Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 33

Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 33 Ósannindamenn á valdastólum! eftir eftir Björgu Guðmundsdóttur Það er leitt til þess að vita að menn, sem gegna áhrifamiklum valdastöðum, skuli verða uppvísir að ósannindum. Því miður hefur framganga Markúsar Arnar Antons- sonar í SVR-málinu verið á þann veg, hvort sem honum er það sjálf- rátt eða þá að hann er að skjóta hlífiskildi yfir Svein Andra Sveins- son, sem virtist ráða miklu um SVR- málin. Niðurstaðan er dapurleg, nefnilega sú, að Markús Orn er margsaga og uppvís að margs konar blekkingum í málinu. Skriflegt loforð svikið Borgarstjóri virðist ekki ætla að standa við skriflegt loforð, sem hann ásamt Sveini Andra Sveinssyni fyrr- um formanni stjórnar SVR gaf starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur 7. júní sl., en þá voru starfsmönnum kynntar bréflega fyr- irhugaðar breytingar SVR í hlutafé- lag. Þar sögðu þeir: „Forsenda þess- ara breytinga er að allir starfsmenn SVR haldi störfum sínum og laun og réttindi þeirra verði þau sömu fyrir og eftir breytingarnar.“ í fyrir- spurn í borgarráði 7. desember var m.a. spurt af fulltrúum minnihlut- ans: „Verður launaávinnsla, svo sem starfsaldurshækkanir, sú sama og áður?“ Borgarfulltrúar minnihlutans fengu svohljóðandi svar frá borgar- stjóra 14. desember: „Þar sem kjara- samningar Reykjavíkurborgar gilda ekki í samskiptum SVR hf. og starfs- manna, fer ekki um starfsaldurs- hækkanir til launa samkvæmt þeim samningum, heldur samningum hlutaðeigandi stéttarfélags." Þetta verður ekki skilið öðru vísi en svo, að loforðið eigi að svíkja þannig að starfsmenn missi m.a. rétt til starfs- aldurshækkana, sem þeir hefðu fengið við áframhaldandi störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Þagað um VSÍ Þegar spurt er um rök fyrir því að breyta SVR í hlutafélag hefur ávallt verið fátt um svör. Það er þá helst að fram komi einhveijar klisjur um að hlutafélög séu í eðli sinu betri en opinberar stofnanir eða eitthvað annað froðukennt í þeim dúr. Ekki hefur verið bent á eitt einasta at- riði, sem ekki væri einnig hægt að framkvæma á vegum borgarstofn- unarinnar SVR eins og hlutafélags- ins SVR. En á hinn bóginn hefur verið bent á fjölmörg atriði, sem horfa tii verri vegar vegna breyting- arinnar. Það á ekki síst við um þá ákvörðun stjórnar hins nýja hlutafé- lags, að ganga í Vinnuveitendasam- band íslands. Einmitt það að láta SVR hf. ganga í VSÍ hefur valdið rekstrartruflunum, samskiptaerfið- leikum og pólitískum deilum, sem hefði auðveldlega mátt komast hjá með því að semja strax við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar (St.Rv.). Meðal þeirra atriða, sem vendilega var þagað um í aðdrag- anda breytinganna var einmitt væntanleg innganga í VSÍ. Frá þessu var ekki sagt í greinargerðum, ekki sagt frá því í borgarráði, ekki sagt frá því i borgarstjórn, ekki til- kynnt almenningi og enn síður starfsfólki SVR, sem málið er þó skyldast. VSÍ - skálkaskjól svikanna í fyrirspurn fulltrúa minnihlutans í borgarráði var spurt hvar á ákvarð- anaferlinu hefði komið fram að gera ætti fyrirtækið að aðila að VSÍ. Borgarstjóri