Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 15 » § » » . + Ríkisábyrgð eða ekki DEILA um hvort ríkisábyrgð sé á lang- tímalánum sem Síldarverksmiðja ríkis- ins tók í Landsbankanum, hefur sett mjög svip sinn á söluna á SR-mjöli. Ríkissljórnin fullyrðir að lánin beri ekki ríkisábyrgð og ber meðal annars fyrir sig álit ríkislögmanns, en bankinn telur á móti. Það hefur talsverð áhrif á eiginfjárstöðu bankans hvort lánin teljast með ríkisábyrgð eða ekki. Um er að ræða þrjú lán sem Landsbank- inn tók erlendis og endurlánaði Síldarverk- smiðjum ríkisins. Að auki tók SR lán beint hjá norskum banka og veitti Landsbankinn bankaábyrgð fyrir lánunum með alls- herjarveði í eignum SR á Siglufirði, Seyðis- firði og Raufarhöfn. Án ríkisábyrgðar Norska lánið var tekið í maí 1990 og er nú 270 milljónir króna. Þetta lán var tekið þegar keyptir voru nýir þurrkarar og mengunarvarnabúnaður í síldarverk- smiðjuna á Seyðisfirði. Arið áður hafði stjórn SR óskað eftir því að taka erlent lán fyrir fjárfestingunni og jafnframt að fá yíkisábyrð fyrir lánsheimildinni. í bréfi sem sjávarútvegsráðuneytið sendi fjármálaráðuneyti í nóvember 1989 er vitnað í lög um Síldarverksmiðjur ríkis- ins, en þar segir að ríkissjóður beri ekki ábyrgð á skuldum SR nema heimild sé veitt á Aþingi. Fram kemur að sjávarút- vegsráðuneytið hafi óskað eftir því að i lánsfjárlögum fyrir 1990 verði veitt heim- ild fyrir láni með ríkisábyrgð en fjármála- ráðherra hafi hafnað því. í ljósi þessa ósk- ar sjávarútvegsráðuneytið eftir því að fjár- málaráðuneytið samþykki heimild til SR að taka erlent lán en í þeirri heimild muni ekki felast nein ábyrgð ríkissjóðs á lántök- unni. Á bréfinu er síðan stimpill fjármála- ráðuneytis og á hann er skrifað: Samþ. að veita umbeðna heimild til lántöku án n'kisábyrgðar. Á þetta ritar Þórhallur Ara- son skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti. Lán hjá Sumitomo Landsbankinn tók þrjú lán árið 1991 hjá japanska bankanum Sumitomo Bank og endurlánaði SR. Lánin eru öll til fimm ára. Eitt er með veði í eignum SR á Reyð- arfirði en veð fyrir hinum eru ekki önnur en Landsbankinn hafði áður tekið. í skil- málum eins lánsins tekið fram að það megi gjaldfella ef eigendaskipti verði á fyrirtækinu. Hvergi kemur fram að sjávar- útvegsráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi gefið vilyrði um rikisábyrgð á þessum lánum. Þessi lán standa nú í 543 milljónum króna. Um mitt ár 1991 óskaði sjávarútvegs- ráðuneytið eftir áliti ríkislögmanns um hvort og þá með hvaða hætti ríkissjóður beri ábyrgð á skuldbindingum Síldarverk- smiðjanna. Þá hafði Landsbankinn lýst þeim sjónarmiðum, að ganga yrði út frá því að ríkissjóðir bæri almennt ábyrgð á skuldbindingum SR og byggði það einkum á að stjórn verksmiðjanna væri kosin af Alþingi og Alþingi verði því að taka ábyrgð á gerðum stjórnendanna. Um væri að ræða ríkisfyrirtæki og slík fyrirtæki séu rekin á ábyrgð ríkisins og allar undanþág- ur frá því beri að túlka þröngt. Þá væri lagaákvæðið um að Alþingi verði að veita heimild til ríkisábyrgðar á lánum til SR löngu úrelt og fallið úr gildi í raun, þar sem það hafi byggst á sérstökum aðstæð- um sem uppi voru á tímum kreppunnar. Bent er á, að annað ákvæði í lögum um SR, sem kveður á um að heimild Alþingis þurfi fyrir hverskonar framkvæmdum og endurbótum á verksmiðjunum, hafi aldrei verið viit í raun'. Auk þess er fullyrt að sjávarútvegs- og fjármálaráðherrar liðinna ára hafi skrifað upp á lántökur SR hjá Landsbanka og þannig hafi ákvæðið um uppáskrift Alþingis verið framkvæmd í raun þar sem ráðherrarnir þiggi