Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 BJORGUNARAFREKIÐ I VOÐLAVIK ím , ’ . /A, >y Wssmí § 1 yíM Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Komnir til Neskaupstaðar TVÆR björgnnarþyrlur Varnar- liðsins lentu óvænt á bilastæðinu við kaupfélagið á Neskaupstað síðdegis í gær. Enginn bæjarbúa vissi að þeirra væri von og allra síst á þessum stað. Þyrlurnar voru með tvo menn af Goðanum. Þeir voru þrekaðir og var farið með þá beint á sjúkrahúsið til skoðunar og aðhlynningar. Myndin var tekin þegar heima- menn sem áttu leið um kaupfé- lagsplanið hjálpuðu Niels Hansen skipverja af Goðanum inn í bíl sinn til að aka honum á sjúkra- húsið. „Björgun ómöguleg nema með stórri og góðri þyrlu“ BJÖRGUNARÞYRLUR Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli björguðu um miðjan dag í gær sex skipverjum af björgunarskipinu Goðanum sem strandaði í Vöðlavík snemma í gærmorgun. „Björgun var ómögu- leg nema með stórri og góðri þyrlu,“ sagði Jón Trausti Guðjónsson, björgunarsveitarmaður, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Einn skipveijinn, 39 ára gamall, fórst. Ekki er hægt að birta nafn hans að svo stöddu. „Við komum auga á neyðarblys þegar við vorum að koma niður í fjöruna á tíunda tímanum og sáum þá að Goðinn var strandaður beint utan við Bergvíkina. Þá voru menn- imir inni í brúnni og þaðan gáfu þeir okkur Ijósmerki, en fóru svo fljótlega upp á brúarþakið. Það var hörmulegt að standa í fjörunni rétt hjá mönnunum og geta ekkert gert til hjálpar, þeirri líðan verður ekki lýst með orðum,“ sagði Jón Trausti Guðjónsson, björgunarsveitarmað- ur úr slysavamarsveitinni Brimrún á Eskifirði. Hann var ásamt fjórum öðrum björgunarsveitarmönnum, þremur úr áhöfn Bergvíkur og ein- um fulltrúa tryggingafélags Berg- víkur í Vöðlavíkinni til að freista þess að losa Bergvíkina af strand- stað, en þar strandaði skipið í lok síðasta árs. Búið var að koma vír úr Goðanum í Bergvíkina og tóg úr björgunarskipinu beið eftir varð- skipi sem væntanlegt var til aðstoð- ar næstu daga. Brotsjór á Goðann Jón Trausti hafði eftir skipveijum að mikið brot hefði komið á Goðann bakborðsmegin um kl. 6 í gærmorg- un og skömmu síðar kom önnur fyila. Tveir menn vom í brúnni, skipstjórinn og hinn látni, en hann tók út og rak lík hans upp í fjöruna skömmu fyrir hádegi. Hinir skip- verjamir fímm voru niðri í skipi, flestir í koju. „Strax við fyrra brot- ið eyðilögðust öll stjómtæki í brúnni, það drapst á vélinni og raf- magnið fór af.“ Skipið rak stjórnlaust að landi undan austanrokinu og tók niðri á grynningum rúma 150 metra fyrir utan Bergvíkina sem liggur uppi í sandfjöru. „Skipverjamir gátu leit- að sér skjóls í brúnni fyrst í stað, en þegar við sáum til Goðans á tí- unda tímanum var farið að fylla mjög inn í hann og þeir urðu að forða sér upp á brúarþakið," sagði Jón Trausti. „Þar gekk brimið yfír þá og þeir hefðu aldrei getað hald- ið sér allt þar til hjálp barst. Það varð þeim til lífs að þeim tókst að binda sig fasta við þakið með ólum sem em á flotgöllunum.