Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 17

Morgunblaðið - 11.01.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1994 17 Eigendum er til einföldunar skipt í fjóra flokka: „dvergar" eru þeir sem eiga minna en 0,1% af botnfisk- kvóta viðkomandi árs, „litlir" eiga 0,1% til 0,3%, „stórir“ eiga 0,3% til 1% og „risar“ eiga meira en 1%. Eins og fram kemur á myndinni er fækkun mest í hópi „dverga", þeim fækkar um 254 á fjórum árum, eða um rúmlega fjórðung (26,7%), en hlutfallslega er mest fækkun meðal „lítilla" kvótaeig- enda, um 31% (þar fækkar um 38 eigendur). Athyglisvert er að fjölg- un á sér aðeins stað í hópi „risa“ (162,5%); þeir voru 16 árið 1991 en eru nú 26. Önnur leið til að kanna þróun eignarhalds í kvótakerfinu er að bera saman hlutfallslega eign hóp- anna fjögurra, þ.e.a.s. hlutdeild þeirra í þeim heildarbotnfiskkvóta sem úthlutað er hveiju sinni. Mynd 2 sýnir skiptingu botnfiskkvótans 1991 til 1994. Þar kemur fram að hlutdeild „risanna" hefur aukist úr 25,5% í 47,2% (185% aukning), en þessi aukning skýrist bæði af fjölg- un í hópi þeirra og stækkun ein- stakra útgerðarfyrirtækja. Til að gefa nokkra hugmynd um þær stærðir sem um er að ræða má geta þess að hlutdeild „risanna" árið 1991 nam u.þ.b. 84 þúsund þorskígildistonnum, en aflaverð- mæti þess kvóta jafngildir rúmlega 7,8 milljörðum króna á verðlagi þess árs samkvæmt upplýsingum fiskmarkaða. Hlutdeild „risanna“ árið 1994 nemur, þrátt fyrir um 20% kvótaskerðingu frá 1991, um 124 þúsund þorskígildistonnum, sem gera má ráð fyrir að jafngildi u.þ.b. 11,8 milljörðum króna, ef miðað er við verðlag á þorski áður en sjómannaverkfall hófst. A því tímabili sem um er að ræða minnk- ar hlutdeild „dverga“ úr 16,8% í 13,3% (20,8% minnkun), en vegna stórfelldrar fækkunar í hópi þeirra hafa þeir sem eftir eru úr meiru að moða en áður. Sams konar þróun kemur í ljós þegar hugað er að skiptingu allra þeirra fisktegunda sem bundnar eru kvóta íþ.e. botnfisks, síldar, loðnu, rækju, humars og hörpudisks). Mynd 3 sýnir skiptingu heildarkvót- ans á milli útgerða á sama hátt og mynd 2. Hér auka „risarnir" hlut- deild sína um rúmlega 200% á fjór- um árum, en hlutdeild „dverga" minnkar um 30,4%. Ef myndirnar tvær eru bornar saman sést að jöfn- uður er meiri þegar könnuð er skipt- ing allra kvótategunda, en það skýr- ist af sérhæfingu útgerða í tegund- um öðrum en botnfiski. Hvert stefnir kvótakerfið? Niðurstöður okkar leiða í ljós að botnfiskkvótinn hefur safnast á færri hendur frá því að aflaheimild- ir urðu framseljanlegar. í dag eiga 26 útgerðarfyrirtæki (,,risar“) tæp- lega helming alls botnfiskkvótans og 10% stærstu fyrirtækjanna eiga yfir 80%. Á því fjögurra ára tíma- bili sem hér var miðað við duttu rúmlega 100 kvótaeigendur út úr kvótakerfinu á ári hverju og voru þeir nánast allir úr röðum minni kvótaeigenda. Nokkuð ljóst er að með sama áframhaldi verður allur kvótinn í eigu fárra stórfyrirtækja áður en langt um líður. Framan- greind þróun endurspeglar e.t.v. þá hagræðingu sem að var stefnt með fijálsu framsali aflakvóta; sumir Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! hafa jafnvel talið æskilegast að eitt fyrirtæki sæi um alla útgerð á ís- landsmiðum. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir þjóð sem byggir afkomu sína svo til ein- göngu á fiskveiðum, og þar sem aðgangur að fiskimiðum hefur löng- um verið frjáls, að tiltölulega fá- mennur hópur hluthafa nokkurra fyrirtækja eignist réttinn til að veiða um ókomna tíð allan fisk við íslandsstrendur. Ef kvótinn er í raun að verða varanleg einkaeign handhafa aflakvóta, er rík ástæða til að ætla að það „lénskerfi" sem margir sjómenn telja að verið sé að leggja drög að um þessar mund- ir verði að veruleika í nánustu fram- tíð. Gísli Pálsson er prófessor í mnnnfræði við Háskóla íslands. Agnar Helgason stundar nám og rannsóknir við sama skóia. HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Námskeið í íslensku fyrir útlendinga Á vormisseri verða haldin námskeið í ís- lensku fyrir útlendinga á vegum Endur- menntunarstofnunar og skorar í íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla íslands. Kennt verður frá 7. febrúar til 10. maí og mun kennsla fara fram tvisvar sinnum í viku, síðdegis, úbilinu kl. 17.15-20.45. Leiðbeinendur verða Auður Einarsdóttir, BA, María Anna Garðarsdóttir, BA, og Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, BA. Byrjendanámskeið: 8 stundir á viku, sam- tals 100 stundir. Verð: 35.000 kr. Framhaldsnámskeið I: 8 stundir á viku, samtals lOOstundir. Verð: 35.000 kr. Framhaldsnámskeið II: 4 stundir á viku, samtals 50 stundir. Verð 23.000 kr. Skráningu lýkur 20. janúar. Upplýsingar hjá Endurmenntunarstofnun HI í símum 694923, 694924 og 694925. „..Greitt oðmm gæiðsluseðlum Margrét Hólm, Bergþórugötu 51. Það er mikill munur að þurfa ekki að ganga fyrir hvers manns dyr og rukka eins og áður. Nú eru greiðsluseðlarnir sendir beint heim til fólks og þeir greiddir með öðrum greiðsluseðlum. Innheimtir húsgjald Greiðir reikninga á eindaga Dráttarvextir reiknaðir sé þess óskað Yfirlit yfir rekstur félagsins Bókhaldsmappa í kaupbæti L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.