einkaiím- boð af Alþingi. Þessu hefur raunar verið mótmælt í stjórnarráðinu. Skv. 7. gr. Lnr. 1/1934 um Sildwverkimiðjur rikUioi, ber rikltlj&ður eigl ibyrgð 4 tkuldum vorksmiðjmne nemt heimild ió veiit til þ«si AiþlngL Meí hliðijðn if fr»m*niðgðu ttmþykkti riðuneytið fyrir litt leytl að riðiit yrði i fram»ngreind»r fjlxreiting*r. 11 ðikaðl riðuaeytlð eftir að I frumv»rpi tíl linafjárlaga inini J990 yrði heimlld til handa Sildarverkimlðjum rikitim til ið taka erlint lln aeð ábyrgð rikialna. Fjirmiliriðherra taaþykkti ekki þi beiðni. Meðan unnið er að úriauin þeu mila og til að tefja ekkl lintðkuundirbtlning Slldarverkimiðja rikiilni öikar riðuneytlð eftir að' fjirmilariðunoytið veiti fyrir iltt ieyti heimild til að S_R. uki erlent iia fyrir »3% »f áatléðri flirfeitlniu. I heimild þenari, if lamþykkt verður, feUit engia ibyrgð rikiiajðði i iáatfikunni. Eingðngu er verið eð fulhuegja ikilyrðum 3.*r. L, 103/1974 um lintðkur rikiujðíi og rlkiifyrirtzkje en þer legir að rikiifyrlnzkjum i B-hlua riklireikningi lé ðhaimilt að itofna lil ikulda nema lii þeu ii heixaild 1 Untöfcum lðgum eða fjlrlðgum eða fyrir Uggl lirsukt aamþykkJ vlðkomandi riðuneytii og fjirmíla- riðuntytii. Þ*ð er mat riðunoytiiln* að hafi S.R. hug i lintöku in rikiiibyrgðar þurfl umþykki þeu og fjirmiIiriðuneytUini tU Untðkunnar og ilðan venjuliga helmild U1 erlendrar lintöku hji yiðikiptariðuneyti. Afric Sildarverkimiðjur rikiilns b.t. Þonteinn Gislaaon Hifnmtrzti 7 101 Reykjavlk A— Sjónarmið í fullu gildi í áliti sínu vitnaði ríkislögmaður til umræðna á Alþingi þegar lögin um SR voru sett árið 1937. Með hliðsjón af því komst ríkislögmaður að þeirri niðurstöðu að þau sjónarmið sem lágu að baki því að ríkissjóður skyldi almennt ekki bera ábyrgð á skuldum SR, hafi ekki tengst neinum sérstökum aðstæðum kreppu- tímans heldur séu í fullu gildi á hveijum tíma. Sjónarmiðin á bak við ákvæðið hafi verið þau, áð ríkið hafi sett á fót fyrir- tæki sem sinnti þörfum tiltekinnar fram- leiðslugreinar. Ríkið hafi ekki viljað taka meiri áhættu af þessum rekstri en sem nam stofnkostnaði. Meginatriðið sé að þarna hafi verið komið á fót fyrirtæki með takmarkaðri ábyrgð, hliðstætt því sem gildi um hlutafélög. Meðal annars á þessum forsendum taldi embætti ríkislögmanns ljóst að ríkið ábyrgðist almennt ekki skuldir sem SR hefði stofnað til nema Alþingi hafi ákveð- ið slíkt með lögum. Skuldirnar gjaldfelldar Þetta var haft til hliðsjónar þegar lög voru sett um hlutafélag sem yfirtæki eign- ir og skuldir Síldarverksmiðjanna. Lands- bankinn heíur gagnrýnt að verið sé að selja fyrirtækið með áhvílandi skuldum án þess að leita samþykkis skuldareigand- ans. Og taki nýir eigendur við fyrirtækinu sé aðeins um tvennt að velja, að gjaldfella lánin og ganga að eignum félagsins eða skrifað verði upp á ríkisábyrgð. Sjávarútvegsráðuneytið segir á móti að aðeins á einu áður nefndra skuldabréfa sé fyrii-vari um að gjaldfella megi lánið við eigendaskipti. Og almennt leiði það ekki til uppsagnar á lánssamningum, þótt eigendaskipti verði á hlutabréfum í fyrir- tækjum. Það sé hins vegar hlutverk nýrra eigenda að semja um þessi mál við bank- ann. BlS-reglur Það sem liggur á bak við kröfu bank- ans um ríkisábyrgð eru alþjóðlegar kröfur um eiginfjárhlutfall banka, svonefndar BlS-reglur sem bankinn þarf að uppfylla. Lán eru flokkuð eftir áhættu og lán með ríkisábyrgð eru í 0 flokki sem þýðir að bankinn þarf ekkert að leggja í varasjóð á móti slíkum lánum. Lán til hlutafélaga eru hins vegar í 100% áhættuflokki, og þarf bankinn að leggja 8% af lánsupphæð- inni í varasjóð. í þessu