“ Björgunarbátarnir mannlausir Jón Trausti og félagar hans köll- uðu þegar út allt tiltækt björgunar- lið, en veður var mjög slæmt og enginn möguleiki á að koma línu út í Goðann af þeirri ástæðu einni, auk þess sem skipið var langt úti og Bergvíkina bar á milli. „Björgun var ekki möguleg nema með stórri og góðri þyrlu, svo við urðum að standa þama í fjöranni og bíða eftir hjálpinni. Við komum fljótt auga á tvo uppblásna gúm- björgunarbáta frá Goðanum, sem rak upp í ósinn. Við vissum þá ekki hvað það vom margir um borð í Goðanum og ætluðum að kanna hvort einhverjir væm í bátunum. Til þess notuðum við jarðýtu og ókum út í, til að freista þess að ná til bátanna. Við vomm ekki komnir langt þegar það kom fylla á ýtuna og drapst á henni. Það var þó aldr- ei nein hætta á ferðum þar oggúm- bátamir reyndust mannlausir." Ekkert neyðarkall Þór Magnússon í björgunarstöð Slysavarnafélags íslands í Reykja- vík sagði að um klukkan 10.15 hefði borist tilkynning frá formanni björgunarsveitarinnar Brimrúnar á Eskifírði um strand Goðans. Þar hefði verið bylur og hvasst, aðeins 400-500 metra skyggni og 8 vind- stiga rok. Neyðarkall hefði ekki heyrst frá skipinu og upplýsingar um strandið borist frá mönnunum sem fóm niður á sandinn um morg- uninn til að undirbúa björgun Berg- víkur úr fjöranni. Þór sagði að björgunarsveitimar í nálægum bæjum hefðu verið kall- aðar út og Landhelgisgæslan beðin um aðstoð. Þór sagði að um klukk- an 10.30 hefðu þau boð borist að björgunarsveitarmenn sæu menn uppi á brúarþakinu. Mennimir hefðu hins vegar lítið getað gert í fjör- unni. Goðinn hefði verið svo langt úti og ekki borist að landi undan briminu eins og búist hefði verið við. Talið er að skipið hafi stoppað á grófum botni með stefnið í áttina að landi. Fyrir hádegi var tilkynnt um að einn skipverjann hefði rekið {land og væri hann látinn. Björgunarsveitarmennimir höfðu línubyssu og um hádegi reyndu þeir að skjóta línu í áttina að Goðan- um en það tókst ekki vegna þess hvað færið var langt og hvasst á móti. Menn úr björgunarsveitunum á Eskifirði, Reyðarfirði, Neskaup- stað, Egilsstöðum og Fáskrúðsfírði héldu áleiðis út með Reyðarfírði og upp á Víkurheiði milli fjarðarins og Vöðlavíkur. Vom þeir með snjó- ruðningstæki og snjóbíla. Að sögn Hjalta Sigurðssonar, leitarstjóra, sóttist ferðin seint vegna veðurs. Illa horfði með björgun Helgi Hallvarðsson, skipherra í stjómstöð Landhelgisgæslunnar, sagði að útgerðarmaður Bergvíkur hefði óskað eftir aðstoð þyrlu vegna strands Goðans klukkan 10.15. Þyrluáhöfnin hafí verið kölluð út og óskað aðstoðar björgunarsveitar Vamarliðsins. Veðurútlit hefði verið dökkt. Á leiðinni hefði verið hvasst, snjókoma og ísing í lofti og auk þess hvassviðri á strandstað. Tvær vamarliðsþyrlur hefðu lagt af stað klukkan 11.30 ásamt Herkúles elds- neytisvél og þyrla Landhelgisgæsl- unnar farið tíu mínútum seinna. Gæsluþyrlan hefði síðan orðið að snúa við yfir Þjórsá vegna veðurs og ísingar og Herkúles-flugvél Varnarliðsins um svipað leiti vegna bilunar. Varnarliðsþyrlurnar hefðu hins vegar haldið áfram austur en vegna þess hvað leiðin hefði verið löng og seinfarin vegna mótvinds hefðu þær orðið að taka eldsneyti á Höfn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefði verið í sambandi við stjórnstöð Slysavarnafélagsins og auk þess við þijá