Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Félagsmálaráðherra segir Sólheima skuldsetta vegna framkvæmda
Sljórn Sólheima hefur
ekki virt lög og reglur
STJÓRN Sólheima hefur ekki virt þau lög og reglur sem sambæri-
legar stofnanir hafa gengist undir né sinnt lögbundnu samráði
við félagsmálaráðuneytið og aðra tilskylda aðila vegna uppbygg-
ingar og skipulagsbreytinga á Sólheimum, segir Jóhanna Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra. „Sambýli hafa verið byggð á Sól-
heimum með lánsfé frá Byggingarsjóði verkamanna sem er and-
stætt lögum og aldrei hefur verið sótt um starfsleyfi fyrir þessi
sambýli sem skýrt er kveðið á um í lögum um málefni fatlaðra,"
segir Jóhanna. Hún segir sljórn Sólheima með formann hennar
í fararbroddi hafa hafið rógsherferð á hendur sér og hún hafi
upplýsingar um að sú herferð eigi að halda áfram. Jóhanna seg-
ir skuldir Sólheima og Styrktarsjóðs Sólheima í lok árs 1992
nema um 89 milljónum kr. og að hinu aukna framlagi sem kraf-
ist hefur verið sé m.a. ætlað að greiða upp í skuldir vegna upp-
byggingar þar.
Félagsmálaráðherra ■ kveðst
telja fulla ástæðu til að Ríkisend-
urskoðun leggi mat á skuldasöfn-
un Sólheima vegna fjárfestinga
heimilisins, sem sé til þess ætluð
að rýma fyrir starfsemi óskyldri
þjónustu við fatlaða, þ.e. stofnun
heilsuhælis.
Krafa Sólheima um rekstrar-
framlög miðast við útreikninga
Hagsýslu ríkisins frá 1993 um
meðalkostnað á íbúa í sambýlum
fatlaðra, en ráðuneytið miðar við
það álit sitt að kostnaður á íbúa
á Sólheimum sé mun lægri en
meðalkostnaður. Jóhanna segir að
framlög til Sólheima sl. tíu ár séu
langt umfram það sem aðrar sam-
bærilegar stofnanir hafi fengið,
og ef gengið væri að kröfum
stjórnarinnar nú myndi það leiða
til um 120 milljóna kr. hækkunar
á fjárveitingum til annarra sam-
bærilegra sambýla,- þar sem ráðu-
neytinu yrði þá ekki unnt að neita
þeim um sambærilegar fjárveit-
ingar. Á fundi með fréttamönnum
í gær birti félagsmálaráðherra
samanburð ráðuneytisins á fj ár-
framlögum til Sólheima og Skála-
túns í Mosfellsbæ, en báðar eru
þær sjálfseignarstofnanir sem fóru
á fjárlög 1983. Þar er fullyrt að
fjárframlög til Sólheima hafi auk-
ist um 99,8% á föstu verðlagi frá
upphafi til loka tímabilsins en
framlög til Skálatúns hafi aukist
um rúm 19%.
Jóhanna segir ennfremur að
stjórnendur Sólheima hafi ekki
skilað fjárlagatillögum sl. þrjú ár
til ráðuneytisins og ekki skilað inn
greiðslu- og rekstraráætlun fyrir
síðasta ár. Hún segir framkomu
stjórnarmanna hafa einkennst af
hroka í garð ráðuneytisins og
þeirra aðila sem heimilið eigi að
hafa samskipti og samráð við, og
að þessi framkoma hafi spillt svo
mjög fyrir viðræðum deiluaðila að
ráðuneytið hafi ekki séð annan
kost en að leita til biskups til að
hafa milligöngu um sættir á
grundvelli tillagna sem ráðherra
hefur lagt fram.
Á blaðamannafundi
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Bragi Guðbrands-
son aðstoðarmaður hennar á blaðamannafundinum í gær.
Formaður segir Sólheima
ekki óeðlilega skuldsetta
„FRÁLEITT er að halda því fram að Sólheimar séu óeðlilega
skuldsettir og þarf „sérstakt hugmyndaflug til að láta sér detta
slíkt í hug,“ segir Pétur Sveinbjarnarson, formaður fulltrúaráðs
og framkvæmdastjórnar Sólheima.