tilfelli þyrfti bank- inn því að leggja 65 milljónir króna til hliðar ef miðað er við 800 milljóna króna Iánsupphæð. Bankinn hefur verið á mörkum þess að uppfylla skilyrði BlS-reglnanna. Á síðasta ári fékk bankinn til dæmis víkjandi lán hjá Seðlabankanum og ríkisframlag til að uppfylla skilyrðin. þyrfti að koma að tilboðsgjafi hafi fjárhagsleg- an styrk til að kaupa fyrirtækið allt og tryggja rekstur þess áfram. Væru kaupin fjármögnuð með lántöku að einhverju leyti þurfti að gera grein fyrir lánveitanda og tryggingum sem tilboðsgjafi hygðist setja fyrir lántöku sinni. Einnig þurfti að sýna fram á að kaupin brytu ekki í bága við lög sem banna erlenda fjárfest- ingu í sjávarútvegi. Þessi skilyrði munu hafa verið sett að vand- lega íhuguðu máli í samvinnu VÍB og sjávarút- vegsráðuneytisins. Markmiðið var að SR-mjöl kæmist í hendurnar á eiganda sem gæti far- sællega staðið að rekstrinum áfram, enda voru miklir hagsmunir í húfi. Fyrirtækið er það stærsta hér á landi í mjölútflutningi auk þess sem verksmiðjur þess eru mjög mikilvæg- ar fyrir þau sveitarfélög sem þær eru staðsett- ar í. Því þóttu einungis koma til greina kaup- endur sem væru fjárhagslega sterkir og traust- ir viðskiptamenn. Af hálfu Haraldar hefur verið gagnrýnt að þessi skilyrði væru sett, nánast fyrirvaralaust. Einnig hefur hann gagnrýnt að upplýsingar um ijárhagslega stöðu SR-mjöls bárust mjög seint frá sjávarútvegsráðuneytinu, t.d. barst stofnsefnahagsreikningur SR-mjöls ekki fyrr en um miðjan deseinber. Sjávarútvegsráðu- neytið segir hins vegar að þær upplýsingar hafi í raun verið óþarfar þar sem nægilegar upplýsingar hafi þá legið fyrir, m.a. í lagafrum- varpinu um stofnun SR-mjöls. Þrír eftir í kjölfar bréfs VÍB lýstu þrír aðilar yfir vilja til þátttöku í útboðinu. Þar á meðal var Akureyrarbær sem hafði, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, hug á að sameina Krossanesverksmiðjuna SR-mjöli og jafnvel selja fyrirtækið aftur í kjölfarið. Einhveijar efasemdir voru um hvort það væri í anda einka- væðingar að selja 'ríkisfyrirtæki til sveitarfé- lags, en bærinn var talinn uppfylla skilyrði um íjárhagslega getu. Þá sendi Jónas Aðalsteinsson bréf til Sigurð- ar B. Stefánssonar þar sem talin voru upp 21 loðnuútgerðarfélag, sem voru með um 85-90% viðskipta við SR og réðu samanlagt yfir rúmlega helmingi loðnukvótans. Auk þess voru nafngreind flögur fyrirtæki sem hefðu staðfest áhuga á að standa að kaupum á hluta- bréfunum. Þetta voru Sjóvá-Almennar, Draupnissjóðurinn hf., Þróunarfélag íslands og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn. Þá hefðu starfsmenn SR-mjöls lýst yfir stuðningi við kaup þessara aðila og sveitarfélögin, þar sem verksmiðjur SR eru staðsettar, hefðu einn- ig lýst yfir stuðningi við kaupin. Loks hefðu olíufélögin þijú lýst yfir stuðningsvilja sínum gagnvart kaupendahópnum. Því var lýst yfir í bréfinu að miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um SR-mjöl væri ótvírætt að þessi hópur hefði sem heild fjárhagslegt bolmagn til að kaupa öll hluta- bréf í félaginu og íjármagna þau kaup með eigin fé, auk þess sem hann hafði ijárhagsieg- an styrk til að tryggja rekstur félagsins. En jafnframt var bent á að enginn hefði enn tek- ið endanlega ákvörðun um að taka þátt í kaup- unum eða að hvaða marki. Munnlegar upplýsingar Haraldur Haraldsson skrifaði einnig bréf til VÍB og sagði að kæmi til þess að tilboð yrði gert, myndi hann, ásamt hópi einstaklinga og fyrirtækja, stofna hlutafélag sem yrði hinn raunverulegi tilboðsgjafi. Eðli málsins sam- kvæmt væri ekki hægt að veita frekari