Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Morgunblaðið/Knstinn Nemendaleikhúsið frumsýnir Fönikíumeyjar, Antígónu og Lýsiströtu N útí malegir Forn-Grikkir „HVAÐ höfum við lært á 2400 árum? Ekki neitt. Nákvæm- lega ekkert. Þess vegna er texti Grikkjanna ótrúlega nútímalegur; hann fjallar um stríð milli ríkja, fylkinga eða innan fjölskyldu; og athyglin beinist að orsökum. Hvaðan grimmdin komi og hvort ábyrgðin hvíli aðeins þar. Þetta finnst mér verðugar spurningar i ljósi átaka í Evr- ópu og víðar einmitt núna. Hvað getumi við gert?“ Marek Kostrzewski er pólskur leik- stjóri sem hingað er kominn frá Svíþjóð til að setja á svið með Nemendaleikhúsinu þrjú sígild grísk verk. Harmleik- ina Fönikíumeyjar og Antíg- ónu og gleðileikinn Lýsistr- ötu. Konur og stríð er yfir- skriftin og frumsýnt verður í Héðinshúsinu við Seljaveg á morgun, föstudag. Útskriftamemarnir átta í Leiklistarskóla íslands hafa verið iðnir við klassíkina í vetur, sýndu síðast Jónsmessunæturdraum Shakespeares í sérsniðinni út- gáfu og hafa einnig nú fært grísku verkin til hæfilegs horfs. Allt eru þetta leikrit í fullri lengd, svo nauðsynlegt reyndist að stytta þau toluvert. Harmleikirn- ir eru með hefðbundnum hætti en Lýsistrata í fijálslegum bún- ingi, gerðum af leikurum og leik- stjóra. „Við spunnum úr textanum og breyttum honum talsvert í þess- um síðasta þætti,“ segir Marek, „þetta er gömul og gróin aðferð. Umbreyting leikara á frumtexta í atburðarás er þekkt úr Comedia dell’Arte og má rekja frá Moliére aftur til Aristofanesar. Hún er snúin þótt hún sé skemmtileg. Gamanleikir eru líka erfiðir, krefjast mikillar nákvæmni í leik- tækni og einbeitingar ailan tím- ann. Þeir reyna mun meira á samstillingu hópsins en alvarleg verk þar sem hver leikari getur frekar hugsað um sitt hlutverk óháð hinum. En þessari samsetn- ingu leikrita er einmitt ætlað að sýna fjölhæfni leikaranna. Þeim lætur jafn vel angist og fögnuð- ur.“ Marek lærði kvikmyndaleik- stjórn í Póllandi og síðar leik- stjórn, hann vann þar lengi við leikhús og var virkur í stjórnmál- um þar til hann ákvað að flýja til Svíþjóðar 1981. Nú segist hann kominn langan veg frá póli- tík, þótt hann tali ekki þarinig, og vill helst gleyma því sem gerð- ist í Póllandi. Hann kennir við leiklistarháskólann í Malmö og segir greinilegt að nýir vindar blási í Evrópu. Vegna þeirra sé fólk góðu heilli að verða opnara fyrir áhrifum annarra þjóða og siða. í leikhúsi blandist æ meira svart, hvítt og gult og hefð af ólíkum uppruna. Svo bætir hann við annars hugar að samt sé synd að ekki sé hægt að búa í sínu eigin landi. „Þann vanda sjáum við líka hjá Grikkjunum, allt end- urtekur sig eins og manneskjan geti ekki lært af reynslunni. En við megum ekki loka þeim mögu- leika, hér í þessum hóp höfum við mikið talað um afstöðu, bjart- sýna eða svartsýna og ekki valið endanlega hvor lokanótan sé réttari í sýningunni.