Morgunblaðið - 11.01.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 11.01.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 37 ömmu og afa á íslandi, þá átti hún alltaf nammi og kók. Amma kenndi okkur íslensku og við kenndum henni sænsku. í sumar þegar amma og afí voru hjá okkur, kenndi amma okkur að leggja kapal. Amma kenndi okkur að dansa „Fyrst á réttunni svo á röngunni" og við fleiri íslensk lög. En þá plötu eigum við heima, sem amma gaf okkur. ^ Guð gefi afa og íjölskyldunni styrk og varðveiti elsku ömmu okk- ar. María Kristína, Anna Katarín og Lena Karín Elísabeth. Við systkinin viljupj minnast elskulegrar ömmu okkar sem andað- ist 2. janúar sl., aðeins 63 ára að aldri. Amma var bæði ungleg í anda og útliti. Hún leit alltaf vel út, var afar brosmild og góð. Hún var allt- af tilbúin til alls. Þegar haldið var uppá afmæli var hún alltaf fyrst til að bjóða sig fram við hjálp til að gera veisluna sem besta. Amma kenndi okkur að leggja kapal og þegar við komum í heimsókn var hún alltaf tilbúin til að spila við okkur. Þegar við systkinin komum af danskeppnum var alltaf annað- hvort farið til ömmu og afa eða hringt í ömmu til að segja henni hvernig keppnin fór. Hún fylgdist alltaf vel með áhugamálum okkar og var ávallt áhugasöm um það sem við gerðum. Hún fór nokkrum sinn- um með bróður minn og frænda í golf. Þeir æfa golf og sjálf hafði hún áhuga á því. Hún hvatti mig líka í píanónáminu. Sjálf hafði hún mikinn áhuga á tónlist og söng. í desembermánuði síðastliðnum fórum við mæðgurnar, ég, móðir mín og amma, á tónleika í Hall- grímskirkju. Þrátt fyrir það að amma væri sárlasin leið henni vel þar og geislaði hún af gleði. Við eigum öll eftir að sakna henn- ar mikið, en ég veit að hún er lækn- uð og henni líður vel núna. Guð blessi hana. Dagmar Heiða, Daníel Helgi og íris Björk. Eftir þjáningar og mikil veikindi hefur amma mín nú kvatt þennan heim. Unglingum eins og mér er dauðinn oftast svo óra fjarri, við hugsum ekki um þessa staðreynd lífsins fyrr en á dynur. Ég er elsta barnabarn ömmu minnar og hún passaði mig á daginn meðan mamma var að vinna, mínar fyrstu minningar eru því mjög mik- ið tengdar henni. Hún var þá ennþá heimavinnandi húsmóðir og gaf sér ómældan tíma til að sinna mér. Hennar yngsta bam var þá bara fimm ára og hún var því bæði uppa- landi og leikfélagi okkar beggja. Hún hélt áfram að fylgjast með þroska mínum eftir að ég fór úr hennar umsjá. Ef hún ekki kom þá hringdi hún til að athuga hvernig prófin hefðu gengið eftir að ég byij- aði í skóla eða hvemig mér hefði gengið í golfinu eða bara hveiju öðru sem ég var að vinna að í það og það skiptið. Amma var minn fyrsti leiðbeinandi í golfi og það var mér mikið tilhlökkunarefni á vorin þegar snjóa leysti og frost voru úti að fara með ömmu á golfvöllinn úti á Seltjarnarnesi. Þá spilaði hún sjálf og leiðbeindi mér um leið. Hún og afí vora mikið áhugafólk um golf og áttu þar góðar stundir saman með félögum sínum. Amma hafði fallega söngrödd og lærði ung að spila á píanó. Mér eru minnisstæðir þeir mannfagnaðir þar sem þau systkinin komu saman og síðast á ættarmóti f haust, þá var mikið sungið og hvatti hún þá alla til að taka vel undir. Mér verður líka ógleymanlegt súkkulaðið sem hún amma hitaði fyrir mig á hveiju aðfangadagskvöldi og fínu smákök- umar sem hún bar þá með. Ég veit að amma fylgist með mér áfram þótt hún sé farin héðan, ég vona að mistök mín í lífinu verði sem fæst svo hún