Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 lí' Morgunblaðið/Rúnar Þór Hrossin fóðruð HARALD Jespersen bóndi á Engimýri; fremsta bænum í Öxnadal, hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fóðra hross sín, blindbylur upp á hvem dag og sér vart úr augum. Ingi R. Helgason stj órnarformaður VIS Bakábyrgð ógild vegna yfirlýsing- ar frá bæjarstjóra INGI R. Helgason stjórnarformaður Vátryggingafélag Islands seg- ir að þegar félagið hafi ætlað að greiða Akureyrarbæ út verk- ábyrgð vegna byggingar fjölbýlishúss við Ilelgamagrastræti eftir gjaldþrot verktakans hafi bakábyrgðaraðilar lagt fram bréf dag- sett degi fyrir gjaldþrotið sem innihélt yfirlýsingu þáverandi bæjar- stjóra um að verktakinn væri laus undan framkvæmdaskyldum sinum. Þetta mál var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Ingi sagði að Brunabótafélag íslands hafi á sínum tíma gefið út nokkrar verkábyrgðir vegna Híbýla hf. gagnvart Akureyrarbæ og eftir sameiningu trýggingafé- laganna hafi VÍS tekið við þeim skuldbindingum. Þessar verk- ábyrgðir væru uppgerðar og greiddar nema ein, en hún er vegna byggingar fjölbýlishússins Helgamagrastræti 53. Akureyrarbær og þrotabú Hí- býla hf. hafa staðið í löngum mála- ferlum vegna ágreinings um eðli samninga þeirra um byggingu fjöl- býlishússins, en niðurstaða Hæstaréttar síðastliðið vor var sú að um verksamning væri að ræða. Bréfið VÍS hefur baktryggingu í fast- eignaveði að fjárhæð 9 milljónir króna hjá stjórnarmönnum Híbýla og þegar VIS ætlaði að gera upp verkábyrgðina eftir uppkvaðning Hæstaréttardómsins lögðu bak- ábyrgðaraðilamir fram bréf sem dagsett var degi fyrir gjaldþrot Híbýla og áritað af fyrrverandi bæjarstjóra með þeirri yfirlýsingu að Akureyrarbær leysi Híbýli hf. sem verktaka undan framkvæmda- skyldum sínum samkvæmt verk- samningi. Á grundvelli þessarar Framtíð Slippstöðvarinnar-Odda rædd á fundi stærstu eigenda stjórnarmenn að bakábyrgð þeirra — r væri í gildi. Þessa uppákomu hafi VÍS borið undir forráðamenn Akureyrarbæj- ar, en umrætt bréf og innihald þess virtist koma þeim á óvart. Til að flýta fyrir urskurði um gildi bréfsins bauð VIS upp á gerðar- dóm, en Akureyrarbær vildi venju- legu dómsmálaleiðina. „Samskipti Akureyrarbæjar og Brunabótafélags íslands og síðar Vátryggingarfélags íslands hafa í áratugi verið góð og farsæl, enda voru forystumenn í bæjarstjórn Akureyrar lengst af stjómarmenn í Brunabótafélaginu og þessi uppá- koma núna breytir engu þar um,“ sagði Ingi. Vonast til að viðræður lán- ardrottna leiði til lausnar Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku STÆRSTU eigendur Slippstöðvarinnar-Odda ræddu framtíð fyr- irtækisins á fundi í gær og er þess vænst að niðurstaða um hver örlög hennar verða liggi fyrir í næstu viku. Greiðslustöðvun fyrirtæk- isins rennur út 22. febrúar næstkomandi, en stefnt er að því að gera nauðasamninga við lánardrottna þess. Sá dráttur sem orðið hefur á þvi að ákvarðanir sé teknar um framtíð stöðvarinnar hafa valdið óöryggi meðal viðskiptamanna og vonleysi meðal starfsmanna. Guðmundur Tuliníus fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar- Odda sagði að á fundi um framtíð fyrirtækisins í gærmorgun hafí ver- ið lagðar fram«aipplýsingar um þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem verið hefur í gangi á greiðslu- stöðvunartíma stöðvarinnar, en hugmyndir um slíka endurskipu- lagningu hafí verið lagðar fyrir stærstu lánardrottna fyrirtækisins í byijun nóvember. Þeir eru Lands- banki íslands, Iðnlánasjóður og Iðn- þróunarsjóður. Forsvarsmenn Landsbankans tóku fljótt jákvæða afstöðu til hugmyndanna, að sögn Guðmundar, en erfiðara reyndist að fá jákvæðar undirtektir frá sjóð- unum. Þess er vænst að viðræður Landsbankamanna og fulltrúa sjóð- anna tveggja, sem komið hefur ver- ið, á leiði til þess að farsæl lausn fínnist. Vonleysi meðal starfsmanna „Þær tafir sem hafa orðið hafa gert okkur erfítt fyrir á allan hátt, það er slæmur andi í fyrirtækinu, vonleysi meðal starfsmanna og við- skiptavinir okkar búa við óöryggi. Þetta ástand hefur kostað okkur ómældar upphæðir og það er ábyrgðarleysi að draga það svo lengi að taka ákvarðanir um hver framtíð fyrirtækisins verður. Það hefði vel verið hægt að flýta þeirri ákvarðanatöku, taka af skarið af eða á,“ sagði Guðmundur. Slippstöðin-Oddi óskaði eftir því í lok síðasta árs að Akureyrarbær legði fram 20 milljónir króna í fyrirtækið, en það er sú upphæð sem