“ í Fönikíumeyjum Evrípídesar, sem Helgi Hálfdánarson þýddi eins og Antígónu, segir af Jó- köstu móður Odípúsar og börnum þeirra Eteóklesi, Pólíneikesi og Antígónu. Bænir Jóköstu til guða og þegar þar um þiýtur manna duga ekki til að forða Eteóklesi og Pólíneikesi frá grimmum ör- lögum. Þeir vega hver annan í valdagræðgi og Jókasta bindur enda á sína píndu ævi. Hinn blindi Ödípús hrekst í leikslok burt öllu sviptur. Antigóna eftir Sófókles tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið og leiðir í ljós hvort breyttir stjórnarhættir færi rétt- læti og mannúð. Kreon gefur lít- ið fyrir lýðræðið og sýnir Antíg- ónu enga miskunn úr því hún óhlýðnaðist skipun hans og jarð- setti bróður sinn. Hans lög skyldu gilda framar guðlegum lögum eða vilja fólksins. En fólkið, leik- sopparnir, taka til sinna ráða í lokaverkinu Lýsiströtu eftir Ari- stofanes, sem Kristján Árnason þýddi. Þetta eru konur, sem sitja heima langþreyttar á styijaldar- brölti karla sinna og sveija þess dýran eið að nú skuli bundinn endir á hörmungarnar. Til þess dugar ástin best eins og gestir Nemendaleikhússins fá að sjá á næstunni. Þ.Þ. Dröfn Guð- mundsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er ekki oft sem við minn- umst þess, að öll hús eiga sér sögu, og flest eldri hús geyma minning- ar nokkurra kynslóða. Slíkar minningar hafa gjarna orðið lista- fólki á ýmsum sviðum kveikjan að viðfangsefnum, sem hafa skilað því vel á veg í listgrein sinni. í þessu sambandi er nærtækast að vísa til bókmenntanna, en minna hefur verið um bein tengsl af þessu tagi innan myndlistarinnar. Stöðlakot við Bókhlöðustíg er eitt slíkra húsa. Þetta litla en hlý- lega hús er nú þekkt sem sýning- arstaður fyrir myndlist, og nýtur sú list, sem þar er sýnd, oft sér- stakrar nærveru hússins og þess vinalega umhverfis, sem margir telja sig fínna þar. Stærð staðar- ins, eðli og andrúmsloft verður til þess að skapa því mikla sérstöðu sem vettvangur myndlistasýninga. Nú stendur þarna yfir sýning, sem er á vissan hátt minning um það Stöðlakot sem eitt sinn var; þegar Stöðlakot var heimili, þar bjó fólk, börn léku sér og uxu úr grasi. Sýningin ber yfirskriftina „Bernskuminningar", og er fyrsta einkasýning ungrar listakonu, sem tengdist íbúum hússins í æsku. Dröfn Guðmundsdóttir lauk námi við Myndlista- og handíða- skóla íslands síðastliðið vor. Æskuvinkona hennar bjó í Stöðla- koti, og því var hún þar tíður gest- ur og á þaðan margar minningar, sem hafa orðið henni kveikjan að verkunum sem hún setur hér upp. í raun er nær að tala um innsetn- ingu, þar sem húsið er virkur hluti heildarinnar, fremur en um einstök verk; þau geta aðeins verið tilvís- anir í heildarmynd, sem er horfín. í Íítilli sýningarskrá setur lista- konan fram nokkrar stuttar setn- ingar, sem eru eins og myndlýs- ingar minninganna: „Tvær smáar hnátur að leik í garðinum. Grænt eldhús, lítið, hlýlegt, lifandi. Dísa að læra við eldhúsborðið.“ Um leið Stöðlakot við Bókhlöðustíg. er þó rétt að efast um þessar ímyndir, því „Minningarnar eru eins og vörður á leiðinni í gegnum lífið. Tímalausar. Eða hvað?“ - Hér snertir Iistakonan á eðli minn- inga, og þar með um leið á eðli tímans, sem vissulega breytir minningum okkar smám saman. Tvö fyrstu verk þeirrar heildar- myrtdar, sem Dröfn skapar, eru staðsett utandyra, „fryst“ í tíma; þarna er um að ræða ljósmyndir af æskunni, settar inn í klaka- dranga, og munu þeir staðsettir nákvæmlega þar sem viðkomandi myndir voru teknar. Þannig er einnig sett fram samlíking um minningarnar, tímann og vatnið; allt er þetta breytingum undirorp- ið, og birtist á mismunandi hátt eftir því sem áhrif umhverfis, fjar- lægðar og tilfinninga segja til um. Þannig munu verkin breytast þann tíma sem sýningin stendur vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.