þurfi sem sjaldnast að hryggjast. Ég sakna hennar mik- ið en vona að henni líði vel í öðrum heimi. Blessuð veri amma mín og allt það sem hún vann mér og öðrum til gagns og gleði. Steinar Freyr Gíslason. Minning Jóna Erlendsdóttir frá Hvallátrum Fædd 4. febrúar 1903 Dáin 31. desember 1993 Tengdamóðir mín Jóna Erlends- dóttir er látin á 91. aldursári. Fund- ■ um okkar bar fyrst saman fyrir tæpum 30 ánjm á fallegum sumar- degi, þann dag eignaðist ég dýr- mætan vin. Jóna lifði mestan hiuta tuttugustu aldarinnnar og var svo lánsöm að geta haldið heimili til hinsta dags en lánsamari voru þó þeir sem nutu samvista við hana og velgjörða hennar til hins síðasta. Samveru ástvina sinna á jóladag undirbjó hún að hefðbundnum sið en að þessu sinni var hún fjarver- andi þvf kraftamir voru þrotnir. Hún fæddist á morgni nýrrar ald- ar þegar þjóðin var að eflast á mörgum sviðum. Margir höfðu ástæðu til að horfa vonglaðir fram á veg. Framfarir voru í sveitum, timburhús tóku við af torfbæjum, bylting átti sér stað í útgerð og samgöngum. Þjóðin eignaðist um þessar mundir sinn fyrsta ráðherra. Myndbrot úr lífi_ hennar birtast mér hvert af öðru. Ég sé hana fyrir mér litla hnátu á Hvallátmm í Rauðasandshreppi þar sem hún fæddist og ólst upp. Mannmargt er í víkinni og annríki. Útræði stundað af kappi, sigið í bjarg og auk þess er stundaður hefðbundinn búskapar. Víkin var forðabúr matar og þangað sóttu bændur langt að í matarleit á vorin þegar vistir vetrarins þurru. Jóna var yngst sjö barna hjónanna Steinunnar Ólafsdóttur Thorlacius og Erlends Kristjánssonar á Miðbæ. Hún var yndi þeirra og eftirlæti stóra systkinahópsins. Þar kom margt til. Hún var efnilegt barn, fórnfús og glaðlynd. Með henni ól- ust einnig upp fjögur fóstursystkini og þijú hálfsystkini. Ég sé hana fyrir mér fermingar- daginn í Sauðlauksdal. Þar var hún fermd af sr. Þorvaldi Jakobssyni ásamt fleiri börnum í sveitinni, með- al annarra yngsta syni prestshjón- anna Búa. Það vor vissi presturinn ekki að Jóna ætti eftir að verða tengdadóttir hans né heldur að á heimili þeirra Búa ætti hann eftir að eiga hamingjuríkt ævikvöld. Ung bar Jóna gæfu til að koma auga á mann á kili út við sjóndeiid- arhring og snör viðbrögð hennar urðu bónda á Látram til bjargar. Hann minntist þessa oft, er fundum þeirra bar saman, og nefndi hana þá gjarnan lífgjöfina sína. Jóna lauk prófi úr Kvennaskólan- um vorið 1923 með lofsverðum vitn- isburði. Hún starfaði um hríð í Reykjavík og naut ástúðar eldri systra sinna Ölínu og Guðrúnar sem höfðu stofnað heimili í höfuðstaðn- um. Minntist hún þeirra oft með miklu þakklæti. Hugurinn var þó bundinn bernskuheimilinu fyrir vestan og foreldrunum sem hún var tengd svo sterkum böndum. Jóna sneri fljótt aftur heim í átt- hagana. Ég sé hana fyrir mér tígu- lega og fallega unga konu. En stundum syrtir að. Sorgin grúfír yfir heimilinu. Kristján eini bróðir Jónu fórst snemma sumars í bjarg- sigi ásamt besta vini sínum. Við hann höfðu aldraðir foreldrar bund- ið miklar vonir. Það sumar tekur ..Jóna að mestu við búi foreldra sinna og hinu fjölmenna heimili aðeins rúmlega tvítug. Mikil ábyrgð var lögð á ungar herðar hennar. Nú kom sér vel hve hún hafði ávallt verið ósérhlífin og dugmikil. Hún var á þessum árum aðstoðarvitavörður föður síns og bera vitavarðarbæk- urnar fagurri rithönd hennar vitni. Jóna unni hinni tignarlegu fegurð og stórbrotnu náttúru HvaMtra og gat reyndar ekkert frekar hugsað sér en að búa