sagði í svari sínu: „Þessi ákvörðun var tekin af stjórn SVR hf., sem mat það eðlilegt að fyrir- tækið tryggði sér aðgang að samn- ingum á almennum vinnumarkaði Máricus ’ðrrTæErWWTST^ nýja forsendu til að reyna að varna fólkinu að vera áfram í sínu stéttar- félagi, St.Rv., sem hefur breytt lög- um sínum þannig, að félagið er stétt- arfélag starfsmanna fyrirtækja, sem starfa í almanna þágu og hafa verið í eigu borgarinnar, en eru nú rekin af öðrum aðilum. Vera fyrirtækisins í VSÍ er nú sögð útiloka möguleika starfsfólksins á að vera áfram í St.Rv. af því að fyrirtæki í VSÍ verði að semja við félög í ASÍ, þ.e. að slík stéttarféjög hafi forgangsrétt gagnvart VSÍ-fyrirtækjum. VSÍ er sem sagt notað sem skálkaskjól til að reyna að varna því, að starfsmennirnir fái þeim rétti sínum framgengt, að vera áfram í sínu stéttarfélagi, sem þeir hafa ekki sagt sig úr. Marklaust orðagjálfur Eins og sjá má eru orð þessara herramanna í ótrúlegri fjarlægð frá efndum. Nú er það svo, að VSÍ-aðild- in var pólitísk ákvörðun. Hún kostar SVR peninga og ekki hafa borist fregnir af því að hún geti skilað fyrirtækinu neinu nema meiri erfið- leikum. Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar, okkar stéttarfélag, hef- ur reynt að ganga til kjarasamninga og fengið afar misvísandi svör. Stundum létu hinir nýju forstjórar líklega um friðsamlega lausn við starfsmenn og St.Rv., en næsta dag var dyrum lokað og sagt að VSI- aðildin útilokaði samninga. Villandi upplýsingar gagnvart borgarbúum og starfsfólkinu eru auðvitað ekki líðandi. Nær allir starfsmenn hjá SVR (eða 136) ósk- uðu eindregið eftir því að vera áfram í sínu stéttarfélagi. Á borgarstjórn- arfundi 18. nóvember sl. sagði borg- arstjóri, að það væri „ekkert verið að útiloka það, að umræddir starfs- menn geti orðið áfram aðilar að Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar, það er ekkert verið að slá striki yfir þann möguleika, engan veginn". Sami maður lét hafa eftir sér í útvarpinu 17. desember sl. að sú leið, sem hann „engan veginn" útilokaði mánuði fyrr væri „kolófær leið“! Hverju á fólk að trúa? Síðar áréttaði Ragnar Kjartansson, sem borgarstjóri skipaði stjórnarformann fyrirtækisins, í bréfi til St.Rv., að SVR hf. væri bundið samningum við VSÍ um kaup og kjör. „Áf þessum ástæðum er fyrirtækinu ógjörningur að verða við óskum Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar um gerð kjarasamnings.. “ Félagafrelsi hundsað Valdsmenn í Reykjavík hafa virst sjálfir eiga erfitt með að skilja eigin gjörninga og líklega þess vegna eru orð þeirra og bókanir út og suður og stangast á. Þannig finnst í bókun meirihluta borgarráðs frá 23. nóv- ember sl. eftirfarandi: „Það væri íhlutun í félagafrelsi starfsmanna SVR hf., ef borgaryfirvöld hefðu afskipti af því hvernig starfsmenn skipuðu málum sínum í þessu tilliti." Þetta bóka sömu menn og lögðu blessun sína yfir það, að fyrirtækið gengi í VSÍ með þeim afleiðingum að starfsmenn eigi ekki að geta ver- ið í St.Rv., sem semji við fyrirtækið um kaup og kjör! Eða var það til- gangurinn? Framganga VSÍ í þessu máli er dæmigerð. Var stjórnendum SVR hf. talin trú um að með inngöngu í VSÍ væri unnt að sniðganga