upplýs- ingar um ijárhag hins óstofnaða félags og vegna margháttaðra viðskiptasambanda þeirra sem með honum stæðu væri heldur ekki hægt að upplýsa um nöfn og fjárhag hvers og eins þeirra. Jafnframt gekk Haraldur á fund Sigurðar B. Stefánssonar og tilkynnti honum munnlega hveijir stæðu með honum að tilboðinu með honum. Nefndi hann þá Sjóvá-Almennar, Olís, Sigurð Ágústsson hf. í Stykkishóimi, Einar Odd Kristjánsson á Flateyri, og hugsanlega Sigurð Einarsson í Vestmannaeyjum og Ólaf Kristjánsson fyrir hönd Noru hf. á Stykkis- hólmi. Einnig nefndi hann bankana tvo og bað um að farið yrði með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál milli Sigurðar og sjávarútvegs- ráðherra. Sigurður skrifaði Þorsteini Pálssyni bréf þar sem þessar upplýsingar komu fram og óskaði Þorsteinn eftir því að hann sannreyndi þessar upplýsingar, meðal annars í ljósi þess að að Sjóvá-Almennar voru í hinum hópnum og Olís hefði lýst yfir stuðningi við hann. Þetta gerði Sigurður og þá kom fram, að Sjóvá-Almennar kæmu ekki við sögu við tilboðsgerð Haraldar. Forstjóri Olís staðfesti að hann hefði skoðað þátttöku í kaupum á SR-mjöli með Haraldi en formlegt erindi hefði ekki borist frá honum. Olís hefði einnig lýst yfir stuðningsvilja og mögulegri þátttöku í pðrum hópi þótt ekki yrði um beina hlutaijáreign að ræða. Þegar leitað var upplýsinga hjá Búnaðar- bankanum kom fram að þá var enn skilningur bankanna tveggja og forsenda fyrir lánafyrir- greiðslu, að fyrirhuguð hlutafjái'kaup Haraldar og félaga yrðu fjármögnuð að mestu leyti af ðigin .fé iþriggja: aðiía með npþkuroryeginn jafna hlutdeild, það er Haraldar og félaga, Sjóvár-Almennra og Olís. VÍB óskaði eftir því að Búnaðarbankinn gæfi skriflega yfirlýsingu um þetta og var það gert á eftirfarandi hátt: „Búnaðarbanki ís- lands staðfestir að bankinn er reiðubúinn til aðtatei þátt í endurfjármögnun altea langtíma- lána SR-mjöls hf. og fjármögnun hlutafjár- kaupa að einhveiju leyti ef til kaupa Haralds Haraldssonar og félaga á fyrirtækinu kemur. Lánveiting BÍ er háð því að Vereins- und Westbank í Hamborg veiti samskonar lán til jafns við BI, það er að bankarnir tveir taki lánveitingar á hpndur að jöfn,u. Lánveitingiir er einnig háð því að yfirlýst áform um hlutaf- járkaup standi í meginatriðum, það er að þau séu að mestu leyti fjármögnuð af eigin fé kaupenda. Afurðalán SR-mjöls í höndum nýrra eigenda verða ekki frá Búnaðarbanka íslands og er það skilyrði bankans fyrir ofangreindri lánveitingu að frá þeim hafi verið gengið með öðrum hætti.“ Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var það ekki skilyrði fyrir lánveitingu af hálfu . bankans, að Sjóvá og Olís væru þátttakendur, en ljóst hafi verið, að ef annað þessara fyrir- tækja eða bæði dyttu út, yrðu sambærilegir aðilar að koma í staðinn. Fyrst og fremst yrði að tryggja að hlutaféð kæmi en að auki var bankanum eðlilega ekki sama hvetjir væru bakhjarlarnir. Hætt við tilboð? í ljósi þessara upplýsinga komst VÍB að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að líta svo á að þau svör sem bárust frá Haraldi full- nægðu þeim skilyrðum sem sett höfðu verið. Haraldur hefði ekki sýnt fram á fjárhagslegan styrk úr því hvorugur stóru aðilanna var leng- ur með og ekkert hefði komið fram með trygg- ingar fyrir lánum. Það olli söluhópnum talsverðum vonbrigðum hve fáir sýndu málinu áhuga þegar á hólminn var komið. Ef Haraldi yrði hafnað væri því í raun aðeins einn aðili eftir og það myndi væntanlega leiða til lægra tilboðs. Á sama tíma mun Haraidur hafa lagt hart að Friðrik Sophussyni ijármálaráðherra að hann fengi að