togara sem voru fyrir austan land pg sigldu inn að Vöðlavík. Einn þeirra sigldi inn á víkina og var dælt úr honum olíu rétt áður en þyrlurnar komu á vettvang, til að freista þess að lægja öldurnar, en það hafði lítið að segja. Helgi sagði að mikill sjór hefði verið í Vöðlavík og slæmt veður og því hefði ekki verið hægt að reyna björgun af sjó. Þar sem ekki hefði heldur verið búnaður til björgunar í land hefði illa horft um björgun mannanna af brúarþakinu. Varnarliðsþyrlunar komust til Hafnar klukkan 13.52 og strax og búið var að setja á þær eldsneyti héldu þær til Vöðlavíkur. Þær vom yfir strandstað um klukkan 15. Ónnur þyrlan lét tvo menn síga niður í skipið og hífði fjóra skip- brotsmenn upp í staðinn og fór með upp í fjöru. Síðan tóku þær menn- ina tvo sem eftir voru og var búið að ná öllum mönnunum úr skipinu um kl. 15.40. „Þetta er mikið afrek og vel að verki staði hjá Varnarliðs- mönnunum," sagði Helgi Hallvarðs- son, „og sýnir að þetta em vel þjál- faðir menn með góð og öruggtæki." Lent á Neskaupstað Þyrlan fór síðan með þá tvo skip- brotsmenn sem mest voru þrekaðir, Níels Hansen og Ómar Sigtryggs- son, til Neskaupstaðar og lenti með þá á bílaplaninu fyrir utan kaupfé- lagið. Farið var með þá á sjúkrahús- ið til skoðunar og aðhlynningar og var líðan þeirra góð í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum læknis á sjúkrahúsinu. Þyrlurnar voru á Neskaupstað í nótt. Skipbrotsmennirnir fjórir sem urðu eftir í Vöðlavík, Kristján Sveinsson skipstjóri, Sigmar Björg- vinsson, Kristbjörn Guðlaugsson og Marijan Marino Krajacic,_ voru í sumarbústað á eyðibýlinu ímastöð- um í gær. Þegar björgunarsveitar- mennirnir fréttu af björgun skip- verjanna á Goðanum voru þeir enn að bijótast yfír Víkurheiðina. Þeir snem þá hluta mannanna við, en nokkrir menn héldu áfram á þremur snjóbílum og jarðýtu, en hana á að nota á morgun til að freista þess að losa ýtuna sem drapst á í fjör- unni. Um klukkan 20 fóru nokkrir björgunarsveitarmenn og skipveij- arnir fjórir til baka upp á Víkur- heiði og vom þeir væntanlegir til Eskifjarðar um miðnættið. Átta menn urðu eftir, meðal annars í þeim tilgangi að reyna að bjarga jarðýtunni, en hún hefur verið notuð við undirbúning björgunar Bergvík- ur. Björgun tókst framar öllum vonum Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga og Björgunarfé- lagsins hf. sem gerir út Goðann, sagði að það væri sorglegt að einn maður úr áhöfn Goðans hefði farist en það væri samdóma álit trygg- ingafélaganna sem ættu Björgunar- félagið að björgunin hefði tekist vel og framar öllum vonum. „Ber að þakka það öllum sem þar komu að, Slysavarnafélaginu og björgunar- sveitum þess og Landhelgisgæsl- unni og ekki síst frábærum árangri Varnarliðsmannanna," sagði Sig- mar. Varðskipið Týr er á leiðinni aust- ur en ekki er vitað með framhald björgunaraðgerða. Flakið af Goðan- um er fyrir utan Bergvíkina og gæti það gert björgunina enn erfíð- ari. Jón Trausti Guðjónsson sagði í gærkvöldi að Goðinn væri nánast á kafí og sæist lítið af honum, hann væri að brotna eða grafast í sandinn og ætti hann ekki von á að hann færðist nær Bergvíkinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.