þar. Henni var þó ætlað annað hlutskipti því í ársbyij- un 1932 giftust fermingarsystkinin Jóna og Búi og stofnuðu heimili í Hveragerði en Búi var mjólkurbú- stjóri við Mjólkurbús Ölfusinga. Hann var einn fyrsti íslenski mennt- aði mjólkurfræðingurinn, traustur og vandaður. Réttum áratug síðar er ísland orðið lýðveldi. Það ár sé ég Jónu fyrir mér. Aftur hafa orðið tímamót í lífi hennar. Hún er komin í fjöl- skylduhúsið að Öldugötu 55 og heimilið stórt. Börnin eru orðin fimm talsins, öll hin efnilegustu. Elstur er Kristján, þá dóttirin Magdalena Jórunn, tvíburarnir.Erlendur Stein- ar og Þorvaldur og yngstur ér Þórð- ur Olafur nýfæddur. í heimilinu eru líka tvær föðursystur Þuríðtír og Arndís og afínn sr. Þorvaldur. Heim- ilið verður brátt miðpunktur hinnar- stóru fjölskyldu þeirra Búa og tíðum dvelja sveitungar og aðrir ástvinir um lengri eða skemmri tíma. Um miðja öldina þegar börnin voru að komast á legg tók hún að sér formennsku í Hvítabandinu og gegndi því í 22 ár. Hún var ákaf- lega vel fallin til forystu enda hafði oft reynt á það í lífi hennar. Þá var aðdáunarvert hve létt hún átti með að koma fram og þessir hæfileikar nýttust henrii einkar vel í félagsstaf- inu. Henni veittist létt að halda stuttar og snjallar ræður á manna- mótum' eða þegar .kvennaskóla- stelpurnar" hittust. Hún hafði lag á að fiétta saman sögur, kvæði eða orðskviði sem nákvæmlega hentaði tilefninu og gæddi frásögnina lífí. Það sem gerði Jónu einstaka var hið frábæra minni hennar og hvað hún kunni ógrynni af kvæðum og lausavísum. Það var stórkostlegt að ferðast með henni um ísland jafnvel á slóðum sem hún hafði aldrei aug- um litið. Hún þekkti ijöllin og foss- ana, bæina og ábúendur þeirra bæði fyrr og síðar. Hún virtist muna allt, sem hún hafði lesið eða séð á mynd. Oftar en ekki brá hún fyrir sig vísum jafnvel heilum kvæðabálk- um um sveitimar. Þetta voru heill- andi stundir. Ævikvöldið varð henni afar far- sælt og hún bar háan aldur sinn með mikilli reisn. Henni féll aldrei verk úr hendi og er hreint ótrúlegt, hveiju hún afkastaði fram á síðasta ár, já síðustu mánuði. Þegar hún var orðin ein eftir á Öldugötunni uppskar hún eins og hún hafði sáð. Börn hennar, tengdabörn, barna- börn og stór hópur ástvina bókstaf- lega umvöfðu hana. ,Varla leið sá dagur að einhveijir þeirra ættu ekki leið um Öldugötuna til að gleðja hana og njóta umhyggju hennar. Samband Jórunnar einkadótturinn- ar og Jónu var ástúðlegt og mun seint gleymast. Svo ánægjulega vildi til að einn sonarsonurinn sem átti fyrstu bernskuárin á Öldugötunni hóf búskap fyrir tveimur árum í húsinu með unnustu sinni og gat endurgoldið ömmu sinni brot af þeirri umhyggju sem hún hafði veitt honum litlum dreng. Mér hefur orðið tíðrætt um æsku- heimilið að Hvallátrum. Fyrir rúm- um áratug eignaðist Jóna ásamt nánum ættingjum sínum lítið sum- arhús á fallegum stað í víkinni. Hún naut þess að að dveljast þar þegar raddir vorsins vakna og fuglalífið er fegurst. Sumarhúsið kallaði hún oft Litla-Miðbæ eftir bæ foreldr- anna. Gamli hjallurinn var endur- byggður og nýttur sem gestahús. Enn sem fyrr voru margir sem vildu hitta Jónu frænku því hún tengdi saman kynslóðir og nærri aldir. Þetta voru henni og þeim sem með henni dvöldu dýrðlegar og ógleym- anlegar stundir. Jóna hefði viljað geta þakkað systradætrunum Olöfu Hafliðadótt- ur og Huldu Jónsdóttur, sem gáfu henni ómældan tíma og sýndu henni mikla ástúð tii hinstu stundar, og þakka þá innilega hlýja umönnun, sem hún naut á öldrunardeildinni í Hátúni, þar sem hún dvaldi síðustu vikurnar. Ástvinir hennar munu minnast hennar meðan þeir lifa með djúpri virðingu og þakklæti því öllum sem urðu á vegi hennar veitti hún mikla blessun. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kristín Norðfjörð. Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast mætrar konu sem kvaddi þennan heim aðfaranótt 31. desember. Þar var lokið lífshlaupi þeirrar manneskju sem ég hef virt hvað mest í mínu lífi. 16 ára gömul kom ég til Reykja- víkur, og frá þeim degi hefur Jóna frænka verið minn fasti punktur í tilverunni. Heimili hennar og hennar ágæta eiginmanns Búa Þorvalds- sonar stóð mér ætíð opið, enda kom ég þar oft daglega á fyrstu árum mínum í höfuðstaðnum. Það voru mikil umskipti fyrir 16 ára ungling að flytja til Reykjavíkur af hjara veraldar, eins og Hvallátrar í Rauðasandshreppi voru í þá daga, og er ég hrædd um að líf mitt hefði e.t.v. orðið öðruvísi ef ég hefði ekki getað leitað til frænku minnar og notið leiðsagnar hennar. Þegar ég hóf nám í Hjúkrunar- skóla íslands þurfti ég að útvega mér verustað meðan forskólinn stóð yfír. Þá buðu þau mér Jóna og Búi að dvelja hjá sér þann tíma, endur- gjaldslaust þrátt fyrir að pláss væri af skornum skammti því fjölskyldan var stór. Þar var lagður grannur að ævistarfí mínu og mun ég aldrei geta fullþakkað það. Þegar námi mínu lauk hafði ég stofnað fjöl- skyldu en hafði ekki húsnæði. Þá höfðu þau hjónin ásamt systrum Búa, Þuríði og Arndísi, keypt allt húsið Öldugötu 55, og var fyrsta hæðin laus. Ég og eiginmaður minn, Þórður Guðlaugsson ásamt ársgam- alli dóttur okkar, fengum leigt þarna. Bjuggum við síðan þar fyrstu ijögur árin í okkar búskap, og voru þá bömin orðin þijú. Þau voru ófá skiptin, sem leita þurfti bjargar á efri hæðunum með eitt og annað, því við höfðum ekki einu sinni síma á þessum árum. Þá var Þórður oftast úti á sjó og ekki annað að leita. Aldrei gat ég fundið að við værum til þyngsla, sem við þó hljótum að hafa verið. Þegar við fluttum í eigið húsnæði hélt fjöl- skyldan á Öldugötu 55 áfram að vera okkar bjargvættur ef eitthvað bjátaði á. Á seinni árum höfum við ekki hist eins oft, en því oftar spjallað saman í síma og rifjað upp gamlar minningar. Jóna frænka var gæfu- konarhún átti góðan mann og góð börn sem hún fékk að njóta, og veittu henni stuðning þegar heilsan bilaði. Hún var manneskja sem vildi vera sjálfri sér nóg og fékk hún þá ósk uppfyllta. Hún lá á sjúkrahúsi aðeins stuttan tíma þar til yfir lauk. Ég mun sakna Jónu frænku mik- ið og finn fyrir tómarúmi sem eng- inn getur fyllt. Við Þórður og börn- in okkar vottum öllum aðstandend- um innilega samúð, en minningin lifir og yljar okkur um ókomin ár. Ólöf. Kveðja frá Hvítabandskonum Það var orðið framorðið á stunda- glasinu hennar Jónu Erlendsdóttur, okkar kæru félagssystur. Hún var sannarlega búin að skila miklu og farsælu ævistarfi. Önnur eins at- hafnakona og hún, sem aldrei féll verk úr hendi, hefur sjálfsagt ekki átt auðvelt með að sætta sig við það, að heilsa og þrek var á þrotum. Mjög trúuð kona var hún, raunsæ og skynsöm og kvartaði ekki. Fyrstu kynni Jónu af Hvítaband- inu urðu sennilega, þegar hún ung stúlka stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík. Hún hlýddi á Ólafíu Jóhannsdóttur, hvatamann að stofnun Hvítabandsins hér á ' landi, halda ræðu i skólanum 1. desember 1922. Jóna hreifst strax af persónunni