekki að taka það fram að það er sú leið sem ég kýs, mjög eindregið. Lítill tími er til stefnu. Stefnuna þarf að marka án tafar. 2. Botni efnahagskreppunnar tel ég ekki náð. Raunvextir eru enn alltof háir og fjármunamyndun alltof lítil. Því er hætt við að gjald- þrot séu enn mörg framundan og atvinnuleysi muni fara vaxandi. 3. Nei, þótt ég telji viðvarandi halla á ríkissjóði mikla meinsemd, tel ég hana ekki mestu meinsemdina eins og nú er ástatt. Alvarlegast tel ég samdráttinn í atvinnulífinu og vaxandi atvinnuleysi, fátækt og örbirgð. Við hallann á ríkissjóði mun ekki ráðast fyrr en hjól atvinnulífs- ins eru farin að snúast vel á ný og tekjurnar að aukast. Ef ná á endum saman með stórfelldum nið- urskurði útgjalda verður velferðar- kerfíð lagt í rúst. 4. Með gjörbreyttu ástandi í heims- málum, einkum á milli vesturs og austurs og því á Norður-Atlants- hafínu tel ég eðlilegt að dregið verði úr umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hinar nýju rat- sjárstöðvar hafa einnig mikil áhrif í þessu sambandi. 5. Mér sýnist ekki unnt að ræða um sameiginleg kvótakaup útgerð- armanna og sjómanna. Sjómenn virðast nánast neyddir til þátttöku í kaupunum og útgerðarmenn eiga síðan einir kvótann samkvæmt nið- urstöðu Hæstaréttar. Slíkt gengur að sjálfsögðu ekki upp. Þessu verð- ur að breyta. Ég leyfí mér að nota tækifærið og óska landsmönnum farsældar á nýju ári. HRAÐNÁMSTÆKNI HJÁ MÍMI Skemmtu þér og vertu mörgum sinnum fljótari að læra. Nýjustu kennsluaðferðir auðvelda þér námið. ENSKA , ÞYSKA SPÆNSKA Sarah, enskukennari og kennslustjóri 1.000 Fjöldi kennslustunda 50 100 150 200 Tíu vikna námskeiö heljast 24. ian. Sum stéttarfélöo taka kátt í kostnaðl. Símar 10004 og 21655 § ! BREFABINDI OG MÖPPUR fæst í öilum betri ritfangaverslunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.