bjóða í SR-mjöl þótt nokkuð skorti á up- beðnar upplýsingar og Davíð Oddsson forsæt- isráðherra mun einnig hafa talið að þeir sem hefðu áhuga ættu að fá að bjóða; það kæmi þá í ljós þegar tilboðin litu dagsins ljós hvað væri á bakvið þau. Söluhópurinn lagði þetta síðan til við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem ákvað að heimila áðurnefndum þremur aðilum að fá útboðsgögn. Þetta varð úr og 17. desember tilkynnti Sigúrður B. Stefánsson Haraldi að upplýsingar hans hefðu ekki fengist staðfestar sem réttar en ákveðið að þeir þrír sem vildu bjóða fengju tilboðsgögn. í bréfi frá VÍB þennan dag segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin án þess að sérstakt mat hafi á því stigi verið lagt á þau atriði sem óskað var upplýsinga um í bréfi VÍB frá 7. desember. Þetta fór fyrir bijóstið á hinum kaupenda- hópnum og taldi hann sér hafa verið mismun- að. Á fundi 22 desember var samþykkt að hópurinn myndi ekki gera tilboð í SR-mjöl hf. fyrr en lagt hafi verið mat á það hverjir þátt- takenda teljist fullnægja söluskilmálum og var VÍB sent bréf þessa efnis daginn eftir. Sölu- hópurinn ræddi þetta á aðfangadag þar sem nú blasti við sú staða að Haraldur einn myndi bjóða í bréfín en ákvað að hafast ekki að. Tilboðsfresturinn rann út síðdegis 28. desember. Þann dag óskaði Akureyrarbær eftir lengri tilboðsfresti en það var ekki talið koma til álita. í hádeginu barst VÍB fréf undir- ritað af Jónasi Aðalsteinssyni og Benedikt Sveinssyni og um klukkan 15 skilaði Haraidur tilboði, sem undirritað var af Sigurði G. Guð- jónssyni fyrir hönd Haraldar. Þau Arndís og Steingrímur úr söluhópnum auk Hreins Lofts- sonar komu í húsakynni VÍB um klukkan 15.30 til að fara yfir tilboðin. Haraldur hafði óskað eftir því að vera við- staddur þegar tilboðin voru opnuð, en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði aldrei staðið til að tilboðin yrðu opnuð í viður- vist tilboðsgjafanna, þar sem ekki var litið svo á að um lokað útboð væri að ræða. Lög um framkvæmd útboða ná aðeins til útboða á sviði vöru og þjónustu og starfsemi verðbréfa- viðskipta og peningamarkaðar eru undanþegin lögunum. Sú starfsemi er hins vegar háð lög- um um verðbréfafyrirtæki og eftirliti bankaeft- irlitsins. VÍB hafði samband við bankaeftirlitið áður en útboðsferillinn var ákveðinn og niður- staðan var sú að ekki væri um að ræða útboð á nýjum hlutabréfum heldur sölu á þegar út- gefnum bréfum. Nánari skýringa þörf Eftir að bréfin höfðu verið opnuð var Ijóst að nánari skýringar þyrfti með þeim báðum. Efni tilboðanna hefur þegar verið birt í greinargerð sjávarútvegsráðherra um málið sem biitist í Morgunblaðinu í síðustu viku. í bréfi sínu lýstu Jónas og Benedikt því yfir að þeir væru tilbúnir til að beita sér fyrir því að kaupendahópurinn setjist að samningaborði með .seljendum á þeim grundvelli að kaupverð verði eigi lægra en nafnverð bréfanna, þ.e. 650 milljónir króna og kaupin yrðu háð því að samkomulag næðist um fjármögnun lang- tímalána SR. Haraldur lýsti sig reiðubúinn til að staðgreiða 801 milljón króna fyrir bréfin og tryggja endurijármögnun á 932 milljóna króna langtímaskuldum SR-mjöls en ekki kom fram hvernig sú fjármögnun yrði tryggð, eða hveijii' stæðu á bakvið tilboðið með Haraldi. Söluhópurinn óskaði þá eftir fundi með báðum aðilum. Pyrstir komu Haraldur Har- aldsson og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hans. Á hálftíma fundi fór hann yfir fyrirætl- anir sínar um rekstur verksmiðja SR. Meðal - ■annai's að .hnnn hefði hug á.að fara út Lfull-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.