loforð borgarstjóra? Er þar e.t.v. fundin sú hagræðing, sem stefnt var að með breytingu SVR í hlutafélag en eng- inn vildi kannast við? Þátttaka ASÍ í sjónarspili þessu er þyngri en tárum taki og vænleg- ast að fjölyrða ekki um það. Enda virðist það vera VSÍ-klúbburinn, sem ræður stóru línunum í þessu máli. Það er sérlega umhugsunarvert, að einmitt þessi sami hópur valda- manna, sem nú vill koma í veg fyrir að starfsmennirnir hjá SVR hf. verði áfram í sínu stéttarfélagi, er sí og æ að halda því fram, að það sé óþol- andi að vinnuveitendur þurfí að semja við mörg stéttarfélög á sama vinnustað. Staðreyndin er nefnilega sú, að fólkið í St.Rv. þyrfti að ganga í 5-7 stéttarfélög innan ASÍ, ef óráð valdhafanna í Reykjavík ná fram að ganga. Það er líka þarna sem ósam- kvæmnin og ósvífnin veður uppi. Vilji starfsmanna er fótum troðinn og félagafrelsi fólksins hundsað. Björg Guðmundsdóttir „Þátttaka ASÍ í sjónar- spili þessu er þyngri en tárum taki.“ Lærdómurinn mikli Vissulega er dapurlegt að Markús Örn Antonsson borgarstjóri, sem svo margir borgarbúar töldu tillits- saman og víðsýnan fulltrúa allra borgarbúa skuli snúast svo út í þröngsýni og ofsatrú einkavæðing- arsinna í valdaflokknum. Valda- flokkurinn hefur hér klárlega farið yfir velsæmismörkin. Hér kemur allt hið versta fram, sem veldur því að fómarlömb fara að efast um ágæti þess samfélags, sem við búum í. Allir sjá að stutt er í þann terror, sem menn þekkja frá þriðjaheims- ríkjum og kreppuámnum. Það er verið að hræða fólk til hlýðni. Það er verið að skapa ógnarástand á vinnustaðnum. Það vakna líka grunsemdir um spillingu og einkavinavæðingu, gmnsemdir um sóun á almannafé í þágu þröngra flokkshagsmuna og sértrúar fámenns hóps. Sá hópur ætti að rifja upp hörmungarrekstur Strætisvagna Reykjavíkur hf. þrátt fyrir hlutafélagsform á árunum 1931 til 1944, sem ,m.a. kom fram í því, að strætisvagnarnir voru orðn- ir stórhættulegir í umferðinni vegna lélegs viðhalds. Reykjavíkurborg hóf því árið 1944 (þegar Strætisvagnar Reykjavíkur hf. lögðu upp laupaná) þann rekstur, sem við þekktum til 1. des. 1993. Margir borgarbúar em þeirrar skoðunar, að almenningssamgöngur og almannafyrirtækið, sem stendur fyrir þeim innan borgarmarkanna, heyri undir mannréttindi. Almenn- ingssamgöngur varði framtíðarskip- an samfélagsins miklu. Þeir geta ekki þolað þá gáleysislegu og ábyrgðarlausu umbreytingu á SVR, sem valdaflokkurinn hefur nú staðið fyrir. Menn draga auðvitað sína lærdóma af framvindu þessa máls. Hins vegar geta núverandi valdhaf- ar einnig dregið sína lærdóma. Þeim er líka heimilt að skipta um skoðun. það væri lærdómurinn mikli og væri þakkarvert. Höfundur er vagnsijóri og trún- aðarmaður starfsmanna SVR hf. KLASSISKI LISTDANSSKÓLINN Álfabakka 14a - Sfmar: 879030 -879040 NÝR VALKOSTUR í BALLETTNÁMI! Klassíski listdansskólinn hefur starfsemi sína mánudaginn 17. janúar. Kennsla verður bæði fyrir byrjendur (8 ára og eldri) og þá sem lengra eru komnir. Kennari er Quðbjörg Skúladóttir, sem hefur að baki langan feril erlendis sem klassískur listdansari. Innritun daglega í síma 879030 og 879040 millikl. 13og19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.