Hann segir ósatt að krafa Sól-
heima um aukið rekstrarframlag
tengist byggingarframkvæmdum
á staðnum, þar sem frá árinu 1986
hafi heimilinu borist um 100 millj-
ónir króna í gjafa- og sjálfsaflafé
sem notað hafi verið til að fjár-
magna uppbyggingu á Sólheimum
ásamt hagstæðum húsnæðislánum
til fimmtíu ára. Pétur vísar því
jafnframt á bug að framlög ríkis-
ins vegna þjónustu fyrir fatlaða
hafi verið notuð til uppbyggingar
heiisuheimilis á Sólheimum. Hann
segir að ná þurfi samkomulagi í
deilunni án milligöngumanna.
Skuldir innan við 4 milljónir
að sótt hafi verið um lán til Hús-
næðisstofnunar til uppbyggingar
sambýla fyrir fatlaða vegna þeirr-
ar skoðunar stjórnar að fatlaðir
eigi sama rétt og aðrir einstakling-
ar til húsnæðislána, og veitingin
sýni að stofnunin sé á sama máli.
„Sá sem þiggur lán verður ekki
sakaður um að brjóta lög, heldur
sá sem veitir það, auk þess sem
þessi leið minnkaði til muna ásókn
í Framkvæmdasjóð fatlaða, sem
er hagkvæm lausn fyrir félags-
málaráðuneytið,“ segir Pétur.
Framlag skert
Pétur segir að frá 1. júlí sl.
hafi framlag til heimilisins verið
skert um 2,7 milljónir kr. á mán-
uði eða alls um 16 milljónir á þeim
forsendum að rekstraráætlun hafi
borist á röngu eyðublaði. Eftir að
Sólheimar hafi kært þetta til um-
boðsmanns Alþingis hafi ráðherra
afgreitt það fé sem Sólheimum bar
sem aukafjárveitingu upp á sömu
krónutölu og skerðingin nam, sém
væri veitt vegna ijárhagsvanda
Sólheima. „En fjárhagsvandi
vegna reksturs Sólheima stafaði
einungis af því að ráðherra hafði
ekki greitt út fjárveitingu á fjár-
,„gum til okkar,“ segir Pétur.
Hann segir ástæður þess að Sól-
Morgunblaðið/RAX
Á Sólheimum
FULLTRÚANEFND Sólheima ásamt nokkrum heimilismanna eftir
blaðamannafund sem nefndin hélt í fyrradag.
heimar hafi ekki skilað ijárlagatil-
lögum þær að heimilið hafi í fimm
ár beðið eftir gerð þjónustusamn-
ings við ráðuneytið, en eitt höfuð-
atriði hans sé að leggja mat á fjár-
þörf. „Við biðum eftir gerð þjón-
ustusamnings sem gæti tryggt
starfsöryggi heimilisins til að geta
sýnt okkar mat á rekstrinum, og
það er ekki við okkur að sakast,
að sá samningur hefur ekki verið
gerður,“ segir Pétur.
Hrafn Gunnlaugsson um stöðvun útvarpsráðs á endursýningu í Sjónvarpi
Pétur segir Sólheima skulda
alls innan við 4 milljónir króna og
Styrktarsjóð Sólheima skulda alls
um 69 milljónir króna, sem séu lán
til 50 ára með afborgunarbyrði
upp á 3 milljónir og öryggar tekj-
ur á móti. „Það hefur ekki verið
sótt um neina fjárveitingu til Al-
þingis vegna fjárhagsvanda Sól-
heima sl. 3 ár. Og nú eru engir
erfiðleikar í fjármálum Sólheima
eða Styrktarsjóðsins vegna fram-
kvæmda,“ segir Pétur.