þarf til að fjármagna nauða- samninga sem stefnt er að því að gera við lánardrottna. Bæjarstjórn taldi sig ekki geta orðið við erind- inu eins og það lá fyrir. Samkvæmt 9 mánaða uppgjöri varð um 35 milljóna króna tap af rekstri fyrir- tækisins, þar af var tap -vegna gengisbreytinga um 20 milljónir króna. Viðhald í lágmarki Erfíð staða í sjávarútvegi á liðnu ári hefur valdið því að sögn Guð- mundar að viðhaldsvinnu og öðrum verkefnum er haldið í algjöru lág- marki og það ásamt erfíðri lausa- fjárstöðu í greininni væri hluti af þeim erfíðleikum sem við væri að glíma í skipasmíðaiðnaðinum. Til marks um það hefðu viðskiptakröf- ur Slippstöðvarinnar-Odda hækkað úr 80 milljónum í 160 milljónir á síðasta ári. Framkvæmdastj óri A. Finnssonar hf. Aðför formannsins með öllu óskiljanleg AÐALGEIR Finnsson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtæksins A. Finnssonar hf., segir að Vilhjálmur Ingi Arnason formaður Neytendafé- lags Akureyrar og nágrennis haldi uppi aðför gegn sér og fyrirtæki sínu, en Vilhjálmur Ingi hefur óskað eftir því við fjóra opinbera aðila að kannað verði hvort óeðlileg hagsmunatengsl séu á milli fyrirtækis- ins og íslandsbanka annars vegar og Húsnæðisnefndar Akureyrarbæj- ar hins vegar. Undirbúningxir Sjálfstæðisflokks fyrir bæjarstjórnarkosningar 11 taka þátt í prófkjöri ELLEFU manns taka þátt vpróf- kjöri Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna á Ak- ureyri í vor. Próflgör verður um aðra helgi, 22. og 23. janúar. Þeir sem taka þátt í prófkjörinu eru: Anna Björg Bjömsdóttir, starfs- maður á sýsluskrifstofunni, Bima Sigurbjömsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og bæjarfulltrúi, Bjöm Jósef Amviðarson, lögfræðingur og bæjar- fulltrúi, Borghildur Blöndal, kennari, Einar S. Bjarnason, rafvirki, Guð- mundur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri, Jón Kr. Sólnes, lögfræðingur og bæjarfulltrúi, Ólafur Rafn Ólafs- son, háskólanemi, Sigurður J. Sig- urðssón, framkvæmdastjóri og for- seti bæjarstjómar, Valgerður Hrólfs- dóttir, kennari og varabæjarfulltrúi, og Þórarinn B. Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Kosið verður á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Kaupangi við Mýr- arveg frá kl. 10-19 laugardaginn 22. janúar og 10-15 sunnudaginn 23. janúar. Kosning utan kjörstaðar verður þar um næstu helgi og hægt verður að kjósa á skrifstofunni alla næstu viku. Þá verður kosið á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, 17. og 18. janúar kl. 13-17. Flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa kosningarétt og eins þeir sem undirritað 'nafa stuðningsyfirlýsingu við flokkinn í næstu kosningum. Nið- urstaða prófkjörsins verður bindandi fyrir fimm efstu sætin. Nokkur ólga hefur verið á Akur- eyri síðustu vikur vegna kaupa Hús- næðisnefndar á fímm félagslegum íbúðum í Drekagili 28 af A. Finns- syni hf., kaupverð íbúðanna hefur verið til umræðu, breytingar sem á þeim voru gerðar og eins meint hags- munatengsl fyrirtækisins við íslands- banka og Húsnæðisnefnd. Aðalgeir sagði að breyting íbúð- anna úr þriggja í fjögurra herbergja hefði verið samþykkt athugasemda- laust í byggingarnefnd og bæjar- stjóm og það sé því rangt að þær standist ekki byggingareglugerð. Um kaupverðið sagði hann að heild- arkostnaður við kaup íbúðanna væri 36 milljónir króna eða 7,2 milljónir fyrir hveija íbúð og það væru því ósannindi að kostnaður bæjarins vegna kaupanna næmi 40 til 50 millj- ónum króna eins og haldið hefði ver- ið fram. „Ég hefur átt viðskipti við íslands- banka lengi og eins hef ég verið í samstarfí við Húsnæðisnefnd Akur- eyrar rétt eins og fjölmörg önnur fýrirtæki í bænum og ávallt hefur verið um gott samstarf að ræða við báða aðila. Skila góðu verki Ég hef rekið þetta fyrirtækið í 33 ár og aldrei orðið var við annað en að við höfum skilað frá okkur góðu verki. Þessi aðför formanns Neyt- endafélagsins er mér með öllu óskilj- anleg og hún hlýtur að eiga sér sál- rænar orsakir," sagði Aðalgeir, en hann telur að formaður standi einn að aðförinni gegn sér, aðrir stjórnar- menn í Neytendafélaginu séu þar aðeins til málamynda. Þá segir hann að Húsnæðisnefnd hafi einungis keypt umræddar fímm íbúðir af fyrir- tæki sínu á síðasta ári og vart sé hægt að segja að það sé óeðlileg fyrirgreiðsla þegar um sé að ræða fyrirtæki sem hafi 50 starfsmenn í vinnu auk fjölda undirverktaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.