og af þeirri brennandi mælsku, sem hún túlkaði hugðar- efni sín, m.a. trúmál og bindindis- mál, en að sjálfsögðu var þetta fyrst og fremst fullveldisræða. Það leið ekki langur tími frá því að Jóna gjörðist félagi í Hvítaband- inu þar til hún var valin til forystu í félaginu. Formaður var hún í 22 ár. Auk formannsstarfsins gegndi hún ýmsum nefndarstörfum og full- trúi Hvítabandsins var hún á þing- um þeirra samtaka, sem félagið á aðild að. Heimili hennar var mann- margt - börnin fimm - og mjög gestkvæmt, m.a. oft og tíðum dval- argestir um lengri eða skemmri tíma. Aldrei átti hún svo annríkt, að hún hefði ekki tíma fyrir félagið sitt - Hvítabandið - ef á þurfti að halda. Öll hennar verk voru unnin af áhuga, fórnfýsi og fúsum vilja. Var þá hvorki sparaður tími, fyrir- höfn né kostnaður. Hvítabandið hef- ur ekki ráðið yfír eigin húsnæði. Því kom það í hlut stjórnarkvenna að halda reglulega stjórnarfundi svo og vinnufundi, á heimilum sínum. Að líkindum kom það oftast í hlut formannsins að „opna hús sitt“. Þótt aldrei hafí verið um það talað, svo sjálfsagt þótti það, hefur slíkt verið töluvert álag á heimilið. íslenska Hvítabandið er einn hlekkur í keðju alheimssamtakanna. Þar af leiðandi hafa erlendar Hvíta- bandskonur sótt okkur heim. Að sjálfsögðu er þá allt gert til að dvöl- in verði þeim sem skemmtilegust og eftirminnilegust. Gjarnan var þá boðið til veislu að Öldugötunni. Móttökurnar alltaf höfðinglegar og báru vott um myndarskap húsfreyj- unnar. Betri landkynning var óhugs- andi. Jóna var ákaflega ættfróð og ættrækin, greind kona, fróð og minnug. Því var það mikill styrkur fyrir okkur yngri félagana að mega sækja fróðleik til hennar, þegar þess þurfti með, og var það æði oft. í fjölskylduhúsinu að Öldugötu 55 bjuggu Jóna og maður hennar Búi Þorvaldsson mjólkurfræðingur á efri hæðinni ásamt börnum sínum, en á neðri hæðinni systur Búa, Arn- dís og Þuríður. Einstaklega náinn samgangur og samvinna var jafnan á milli heimilanna. Þegar um málefni Hvítabandsins var að ræða, stigu þær „tengdasyst- ur“ svo samstiga, að ef minnst var á eina þeirra voru hinar ofarlega í huga. í huga okkar, sem vorum svo lánsamar að kynnast þessum kon- um, og fá að starfa með þeim, eru margar myndirnar. Ein er sú, er nú kemur í hugann: Þær „stöllur" þijár ganga ákveðnum skrefum Öldugöt- una á enda til Hallveigarstaða, því þar skyldi halda Hvítabandsfund. Vetrarveður og ófærð var engin hindrun. Þessar konur prýddu sann- arlega fundi félagsins. Jóna klædd- ist oft íslenska búningnum, peysu- fötunum, sem hún bar svo vel, og systurnar smekkiega klæddar. Nú eru þessar merkiskonur allar horfn- ar sjónum okkar, en eftir standa minningarnar ljúfu um ómetanlegar samverustundir og góða samvinnu. Á 80 ára afmæli Hvítabandsins árið 1975 var Jóna kjörin heiðursfélagi. Fyrir mannúðar- og félagsstörf var hún sæmd Hinni íslensku fálka- orðu. Nú, þegar leiðir skilja, kveðj- um við Hvítabandskonur, með sökn- uði og trega, okkar kæru félagssyst- ur. Við viljum þakka henni þá órofa tryggð, er hún sýndi félaginu, og þann mikla stuðning sem hún veitti Hvítabandinu í áratugi. Einkunnarorð Hvítabandsins, sem hún Jóna hafði svo oft yfír, „Fyrir Guð - heimilið - þjóðina", verður okkar hinsta kveðja til henn- ar. Börnum Jónu og fjölskyldum þeirra, svo og ástvinum hennar öll- um, sendum við af alhug samúðar- kveðjur. F. h. Hvítabandskvenna, Arndís M, Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.