Fullyrðingar félagsmálaráð-
herra, að Sólheimar hafi virt lög
að vettugi og ekki haft lögboðið
samráð við tilskylda aðila, segir
Pétur vera rangar. „Sólheimar
hafa starfsleyfi sem útgefið var
af Alexander Stefánssyni, þáver-
andi félagsmálaráðherra, og þær
breytingar sem gerðar hafa verið
á rekstri heimilisins síðan grund-
vallast á skipulagsskrá þess sem
var útgefin af dómsmálaráðuneyt-
inu í janúarmánuði sl. og var til
meðferðar í félagsmálaráðuneyt-
inu þar sem engar athugasemdir
voru gerðar við hana. Fram-
kvæmdir sjálfseignarstofnunar-
innar Sólheima sem eru til end-
urnýjunar því húsnæði sem er á
staðnum, og ekki eru íjármagnað-
ar af opinberu framkvæmdafé,
þurfa að sjálfsögðu ekki önnur
leyfi en einstaklingar og félög
þurfa,“ segir Pétur. Hann segir
„Ber vott um rítskoðun
og ný vinnubrögð ráðsins“
Ástæðulaust að sýna þættina í 3. sinn, segir formaður útvarpsráðs
ÁKVÖRÐUN útvarpsráðs um að stöðva endursýningu á þáttum
Baldurs Hermannssonar, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, ber vott
um ný vinnubrögð ráðsins og ritskoðun þess, segir Hrafn Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri Sjó
„Sumir vilja endilega setja upp
ritskoðunargleraugu og aðrir horfa
af meiri víðsýni yfir sviðið, en þetta
kemur manni gjörsamlega í opna
skjöldu," segir Hrafn og kveðst
halda að geðshræring ráði þessari
ákvörðun þar sem hún vitni ekki
um skynsemi. Útvarpsráð kom
saman til aukafundar í fyrradag
vegna áætlaðrar endursýningar
nk. sunnudag, og segir Halldóra
J. Rafnar, formaður útvarpsráðs,
að í samningi við Baldur Her-
mannsson sé kveðið á um rétt til
einnar endursýningar innan
þriggja ára.
„Aðeins eru nokkrir mánuðir
síðan þættirnir voru sýndir og þrír
af fjórum endursýndir. Þessir
þættir voru mjög umdeildir á sínum
tíma og sú söguskoðun sem þar
birtist, og okkur fannst ástæðu-
laust að fara að sýna þessa þætti
í þriðja sinn sem íslenskt úrvals-
efni,“ segir Halldóra.
Hrafn segir að fundur ráðsins
hafi verið haldinn án þess að for-
maður útvarpsráðs eða aðrir sem
þar eiga sæti hafi rætt við hann
um hvernig endursýningin væri
tilkomin. Hrafn segir það sam-
kvæmt venju innan Sjónvarpsins
að um áramót sé það efni endur-
sýnt sem helst var fréttnæmt og
fjallað um á liðnu ári, og enga
skoðanakönnun þurfi að gera til
að staðfesta að þættir Baldurs
hafi verið umtalaðasta sjónvarps-
efni liðins árs. „Við urðum varir
við hér að menn höfðu misst mikið
af fyrsta þættinum og umræðan.
fór ekki í gang fyrr en með tilkomu
annars og þriðja þáttar. Þá áttuðu
menn sig á hvers konar efni var
þarna á ferðinni. Við höfum fengið
miklar og margar óskir um að efn-
ið væru endursýnt vegna þess að
menn hafa viljað mynda sér heil-
stæða skoðun um það. Á sínum
tíma hraðendursýndum við annan,
þriðja og fjórða þátt, m.a. vegna
truflana, en þær endursýningar
hafa engin áhrif á rétt okkar til
að sýna efnið endurgjaldslaust, svo
að þetta hefði ekki kostað sjón-
varpið neitt,“ segir Hrafn. Hann
segir ákvörðun um að endursýna
þáttaröðina hafa verið tekna sam-
eiginlega af deildarstjórum og dag-
skrástjórum Sjónvarpsins, því „þó
að menn hafi mismunandi skoðan-
ir á þessu efni voru þeir sammála
um að þetta væri efni sem full
ástæða væri til að endursýna,“
segir Hrafn.
Vilja hjálpa
Aðspurð um þá gagnrýni fram-
kvæmdastjóra sjónvarpsins að um
ný vinnubrögð og ritskoðun sé að
ræða af hálfu ráðsins, segir Hall-
dóra það ekki standast. „Fram-
kvæmdastjórinn ætti að lesa út-
varpslögin, í 20. grein þeirra stend-
ur að ákvarðanir útvarpsráðs um
útvarpsefni eru endanlegar. Það
er einnig útúrsnúningur að tala
um ritskoðun. Hlutverk hans hlýt-
ur að vera að sjá til þess að íslensk-
ir áhorfendur fái fjölbreytt og gott
íslenskt efni til að horfa á, og við
viljum einungis hjálpa honum til
þess að gera það kleift," segir
Halldóra.